Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1973, Síða 11
Nokkrar vísur eftir
Símon Dalaskáld
á skaftfellskri yfirreið
Eftirfarandi visur skrifaði
Halldór Pétursson upp eftir
Guðrúnu Filippusdóttur og Helgu
Jónsdóttur, systurdóttur hennar.
Guðrun segir svo frá:
Þegar ég var á áttunda ári, var
Simon Dalaskáld á ferðalagi um
landið, og lá leið hans þá m. a.um
Skaftafellssýlsur. Hann tindi þá
upp svo að segja hvern einasta bæ,
dvaldist þar dag eða lengur og orti
um fólkiö.
Þegar hann kom austan yfir
Skeiðarársand, var Núpstaður
fyrsti bær á leið hans. Þar var siður
sem annars staðar að bjóða gestum
til baðstofu, og sætin voru vanalega
rúmin. Simon hlaut sæti á rúmi
einnar vinnukonunnar og orti um
hana samtimis:
Simon dofið Dalaskáld aö noröan
Fær að sofa i friöi hér
fyrir ofan Torfhildi.
Segir nú ekki af öðrum yrkingum
hans á Núpstað. Næst kemur hann
að Kálfafelli sem er kirkjustaður.
Þar hafði búið áður prestur að
nafni Sveinn Eiriksson og Simon
komið til hans. Séra Sveinn var
siðast prestur að Asum i Skafta-
fellssýslu Hann var kvæntur
Guðriöi Pálsdóttur frá Hörgsdal á
Siðu, sem þótti mjög falleg kona.
Þegar Simon kom þarna i þessari
ferö, var þar gömul kona, sem lika
hét Guðriður, en ekki þótti mikið
fara fyrir friðleik hennar. Eigi áð'
siður lét Simon sig ekki muna um
að ljóða á gömlu konuna á eftir-
farandi hátt:
Mittisgrönn og gullfögur
gengin mær i elli.
Glóir önnur Guðriður
glöð á Kálafelli.
Þessu næst lagði Simon leiö sina
að Kálfafellskoti til foreldra minna
og orti þar um allt heimilisfólkið.
Erlingur bróðir minn var þá á
búnaðarskólanum a Eiðum, en
ekki lét Simon sig muna um að
skjóta einni visu á hann lika. Sú
visa týndist, en hvert okkar hinna
systkinanna mundi sina visu. Þetta
segir Guðrún.
Þetta var á siöastu tugi nitjándu
aldarinnar og systkinin á Kálfa-
fellskoti, þau sem Simon orti um,
voru börn Þórunnar Gisladóttur
og Filippusar Stefánssonar.
Visurnar eru svona:
Kálfafells nú kot situr
kappsamur og glaður
Filippus Stefáns borinn bur,
bezti hagieiksmaður.
Er ijósmóöir hjartahlý
hollum meður dáðum,
sama blóðið ættar i
okkur rennur báðum.
Símon Dala-dofiö skáld að noröan,
fær að sofa I friöi hér
fyrir ofan Torfhildi.
Stefán sannan blóma ber
bæði hýr og stilltur,
systkinanna elztur er,
efnilegur piltur.
Þórunn mærin rausnarrik
reifuð blóma friðum,
unir kær i Keflavik
kaupmanni hjá bliöum.
Ung og fögur, elskar bögur minar
Reifuð gnóttum glaðværðar,
Geirlaug dóttir Filpusar.
Hún Regina hýr á kinn
hjartað gjörir kæta,
kemur hún inn með ketilinn,
kurteis heimasæta.
Hann Sigurður hugnast mér,
hýra meður brána.
Þessi laufalundur ber
læknisnafnið dána.
Eina bögu óskar fá
yndis prýdd meö gnóttir,
ung og fögur gullhlaðs gná,
Guðrún Filpusdóttir.
Blið Jóhanna blómaskær
blikar mikið fögur,
elskar Hannes yngismær,
og sem hana um siðir fær.
Gissur Kristján yngstur er,
æskublóm þar skina,
Þessum vil ég gciragrér
gefa dóttur mina.
Halldór Pétursson.
Sunnudagsblaö Timans
419