Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Síða 12
>
VS ber að dyrum
þegar Mn minnist æskustöðva
sinna.
_ — Ég fæddist, segir Hildur, að
Ánastöðum á Vatnsnesi i júní árið
1916. Foreldrar mínir voru Jó-
hanna Gunnlaugsdóttár og Björn
Jónsson, sem þar bjuggu þá. Var
faðir minn fæddur og uppalinn á
Ánastöðum, enda bjuggu foreldrar
hans víst allan sinn búskap þar.
Ánastaðir eru um margt merki-
legur staður. Þótt ekki væri nema
fyrir það, að þar hefur gerzt þjóð-
saga, sem margir kannast við og
til er í fleiri en einni mynd. Og
ekki nóg með það. Þar heima á
bænum blöstu við hverjum manni
hlutir, sem studdu mjög sannleiks-
gildi sögunnar, enda hef ég aldrei
efazt um það eitt andartak, að hún
sé sönn.
smala kindum niðri við sjó. Heyrðj
hann þá einhver ókunnugleg hljóðí
og fór að athuga, hvað þetta væri,
Sá hann þá nokkra hvali, sem vorU
að festast uppi í fjöru. Seinna korij
í ljós, að þeir voru jafnmafgir og
kjötbitarnir, sem fátæka ekkjafl
hafði fengið nokkru áður, og má
segja, að þar væri ríkulega gold»
inn greiði. Það þarf ekki helduv
annað en koma að Ánastöðum til
þess að sannfærast um, að þaf
hafí hvalir komið við sögu —
og það meira en lítið. Á hlaðinu
var herðablað úr hval, svo stórt,
að maður átti erfitt með að trúa
því, að það væri eitt bein, en ekkí
fleiri saman sett. Og úti á túni var
stór hlaða, auðvitað öll hlaðin úr
torfi og grjóti en aftur á móti ölí
uppreft með hvalrifjum. Að mað-
;
„Líklega hef ég aldrei fegnari
oröiö að finna aftur týndan hlut“
MWHMHHHHHHKHMS***H*MHHH*MMHMHH*«»B*H*HHM«HBHHHHMHHHHHHHMi
”Sá sem hvorki hefur ekið í
kringum Vatnsnes né komið að
Hólum, hann hefur aldrei til Norð-
urlands komið*. Svo mælti ágæt-
ur JVorðlendingur eitt sinn við
undirritaðan. Þótt segja megi, að
hér sé fast að orði kveðið, er það
þó varla fjær sanni en grunnfærn-
Isleg sjálfsánægja þeirra, sem telja
íig . gerþekkja Norðurland, þótt
þeir hafi ekki haft af því önnur
kynni en þau að aka þjóðleiðina ó
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
I»ví er á þetta minnzt nú, að við-
mæiandi okkar í dag, frú Hildur
Bjömsdóttir, fæddist á Vatnsnes-
inii og á þaðan sínar fyrstu
bernskuminningar. Við skulum nú
heyra, hvð henni er efst í huga,
— Það værí nógu gaman að
heyra hana, og sakar ekki, þótt
einhverjum kunni að koma hún
kunnuglega fyrír sjónir.
— Þetta gerðist, þegar langafi
minn og langamma bjuggu á Ána-
stöðum. Lengra er nú ekki síðan.
Þá bar svo tál einn góðan verður-
dag, að til þeirra kom fátæk ekkja,
margra barna móðir, og sagði
þeim, að nú ætti hún engan mat-
arbita eftir handa börnum sínum.
Langamma mín sótti nokkra kjöt-
bita og gaf þá konunni. Var það
seinasta kjötið, sem hún átti til.
Konan tók við matnum og bað guð
að launa, eins og sú kona ein get-
ur beðið, sem á svöng hörn.
Nokkru seinna var langafi að
ur tald nú ekki um hryggjarliðina
— og reyndar fleiri hvalbein —
sem blöstu við augum. Það er því
engin ástæða til þess að rengja
söguna um hvalrekann, hvort sem
þar hafa komið til bænir ekkjunn-
ar, eða tilviljunin einber.
Þegar ég var fimm ára, fluttust
foreldrar mínir að Litla-Ósi í Mið-
firði og þar ólst ég upp. Þó héldu
Ánastaðir áfram að vera drauma-
land mitt, og þangað leitaði hug-
urinn gjarna. Þar bjuggu afi og
amma, föðurbróðir minn og afa-
systir, og þangað fengum við, börn
in, að fara einu sinni til tvisvar
á ári. Þá var mikið hlakkað til.
Þetta iafngilti því, að það væru
svo sem tvenn eða þrenn jól á ári.
SU
1 I M I N N
SUNNUDAGSBI.AÐ