Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Side 21
Þai var hungurverk- fallii, sem hreif Örvæntingarúrræði fólks, er bjó fjarri miðstöðvum valdsins Stóri-Blásjór er lítiS þorp norð- arlega í Svíþjóð, rétt við norsku landamærin. Þar fögnuðu menn vorinu með kampavíni og kynstr- um af mjölgraut. Þorpsbúar, um tvö hundruð að tölu, höfðu sem sé unnið frægan (og verðskuldaðan) sigur, hnekkt fyrirætlunum stjórn- valda suður í Stokkhólmi og losn- að við að hafa ríkisstyrki sér til framfærslu. í Stóra-Blásjó eru verkfærir karlar innan við fimmtíu, og í vor höfðu þrjátíu þeirra enga vinnu fengið síðan í fyrrahaust, er lokið var smíði orkuvers þar í nágrenn- inu. í síðari hluta febrúarmánaðar í vetur var úti sá tími, er hinir at- vinnulausu menn áttu rétt á atvinnuleysisstyrkjum, og þá var fólkinu sagt, að það ætri ekki nema um tvennt að velja: Að yfirgefa heimabyggð og flytjast eitthvað suður í land, þar sem vinnu var að fá, eða lenda á ríkisframfæri. Heima fyrir var ekki annað að lifa á en smálandskikar, margir illa til ræktunar failnir, því að þarna er jarðvegur grýttur og torunninn. Fn fólkið vildi hvorugt þekkj- ast, brottflutning né ríkisfram- færslu. Það neitaði að flytjast burt. og það vildi vera laust við ölmus- ur. Menn minntust þess, að fyrir síðustu kosningar hafði sjálfur for- sætisráðherrann komið þarna norð ur eftir og látið mynda sig i kop- arnámu í Stekeniokk með haka reiddan um öxl, en þá voru uppi miklar ráðagerðir um stórfellda koparvinnslu á þeim slóðum. Eft- ir kosningarnar vitnaðist það fyrst, að verkfræðingar teldu námagröft þar ekki geta borið sig. Áætlun hafði einnig verið gerð um nýjan og góðan veg á þessum slóðum, og nú heimtuðu atvinnuleysingjar Stóra-Blásjó, að hann yrði gerð- ur, hvað sem koparnámunni iiði, svo að þorpið gæti þó hagnazt á ferðamönnum, sem þangað kæmu, ef leiðin væri greiðfær. En það var gamla sagan: Þeim, sem bjuggu fjarri miðstöðvum valdsins, gekk illa að láta yfirvöld- in í Stokkhólmi taka mark á sér. Enginn hefði gefið því gaum. þó að þorpsbúar hefðu með tölu efnt til einhverrar göngu á götu á heimaslóðum, því að þar höfðu þeir ekki við neinn að deila. Þess hefði hvergi verið getið, hversu lengi sem þeir hefðu staðið með kröfuspjöld á þorpstorginu, og sízt af öllu hefði slíkt raskað svefnió höfuðborgarbúa. Eitthvað urðu þeir samt að gera, er vekti þjóðar- athygli, ef þeir áttu ekki að láta fótum troða sig — eitthvað, sem kæmist í sjónvarp og á forsíður fréttablaða. Annars var úti um þá. Niðurstaðan varð sú, að tuttugu og fjórir atvinnulausir þorpsbúar á aldrinum átján til sextíu ára báru dýnur í samkomuhúsið í Stóra-Blásjó, lýstu því yfir, að þeir myndu svelta sig, unz málefnum þeirra væri sinnt, og lögðust síð- an fyrir. Konur þeirra tilkynntu litlu siðar, að þær myndu taka við og svelta sig, er karlmennirnir örmögnuðust. Það var eins og við manninn mælt: Stóri-Blásjór komst á allra varir, og ekki voru margir dagar liðnir, er bréfum og símtölum í þorpið fjölgaði heldur betur. Hundruð manna beggja megin landamæranna vildu láta í. ljós samúð sína, og fréttamenn blaða og útvarps ruku upp til handa og fóta, því að hér gat hnífur þeirra komizt í feitt. Stjórnarvöldin voru samt þung fyrir. Þau vitnuðu til þess, að Sví- þjóð væri eitt fárra landa í heim- inum, þar sem enginn þyrfti að svelta. En þeim gáfust engin grið. Fyrr en varði voru fleiri fréttamenn búnir að taka sér ból- VIÐ CLUGGANN Áhugi á ættfræði hefur auk- izt stórlega í Svíþjóð í seinni tíð. Margir telja, að þetta komi í kjölfar mikilla mannflutninga úr strálbýlum héruðum í borg- irriar. Fjöldi fólks flæmist burt úr þeim landshlutum, þar sem ætt þess hefur staðið djúpum rótum, og þegar til lengdar lætur, finnst mörgum sem þeir séu sem rótarslitinn vísir í hinu nýja umhverfi. Þeir finna til umkomuleysis í margmenninu. Einstaklingurinn á þar í vök að verjast á allt annan liátt en í strjálbýlinu, og nafn hans og manngildi er þar fæstum kunn- ugt. Andsvar margra verður að leita uppi ættartengslin og hugga sig við ættarskrána, sem sýnir, að hann er þrátt fyrir allt kvistur á miklum meiði. En öðrum þræði birtist hér eitt dæmið um margþætt viðbrögð almennings við drott invaldi véla og iðnvæðingar. Fornleifafræði, þjóðháttafræði og náttúruvernd hafa nú miklu meira aðdráttarafl en áður í öllum þeim löndum, þar sem iðnþróun hefur verið ör, og varðveizla alls, sem áður var, verður áhugamál fleiri og fleiri manna. festu í samkomuhúsinu í Stóra- Blásjó en þeir, sem þar lágu í svelti á dýnum sínum og neyttu einskis nema vatns og ofurlítils eins af ávaxtasafa. Fleiri og fleiri snerust á sveif með þorpinu nauð stadda, og loks tilkynnti samgöngu- málaráðuneytið, að allmörgum milljónum króna yrði varið til vegagerðarinnar umdeildu í sum- ar. Þá voru níu sólarhringar liðnir frá því þessar aðgerðir hófust og margir mannanna orðnir nokkuð magadregnir og máttfarnir. Það mega sænsk stjórnvöld eiga, að þau ætla að efna loforð sitt. og er það meira en sagt verður um suma stjórnarherra aðra. Þess vegna var allur mjölgrauturinn soðinn og kampavínsflöskurnar keyptar. Skál fyrir þeim, sem efna loforð sín — jafnvel þótt þeim sé þröngvað til loforðanna. TlMiNN SUNNUDAGSBLAÐ 525

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.