Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Page 8
Magnús Kelilsson
Magnús Stephensen
Prentsmiðja landsins var fyrst sett
upp af Jóni Arasyni, og frá siðaskipt-
um hafði hún veriö samfellt i höndum
lúthersku kirkjustjórnarinnar, lengst
af á Hólum. Sem slik hafði hún nánast
þjónað þeim tilgangi einum að vera
tæki til eflingar guðs kristni i landinu,
þ.e. naumast var nokkuð prentað þar
annað en guðsorðarit.
A þessu varð hins vegar veruleg
breyting á siðari helmingi 18. aldar.
Er þar fyrst að geta þess, að á Hólum
var þá prentað nokkuð af merkum rit-
um veraldlegs efnis, og fór sú starf-
semi einkum fram fyrir frumkvæði
Hálfdáns Einarssonar skólameistara.
Meðal bóka, sem þar komust á prent,
voru Litla visnabókin, safn sálma og
kvæða andlegs og veraldlegs efnis,
Hallgrimskver, þar sem birt var gott
úrval úr andlegum og veraldlegum
kveðskap Hallgrims Péturssonar, og
Þorlákskver, ljóðmæli séra Þorláks
Þórarinssonar. Ekki má i þessu sam-
bandi heldur gleyma bókmenntasögu-
ágripi Hálfdáns, Sciagraphia Historiæ
Literariæ Islandicæ, sem er yfirlit á
latinu yfir islenzka bókmenntasögu og
varprentuð i Kaupmannahöfn 1777. Er
sú bók merkur áfangi i rannsóknar-
sögu islenzkra fræða, þótt hún hafi
naumast hlotið þá útbreiðslu hér á
landi, sem vænta heföi mátt, þar sem
hún var rituð á latinu.
öllu áhrifarikari til breytinga i
þessu efni varð þó tilkomá prentsmiðj-
unnar i Hrappsey. Að stofnun hennar
stóöu þeir Ólafur Olavius og Bogi
Benediktsson, og starfaði hún á árabil-
inu 1773—94. I Hrappseyjarprent-
smiðju var fitjað upp á þvi nýmæli aö
prenta innlendan veraldlegan kveð-
skap, og komust þar á prent nokkur
allmerk samtimaverk af þvi taginu,
m.a. Búnaðarbálkur Eggerts Ólafs-
sonar, að ógleymdum fyrstu þýðingum
Jóns Þorlákssonar og nokkrum rimna-
flokkum. Með þvi var rofin aldalöng
einokun kirkjunnar á bókaprentun i
landinu, þó að svo stæði raunar á, að
um þær mundir var Hólaprent orðið
mjög veikt og Hólastóll að þvi kominn
að leggjast niður. En hvað sem þvi
leið, gefur að skilja, að tilkoma hins
nýja prentverks, sem aukheldur hafði
svo veraldleg markmið að leiðarljósi
sem raun bar vitni, hlaut að skipta
innlenda veraldlega ljóðagerð veru-
legu.
Sömuleiðis er hér að geta helztu út-
gáfufélaga og timarita, sem fram
komu á timabiiinu og meiri eða minni
þýðingu höfðu fyrir veraldlega ljóða-
gerð. Þar er elzt ósýnilega félagið,
fyrsta bókmenntafélagið á tslandi,
sem talið er stofnað um 1760. Helztu
loigöngumeun þ<.s» > oru Gisli
Magnússon biskup og Hálfdán Einars-
son skólameistari, báðir á Hólum, en
eina verkið, sem vitað er til, að félagið
hafi sinnt, er útgáfa Hálfdáns á Kon-
ungsskuggsjá, sem prentuð var i
Kaupmannahöfn 1768.
Fyrsta timaritið, sem göngu sina hóf
á tslandi, var Islandske
Maanedstidender, en það var gefið út
á dönsku i Hrappsey 1773—76 undir rit-
stjórn Magnúsar Ketilssonar, sýslu-
manns. Næst i röðinni voru siðan Rit
Lærdómslistafélagsins, fyrsta timarit
sem kom á islenzku, en þau komu út
1781—98. Þau voru gefin út af Hinu is-
lenzka Lærdómslistafélagi, sem stofn-
að hafði verið 1779 i Kaupmannahöfn,
og prentuð þar, en Jón Eiriksson var
helzti forgöngumaður félagsins og rita
Baldvin Einarsson
þess. Geta ber þess, að nokkuð af
skáldskap birtist i Ritum Lærdóms-
listafélagsins, og er þar helzt að nefna
þýðingar þeirra Benedikts Gröndals
eldra og Jóns Þorlákssonar á verkum
eftir Pope og Milton.
Næstur i röðinni er Magnús
Stephensen, en 1794 var að forgöngu
hans stofnað Landsuppfræðingarfé-
lagið, og hófust með þvi hin gifurlegu
áhrif Magnúsar á innlenda bókaút-
gáfu, sem héldust meira eða minna
allt til andláts hans 1833. Landsupp-
fræðingarfélagið keypti HrappLeyjar-
prentsmiðju 1794, og árið eftir var hún
flutt að Leirárgörðum. Um aldamótin,
er Hólastóll var af lagður, var hið
gamla Hólaprent sameinað prent-
smiðjunni i Leirárgörðum, og laut
þetta eina prentverk landsins siðan
yfirráðum Magnúsar allan fyrsta
þriðjung 19. aldar. Var prentsmiðjan i
Leirárgörðum til 1815, siðan á Beiti-
stöðum til 1819 og i Viðey til 1844, er
hún var flutt til Reykjavikur. Umsvif
Magnúsar á sviði bókagerðar og út-
gáfustarfsemi voru meiri en svo, að
fyrir þeim verði gerð nokkur /iðhl.ft-
andi grein hér, en nefnd skulu timarit
hans, Minnisverð tiðindi (1796—1808)
og Klausturpósturinn (1818—27). Birt-
ust ljóðmæli i báðum þessum timarit-
um, einkum þó hinu siðarnefnda, þar
sem m.a. britust fyrstu kvæði Bjarna
Thorarensen. Að öðru leyti var
Magnús eins og flestum mun kunnugt
einn ötulasti boðberi upplýsingarinnar
hér á landi, og með áhrifum sinum
verður hann að teljast hafa komið
verulega við islenzka bókmenntastarf-
semi timabilsins, þótt ekki væri hann
Framhald á bls. 523
512
Sunnudagsblað Tímans