Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 16
Frá FáskrúSsfirSi, á annarri mynd sést út eftir firðl, en á hlnni inn til fjalla. Að ég nú ekki tali uin skólana hérn á Suður- og Vesturlandi, sem heita mega i nágrenni Reykjavíkur. Satt að segja hef ég þetta nú ekki á blaði fyrir framan mig, en mér er nær að halda, að sá landshluti sé varia til, sem ekki hefur sent meira eða minna af sinni skólaæsku á Þjóðminjasafnið til þess að kynna sér það, sem þar er að sjá. — Um hvað spyrja gestir ykkar roest? — Þetta er nú vandasöm spurn- ing. Við, sem vörzluna önnumst, höfum hver sinnar stofu að gæta. Þar er ég — frómt frá sagt — ekkert sérlega heppin, því þáð er blessuð lútherska kirkjan, sem í minn hlut hefur komið, og þar er aðsóknin ekkert ýkjamikil. Til hlið ar við kirkjusafnið er hið svokall- aða Vídalinssafn, það er að segja safnið, sem Jón Vídalín, konsúll gaf. Þetta safn er líka í minni vörzlu — og það er talsverð bót í máli. En svo ég svari betur spurningu þinni, þá spyr fólk utan af landi afarmikið um hluti frá sinni heima byggð. Og það er ekkert ótítt, að mönnum sárni, ef þeir verða þess varir, að hlutir, sem þeir hafa gef- ið — eða vita að hafa verið gefn- ir —, eru ekki til sýnis. Það er engin von, að ókunnugt fólk átti sig á þeim gífurlega húsnæðis- skorti, sem Þjóðminjasafnið á við að búa. — Ég ætla nú ekki að fara að tala um eilífðarmál við þig, Lára, en dettur ykkur aldrei í hug, að þeir séu á sveimi í kringum ykk- ur, sem þarna eiga hluti, sem þeim hafa verið kærir — jyfnvel bein- in úr eigin skrokki? — Sú tilfinning, sem mér er efst í huga, þegar • ég geng um Þióðminjasafnið er, * íö mér beri að umgangast þar aíla hluti með fyllstu virðingu. Þeir, sem þar eiga seinustu jarðneska eign sína eiga til mín þá kröfu, alveg skil- yrðislaust. Það er ekkert minna en heilög skylda mín að bregðast ekki trúnaði þeirra — hvort sem þeir fylgjast með gerðum mínum eða ekki. Við þessi orð Láru Pálsdóttur hefur undirritaður ekki öðru að bæta, en eftirfarandi ósk, sem bor- in er fram af fyllstu einlægni og alvöru: Þess væri óskandi, að hver einasti þegn okkar þjóðfélags ætti til að bera slíka virðingu og rækt- arsemi í garð fortíðarinnar. Þá myndi færra fara forgörðum á landi hér, en raun er á. —VS. t?r 5 ri HANNES M. ÞÓRÐARSON: SÓLRIS Sólstafa glitríð geymir glóandi fjallahringur. Finn eg í flæði sólar fyllingu lífsins gæða. Dalur í daggarbaði drekkur af sóiarljóma Litfagurt lífsins undur læknandi fer um hagann. Bljúgur lotningar bíð eg blómanna skraut að líta. Veitull í vizku sinni veraldar drottinn boðar mannanna börnum miídi, máttinn í starfi þungu- Kærleikur, alheims aflið, eilífðar rennur veginn. § S 664 ’ í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.