Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Side 4
heim og lagðar I þjóðargrafreitinn á
Þingvöllum, þar sem þær hvfla nú.
Ritverk Jónasar eru allmikil að
vöxtum og harla sundurleit. A ferðum
sinum um landið hélt hann rækilegar
dagbækur, þar sem er að finna margar
náttúrufræðilegar athuganir hans, og
auk þess eru ritgerðir hans um slik
efni talsverðar aö vöxtum. Nefna má
og Fjölnisgreinar hans, t.d. Fáein orö
um hreppana á tslandi i 1. árg., að
ógleymdum ritdómi hans um
Tistransrimur Sigurðar Breiðfjörðs,
sem getið var um i siöasta þætti.
Sömuleiðis er að nefna ýmsar þýðing-
ar hans, m.a. á Stjörnufræði Ursins
(pr. i Viðey 1842), þar sem hann tókst
af smekkvisi á við efni, sem litið haföi
verið ritaö um á islenzku fyrr. Þar
reyndi þvi mjög á orömyndunarhæfni
hans, enda tókst honum að smiöa þar
ýmis orð, sem siðan hafa náð festu i
málinu, t.d. „aödráttarafl”, „fjaöur-
magnaður”, „hitabelti”, „ljósvaki”,
„miðflóttaafl”, „sporbaugur” og
„staðvindar”, svo aðeins nokkur séu
nefnd. Einnig má geta um Mynsters
hugieiðingar (pr. i Höfn 1839), sem
þeir Jónas, Konráð og Brynjólfur
gerðu i sameiningu. Þá er og ógetiö
sendibréfa Jónasar, sem eru mörg, en
i ýmsum þeirra, ekki sizt til lags-
bræðra hans i Kaupmannahöfn, gætir
nánast strákslegs hispursleysis og
gálgahúmors, sem er annars mjög
ólikt hinu alvörugefna skáldi, sem við
kynnumst i kvæðum Jónasar, að ekki
sé minnzt á hinn samvizkusama nátt-
úrufræðing. Ýmislegt kveðskaparkyns
slæöist þar og með, flest að visu létt-
vægt, en þó annað, sem hefur orðið lif-
seigara. Þar á meðal eru visurnar
Hættu að gráta hringaná. . , sem enn
heyrast sungnar, en þær eru úr bréfi til
Konráðs frá 1836.
Þá er þess að geta, að Jónas er eitt
fyrsta skáldiö hérlendis á seinni tim-
um, sem fæst viö smásagnagerð með
þeim árangri, að orðséá gerandi. Frá
hans hendi hafa varðveitzt ýmis brot
þeirrar tegundar og eru hin heillegust
þeirra fyrstu smásögur, sem svo má
nefna, i islenzkum bókmenntum siöari
tima.
Einna bezt gerö af þessum sögum er
tvimælalaust Grasaferð, hugljúf lýs-
ing úr islenzku sveitalifi á tveimur
unglingum, pilti og stúlku á
grasafjalli. Frá listrænu sjónarmiði er
þó nokkur brotalöm á byggingu sög-
unnar, er pilturinn fer meö kvæðisþýö-
ingar eftir sig og stallsystur sina þ.e.
Bíum bium...og Dunar i trjálundi...,
svo vel af hendi leystar, að varla er
ætlandi öðrum en þrautreyndum
skáldum, og reyndar á hið sama viö
um vfsurnar Sáuð þiö hana systur
Jónas Hallgrimsson
mina,„og Snemma lóan litla I..., sem
Jónas fellir inn i söguna og eignar pilt-
inum. A íslandi gerist og sagan
Hreiðarshóll, sem þó er brotakennd-
ari, en þar er fjallað um þá fornu þjóð-
trú, aö ei skuli raska ró fornmanna i
haugum sinum. A erlendu sögusviði
og ævintýrakenndari er Stúlkan i turn-
inum.um stúlku, sem lendir i klónum
á óvætti i uglullki, en bjargar sér og
ungum manni.sem einnig er fangi ugl-
unnar, með þvi að ráða henni bana.
