Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 26
FERÐALÖG 26 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Hótel - heimagistingar - farfuglaheimili - tjaldstæði - veitingastaðir - verslanir Listahátíð í Brighton Það verður líf og fjör í Brighton á Eng- landi í þrjár vikur í maí en þá verður haldin þar sérstök Brighton hátíð í 38. sinn. Boðið er m.a. upp á danssýningar, leiksýningar, allskyns tónlist, bók- menntakynningar og umræður og götulist. Hátíðin hefst laugardaginn 1. maí kl. 10.30 í Pavilion Gardens með skrúðgöngu barna. Börn úr um 60 skól- um og félagsmiðstöðvum af svæðinu taka þátt og spilar sambahljómsveit skólabarna auk þess sem atvinnu- tónlistarmenn flytja tónlist. Búast má við litríkri skrúðgöngu með tónlist, söng, steppdansi og skrautlegum bún- ingum því gert er ráð fyrir 4000 þátt- takendum og 10.000 áhorfendum.  Brighton Festival Sími: (01273) 700747 Netfang: info@brighton- festival.org.uk Veffang: www.brighton- festival.org.uk Isle of Man S igurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, er nýlega komin heim frá Tasmaníu þar sem hún ásamt þremur íslenskum kynsystr- um sínum sat heimsþing ACWW, Associated Countrywomen of the World, sem Kvenfélagasamband Ís- lands hefur átt aðild að til fjölda ára. Tasmanía tilheyrir Eyjaálfu og ligg- ur fyrir sunnan Ástralíu, en að sögn Sigurbjargar er landið spennandi ferðamannaland enda hafi margt nýtt borið fyrir augu. Ferðablaðið forvitnaðist um landið og ferðalagið hjá Sigurbjörgu sem fór meðal ann- ars í fjallaklifur á meðan á dvölinni stóð, en sjálf segist hún hafa gaman af ferðalögum og velji sér þá gjarnan óvenjulega staði, hvort sem þá er að finna hérlendis eða erlendis. Tasmanía er um 68 þúsund ferkíló- metrar að flatarmáli og er því nokk- uð minni en Ísland sem telst vera um 103 þúsund ferkílómetrar. Eyjan til- heyrir sambandslýðveldinu Ástralíu, en er með sjálfsstjórn líkt og Ísland var frá 1918 til 1944. Íbúar eru tæp hálf milljón manna og þar af býr tæpur helmingur á höfuðborg- arsvæðinu. Ekkert óviðkomandi Ferðalaginu til Tasmaníu var þannig háttað að flogið var með Ice- landair til Lundúna. Þaðan var flogið með ástralska flugfélaginu Qantas til Hobart, höfuðborgar Tasmaníu, sem er staðsett á suðurhluta eyjunnar, með millilendingu í Bangkok á Taí- landi og í Sydney í Ástralíu, en þar dvöldu Íslendingarnir í tvo daga áð- ur en haldið var alla leið til Hobart, þar sem er að finna alþjóðlegan flugvöll. „Fisk- veiðar, landbún- aður og verslun teljast til helstu atvinnuvega Tasmana auk þess sem sífellt vaxandi ferða- mannastraumur er að verða arð- vænlegur atvinnuvegur þarna því margt er að skoða og íbúar virðast hafa allnokkra þjónustulund við hinn krefjandi ferðamann. Boðið er m.a. upp á bátsferðir frá Hobbart á Suð- urskautslandið. Loftslag er afar hreint, líkt og á Íslandi, og vatnið í krönunum er vel drykkjarhæft,“ seg- ir Sigurbjörg. Af þeim þrettán dögum, sem ferðalagið varði, stóð ráðstefnan yfir í heila viku. Hún fór fram síðustu vik- una í marsmánuði, en þá er síðsumar í Tasmaníu. Eitt þúsund konur frá 66 aðildarlöndum tóku þátt, en samtök- unum er nánast ekkert óviðkomandi er við kemur manninum og velferð hans, að sögn Sigurbjargar. „Miklar umræður fóru í að ræða rétt fólks til að lifa heilbrigðu lífi. Fjallað var um stríð og hörmungar, fæðuöflun og umhverfismál og heitar umræður urðu um mansal svo dæmi séu tek- in.