Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 21
Sviptingar aldanna Framhald af siSu 666. á seyði var. Með þessum hætti náðu Rússar varanlegri fótfestu á þessum slóðum vorið 1551. Litlu síðar var Kazan tekin herskildi og innlimuð í veldi Rússakeisara. Löngu seinna voru örlagaríkar orrustur háðar á þessum slóðum. Það var í bolsévíkkahyltingunni. Hvítliðar höfðu náð á vald sitt hin- um miklu kornræktarhéruðum við Volgu, sem og vegum til iðnaðar- héraða við Úralfjöll og mikilvægri járnbraut á milli Pétursborgar og Moskvu. í ofanálag á annað hafði verulegur hluti alls gullforða landsins fallið þeim í hendur, því að hann hafði verið fluttur til Kaz- an árið 1916 til varðveizlu í öflug- um hvelfingum bankans þar. Bolsé víkkar áttu í vök að verjast á ekki mjög stóru landsvæði á Mið-Rúss landi. Eigi að síður voru tvær her- sveitir sendar til Kazan og þeim til stuðnings brutust grunnskreið skip úr baltneska flotanum úm hálfófæra skipaskurði til efri hluta Volgu. Þetta kom hvítbðum á óvænt. Þeir gáfu upp vörn í gamla virkinu, sem reist hafði ver ið endur fyrir löngu til þess að kveða Tatara í kútinn, og í sept- embermánuði 1918 var Kazan tek- in herskildi í snörpu áhiaupi, sem gert var samtímis af skipum á Volgu og af landi. Þrjár miklar borgir á þessum slóðum bera nú nafn hinna fræg- ustu bolsévíkka: Gorký, Kúbýsév og Úljanovsk, sem kennd er við sjálfan Lenín. Úljanov var hið raunverulega ættarnafn hans. Faðir Leníns, Uja Úljanov, kenndi eðlisfræði og stærðfræði í Nizhný Novgorod, sem nú heitir Gorký, og enn er hús það, sem hann keypti árið 1878, til sýnis al- menningi. Það eru heldur órífleg húsakynni og þó snyrtileg, og hið eina, sem til munaðar verður tal- ið, er geysistórt píanó. Út úr þessu húsi hélt Lenín morgun hvern með skólatösku sína, og í skólan- um naut hann kennslu manns, sem hét Fjodor Kerenský. Einn sona hans var leikfélagi Leníns og hét Alexander Kerenský, seinna forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnar þeirrar, sem Lenín og fé- lagar hans steyptu af stóli. Árið 1887 varð þessari fjöl- skyldu mikil þolraun. í ársbyrjun dó Ilja Úljanov, og um vorið var elzti sonurinn, Alexander Úljanov, hengdur í Pétursborg, þar sem hann stundaði nám í náttúruvísind um. Honum var gefið að sök þátt- taka samsæri, er stefndi að því að ráða Alexander keisara III af dögum. Lenin var um þetta leyti að hefja laganám í háskólanum í Kazan. í desembermánuði tók hann þátt í að skipuleggja mót- mæli gegn ótilhlýðilegri meðferð, sem háskólanemar í Moskvu sættu, en var þá sjálfur handtekinn og gerður rækur úr skóla og síðan dæmdur í útlegð og settur undir eftirlit leynilögreglunnar. Þá var hann seytján ára. Tveim árum síðar lauk hann þó prófi í Pétursborg og þrjátíu árum síðar kom hann heim úr útlegð til þess að gerast æðsti stjórnandi landsins og koma þar á nýju þjóðfélagskerfi. í Saratov, einni hinna minni borga við Volgu, hlaut Júrí Gaga- rín menntun sína og þjálfun, og þar er enn til sýnis flugvél sú, er notuð var, þegar honum var kennt flug. Þarna í nágrenninu lentu þeir báðir, er þeir komu úr geim- flugi