Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Qupperneq 8
uð móði allt um kring, þar sem ekki
klettar girtu hana við sjóinn. Skyldi ég
gæta þess, að kindurnar ryddust ekki
fram yfir móðinn, og þó einkum gæta
þess, að reka þær upp úr fjörunni svo
þær yrðu ekki til framan við móðinn,
þegar félli að.
Mér þótti þetta skemmtilegt verk og
sóttist eftir þvi, enda mun ég á þeim
árum hafa verið til litils annars nýtur.
I þetta skipti bjó ég um mig i lautar-
dragi á hól skammt frá vik einni, sem
ég vissi að kindurnar mundu helzt
sækja á að fara um fram i fjöruna, og
stuggaði við þeim eftir mætti. Ekki
tókst það þó fullkomlega, einkum af
ástæðum, sem brátt verða greindar.
Þetta mun hafa verið nærri sumar-
málum.
Veðrið var yndislegt. Hvitalogn um
allan sjó og sól skein i heiði þegar leið
á daginn. Hressandi þaralykt barst um
eyjarnar frá islausum vogum og vik-
um, sem nú voru fyrst að losna undan
hinu hvita fargi vetrarins og draga
andann eðlilega. — Nú mundi visast
allur þessháttar „gróðurilmur” talinn
'til mengunar og afar óhollur, en engan
drap hann i þá daga þótt ósleitilega
væri dreginn ofan i lungun. En ekki
entist sú „þaralykt frá sjó” lengi.
Sjórinn og austanblærinn sá um að
skola öllu sliku út i hafsauga á fáum
dögum. —
Isspengur og jakar sveimuðu kring-
um eyjarnar. Sátu á sumum fuglar,
hvitir, svartir og allavega flekkóttir,
og létu fara vel um sig i vorbliðunni.
Þeir voru að biða og höfðust litt að.
Matarlystin var að mestu þorrin.
Kollurnar voru kviðsignar og
bústnar. Eggin voru að skap-
ast innan i þeim. Senn ætluðu þær að
vappa upp á eyjarnar, hefja hreiöur-
gerð og stanza þar þangað til mórauðir
hnoðrar skriðu úr eggjunum þeirra.
Þá skyldi haldið á sjóinn aftur. Eflaust
var þetta sælutimi hjá þeim — tilhuga-
lif, hveitibrauðsdagar.
A öðrum lágu stór dökk flikki. Það
rumdi i þeim. Þau urruðu og góluðu
hvert að öðru ósköp vingjarnlega,
veifuðu loppunum og slógu saman
hreifunum öðru hvoru. Þetta voru sel-
ir. Var þetta leikfimi hjá þeim? Eða
voru þeir að tala saman, töluðu með
öllum skönkum, eins og sumir miklir
ræðumenn gera. Kannski voru þeir að
spyrja um Þorkel: — Selur spurði sel,
sástu hvergi Þorkel.
Landselnum þykir ákaflega gaman
að láta isspengur og jaka fleyta sér um
Breiðafjörð siðari hluta vetrarins. —
Það var ósköp notalegt að liggja
þarna i lautinni, láta sólina verma sig
og horfa út yfir hauður og haf.
En allt i einu brá mér ónotalega.
Yfir mér hátt i lofti sveimaði eitthvert
dökkt og ljótt ferliki.
1 fyrstu áttaði ,jég mig ekki á hvað
þetta var, gerði mér þó brátt ljóst, að
það hlyti að vera fugl. Annað gat það
ekki verið. Annað þekktist ekki á þeim
árum, að væri á ferðinni um loftin blá,
a.m.k.vissu „menn” á minu reki ekki
tii þess. En hvaða fugl var þetta? Þvi-
likan fugl hafði ég aldrei séð áður, svo
sýndist mér hann stór. Vængirnir virt-
ust vera eins og tveir flekar eða breiðir
spaðar, sem gengu út frá siðunum á
litlum báti. Ekki gat ég þó séð, að hann
hreyfði þá neitt, samt héldu þeir hon-
um á lofti — meira að segja alveg
kyrrum. Það var eins og þessi ógn-
valdur minn lægi þarna fyrir stjóra i
lausu lofti.
