Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Side 11
hvitir múrar Ljúbljanka. Þar var há-
borg lögreglunnar.
— Sérðu húsið þarna? spurði ég
Segir þú stakt orð um fimm-ára-áætl-
unina, hleyp ég með það i lögregluna.
Eða ég tek mig til og skýt þig sjálfur.
— Það myndirðu aldrei þora. Þú
gætir ekki skotið mig. Þú ert of góður
maður til þess. Og allt of huglaus lika.
— Nú — huglausari en Sanin? Eng-
inn einvigskappi?
Hún andvarpaði.
— Nei, þú ert ekki hetja. Kannski
hefurðu samt þurft kjark til þess að
taka mig hingað i herbergið til þin.
Þess vegna vil ég lika reynast þér vel.
Dagarnir liðu. Einn morguninn var
henni brugðið. Hún reis með erfiðis-
munum upp við dogg, en lét jafnskjótt
fallast á koddann. Konan, sem bjó i
næsta herbergi, kom hlaupandi, þegar
ég kallaði á hana. Læknir var kvaddur
til.og hann var stuttur i spuna, þegar
hann felldi úrskurð sinn: taugaveiki.
Ég gerði mig sekan um hræðileg af-
glöp: Ég sendi hana ekki i sjúkrahús.
Ég vissi, að sjúkrahúsin voru troðfull,
og engum mannlegum mætti var kleift
að veita öllum sjúklingunum viðhlit-
andi aðhlynningu. Ungur læknanemi
hjálpaði mér um meðöl og lagði á ráð-
in um það, hvernig ætti að hjúkra sjúl-
ingnum. Við skiptumstá um það, ég og
konan i næsta herbergi, að vaka yfir
aumingja Ljósku. Að þrem vikum liðn-
um var hún farin að hressast, en i
rúminu varð hún þó að liggja á meðan
hún var að ná sér.
Ég fann, að hún var ekki söm og áð-
ur. Tært andlit hennar var ekki lengur
andlit barns, og augnaráðið var orðið
vökult og áleitið. Hún bað mig að lesa
fyrir sig, þvi að sjálf mátti hún ekki
þreyta sig á bóklestri.
— Skáldsögu, Ljóska? spurði ég.
Nei það áttu að vera kvæði.
— Mækoffski? Jesenin? spurði ég,
þvi að ég var enn við sama heygarðs-
hornið — vildi koma henni i sátt við
nýju skáldin.
Hún hristi höfuðið. Nei , ekki þessi
nýju skáld — lestu heldur eitthvað eftir
Púskin.
Ég bara kom heim með bækur eftir
Púskin, Nekrasolff, Balmont og Blokk.
Og las fyrir hana á kvöldin: Það var
um næturnar i Grúsiu, straumkastið i
ánum og hjörtu, sem hætta að slá, ef
'þau fá ekki að elska.
— Elsku Ivan — lestu þetta aftur,
sagði hún.
Og svo þrýsti hún hönd mina á milli
erinda.
— Ivan Stephanóvitsj, sagði hún allt
i einu. Mig langar til þess að spyrja þig
um eitt. En þú mátt ekki verða reiður
við mig — þvi verðurðu að lofa: Ekki
verða neitt vondur.
Ég lyfti hendinni eins og ég væri að
vinna eið að þvi loforði.
— Það geturðu reitt þig á, sagði ég.
— Nei, ekki þetta, svaraði hún
Endurtaktu bara það, sem ég segi: Ég
lofa Ljósku að verða ekki reiður, hvað
sem hún segir.
—Ég lofa Ljósku að verða ekki
reiður, hvað sem hún segir.
—Gott. Og svo höldum við áfram:
Ég lofa Ljósku að verða ekki reiður,
hvað sem hún gerir.
—Ég iofa þvi, sagði ég hátiðlega.
—Jæja, nú vil ég vita, tvan
Stephanóvitsj, hvort þú vilt biða eftir
mér.
—Biða eftir þér, Ljóska - hvað áttu
við?
—Engin látalæti. Ég er bráðum
orðin fimmtán ára, og við þurfum ekki
að biða nema tvö eða þrjú ár.
Ég var hér um bil búinn að gleyma
þvi, að ég hafði lofað henni að reiðast
ekki.
—Ljóska! sagði ég - ég held þú sért
gengin af göflunum. Ég er kvæntur
maður, og það veiztu, og ég er bráðum
orðinn fertugur. Ég gæti verið faðir
þinn. Þú ert barn, Ljóska - vertu ekki
svona mikill kjáni.
Hún sleppti hönd minni.
—Jæja - þú reiddist þá samt.
Hún þagnaði og færði sig fjær mér.