sínu, Gagarín og Títov. En á bökkum Volgu hafa fleiri alizt upp en Lenín og Gagarín. Þarna er einnig heimkynni frægra söngvara — niðja þeirra manna, sem forðum drógu ferjur hlaðnar korni eða járni á sjálfum sér gegn hægum straumi fljótsins. Líf báts- mannanna á Volgu var sannkallað- ur þrældómur í fyllstu merkingu þess orðs, kynslóð eftir kynslóð. Að lokum hafði aðallinn safnað að höfði sér þeim glóðum elds, er urðu að óstöðvandi báli. Flest er nú breytt nema söngröddin, sem erfist jafnt við alræði öreiganna sem stjórnarháttur keisaraveldis- ins forðum. Frægust allra borga við Volgu er Stalíngrad. Snemma á árum varð hún ein þeirra borga, sem nefna mátti vonarstjörnu Sovétríkjanna. Þar voru reistar dráttarvélaverk- smiðjurnar miklu, sem áttu að ger- breyta landbúnaðinum'. Hversu mikilvægar þær voru taldar, má ráða af því, að á sextánda flckks- þingi kommúnista í Moskvu vorið 1930, var dráttarvél ekið inn á sviðið í Bolshoi-leikhúsinu — til vitnisburðar um það, af framleiðsl- an væri hafin. Svo mikill varð fögnuðurinn, að sumir hinna harð- svírustu byltingarmanna, sem bar- izt höfðu árum saman í heims- styrjöldinni fyrri og síðan í borara styrjöldinni og margt séð og reynt, er tók á taugarnar, tárfelldu, þeg- ar dráttarvélin birtist. Dráttarvél- arnar frá Stalingrað ollu' líka þáttaskilum, og seinna urðu verk- smiðjurnar þar landinu til bjarg- ar, því að þaðan komu lengi fram- an af skriðdrekarnir, sem notaðir voru í heimsstyrjöldinni síðari. Þá urðu þeir atburðir, að Stalín- grað komst á hvers manns varir. í ágústmánuði 1942 komust her- sveitir Þjóðverja að Voígu norð- vestan við Stalíngrað. Með töku borgarinnar hefðu þeir náð valdi á sjálfri lífæð Sovétríkjanna, fljót- inu mikla. En veiðin var sýnd, en ekki gefin. í hundrað tuttugu og fimm daga rigndi sprengjum lát- laust yfir Stalíngrað, og var hvergi varizt af jafn furðulegri seiglu nema í Leníngrað, sem stóðst allt til enda eitt miskunnarlausasta umsátur veraldarsögunnar Öll borgin var skotin í rúst, og þegar Þjóðverjar komust inn í borgina, var barizt af dæmalausri heift um hvert fet. Veröldin öll bjóst við, að Stalíngrað félli þá og þegar En í nóvembermánuði hóf sovét1 m gagnsókn, og fjórum dögum >ar hafði hann umkringt meira en þrjú hundruð þúsund manna lið Þjóðverja, svo að það átti ekki annars úrkostar en gefast upp. Með þeim sigri var sköpum skipt í heimsstyrjöldinni. Hjólið hafði snúizt við. í safnhúsi borgarinnar eru nú varðveittar minningargjafir frá þrjátíu og fimm þjóðlöndum. Með- al þeirra er sverð frá Georg Breta- konungi, skjöldur frá Etíópíukeis- ara, skrautritað ávarp frá Roose- velt Bandaríkjaforseta, myndir af Lenín og Marx ofnar í Kínasílki frá Sjú Enlæ. Þar er og fáni frá norskum konum og á hann letrað: „Sigurinn við Stalíngrað tendraði von og vakti aðdáun í milljónum hjartna“. Margir þeirra, sem komu til Stalíngrað eftir ófriðinn, gátu ekki Iátið sér til hugar koma, að borg- in yrði reist á ný, svo óskapleg var tortímiri gin. Bandarískir ferða- T 1 M 1 N N _ SUNNDDAGSBLAÐ 669

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.