“ Næsta heimsþing samtakanna verður haldið í Turku í Finnlandi að þremur árum liðnum, en til stendur að halda Evrópuþing samtakanna á Íslandi 17.–21. maí á næsta ári. Barið á bumbur „Í Tasmaníu nutum við þess að hlusta á menningu Tasmana sem er allfrábrugðin okkar eigin, í það minnsta tónlistin. Innfæddir berja bumbur í orðsins fyllstu merkingu og þeldökkir Tasmanar flytja háværa og taktfasta hljómlist.“ Sigurbjörg varði heilum degi í einskonar fjallaklifur, sem kallað er „Huon Trail“. Gengið er á brúm í fjallshlíðum Tahuna-skógarins. „Gangan er mjög spennandi, en göngugarpar eru óneitanlega í þó nokkurri hæð og því er gangan ekki heppileg fyrir lofthrædda. Við fórum einnig í siglingu á milli eyjanna, sem liggja við suðurströnd Tasmaníu. Þær eru margar lítt byggðar og stutt er þaðan í þjóðgarðinn, sem þekur stórt landsvæði Tasmaníu og er bæði afar hálendur og óbyggður. Svo vörðum við auðvitað tíma í að skoða bæði byggingar og mannlíf í Hobart, þar sem breskra áhrifa gætir mjög. Til að mynda eru allflest götuheiti bresk og ber t.d. aðalverslunargatan hið virðulega nafn Elísabetargata.“ Þegar Sigurbjörg er spurð út í matarmenninguna, svarar hún að bragði að fiskréttaveitingahús Tasm- ana séu mjög spennandi. „Við dvöld- um á mjög góðu hóteli, Grand Chanc- ellor, sem stendur alveg við smábátahöfnina, og fylgdumst með þegar bátarnir sigldu út að morgni og komu svo með spriklandi fisk að landi á kvöldin. Þaðan fer fiskurinn ferskur á veitingahúsin og er svo matreiddur af meistarakokkum veit- ingahúsanna á kvöldin. Mjög góðan mat var einnig að fá á hótelinu. Þar var m.a. boðið upp á fjölbreytta grænmetis-, ávaxta- og kartöflurétti enda var síðsumar og því upp- skerutíminn í hámarki,“ segir Sig- urbjörg að lokum. Í höfuðborginni: Í Hobart býr tæplega helmingur þjóðarinnar.  TASMANÍA Ferskmeti og fjallaklifur Eitt þúsund konur hvaðanæva úr heiminum komu nýlega saman á heimsþingi kvenfélagasambanda í Tasmaníu. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Sig- urbjörgu Björgvinsdóttur út í fjarlæga eyju. Smíðar: Tasmaníubúar nýta skógana m.a. til skipasmíða. join@mbl.is Upplýsingamiðstöð í Hobart www.hobartcity.com.au Hotel Grand Chancellor www.grandchancellor.com Frábær fiskréttastaður Upper Deck, Victoria Dock Sími: 6231-2121 Sigurbjörg Björgvinsdóttir EF LEIÐ liggur til Amsterdam í sumar þá er kannski tilvalið að skoða öðruvísi gistimöguleika og leigja sér húsbát. Fyrirtækið Amsterdam House leigir út þrjátíu íbúðir til ferðamanna og einnig átta húsbáta. Húsbátarnir eru sagðir rúmgóðir með fullbúnu eldhúsi og baðherbergi. Sími er um borð, sjónvarp og hægt að fá bæði handklæði og rúmfatnað.  HOLLAND | Öðruvísi gististaður Húsbátaleiga í Amsterdam  Nánari upplýsingar um hús- bátaleiguna og íbúðirnar í Amst- erdam fást hjá fyrirtækinu Amst- erdam House Gravenlandseveer 7 1011 KN Amsterdam Tölvupóstfang: amshou- se@euronet.nl Vefslóð: www.amsterdam- house.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.