Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Qupperneq 16
Richard Beck;
Lífsmáttur ljóðsins
Ljóðið var þjóð vorri líf,
líknin í nauðum, og hlíf
alda í stormunum stríðum.
Kveikti hjá þjökuðum þrótt
þyngstri á hörmunganótt,
vortrú í vetrarins hríðum.
Ljóðið var þjóð vorri Ijós,
lagði á frosthvítan ós
geislabrú himins til hæða.
Loguðu í ylríkum óð
eldar frá morgunsins glóð,
ísalög andans, sem bræða.
Ljóðsins I háreistri höll
himingnæf draumanna fjöll
risu í dýrð sinni úr djúpi.
— Með þetta hefur þú svo lagt
út í heiminn?
— Jó, ég hleypti heimdragan-
um. þegar ég hafði aldur til, og
leiðin lá til Reykjavíkur eins og
hiá flestum unglingum á þessum
árum. Fyrst í stað voru þetta að-
eins vetrardvalir — ég kom heim
á vorin. En þó kom þar, að ég
ílentist hér syðra.
— Norðurland hefur haldið
áfram að toea í þig?
— Já, það togaði og dró. Jafn-
vei eftir að ég var alflutt úr for-
eldrahúsum, hélt ég áfram að leita
norður á bóginn. Ég var þrjú sum-
ur ráðskona hjá vegamönnum. þar
af tvö norður í Vatnsskarði og eitt
f Fornahvammi f Norðurárdal.
— Var það ekki skemmtilegra
en að smala kvíaánum?
— Jú. Útilega uppi á fjöll-
um er einhver hollasti lifn
aður, sem völ er á — og svo
voru blessaðir vegakarlarnir mínir
svo skemmtilegir. Ég hef að vísu
enga ástæðu til þess að ætla, að
þeir hafi ekki verið ágætir heima
hjá sér, en þó held ég, að þeir
hafi hlotið að batna til stórra
muna við að koma f fjallaloftið.
Það ýtir undfr allt hið bezta og
skemmtilegasia í fari manna.
Ljóðvængir lyftu á flug
langþreyttum, fjötruðum hug,
sviptu af sálunni hjúpi.
Eldheit og leifturbjört IjóS
leiðina mörkuðu þjóð
frelsis að fagnaSardegi.
Bergmál þess blessaða lags,
bjarmi hins langþráða dags,
vaka yfir framtíSarvegi. ,
Lífsmáttur IjóSsins ei þverr,
lindin sú streymandi ber
ómdjúpa eggjan og sterka.
Lifir i íslenzkum óð
aldanna söguvígS glóS,
frjómagn til fagurra verka.
— Hver var verkstjóri f þessari
vegagerð?
— Yfirverkstjórinn var Jóhann
heitinn Hjörleifsson. Hann var ein-
staklega elskulegur maður og af-
bragðshúsbóndi. Með okkur tókst
góður kunningsskapur, sem entist
á meðan hann lifði. Og eftir að
hann féll frá, hef ég haldið sam-
bandi við ekkiu hans og börn.
— En segðu mér nú eitt: Hvað
hefur þér þótt skemmtilegast um
dagana?
— Bækur. Frá því ég fór nokk-
uð að vitkast hafa vel gerð og
snjöll ljóð verið sólskinsblettirnir
í lífi mfnu. Þau hafa veitt mér
meir} gleði en flest annað, og til
þeirra hef ég sótt kjark og styrk,
þegar á móti hefur blásið. En þótt
ég nefni hér kvæði sérstaklega, þá
var lestur minn ekki einskorðaður
við þau. Ég las bókstaflega allt,
sem ég náði í, hvort sem það var
f bundnu máli eða óbundnu. Ég
skal til gamans segja hér eina
sögu, sem sýnir vel óviðráðanlega
lestrarfýsn mína.
Ég var þá unglingur heima á
Litla-Ósl. Það var hásumar (þegar
sveitakrakkar stunda sjaldan lest-
ur að ráði), og ég átti að taka á
mótl þurru heyi við hlöðudyr.
Þarna við hlöðuna hafði ég hjá
mér Sögur frá Skaftáreldi eftir
Jón Trausta og var alltaf að skjót-
ast til þess að lesa, þegar hlé var
á milli ferða. En ég var fljót að
fela bókina um leið og ég sá til
lestamannsins. Það lá þó nærri, að
þetta endaði illa. Einu sinni, þeg-
ar ég ætlaði að grípa bókina, var
hún horfin. Ég varð skelfingu lost-
in, því að mér datt ekki annað í
hug en ég hefði týnt henni í hey-
ið og myndi aldrei finna hana aft-
ur. Þetta var þeim mun verra. sem
ég hafði fengið bókina að láni á
öðrum bæ. Ég átti alltaf auðvelt
með að fá lánaðar bækur, því að
ég þótti fara vel með þær. Það
hefði bví verið óbærileg smán, ef
ég hefði svo allt í einu brugðizt
því trausti, sem mér var sýnt, og
týnt lánsbók. Um síðir fann ég þó
bókina. bar sem hún hafði dottið
niður á milli bagga. Líklega hef
ég ekki oft verið fegnari því að
finna týndan hlut.
— Þú minntist áðan á útiveru
og fiallaloft. Hefur þú ekki stund-
að ferðalög?
— Fyrr á árum, á meðan ég
vann verzlunarstörf í Reykjavík,
var það nokkurn veginn árvisst,
að ég færi með vinnufélöeum mín-
um í sumarferðalög- Ferðuðumst
við bá einffmvm innan lands og
jöfnum böndum byggðir og
óbvpoðir. Þá hlotnuðust mér mín
fvrstu og einu kvnni af Hveravöll-
um — og bótt ég hefði ekki haft
neitt annað gaen af sumarleyfinu
mínu það sumarið. þá hefði það
mareborvaði sig. Á þessum árum
var ég líka einu sinni fjóra daga
í Mvvatnssveit í þvi feeursta veðrí,
sem bar eetur komið. Það eru ein-
hveriir óelevmanlegustu dagar,
sem ég hef Iifað.
— En lagðir þú ferðalögin á
hilluna, eftir að þú gerðist hús-
freyia með börn og bónda?
— Svo má það nú heita. Að
vísu fórum við hjónin flest
sumur norður að Litla-Ósi,
jafnvel þótt dvölin þar væri
ekki alltaf löng. Það er nú
einhvern veginn svo, að sá bær á
alltaf sterk ítök í mér, og ennþá
segi ég „heim“, þegar ég tala um
Litla-Ós. En nú er að vísu orðið
nokkuð langt síðan ég hef komið
norður.
— Ekki trúi ég því nú samt, að
þú sért alveg setzt í helgan stein.
— Það má heita svo. En tvð
Framhaid á 526. síSu.
520
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