Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Page 12
Fyrir nokkrum vikum hringdi And- rcs Kristjánsson, ritstjóri, til mín og sagöi: ,,ÞÚ ættir aö tala við hann Guö- mund Gilsson.” ,,Hver er þaö?” spuröi ég, eins og úti á þekju. ,,Hann var bóndi fyrir vestan, en er staddur hérna i bænum núna til þess aö halda upp á r GUÐMUNDUR GILSSON, FYRRUM BÓNDI t HJARÐARDAL í ÖNUNDARFIRÐI HEFUR KOMIÐ TIL MANNS STÓRUM BARNAHÓPIÁ LITILLI JÖRÐ, EN TIL ÞESS VARÐ HANN AÐ HAFA ANNAN FÓTINN Á SJÓ EN HINN Á LANDI. HANN ER NU ATT- RÆÐUR EN ÞÓ ERN VEL OG KOM TIL REYKJAVÍKUR NÝLEGA I ÞVl SKYNI AÐ HALDA UPP Á SEXTÍU ÁRA SKIPSTJÓRA- AFMÆLI SITT, ÞEGAR SJÓ MANNA- SKÓLANUM VAR SLITIÐ Á DÖGUNUM. PÁLL SONUR HANS ÁTTI ÞÁ UM LEIÐ TUTTUGU ÁRA SKIPSTJÓRAAFMÆLI. — V.S. BRÁ SÉR Á TAL VIÐ GUÐMUND OG BAÐ ÞENNAN SANNKALLAÐA ÚT- VEGSBÓNDA AÐ SEGJA OKKUR EITT- HVAÐ FRÁ DÖGUM SÍNUM. Með annan fótinn á sjó en hinn á landi sextiu ára skipstjóraaf mælið sitt”, sagði Andrés. Siöan var samtalinu lok- ið og ég lagði simann á. En svo fór ég að hugsa: Bóndi fyrir vestan, og er þó aöhalda upp á skipstjóraafmæli? Nei, nú hlaut ég aö hafa tekiö eitthvað skakkt eftir, og það meira en lítiö. Jæja, þetta hlyti aðkoma iljós — og ég skundaöi þangaö, sem Guðmundar var von. Góöur var hann heim að sækja, en ég þoröi ekki aö láta á fávizku minni bera og spurði þvi með mestu gætni: — Hvort er það sveitabúskapur eöa sjómennska, sem þú hefur stundaö um dagana, Guðmundur? — Hvort tveggja, svaraði hann með hógværð og yfirlætisleysi hins lifs- reynda manns. Minn búskapur var alltaf blandaður. Ekki þó i þeirri merkingu, sem algengast er að leggja i það orð nú á dögum, það er að segja að bústofninn sé jöfnum höndum sauð- fé og kýr, heldur i hinni merkingunni, að sjór og land var stundað nokkurn veginn jöfnum höndum. Fyrir sextiu árum var ég hérna i Reykjavik og stundaði nám i Sjó- mannaskólanum. Og það er nú einmitt þess vegna, sem ég er staddur hérna nú. Það er nefnilega verið að segja upp Sjómannaskólanum núna i dag, og þá eru rétt sextiu ár liðin siöan ég tók skipstjórapróf. Eðlileg afleiðing af þessu var svo sú, að lengi vel var mað- ur með annan fótinn á sjó, en hinn á landi — og liðu svo allmörg ár. En árið 1919 hóf ég formlegan búskap og ætlaði nú að lifa af landbúnaði eingöngu. Brátt kom þó i ljós, að það nægði eng- an veginn til þess að sjá fjölskyldunni farborða, sem óx hratt. — Snerir þú þér þá aftur að fornvini þinum, sjónum? — Já, um annað var ekki að ræða. Ég keypti mér trillu og fór að gutla á henni, en réðist ekki aftur á skútu. — Skútuöldin hefur auðvitaö ekki verið búin að renna sitt skeið fyrir vestan á uppvaxtarárum þinum? — Nei, nei. Hún stóð með fullum blóma löngu eftir að ég fór að taka eft- ir lifinu i kringum mig. — Var ekki skútulifið hin arðvænleg- asta atvinna, á meðan það var og hét? — Það var alls ekki svo slæmt. Ég get sagt það sem dæmi, að þarna i ná- grenni viö mig, á Sólbakka, var hval- veiðastöð en þangað réðust mennyfir- leitt ekki, þótt þar ætti að heita fast land undir fótum, i fleira en einum skilningi. Menn vildu miklu heldur vera á hákarlaskipunum, þvi þar fengu þeir bæði kaup og premiu, sem kölluð var. Vinnumennirnir fengu premiuna, en ihúsbændurnir hirtu kaupið. Þetta var miklu betri útkoma, einkum fyrir vinnumennina. Við hval- veiðistöðina á Sólbakka unnu þviyfir- 516 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.