Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Qupperneq 17
Mörg unglingsstúlkan kynni vafalaust hið bezta við sig i þessarl skrítnu flík, sem líklega væri helzt köiluð úlpa, ef hún ættl uppruna sinn hérlendis. En flíkin er ekki ný af nálinni. Hún er frá árunum upp úr 1890, og má því marka, að ömmur og langömmur ungu stúlknanna nú hafa ekki haft alls kostar ólíkan fatasmekk. ★ Gamalt verður nýtt ★ Mennirnir og flíkurnar, sem þeir klæðast Enn er til fólk, og það' Iíklega ekki svo fátt, seni fyllist hneyksl- un og gremju andspænis síðhærð- um unglingi, sem klæðist undar- legum fötum. Sumir vildu áreiðan lega láta taka þessa pilta og klippa þá nauðuga. Þó nokkrir níðast á þeim með því að meina þeim vinnu. Fátt virðist þó sjálfsagðara að einstaklingnum sé í sjálfsvald sett heldur en það, hvort hárið á honum er þumlungunum síð- ara eða styttra en almennt gerðist fyrir tíu árum, og við fá vandamál á það þjóð- félag að stríða, þar sem snið- ið á jökkum og buxum unga fólksins er verulegt áhyggjuefni. En það er við margan gróin sterk hneigð til þess að þröngva öllum í þann stakk, er hann sjálfur hef- ur kosið sér, og afarrík árátta að vilja steypa alla í sama mótinu. Sumir sjá líka í síðhærða ungl- ingnum uppreisnarandann líkamn- aðan, ásamt vinstrihyggju ungu kynslóðarinnar, og þá er ekkj að sökum að spyrja, ef augun sitja í höfði íhaldssams borgara, sem finnst líf liggja við, að ekkert fari úr reipunum af því, sem gerði hann að þeirri merkispersónu sem hann er. En þessir stefnuföstu og um- hyggjusömu rnenn, sem telja það ganga helgibroti næst, ef klæða- burðurinn stingur mjög í stúf við það, er þeirn finnst gott og gólt, hafa líklega aldrei leitt hugann að TtMINN SUNNUDAGSBLAÐ 521

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.