Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Side 16
jafnan hjá þeim, þeirra á meðal
móðir mín, Borghildur.
— Þú hefur alizt upp á Eski-
firði?
— Já, ég er borinn þar og barn-
fæddur og átti gott atlæti í upp-
vexti. Reyndar var ég sjaldan
heima nema sem gestur eftir 17
ára aldur, og nokkur sumur var
ég 1 sveit, sem strákur — sjálfri
Suðursveitinni.
— Og þar hefur þú auðvitað
kunnað vel við þig?
— Já, maður lifandi Á leið í
sveitina hélt ég alltaf til hjá Sigiga
í Bæ og Bergþóru, þekktum rausn-
arhjónum, sem áttu heima í
Hvamminum á Höfn í Hornafirði.
Þeir voru aldavinir, faðir minn og
Siggi í Bæ. Svo fór ég með hon-
um, þegar hann fór vorferðina á
Björgvin suður í sveit að færa
bændum mjölvöru, kol, olíu og
timbur. Þarna er hafnlaus brim-
lending, og það var ævintýralegt
að sjá karlana klædda skinnburu,
Skinnbrók og skinnsokkum ösl-
andi í sjónum upp undir hendur.
Á þessum bernskuárum tók ég
ástfóstri við Skaftfellinga. Þeir eru
hjartahreinasta og hjálpfúsasta
fólk, sem óg hef kynnzt.
— Stundaðir þú ekki sjó, eins
og allir strákar í þorpum?
— Auðvitað var maður sískrölt-
andi á skektum um allan fjörð,
eins og þorpsdrengja er vandi, og
mæðurnar með lífið í lúkunum út
af okkur. Ég get ekki hugsað mér
frjálsara og dýrlegra líf en við
áttum í uppvexti. Það var talið
sjálfsagt mál, að allir piltar, sem
einhver töggur var í, færu á sjó-
inn upp úr fermingaraldri. Skóla-
ganga og svoleiðis pjatt var ekki
fyrir aðra en aukvisa. Faðir minn,
Sigurður Jóhannsson, var skip-
stjóri. Hann er eini maðurinn, sem
ég hef alltaf litið upp til — á
aðra menn lít ég sem jafningja.
Þú getur því ímyndað þér, hvort
framtíðardraumar mínir hafi ekki
verið bundnir sjónum. En þar
reyndist heldur en ekki hængur
á: ég var óskaplega sjóveikur og
sjóaðist aldrei. Þegar ég var fimm-
tán ára, var úrslitatilraunin gerð.
Þá var ég úti í sex vikur með
föður mínum, en varð veikari og
veikari með hverjum degi. Að
þeim tíma liðnum var öllum ljóst,
að ég yrði aldrei sjómaður. Ári
síðan var ég landmaður við bát í
Mikley á Hornafirði vetrarvertí'ð-
ina. Þar með var sjómennskutil-
burðum mínum endanlega lokið.
— Hvað tók þá við?
— Vorið 1938 réðst ég kaupa-
maður að Kaupangi í Eyjafirði.
Jörðina átti Ingvar Guðjónsson,
þjóðkunnur útgerðarmaður og
síldarsaltandi á sinni tíð, en búi
stýrðu hjónin Bjarnþóra Bene-
diktsdóttir og Árni, bróðir Ing-
vars. Þetta var stórbýli og glæsi-
legt heimili, allt með miklu ris-
meiri brag en ég hafði kynnzt í
sveitum austan lands. Ég tel mér
feng að því að hafa verið þar sum-
arlangt, og mér hlýnar alltaf fyr-
ir brjósti, þegar ég rekst á þau
Kaupangshjón.
— Voru kaupmenn til sveita
ekki heldur lágt metnir á þessum
árum,
— Til fjár, áttu við? Ég læt það
vera. Ég hafði hálft fjórða hundrað
króna í sumarkaup og þóttist þá
svo fjáður, að ég gæti farið
hugsa til skólagöngu. Um haustið
Framkaupsfaður á Eskifirðl — [ miðju íbúðar- og verzlunarhús, reist árið 1873. Þar áWi Einar Bragi lengst heima f uppvextl.
Hér hóf Kjartan ísfjörð verzlun árið 1802.
712
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