Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Page 5
gildrur, sem ég ætlaði að leggja fyrir það. Ha, ha! Ég hlammaði mér niður i stólinn við hliðina á henni, og ætlaði að fara að gleypa hana i mig, þegar hún segir allt i einu með yfirskilvitlegri ró: Ég ætla að segja þér svolitið merkilegt. Nú, hváði ég snúðugt, og mér varð orðfall i svip. — Já, Ég er með hræðilegan móral. Ég gerði svolitið voðalegt á laugar- daginn. Það kemur i blöðunum á morgun. — Hvað, hvað? spurði ég æstur. — Segi það ekki. — Jú, Segðu, segðu, hrópaði ég og hentist upp af stólnum. — Nei. Þú lest það i Visi á morgun. Ég steingleymdi öllum minum fantalegu fyrirætlunum og varð nú allur einn spenningur. Halla hafði gert eitthvað. Gert eitthvað stórkostlegt, sem gerir hana fræga i Islandssög- unni. Loksins hafði eitthvað gerzt i þessum steindauða bæ. Húrra! Hvað hafði hún gert? Eitthvað voðalegt? Morð? Barið fullan delirant með flösku og molað á hónum hauskúpuna? Dansað allsber i Austurstræti? Ég lyftist allur upp i rúminu. Haldið spaklegustu ræðu, sem haldin hefur verið á Islandi? Hún var kommi. Sprengt herstöðina i Keflavik i loft upp? Sagt forsætisráðherra að fara til andskotans á almannafæri? Ég bylti mér i rúminu og braut heilann um þetta iskyggilega voðaverk, sem systir min i andanum hafði framið i "buTlandi innspirasjón um nótt. Um morguninn stökk ég niður allar 34 tröppurnar i einu stökk i og stal Mogganum frá gamalii og góðri konu á neðstu hæðinni. Nú kemur það. Ég fletti blöðunum og rýndi á hverja siðuna á fætur annarri, En ég stökk ekki upp á eftir. í blaðinu var ekkert nýstárlegt. Þá læddist að mér ismeygilegur grunur um heilindi þessa mesta heim- spekings á Islandi. En svo rann upp fyrir mér ljós, sem hreinþvóði mannorð vinkonu minnar. Auðvitað var Mogginn, þetta sótsvarta ihalds- blað, svo heimskur og auvirðilegur, að hann skynjaði ekki mikilleik þessa heimssögulega viðburðar. Og ég hélt áfram að trúa á guðsneistann i mann- inum. Ég var að lita á klukkuna allan daginn. Timinn drattáðist áfram eins og ógurlegt skordýr frá frumtimum jarðar, og mér lá við sturlun af eftir- væntingu. Ég hljóp i einum spretti út i búð, strax og Visir var kominn, og fórnaði aleigu minni til að lesa þessa frétt ársins. Aldrei á ævi minni hef ég orðið fyrir Framhald á bls. 524 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.