Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vel heppnaður Ferðalangur|
Mörg þúsund manns lögðu land und-
ir fót á höfuðborgarsvæðinu í dag og
tóku þátt í fjölbreytilegri dagskrá
Ferðalangs 2004 í einu besta veðri
sem flestir muna eftir á sumardag-
inn fyrsta.
Ferðalangurinn fór vel af stað að
morgni sumardagsins fyrsta, en
fyrstu dagskrárliðirnir voru kajak-
sigling í Nauthólsvík, ævintýraferð á
Úlfarsfell með fjallatrukki og hvala-
skoðun frá Reykjavíkurhöfn. Upp-
selt var í útsýnisflug yfir höfuðborg-
arsvæðinu og skemmtiferðir á
heimaslóð voru vel sóttar. Þeir
ferðaþjónustuaðilar sem þátt tóku í
dagskránni voru ánægðir bæði með
þátttöku og viðbrögð almennings við
þessum nýja ferðaviðburði.
Hlíðar | Einkaskólar í Reykjavík hafa undanfarin
ár átt við nokkurn fjárhagsvanda að etja sökum
ójafnrar stöðu í fjárveitingum. Ísaksskóli fór ekki
varhluta af þessum rekstr-
arvanda, en skólinn rambaði á
barmi gjaldþrots fyrir ári, áður
en borgaryfirvöld leiðréttu fjár-
veitingar til einkaskóla og veittu
fjármagni inn í þá til að fást við
fortíðarvanda þeirra.
Edda Huld Sigurðardóttir,
skólastjóri Ísaksskóla, segir
ástandið í fjármálunum hafa
verið að sliga skólann. „Það
stefndi í gjaldþrot síðasta vor
áður en nýir og betri samningar tókust við Reykja-
víkurborg,“ segir Edda Huld. Staðan hefur nú
breyst að því leyti að nú fær skólinn tæplega 303
þúsund með hverju skólaskyldu barni með lög-
heimili í Reykjavík en fékk áður 228 þúsund.
„Garðabær hefur einnig hækkað framlagið með
sínum nemendum og það er mjög gott og mættu
önnur nágrannasveitarfélög taka sér framtak
Reykjavíkur og Garðabæjar til fyrirmyndar. Þó
styrkurinn hafi hækkað töluvert þá verðum við enn
að sýna ráðdeild og sparnað, enda hafa allir, börn
og fullorðnir, gott af því að læra að fara vel með
fjármuni.“
Viðhald og kennslutæki sátu á hakanum
Ísaksskóli fékk að auki fimmtíu og fimm milljóna
fjárveitingu til að leiðrétta launatengd gjöld og
vörsluskatta, sem Edda Huld segir vera fortíð-
arvanda skólans eftir þessi erfiðu ár. „Skólinn
skuldaði þó meira og við erum enn að vinna á þeim
skuldabagga. Auðvitað þarf að huga að ýmsu eftir
svona svelti en þó er brýnast að sýna aðhald í
rekstrinum. Allt viðhald húsnæðis og endurnýjun
kennslutækja sat á hakanum og þarf nú að huga að
því og það kostar sitt.“ Edda Huld segir sér þykja
eðlilegast að skólinn fengi sama fjármagn og aðrir
skólar í Reykjavík. „Allir borga jú útsvarið sitt,
vonandi, og ef foreldrar kjósa svo að greiða eitthvað
umfram það, með því að senda börn sín hingað þá á
það að vera þeirra val. Þá væri líka kominn grund-
völlur fyrir því að lækka skólagjöldin en sá grund-
völlur er ekki til staðar í dag. Vissulega hafa skóla-
gjöldin mikil áhrif á aðsóknina að skólanum og
slæmt að geta ekki lækkað þau og þannig komið til
móts við fleiri. Ég dáist að fólki sem kemur langt
að, stundum alla leið úr Hafnarfirði með börnin sín
hingað, fólk sem ég veit að hefur ekki of mikið milli
handanna, en forgangsraðar svona.“
Í Ísaksskóla eru tvöhundruð tuttugu og fimm
nemendur á aldrinum fimm til átta ára. Koma
börnin af öllu höfuðborgarsvæðinu og með mis-
munandi þarfir. „Margir halda að hér sé fremur
einsleitur hópur nemenda sem ekki eigi við neina
hegðunar- eða námsörðugleika að stríða. Því er
öðru nær, hér er nemendahópurinn þverskurður af
skólasamfélaginu, rétt eins og í öðrum skólum,“
segir Edda Huld.
Samstilltur hópur starfsmanna
Þær þrengingar sem skólinn gekk í gegnum hafa
að mati Eddu Huldar ekki litað skólastarfið eins
mikið og búast hefði mátt við. „Það var aðdáun-
arvert hvað starfsfólkið sýndi mikla lipurð og skiln-
ing þennan tíma, en það segir allt sem segja þarf
um þetta fólk sem hér vinnur. Þetta er ákaflega
samstilltur hópur sem leggst á eitt í því að mæta
nemendum þar sem þeir eru staddir. Samfélagið í
Ísaksskóla er lítið og heimilislegt. Þar þekkjast
næstum allir nemendur og starfsfólk, og starfs-
fólkið setur sig vel inn í málefni sem tengjast nem-
endunum og getur þar af leiðandi mætt þörfum
þeirra betur og á réttum forsendum. Nemendur og
foreldrar eiga greiðan aðgang að starfsfólki skólans
og er skólastjóri þar ekki undanskilinn,“ segir
Edda Huld.
