Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 14
franska hafi verið töluð með árangri. En Stefán þessi var hinn mesti efnis- og greindarpiltur. Hann varð síðar faðir Friðjóns heitins Stefánssonar rithöfundar og þeirra ágætu systkina. Svo var það nokkru seinna, að nokkrir Frakkar komu til okkar að Tungu og með þeim Stefán Þorsteinsson. Það var til hljóðfæri heima, eins og jafnan, og vildu nú Frakkar láta syngja. Þá var fariö að spila og syngja Gamla-Nóa, en Stefán þýddi áður textann á frönsku, öll erindin. Þegar Frakkarnir heyrðu ljóðið á sínu máli, hlógu þeir mjög. Og svo var sungið og spilað. og skemmtu sér allir sem bezt mátti verða, ekki sízt F/akkarnir. En á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar lagðist allt þetta niður. Frakkar hættu að koma, og kirkj- unni þeirra var breytt í íbúðarhús. Sjúkrahúsið þeirra var keypt og flutt út að Hafnarnesi, þar sem það var notað fyrir barnaskóla, en í Hafnarnesi var þá lítið sjávarþorp, þótt nú sé það einnig horfið. Nú þýddi ekki okkur, krökkunum, að horfa til hafs. Það komu engar duggur og ekki heldur neitt hér- skip. Hið eina, sem minnti á veru þessara sumargesta okkar, Fá- skrúðsfirðinga, var lítill, afgirtur reitur uppi í hlíðinni, með mörg- um hvítum krossum. Þar voru leiði þeirra Frakka, sem haft höfðu sumardvöl hér við land á liðnum árum, en ekki att aftur- kvæmt til síns heimalands. En svo sterkur þáttur í lífi Fá- krúðsfirðinga á þessum árum, dvöl Frakka var, þá munt þú þó eiga fleiri og máske merkari minn- ingar? — Það rifjast auðvitað sitt af hverju upp, þegar maður fer að Ifta til baka. Seytjánda júni árið 1911 ber hátt í endurminningu minni. Þá var hundrað ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar haldið hátíðlegt víða um land og líka á FáskrúðsfirðL Við, börnin í Tungu, fengum öll að fara út í kaupstað þann dag, því þar var skemmtunin lialdin, á svo- kallaðrj Búðagrund. Sjálf hátíða- hf'idin fóru fram undir beru lofti, en kaffi og súkkulaði var drukkið í t’aldi. Aðalræðu dagsins flutti séra Jónas Hallgrímsson, sem lengi hafði verið prestur í Kolfreyju- stað, en var nú orðinn gamall og b iinn að taka sér aðstoðarprest, Harald Jónasson. Hafði séra Jónas stundað guðfræðinám sitt í Kaup- mannahöfn og verið tíður gestur á heimili Jóns Sigurðssonar, sem hann taldi „föður allra íslendinga í Kaupmannahöfn“ — og var víst ekki einn um þá skoðun. Nú lýsti Jónas í ræðu sinni mörgum komum sínum á heimili Jóns, veizlum, sem hann hafði set- ið þar, og mörgu fleiru. Var gerð- ur góður rómur að ræðu séra Jón- asar og þótti mönnum hún öll hin fróðlegasta. En það var fleira eftirminnilegt um hönd haft á þessari skemmtun, en ræða séra Jónasar, þótt góð væri. Karlakór söng og ungir pilt- ar sýndu glímu. Vori þeir um fermingu eftir stærðinni að dæma. Og það vakti sérstaka athygli, að þeir voru allir á bryddum sauð- skinnsskóm. Þetta held ég að ég láti nægja um afmælishátíð Jóns Sigurðsson- ar. En fyrst ég á annað borð er að rekja æskuminningar mínar, langar mig að segja frá dálitlu, sem ég hef aldrei getað gleymt, og sem mér hefur oft komið í hug síðar á ævinni. Næsti bær fyrir framan Tungu heitir Dalir. Þar bjó á uppvaxtar- árum mínum