Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 19
Óskað er
eftir
að kaupa
myndir
eftir lista
mennina
Þórarinn
B. Þorlá
ksson
Ásgrím
Jónsson
Jón Ste
fánsson
Gunnlau
g Blönd
al
Guðmun
d Thors
teinsso
n
(Mugg)
Áhu
gasa
mir
send
i
uppl
ýsin
gar
til
aug
lýsi
nga
deil
dar
Mb
l.,
mer
kt:
„M-
152
54“
.
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nú er veturinn liðinn og sumarið tekið
við.Veturinn hefur verið Hólmurum mildur
og góður þótt stormar hafi einkennt störf
sjómanna eftir áramót. Ekkert frost er í
jörð og gróður tekur fljótt við sér þegar
hlýna fer.
Það eru greinileg merki um að veðráttan
er farin að breytast. Snjóalög hafa ekki
truflað okkur í mörg ár og svo er nú komið
að skíðaaðstaða Hólmara í Grímsfjalli hefur
ekki verið í notkun í mörg ár og snjótroðari
hefur haft það rólegt í sama tíma. Vél-
sleðamenn þurfa að sækja lengri í burtu til
finna snjó til að leika sér á sínum sleðum.
Það telst ekki lengur til tíðinda að sjá
kylfinga á golfvellinum sveifandi tækjum
sínum og tólum að vetri til við æfingar.
Golfið var talið sumaríþrótt, en nú hefur
æfingartíminn lengst og hlýtur að skila sér
í betri árangri í sumar.
Svona í lokin. Til hvers var ég að láta
nagladekkin undir bílinn minn í haust?
Staða æskulýðsfulltrúa hjá Stykk-
ishólmsbæ hefur verið auglýst. Um er að
ræða nýja stöðu því æskulýsðsfulltrúi hefur
ekki starfað í bænum áður. Meðal helstu
verkefna hans verður umsjón með vinnu-
skóla og félagsmiðstöð ásamt forvarn-
arstarfi í samstarfi við æskulýðs- og
íþróttanefnd bæjarins.
Það er jákvætt að sveitarfélagið sjái sér
fært að ráða starfsmann í fullt starf til að
skipuleggja og fylgja eftir góðu æskulýðs-
starfi.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi hefur
gefið út ársskýslu embættisins fyrir árið
2003. Skýrslan er vel unnin og þar er ýmsan
fróðleik að finna. Þar koma fram upplýs-
ingar um fjölbreytt starf löggæslunnar á
Snæfellsnesi á síðasta ári. Ríkisend-
urskoðun hefur farið yfir rekstur embættis-
ins og gefur honum góða einkunn.
Samanburður sýnir að virkni lögregl-
unnar á Snæfellsnesi hefur aukist. Þrátt
fyrir þetta hefur greidd aukavinna til lög-
reglunnar aldrei verið minni, en á síðasta
ári og munar það um 5% frá árinu áður. Það
þýðir að lögreglan skilar auknum afköstum
og meira hagræði, það er eitthvað sem
flestir setja sér en sumir ná.
Úr
bæjarlífinu
STYKKISHÓLMUR
EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA
Hve hávaxið geturtré orðið? Svariðer einfalt, ef
marka má niðurstöður
rannsóknar sem birtust í
nýjasta hefti vísinda-
tímaritsins Nature, 130
metrar! Með öðrum orðum
getur hæsta tré jarðar
orðið 50 metrum hærra en
Hallgrímskirkjuturn eða
50 metrum lægra en fyr-
irhuguð Kárahnjúkastífla.
Frá þessu er sagt á vef
Skógræktarinnar.
Í greininni er kynnt
rannsókn á vatnsbúskap
hávöxnustu lífveru jarðar,
sem er ein tegunda rauð-
viðar sem vex við norð-
anverða strönd Kaliforn-
íuríkis. Hæsta tré sem þar
er að finna er 112,7 metr-
ar á hæð og er enn að
hækka.Niðurstaða grein-
arhöfunda er sú að hár-
pípukraftur, sem dregur
vatn frá rótum og upp eft-
ir krónu trésins, sé ónógur
til að yfirvinna þyngdarafl
jarðar við 122–130 metra
hæð frá rótunum.
Hávaxin tré
Hluti starfsmanna Crap ja. afhenti TryggvaHannessyni, staðarhaldara Götusmiðjunnar,30.000 kr. styrk sem er ætlaður til hljóðfæra-
kaupa í nýju húsnæði Götusmiðjunnar að Akurholti.
Crap ja. er fyrirtæki sem var stofnað af 14 nemendum
Menntaskólans við Sund, og er hluti af verkefni fyr-
irtækjasmiðjunnar sem er á vegum Junior Achieve-
ment á Íslandi. Verkefnið fól í sér að stofna, reka og
loka fyrirtæki á einni skólaönn. Þeir seldu hlutabréf,
skipuðu stjórn, borguðu öll eðlileg útgjöld fyrirtækis
og stjórnuðu framleiðslunni. Nemendurnir ákváðu að
hanna og prenta boli og selja innan skólans. Einnig öfl-
uðu þeir auglýsingatekna. Bolirnir seldust upp á þrem-
ur dögum og hagnaður fyrirtækisins er töluverður,
segir í fréttatilkynningu.