Söngur hefur frá upphafi verið stór hluti af
skólastarfi Ísaksskóla og hefjast allir kennsludagar
í skólanum á söng. Mikið er lagt upp úr því að nem-
endur læri lögin því það skerpi tónheyrn og einnig
að þeir læri vel alla texta og skilji um hvað þeir
fjalla því það auki orðaforða nemenda. Allir nem-
endur skólans syngja síðan saman einu sinni í viku
á sal og segir Edda Huld það mjög glæsilegan
barnakór. „Við viljum að nemendur komi fram af
prúðmennsku og leggjum mikið upp úr því að það
sé vinnufriður í skólastofum. Það eru þessi gömlu,
klassísku gildi sem við viljum halda í heiðri, eins og
góð umgengni, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum
og vandvirkni.“
Nýleg könnun á viðhorfum foreldra barna, sem
eru að útskrifast úr 8 ára bekk, til skólastarfsins
hefur leitt í ljós mikla ánægju og jákvæðar umsagn-
ir frá foreldrum. „Foreldrar eru ákaflega sáttir við
starfið í skólanum og telja að börnin þeirra séu
mjög vel undirbúin til að fara í aðra skóla,“ segir
Edda Huld og bætir við að þó vel sé hugað að bók-
legu námi, sé ekki síður þýðingarmikið að leggja
rækt við einstaklinginn í heild sinni, auk þess sem
persónuleg tengsl nemenda og starfsfólks séu afar
þýðingarmikil. „Við höfum metnað fyrir hönd nem-
enda okkar og stefnum að því að gera skólann okk-
ar enn betri. Við þurfum, eins og aðrir, stöðugt að
huga vel að innra starfi til að staðna ekki. Það þýðir
ekki að sofna á verðinum og halda að skólinn lifi á
fornri frægð.“
Skóli Ísaks Jónssonar réttir úr kútnum eftir erfið ár í fjársvelti
Starfsfólk sýndi lipurð
og skilning á erfiðum tíma
Morgunblaðið/Sverrir
Starfsmenn Ísaksskóla hafa ekki látið fjársveltið bitna á sakleysingjunum, enda einvala lið.
Edda Huld
Sigurðardóttir
Höfuðborgarsvæðið | Sjötíu prósent
notenda heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins segjast ánægð eða mjög
ánægð með heilsugæsluna, en ein-
ungis átta prósent segjast óánægð
eða mjög óánægð í nýrri könnun sem
GCG Stjórnunarfræðsla hefur unnið
fyrir Heilsugæsluna. Meðal sterkra
hliða eru þjónusta, starfsfólk og gæði
lækna, en veikar hliðar eru m.a. bið-
tími, símaþjónusta og skortur á
læknum. Helsta umkvörtunarefni
þátttakenda er biðtíminn.
Í könnuninni var um tvenns konar
úrtak að ræða, annars vegar valið úr-
tak úr gestum heilsugæslustöðva og
hins vegar slembiúrtak. Athygli vakti
að meðal slembiúrtaksins voru nið-
urstöður ívið ólíkar valins úrtaks og
gætti oftast meiri óánægju með þjón-
ustu heilsugæslunnar meðal slembi-
úrtaksins, sem gæti gefið í skyn að
þeir sem á annað borð eru ánægðir
með þjónustu heilsugæslunnar séu
líklegri til að sækja til hennar.
Meiri óánægja
meðal slembiúrtaks
Þjónusta heilsugæslunnar fær afar
háa einkunn, um áttatíu og þrjú pró-
sent aðspurðra gefa þjónustunni
„ágætiseinkunn,“ sem er mun betri
niðurstaða en í sambærilegri könnun
árið 2000, en þá höfðu tuttugu og sex
prósent aðspurðra athugasemdir við
þjónustuna. Níutíu og fimm prósent
aðspurðra voru sáttir við þá úrlausn
sem þeir fengu á heilsugæslustöðinni
í síðustu heimsókn, en þeir sem voru
ósáttir nefndu helst áhugaleysi
lækna og starfsfólks og léleg eða
óljós svör.
Þegar kom að einstökum heilsu-
gæslustöðvum virtist mest ánægja
með heilsugæslustöðvar í Árbæ,
Mosfellsbæ og á Seltjarnanesi.
Minnst ánægja var með stöðvar í
Lágmúla, Fannborg og Miðbæ.
Einnig kom fram að langflestir að-
spurðra, eða áttatíu og sjö prósent
komu annaðhvort á heilsugæslu eða
til heimilislæknis á heilsugæslustöð
ef þeir áttu við heilsuvanda að stríða.