maður, sem hét Björn Stefánsson. Var hann búinn að missa konu sína, þegar ég man fyrst eftir, og þjó með dætrum sínum. Voru þær heima til skiptis, en fórú annars snemma að heim- an til þess að afla sér menntunar, enda voru þær allar miklar greind- ar- og myndarmanneskjur. Þegar ég kom að Dölum í fyrsta skipti á ævinni, sá ég þrennt, sem ég hafði aldrei áður séð, og þótti mikið til koma: í fyrsta lagi var það blómagarður í varpa, annað var prjónavél uppi á lofti og hið þriðja var — Sigvaldi Kaldalóns, þar sem hann sat og lék á hljð- færi. Var hann þá aðstoðarlæknir hjá Georg Georgssyni á Búðum. Löngu seinna, þegar ég um tví- tugsaldur ' var við nám liér í Reykjavík, sótti ég dönskutímá hjá frú Kaldalóns, en hún var dönsk, eins og menn vita. Svo var það eitt kvöld, þegar frúin var að æfa mig í að tala við sig á dönsku og lét mig segja sér eitthvað frá eigin brjósti að ég sagði henni frá þessu, þegar ég hafði séð mann hennar í fyrsta sinn. Hún hafði gaman af frásögninni, og svo var auðvitað ekki meira um það. En næst, þeg- ar ég kom í dönskutíma, féll ég gersamlega í stafi og ætlaði blátt áfram ekki að trúa mínum eigin augum, né heldur að þora að ganga inn í stofuna. í stað þess að þar væri allt búið undir kennslustund eins og vant var, stóð þar dúkað borð með kræsingum og Kalda- lóns sjálfur> þar hjá. Sagði hann, að ekki mætti minna vera, en ég fengi kaffisopa, fyrst ég myndi sig svo vel. Síðan settist læknir við hljóðfærið sitt og lék fyrir okkur.. Það var ógleymanlegt kvöld. Og þegar hann hafði leikið lyst sína og hljóðfærið og við gert kræsing unum alveg viðhlítandi skil, var orðið alltof framorðið til þess að hefja kennslustund. Má að vísu segja, að maður hafi hlotið nokkra æfingu í því að beita danskri tungu það kvöld sem önnur, með því að spjalla við hjónin, því allt- af var töluð danska á heimili þeirra Kaldalónshjóna. — Þú minnist þarna á námsdvöl þína í Reykjavík. Varstu lengi við nám hér fyrir sunnan? — Það má segja, að ég væri hér með annan fótinn. Ég var hér ákaf lega oft á veturna, en það var ekki nærri alltaf allur veturinn í einu. Oft kom ég heim á miðjum vetri, en stundum var ég líka alveg til vors. Árið 1920 kom ég heim frá Reykjavík í janúar. Fór ég þá með skipi til Reyðarfjarðar og á báti þaðan að Hafranesi. Þaðan gekk ég yfir Hrossadalsskarð niður á Nor,ð- urbyggð Fáskrúðsfjarðar. Við gist- um á Hafnarnesi hjá Einari Friðr- ikssyni, föður dr. Friðriks Einars- sonar, læknis. Þar var í heimili mágur Einars og nafni, Einar Hálfdánarson, fróður maður og greindur vel.„Þegar við vorum að borða kvöldmatinn, sagði Einar Hálfdánársori við mig: „Hvað seg ir þú af þinginu?“ Ég komst í bobba og hef víst orðið hálfvandræðaleg. Á þing- pall hafði ég auðvitað aldrei kom- ið. Þá fyrst gekk alveg fram af gamla manninum. Hélt hann að það myndi seint henda sig, að dvelja vijjum saman í Reykjavík án þess að koma á áheyrendapalla Alþingis. Var aúðheyrt, að honum þótti 4g ófróður unglingur og sinnulítil um nauðsynlega hluti. Nei, það er ekki nýtilkomið, þetta, að hinum eldri þyki unglingarnir alvörulausir og skeytingarlitlir um það, sem mestu varðar. 662 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.