Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Page 16
Iljaröardalur i Önundarfirði, þar sem Guðmundur Gilsson bjó.
heimili prjónuðu tugi para af sjóvett-
lingum, sem þau svo seldu Frökkunum
og fengu i staðinn brauð og kartöflur.
— Voru þetta ekki hinir mestu
sæmdarmenn, Frakkar?
— Jú, það fór yfirleitt mjög gott orð
af þeim. Auðvitað var þar eitthvað
misjafn sauður i mörgu fé, eins og
gengur. en yfirleitt líkaði mönnum
vestra vel við þá.
— bú varst að nefna þarna Norð-
menn. Var lika mikið af þeim fyrir
vestan á þessum árum?
— Já, þeir voru mikið þar. Og með
sumum þeirra fóru önfirðingar utan,
ýmist að gamni sinu eða til æfilangrar
dvalar. Það var af ævintýraþrá, en
ekki vegna neinnar neyðar heima fyr-
ir, alveg eins og þeir fáu , sem til
Ameriku fóru. Það var ekki fyrr en i
lok Amerikuferðanna, og áreiðanlega
aldrei af neinni neyð gert, heldur
miklu fremur af útþrá.
En það var þetta með Norðmennina.
I þeirra hópi var maður, sem ég verð
að minnast á sérstaklega, fyrst farið
er að tala um þessa hluti. Þetta var út-
gerðarmaður. sem lagöi stund á
hvalveiðar. Ellefsen hét hann. Hann
tók slika tryggð við ibúana þarna. að
hann gaf öllum börnum á aldrinum
fjórtán til sextán ára skiði með til-
heyrandi skóm og búnaði. Og þetta var
ekki hið eina, sem hann gaf Onfirðing-
um. Hann gaf lika fé til vegalagningar
i sveitinni og til þess að brúa fjórar ár.
— Hann hlýtur nú að hafa verið
býsna lengi þarna fyrst hann náði slik-
um kynnum og tryggð til héraðsins og
ibúa þess?
— Já. ég hef nú ekki alveg hjá
mér á stundinni.en ætli það hafi ekki
verið fjórtán eða fimmtán ár. Frá ön-
undarfirði fluttist hann svo austur til
Mjóafjarðar og stundaði útgerð þaðan
Það mun hafa verið árið 1904, sem
Ellefssen fluttist alfarinn frá ön-
undarfirði. Um það leyti var Hannes
Hafstein ráðherra, og gaf þá Ellefssen
honum hús sitt, sem lengi hafði staðið
á Sólbakka. Það er Ráðherrabústaður-
inn, hérna við Tjarnargötuna i
Reykjavik.
— Jæja. Ekki vissi ég, að nafn þessa
gamla húss væri þannig tii komið.
— Svona mun þetta þó vera. Ég veit
að sönnu ekki, hvort nokkrir pappirar
eru til fyrir gjöfinni, en það hefur
alltaf verið haft fyrir satt af öllum
sem til þekkja, að Ellefssen hafi gefið
Hannesi húsið, enda er það ekki neitt
ósennilegt. Anhað eins var hann búinn
að gefa Islendingum, án þess að láta
sig um muna. Þeir hafa kynnzt, þegar
Hannes var sýslumaður i Isafjarðar-
sýslu, — og svo var það Hannes, sem
flutti húsið suður.
— Þú minntist á það i upphafi máls
520
okkar, Guðmundur, að félagsandi
hefði verið talsvert rikur i heimahög-
um þinum, þegar þú varst að alast
upp, og á árunum þar i kring. Bar
þetta kannski ávöxt viðar en i Bún-
aðar- og ungmennafélaginu?
— Já, ekki ber nú þvi að neita. Ég
held, að eitt merkasta dæmið um
félagsanda Vestfirðinga á þessum ár-
um, séu þing- og héraðsmálafundir
Vestur-lsafjarðarsýslu. Forgöngu-
maður þessara funda var Kristinn
Guðlaugssón á Núpi i Dýrafirði.
— Hvað form höfðu þeir á þessu?
— Það voru kosnir tveir eða þrir
menn i hverjum hreppi sýslunnar og
siðan komu þeir saman að minnsta
kosti einu sinni á ári til þess að ræða
framfaramál héraðs sins — hvað helzt
þyrfti aðgera — og einnig fjölluðu þeir
um almenn þjóðfélagsmál og báru þar
fram sinar tiilögur.
— Sendu þeir svo þingmönnum sin-
um ályktanir eða nokkurs konar bæna-
skrár?
— Þess þurfti ekki. Þingmenn kjör-
dæmisins báru slika virðingu fyrir
kjósendum sinum, að þeir komu næst-
um alltaf á þessa fundi.
----Veiztu hversu lengi þessi skipan
stóð?
— Ég held,að mér sé óhætt að segja,
að þetta hafi haldizt nær óbreytt alveg
fram að seinustu kjördæmabreytingu.
Með öðrum orðum fram undir 1960.
— Hvað stóðu þessir fundir lengi
hverju sinni?
— Þeir stóðu svona tvo — þrjá daga.
— Varst þú ekki stundum kosinn
fulltrúi þins hrepps til þess að sitja
þessa fundi?
— Jú, það kom stundum fyrir, og
mér fannst gaman að fylgjast þannig
með og jafnvel að taka þátt i fram-
vindu mála.
— Fyrst við erum nú aftur farnir að
tala um menningarmál, langar mig að
spyrja þig einnar spurningar: Þekktir
þú persónulega Magnús Hjaltason
Magnússon, sem er vist alveg áreiðan-
lega fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni
Ljósvikingi hjá Halldóri Laxness?
— Já, ég þekkti Magnús talsvert vel,
og ég man lika vel eftir föður hans.
Einu sinni var Hjalti gamli veður-
teppturheima hjá okkur á Mosvöllum.
Þá stóð svo á,að faðir minn var nýbú-
inn að fá almanak fyrir nýbyrjað ár,
þvi þetta var rétt upp úr áramótunum.
Þá tók Hjalti upp hjá sér blað og skrif-
færi og skrifaði upp allt almanakið á
kvöldvökunni til þess að spara sér
þessa tiu aura, sem bókarkornið kost-
aði. Svona fóru menn nú vel með tim-
ann þá, og eftir þvi var nýtnin á aðra
hluti.
— Það var þá kannski ekki svo mikl-
um ofsögum sagt af fátæktinni i bók-
unum um Ólaf Kárason Ljósviking?
— bað held ég hreint ekki.
— En hvað um hina margumtöluðu
æviharma skáldsins og margháttað
andstreymi? Ýkir ekki Nóbelsskáld
vort þar æðimikið?
— Hann ýkir þar litið — alveg ótrú-
lega litið. Og svo skulum við ekki tala
meira um það: En það er annað, sem
mig langar að minnast á, fyrst
Magnús heitinn hefur borið á góma.
Eins og allir vita, eru dagbækur hans
til, vel varðveittar, og þær las Halldór
gaumgæfilega svo sem kunnugt er. En
ég hef alltaf álitið, að hann hafi verið
farinn að kynna sér dagbækur
Magnúsar löngu áður en hann fór að
skrifa Ljósvikinginn, þvi i dagbókun-
Framhald á bls. 526
Sunnudagsblað Tímans