Þessi tala var dálítið lægri meðal
slembiúrtaks en þeirra sem spurðir
voru á heilsugæslustöðvunum, enda
óánægja með heilsugæsluna ívið
meiri meðal slembiúrtaksins.
Heilsugæslustöðin í Árbæ fékk
hæsta einkunn af þeim stöðvum sem
spurt var um. Gunnar Ingi Gunn-
arsson, yfirlæknir heilsugæslustöðv-
arinnar í Árbæ, segir bæði nauðsyn-
legt og áhugavert þegar stofnanir
geta látið meta og skoðað eigin þjón-
ustu. „Umfjöllunin um heilbrigðis-
þjónustuna almennt hefur verið frek-
ar á neikvæðum nótum, þar sem eru
oft átök milli starfsfólks og stjórn-
enda vegna kjaramála og svo fram-
vegis,“ segir Gunnar Ingi. „Hér er á
ferðinni könnun sem Heilsugæslan á
Reykjavíkursvæðinu lætur gera þar
sem fólk er beðið um að leggja mat á
þá þjónustu sem veitt er af þeim
stofnunum, bæði í Reykjavík, Sel-
tjarnarnesi og Mosfellsbæ.
Í könnuninni er gerður saman-
burður á niðurstöðunni í ár og árið
2000 og segir Gunnar Ingi greinilegt
að flestar stöðvar séu að bæta sig.
„Aðalniðurstaðan er sú að þeir sem
eru spurðir og hafa nýlega fengið
þjónustu á stöðvunum gefa heilsu-
gæslunni prýðiseinkunn yfirleitt. En
þeir eru fyrst og fremst óánægðir
sem ekki ná sambandi.
Ég get sagt það fyrir hönd okkar
stöðvar sem fær hæstu einkunn
stöðvanna að við erum afar ánægð
með það og auðvitað er það þannig
að til þess að geta mótað þjónustu
sem hæfir fólkinu sem sækir til okk-
ar verðum við að fá álit fólks með
þessum hætti,“ segir Gunnar og bæt-
ir við að bæði spítalarnir og heilsu-
gæslan þurfi að láta gera kannanir af
þessum toga reglulega til þess að
skipuleggja sína þjónustu og fá fram
gagnrýni á það sem betur má fara.
Mikil ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva
Biðtíminn veikasta hliðin
Morgunblaðið/Sverrir
Mosfellsbær | Í gær var keppt um
Laxness-bikarinn í þriðja sinn í Lága-
fellsskóla. Laxnesskeppnin er upp-
lestrarkeppni meðal nemenda í 6.
bekk, þar sem lesið er upp úr verkum
Nóbelskáldsins og var því viðeigandi
að halda keppnina á afmælisdegi
skáldsins. Eftir undankeppni stóðu ell-
efu stúlkur í úrslitum. Allar stóðu þær
sig með prýði og átti dómnefndin í erf-
iðleikum með að skera úr um úrslitin.
Fimm nemendur voru verðlaunaðir
sérstaklega með verðlaunapeningum
og viðurkenningarskjölum, en á end-
anum bar Kristín Hólm, í sjötta bekk
ÍV, sigur úr býtum og hlaut hún Lax-
nessbikarinn til eignar.
Laxnessinn afhentur
í Lágafellsskóla
Kristín Hólm hróðug með verð-
skuldaðan Laxnessinn sinn.
Endurbygging sundlaugar| Gert
er ráð fyrir að hafist verði handa við
endurbyggingu sundlaugarinnar á
Seltjarnarnesi á tímabilinu 2005–
2007 í nýsamþykktri áætlun bæj-
arstjórnar Seltjarnarness fyrir
tímabilið.
Lykilforsenda þessara fram-
kvæmda er að deiliskipulag Hrólfs-
skálamels og Suðurstrandar gangi
eins og áætlað er, en samþykkt bæj-
arstjórnar um það deiliskipulag ger-
ir meðal annars ráð fyrir íbúðum og
gervigrasvelli á svæðinu.
Að sögn Jónmundar Guðmunds-
sonar, bæjarstjóra Seltjarnarness,
er stefnt að hóflegri nýtingu svæð-
isins þrátt fyrir mikið verðmæti
þess. Með sölu byggingarlands
skapist tekjur sem geri Seltirn-
ingum kleift að ráðast í stærri verk-
efni. Ekki er fyrirhugað að taka
framkvæmdalán fyrir sundlaug-
arframkvæmdum og að sögn bæj-
arstjóra verður ekki heldur um
skattahækkanir að ræða, en kostn-
aður við endurbyggingu sundlaug-
arinnar nemur um 400 milljónum.
„Framkvæmdir við laugina eru
vissulega orðnar tímabærar og nú
skapast kjörið tækifæri til að takast
á við verkefnið á skynsamlegum for-
sendum án þess að seilast í vasa
skattgreiðenda“ segir Jónmundur
og bætir við að bæjaryfirvöld vilji
ekki víkja frá þeirri stefnu að halda
skuldsetningu bæjarins í lágmarki
og greiða frekar niður skuldir en að
auka þær.