Fuglinn virtist hafa komið auga á
mig, og þess vegna sveima þarna.
Alyktaði hann sem svo, að ég væri
auðveld bráð? Það veit ^ég ekki. En
hann lækkaði flugið, lét sig siga niður
og lappirnar löfðu niður úr skrokkn-
um, ákaflega stórar að mér sýndist.
Og þá sá ég að stélfjaðrirnar földuðu
hvitu og hausinn var ljósari en búkur-
inn.
Mér fór ekki að verða um sel. Satt
bezt að segja skithræddur og fór að
veifa smalaprikinu minu, sem raunar
var stuttur broddstafur, yfir mér.
Ekki veit ég hvort skepnunni hefur
brugöið nokkuð við það. En eftir litla
stund tók hún til fleka sinna og stefndi i
austurátt, eins og hún ætlaöi til lands
— sennilega hefur hún komið þaðan. —
Að litilli stundu liðinni var hún horfin
sjónum minum.
Skömmu seinna rak ég kindurnar
heim, og sagði pabba minum hvað
fyrir mig hafði borið. Honum þótti það
ekki góðar fréttir, en brosti aðeins
þegar ég sagði honum hvað ég hafði
orðið hræddur. Hann sagði, að liklega
heföi þetta verið örn. örninn væri
vondur gestur i eyjum á þessum árs-
tima vegna æðarvarpsins, en ekki
mundi hann gera mér neitt.þótt ég sæi
hann aftur, ég væri orðinn svo stór. En
innan tiðar skyldi verða brælt i eyjun-
um. Ekkert fældist örninn meira en eld
og reyk.
En seinna kom i ljós, hvers vegna
„assa” gerðist mér svo nærgöngul þar
sem ég lá og gætti kindanna.
Þegar móðurinn þiðnaði meira sýndi
það sig, að dauðan sel hafði rekið
þarna upp i vikina einhvern tima um
veturinn og frosiö ofan i móðinn. A
hann hafði örninn komið auga á undan
mér, liklega verið búinn að gæða sér
á honum og nú ætlað aftur að setjast að
krásinni, en ekki þorað að henni vegna
nærveru minnar. Honum var þvi
vorkunn,þótt hann sveimaði þarna yfir
stundarkorn og sýndi mér klærnar.
Það var i sjálfu sér litil hefnd fyrir að
hafa af honum — liklega langsoltnum
— góðan veizlukost.
Selurinn var honum að eilifu tapað-
ur. Hræið var tekið og urðað langt
fram i fjöru, svo vargurinn settist ekki
að þvi. Þar varð það ekki öðrum að
notum, meðan holdið rotnaði og eydd-
ist af beinum þess, en marflóm og
marhnútum. Þeir vesalingar voru
mörgum sinnum minni en örninn og
töldust ekki til óvina eyjamanna. —
Siðan þetta var hef ég séð marga
erni, stundum fleiri saman og haft af
þeim náin kynni, en ekki verið hrædd-
ur við þá.
Bergsveinn Skúlason
Útgjöld
ungrar stúlku
fyrir
40 árum
Miðaldra kona hefur sent Sunnu-
dagsblaðinu gamalt blað úr
„sjóðbók” sinni, þar sem hún færði
til bókar öll útgjöld sin árið 1935-36,
þá 16 ára að aldri. Stúlka þessi
vann hjá fátækum foreldrum sin-
umfen hafði arð af tveim kindum
sem „eyðslufé.”
kr.
0,20
1,50
0,50
1,50
0,85
0,40
10,00
10,00
6,00
2,75
2,00
5,00
4,60
1.50
1,00
2,00
0,50
7.50
4,00
5,00
1,00
3.50
Samtals Kr. 72,30
Blýantur
Skólsólun
Simtal
Lýsi
Bók
Undir bréf
Loðkantur
Hringur
Tvinni
Meðal
Læknishjálp
Til Rauða kross.
Skór
Aðg. á skemmtun
Do.
Læknishjálp
Sim tal
Utsvar
Fóður
Meðul
Greiða
Sokkar
Þetta var nú öll eyðslan. Með
hverju ætli megi margfalda?
416
Sunnudagsbiað Tímans