Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Síða 15
byggð þó nokkur timburhús. Það kom norskur kútter með timburfarm þarna nokkur ár i röð og það bætti mikið úr timburþörf manna. Og þótt farmarnir væru að sönnu ekki stórir, ef miðað er við nútima flutninga, þá dugði þetta þó til þess, að það fóru að risa timburhús, bæði i sveitinni og á Flateyri, en þar var byggðin einmitt að aukast á þessum árum. — Svo maður viki ofuriitið að búskapnum: Var ekki fært frá heima hjá þér, þegar þú varst barn? — Jú, það var fært frá, og ég smalaði kviaám eins og flestir jafnaldrar minir. Það var nú að visu ekki nein sérstök þrekraun fyrir mig, þvi heima hjámérvorusmalamennskur ekki neitt erfiðar. Eg var svona klukkutima i einu kvölds og morgna. En á sumum bæjum tók smalamennskan svo langan tima, að vekja varð börnin klukkan fjögur á morgnana(ef þau áttu að vera komin með ærna heim á kviaból á tilsettum tima. — Hvenær var sá ,,tilsetti timi?” — Hann var klukkan sjö. Það var nefnilega við það miðað, þarna hjá okkur, að mjaltakonurnar væru komnar að öðru verki klukkan niu — ekki seinna. En þótt smalamennskurnar væru viðast hvar ekki ýkjalangar og sjálfar haustgöngurnar tækjuekkinema hluta úr einum degi, þá gátu þær þó verið býsna örðugar. Féð gengur allt i bröttum fjöllum, sem að visu eru nærri bæjum. en við hinar sifelldu smala- mennskur, mannaferðir og hundgá neðar i hliðunum, vildi bæði geldfé og hagalömb, styggjast og leita upp i klettana. og það gat oft verið miklum erfiðleikum bunið að ná þeim niður þaðan. — Varstu ekki lika ungur, þegar þú byrjaðir á sjómennskunni? — Jú, ég var sendur i verið daginn eftir að ég fermdist. Það var nú ekki verið að spyrja að þvi á þeim árum, hversu mörg ár maður hefur lifað, heldur hvaða gagn væri hægt að hafa af manni. Tveimur árum seinna hætti svo faðir minn búskap, og þá fór ég á þilskip, sem kokkur. Það var langhelzt hægt að nota stráka á minum aldri til þess. Þannig gekk það i tvö ár, og ég ætlaði að vera lengur i elda- mennskunni, en þá vildi skipstjórinn, að ég breytti til og gerðist háseti. Að sjálfsögðu hafði ég ekkert á móti þeirri breytingu. — Hvernig var aðbúðin á skútunum, þar sem þú þekktir til? — Hún var nú vægast sagt hörmuleg — eða hún þætti það að minnsta kosti nú. Alltaf voru tveir látnir sofa i hverri koju, en að visu var reynt að haga þvi Sunnudagsblað Tímans Hjónin i Innri-Hjarðardal i Önundarfirði á hádegi ævinnar, Guömundur Gils- son og Sigríður Hagalinsdóttir. svo tij, að þeir væru sinn á hvorri vakt, svo þeir þyrftu ekki að tvimenna i fletinu samtimis, þvi satt að segja veitti einum manni ekki af plássinu öllu. Litlu betri að sinu leyti var viður- gerningurinn. Menn lifðu nær eingöngu á fiski, en voru auðvitað að reyna að breyta ofurlitið til, en ekki þó með þvi að stokja hann eða gera annað slikt fineri, heldur til dæmis með þvi að borða rafabelti einn daginn, skera sér kinnar, og éta hinn daginn og annað þvi likt. — En ekki þekkirðu það þó úr þinum uppvexti, að hafa beinlinis verið svangur? — Nei. Eftir þvi man ég aldrei, hvorki á sjó eða landi. Það var alltaf eitthvað að borða. Auðvitað var það sjórinn, sem þessu bjargaði að mjög miklu leyti. Það var ekki litil búbót á meðan hægt var að ná i bæði hákarl og hval — ja, kannski ekki eins og hver vildi, en svona allt að þvi. Ég held, að það hafi verið þessum matarafla að þakka, hve litið önfirðingar gerðu að þvi að flytjast til Amerfku á þeim harðindaárum, þegar þeir búferla- flutningar voru hvað algengastir. — Var ekki mikið af erlendum sjó- mönnum á önundarfirði á uppvaxtar- árum þinum? — Jú, það var mikið bæði af Norð- mönnum og Frökkum. Frakkarnir komu i tugatali á hverju einasta vori, og það var skipt mikið við þá. Mörg 519

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.