Fifill og hunangsflugaer litið ævintýri
um kunningsskap blómsins og flug-
unnar, og i Leggur og skel.sem Jónas
hefur endursagt eftir H.C. Andersen,
er sagt frá tveimur barnaleikföngum,
sém eru persónugerö i ævintýrastil.
Þýddar eru sögurnar Fundurinn, um
ungan mann, sem ferst i námu rétt
fyrir brúökaup sitt, en lik hans finnst
aftur óskemmt fimmtiu árum siðar og
er þá fært unnustu hans, sem hefur
beðið hans öll árin, og Mariubarnið,
um fátæka telpu, er Maria guðsmóðir
tekur að sér, en bregzt trausti hennar.
Smellnast þessarar tegundar er þó
verk, sem venjulega er nefnt Gaman-
bréf Jónasar llallgrimssonar, en það
er brot úr gáskafullu bréfi hans frá
Sórey vorið 1844 til Konráðs Gislason-
ar og fleiri kunningja i Höfn. Þar
bregður hann upp mynd af heimsókn
Viktoriu Bretadrottningar til Loðviks
Filippusar Frakkakonungs haustið
áröur, og felst hispurslaust skopið i
þvi, að hátignunum er lýst sem
óbreyttu islenzku bændafólki af betra
taginu i háttum og tali. Eru þær þann-
ig settar á borð með jafningjum þjóð-
félagslegra undirsáta sinna, en allt
auk þess klætt i hinn órökrétta búning
ævintýrisins. Still frásagnarinnar mun
sóttur til spaugsamrar talsháttavenju
Hafnarislendinga á þeim tima, en auk
þess leiddi Stefán Einarsson á sinum
tima að þvi rök, að þessi frásögn væri
samin undir áhrifum frá ævintýrinu
Gullhúsið kóngsins og drengirnir. Þaö
er frá þvi nokkru fyrr á öldinni og er
svipuð skopleg frásögn af þremur is-
lenzkum stúdentum, sem brjótast inn i
fjárhirzlur konungs i Höfn og eiga að
missa lifið fyrir, en islenzkur kaup-
maður vinnur það þeim til lifs að fara
til Bretlands og sækja þangað fé, sem
Jörundur hundadagakonungur hafði
rænt á Islandi á valdatima sinum þar.
í frásögn Jónasar virðist þvi vera um
liö i samanhangandi þróun að ræða,
sem siðan átti eftir að ná hátindi i
Heljarslóðarorustu Benedikts Grön-
dals, sem einnig er samin i þessum
stil.
Annars er gamansemin nokkuð
drjúgur þáttur I kveðskap Jónasar og
e.t.v. fyrirferðarmeiri þar en menn al-
mennt gera sér grein fyrir. Fyndni
hans er að öllum jafnaði fingerð og
létt, og oft er það, að hann notar, ekki
ólikt þvi sem er i Gamanbréfinu, ýmist
hátiðleg eða litt merk tilefni, sem hann
setur þá fram i óvanalegu formi, sem
veröur skoplegt. Þetta á t.d. við um
Borðsálm Jónasar, sem alkunnur er,
en þar segir forsöngvarinn borösgest-
um ýmsar kyndugar fréttir, sem þeir
taka undir og gera sinar eigin athuga-
semdir við, t.d.:
Forsöngvarinn:
A einum staö býr einnig fólk,
sem alltaf vantar brýni,
það lifir þar á mysu og mjólk,
en mest á brennivini.
Fólkið:
Æ, hvaða skrambi,
ætli þeir standi á þambi,
mættum við fá meira
aðheyra
Svipað er að segja um Gamanvísur
Jónasar til Halldórs Kr. Friðrikssonar
siðar yfirkennara, þar sem hátiðlegt
form og ávarp fellur algjörlega um
sjálft sig vegna hins óviröulega og
órökrétta oröalags:
Dóri litli, dreptu yður
I dag eða gær, sem nú er
siður,
enginn kveður þig upp né
niður,
ef þú ferð að lifa mig,
vonin okkar, vara þig,
ég skal gera átta kviður,
412
Sunnudagsblaö Timans