Daginn eftir hlustaði hún ekki einu
sinni á mig, þegar ég stakk upp á þvi,
að við færum út i Salóniki i skemmti-
garðinn þar.
—Ég er ekki neinn krakki lengur. Ég
leik mér ekki i hringekjum, sagði hún
þrjózkulega.
En hún hélt áfram að fara i búðir og
taka til i herberginu. Hún var stillt og
væn stúlka. En það varð litið um
trúnaðarsamtöl okkar á milli eftir
þetta.
Eina nóttina vaknaði ég við það, að
mér fannst lófi lagður á enni mitt.
—Er þetta þú, Ljóska? spurði ég.
Ekkert svar. Og ég lét eins og ég
sofnaði strax aftur. Hálftima siðar sá
ég eins og i draumi, hvar Ljóska sat
alklædd á rúmstokknum hjá mér. Hún
horfði spyrjandi á mig, sorg og alvara
i augnaráðinu. Svo laut hún yfir mig og
kyssti mig á ennið.
Morguninn eftir var hún horfin. Hún
kom aldrei aftur. Ég leitaði hennar
ekki. Það hefði verið vonlaust að ætla
sér að leita hana úppi i Moskvu á þeim
árum. Tugþúsundir manna komu
þangað dag hvern, og tugþúsundir fóru
aftur burt. Þetta voru ekki misseri, er
væru til þess fallin að leita uppi týnda
konungsdóttur.
Það var ósköp tómlegt, þegar hún
var farin. Samt leið sumarið og haust-
ið. Allar hetjur Túrgenéffs voru á bak
og burt. En áður en ég hvarf frá
Moskvu og kvaddi Rússland, fékk ég
litinn bréfmiða i illa förnu umslagi. A
þennan miða voru skrifaðar fáeinar
hendingar úr kvæði Púskins - hend-
ingar um hjartað, sem er þungað
ástardraumum.
Það er langt á milli Moskvu 1933 og
Stokkhólms 1945, bæði i tima og rúmi.
Þar ber á milli mörg ár, full af striði,
þjáningu, ofsóknum og kvölum - tólf ár
veraldarsögu minnar. Þessi ár höfðu
sett mark sitt á mig. Ég gat ekki leng-
ur grafið fingurna i hárlubbann, þegar
ég átti við vandasamt úrlausnarefni að
glima, og skeggið hefði verið orðið
talsvert hrimað, ef það hefði fengið að
vaxa. En maður gleymir fljótar þvi,
sem mótdrægt hefur verið, heldur en
hinu, sem gengur manni i vil. Ljóska
hafði þokazt utarlega i mitt gamla
hjarta og átti þar ekki öllu meira rúm
en kvenfólkið i sögum Tolstojs og
Túrgenéffs. t vitund minni var Ljóska
systir Sanins eða þá Natasja i Striði og
friði.
Rétt eftir lok heimsstyrjaldarinnar
gerðist óvænt atvik. Það var hringt
heim til min i Stokkhólmi, og i siman-
um var kona, sem talaði rússnesku.
Kona, sem talaði rússnesku? Það hafði
margt borið við þessi tólf ár, sem liðin
voru siðan ég var i Moskvu. Hvaða
kona var þetta?
—Þetta er ég— Ljóska!
—Ljóska? Ég þekki bara eina
Ljósku, og hún er barn.
Þá heyrði ég enn einu sinni þennan
klingjandi, krystalstæra tón vin-
glasanna, sem þó var orðinn miklu
fyllri en áður, eftir aiit sem gerzt hafði
siðan 1933.
—Þetta er ég, sagði konan. Hún
skellihló, og ég þekkti röddina aftur,
þótt langt væri á milli og mörg árin,
sem liðin voru.
—Ljóska, sagði ég — Ljóska!
Minningarnar gægðust fram hver af
annari. —Litla stúlkan min, stamaði
ég —Ljóska min!
Svona fávis er mannskepnan. Við
horfum á okkur i spegli og sjáum, að
hárin eru orðin grá, en við festum ekki
augun við það, að þessi gráu hár hafa
sina fegurð, heldur hitt, hve ósköp
óræktarlegar þær eru, þessar hárlufs-
ur, sem umkringja á okkur skallann.
Og við minnumst þess ekki,að fjórtán
ára telpan hefur lika elzt og er komin
hátt á þritugsaldur.
—Hvers vegna ertu hér. Ljóska? Hér
i alókunnugri borg?
—Komdu til min, þá skal ég segja
þér það.
Ég sótti hana á Grand-hótel. Þar bjó
hún i fallegu herbergi, og ferðataskan
hennar var hreint ekki neinn garmur
eins og sú, sem hún átti i Moskvu end-
Framhald á bls. 524
515
Sunnudagsblað Timans