Hluti starfsmanna Crap ja. með Tryggva. Talið frá
vinstri Arnar, Ómar Orri, Tryggvi, Bjarni og Ívar.
Styrktu Götusmiðjuna
Í bók sinni Séra Bald-ur segir séra BaldurVilhelmsson í Vatns-
firði frá bernsku sinni á
Hofsósi, en þar var faðir
hans kaupmaður og póst-
afgreiðslumaður, en af-
greiddi einnig skip Eim-
skips og „hafði svokall-
aðan bringingarbát til að
flytja vörurnar í land“. Af
því tilefni orti Halldór
Blöndal:
Í Hofsós á bringingarbát
var Baldur og aldan er kát;
hann var þar sem gestur
en vígðist svo prestur
í Vatnsfjörð. – og Kristur varð mát.
Það hefur verið í fréttum,
að vinsældir veggjaklif-
urs fari vaxandi og segir
Sjöfn Jónsdóttir frá því
að veggurinn, sem klifinn
er, sé „æði ógurlegur á að
líta við fyrstu sýn en auð-
veldari yfirferðar en ætla
mætti“. Kristján Karlsson
kvað:
„Víst er gaman að ganga upp þil,“
mælti Guðný og labbaði upp þil.
„Eða fyndist þér gaman
jafngreindum í framan
að geta ekki labbað upp þil?“
Listin og lífið
pebl@mbl.is
Hveragerði | Það er liðin tíð
hér í Hveragerði að allir
krakkar vinni við garð-
yrkjustörf í sumarfríinu sínu.
Það þótti því við hæfi fyrir
u.þ.b. fimm árum að leyfa
æsku bæjarins að kynnast því
hvernig sáning fer fram. Sam-
starf hófst þá á milli grunn-
skólans og garðyrkjustöðvar
Heilsustofnunar um að á
hverju vori kæmu nemendur
6. bekkjanna og fengju tilsögn
í sáningu. Í síðustu viku vetr-
ar voru krakkarnir boðaðir og
brugðust við kallinu og héldu
af stað. Hjörtur Benediktsson
garðyrkjustjóri tók á móti
hópnum ásamt Garðari Hann-
essyni. Fyrst sýndi Hjörtur
krökkunum tómatahúsið og
agúrkuhúsið. Að því loknu var
farið að sá. Það voru blóm-
káls- og hvítkálsfræ sem sáð
var og stóðu krakkarnir sig
vel. Alls sáðu þau fjörutíu
bökkum sem í voru tæplega
hundrað hólf. Þegar allir
höfðu sáð og nokkrir fengið
fræ til að stinga í blómapott-
ana heima hjá mömmu, voru
allir leystir út með gúrku og
tómat.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Áhugasamir krakkar voru duglegir að sá blómkálsfræjum.
Krakkarnir læra að sá
Garðyrkja
Reykjanesbær | Menningar-, íþrótta-, og
tómstundaráð Reykjanesbæjar undirrit-
aði í síðustu viku 16 samninga við ýmis
íþrótta- og ungmennafélög í bænum, sam-
tals fyrir
tæpar 15
milljónir
króna.
Nokkrir
samningar
höfðu þegar
verið undir-
ritaðir en for-
svarsmenn
MÍT ráðgera
að gera 35
samninga við
félög og
klúbba í ár að
upphæð um
40 milljónir
króna. Á fundi nefndarinnar lagði formað-
ur hennar, Gunnar Oddsson, áherslu á að
það væri vilji bæjaryfirvalda að gera fleiri
sambærilega samninga.
Hæstu styrkina í ár hlutu Íþrótta-
bandalag Reykjanesbæjar, 7.000.000 kr
vegna þjálfaralauna 12 ára og yngri,
Íþróttafélögin Keflavík og UMFN vegna
umsjónar með skemmtidagskrá 17. júní,
kr. 3.000.000, Hnefaleikafélag Reykjaness,
kr. 900.000 vegna húsaleigu, Keflavík,
íþrótta- og ungmennafélag, kr. 920.000
vegna reksturs íþrótta- og leikjanám-
skeiða og Hestamannafélagið Máni, kr.
800.000.
35 samningar
gerðir fyrir um
40 milljónir
ÍSFÉLAGIÐ í Vestmannaeyjum gekk ný-
lega frá kaupum á útgerðarfélaginu Ólafi
ehf. sem rak uppsjávarskipið Grindvíking.
Ráðgert er að skipið sigli inn í nýja heima-
höfn í dag, laugardag. Guðmundur VE
gengur upp í kaupverð á Grindvíkingi og
mun hið nýja skip bera nafnið Guðmundur.
Undanfarið ár hefur Grindvíkingur GK-606
landað verulegum hluta af afla sínum hjá Ís-
félagi Vestmannaeyja hf. og hefur Ísfélagið
átt mjög gott samstarf við Þorbjörn-Fiska-
nes hf. segir á vefnum eyjafrettir.is.
Grindvíkingur
verður Guð-
mundur VE
♦♦♦