Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 33

Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 33 í mál- m réttilega “ birtist kja- íkra r meira inhliða nnlima ríki sem aldið Með haron og ofstækisöflin í kringum hann alþjóðalögum og ályktunum Sameinuðu þjóðanna fullkomna lítilsvirðingu, heldur Banda- ríkjaforseti einnig. Ástandið á svæðinu versnar enn og grafið er undan möguleikum þess að leysa deiluna á milli Ísraels og Palest- ínumanna með friðsamlegum hætti. Þegar upp er staðið er því væntanlega óhætt að draga sím- talsmálið saman á þann hátt að skotið hafi verið inn á dagskrá Bandaríkjaforseta stuttu kurteis- issímtali sökum þess að því hafi verið komið á framfæri við banda- rísk stjórnvöld að forsætisráð- herra Íslands væri staddur í land- inu á tilteknum tíma. Suðurnes undan oki hersetunnar Svo aftur sé nú vitnað í Morg- unblaðið og nú miðvikudaginn 21. apríl er þar á annarri síðu frásögn af því að varnarliðið hafi sagt upp fleiri starfsmönnum á Keflavík- urflugvelli. Rúmum tug starfs- manna sem vinna við þjón- ustustörf hefur verið sagt upp og taka uppsagnirnar gildi um næstu mánaðamót. Þessar uppsagnir eru til viðbótar öllum þeim sem á undan eru gengnar undanfarna mánuði og misseri. Það má því segja að símtalinu fræga frá 15. apríl hafi nú verið fylgt eftir með þessum uppsögnum. Ekki verður því séð að hin jákvæðu skilaboð Bandaríkjaforseta séu prakt- íseruð í reynd á vettvangi. En auðvitað er hér fyrst og fremst á ferðinni áframhald á þeirri þróun sem staðið hefur árum saman og íslensk stjórnvöld þverskallast við að viðurkenna og horfast í augu við. Óbreytt stefna íslenskra stjórnvalda veldur því að í stað þess að horfast í augu við raun- veruleikann og grípa til aðgerða er ekkert aðhafst. Tíminn líður og samdráttur og fækkun starfa sem veru varnarliðsins tengjast seytl- ar út um allt atvinnulíf Suð- urnesja. Sannast nú það sem við, sem verið höfum andvíg erlendri hersetu, höfum sagt árum og ára- tugum saman að einn af mörgum ókostum veru hersins í landinu er sá að við yrðum dvöl hans hér háð, ekki síst sem vinnuveitanda, herinn gæti tekið upp á því að fara þegar honum hentaði og eftir stæði þá atvinnulíf þeirra byggð- arlaga, sem aðlagast hefðu dvöl hans, í sárum. Allt er þetta nú að ganga eftir. Erfiðasti andstæð- ingur Suðurnesjamanna í málinu nú um stundir er sú tilhneiging ríkisstjórnarinnar að stinga höfð- inu í sandinn og neita að horfast í augu við raunveruleikann í von um að geta haldið öllu óbreyttu í anda andstæðna á tímum kalda stríðsins fyrir áratugum. Slíkt er fásinna eins og allir menn sjá nema þá þeir Davíð og Halldór og löngu tímabært að snúið verði við blaðinu og farið í markvissar að- gerðir sem miði að því að byggja upp atvinnulíf á Suðurnesjum samhliða því að herinn dregur saman seglin og fer. Verkefnið er að leysa Suðurnes undan oki her- setunnar. Undirritaður hefur gert ráð- stafanir til að fá umfjöllun um málið á Alþingi áður en það lýkur störfum í vor. eð uppsögnum ’Erfiðasti andstæðingur Suðurnesjamannaí málinu nú um stundir er sú tilhneiging rík- isstjórnarinnar að stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við raunveruleik- ann í von um að geta haldið öllu óbreyttu í anda andstæðna á tímum kalda stríðsins fyrir áratugum.‘ Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. ra að rætast. M ál málanna þessa dagana er leyni- skýrsla nefndar menntamálaráð- herra um fjöl- miðla. Þá ekki síður leyni- frumvarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um sama mál. Öll leyndin að sjálfsögðu til þess að efla lýðræði og gagnsæi í ís- lensku samfélagi. Eftir að hafa rykfallið í tvær vikur í skúffu uppi í mennta- málaráðuneyti var skýrslan um stöðuna á fjölmiðlamarkaðinum kynnt í ríkisstjórn. Reyndar sam- tímis og leynifrumvarp Davíðs um lög á fjölmiðla var kynnt, en áður en skýrslan kom fyrir sjónir þings og þjóðar til eðlilegrar umræðu og meðferðar. Þetta er ótrúleg máls- meðferð um grundvallaratriði í ís- lensku samfélagi sem lýtur að sjálfu lýðræðinu og lýðræðislegri umræðu. Dýr mun Halldór allur Forsætisráðherraefnið í Fram- sóknarflokknum á erfitt með að fóta sig í þessu máli. Samflokks- menn hans virðast æfir forsætis- ráðherra vegna framgöngunnar en forsætisráðherrann tilvonandi er einsog mús undir fjalaketti vegna stólaskiptanna í haust. Nú reynir á hvað Davíð Oddsson get- ur látið Framsóknarflokkinn kok- gleypa skiptanna vegna. Allt, að því er virðist, en nú reynir á Hall- dór. Ætlar hann að láta persónu- lega óbeit Davíðs Oddssonar í garð eigenda Norðurljósa ráða för og brjóta á bak aftur frjálst fram- tak og þróunina á fjölmiðlamark- aði? Ætlar hann að láta óbeit Dav- íðs koma í veg fyrir það að fjársveltir fjölmiðlar fái fjármagn til að eflast og rísa úr öskustónni? Hver veit en dýr verður Halldór allur ef þetta eru prísarnir fyrir forsætisráðuneytið. Gagnsæi og ritstjórnar- legt sjálfstæði Samfylkingin lagði á dögunum fram vandað og ítarlegt frumvarp um gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði undir forystu þing- mannanna Bryndísar Hlöðvers- dóttur, Marðar Árnasonar og Ás- geirs Friðgeirssonar. Þar er lagt til að Alþingi skipi nefnd til að undirbúa löggjöf sem tryggi nauð- synlegt gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði á fjölmiðlamarkaði á Ís- landi og að nefndin athugi hvernig hægt sé að tryggja almenningi hlutlægar grundvallarupplýsingar um eignarhald á fjölmiðlum og rekstur þeirra. Einnig að hún taki afstöðu til þess hvort gera eigi slíka upplýsingagjöf að skilyrði við veitingu útvarpsleyfis þannig að upplýsingarnar séu uppfærðar reglulega og liggi alltaf fyrir. Miklar umræður hafa orðið um þróunina á fjölmiðlamarkaðinum út af ótta sumra við einokun og fá- keppni en annarra við það að ein- staklingar þeim óvilhallir séu að verða of áhrifamiklir. Slíkar áhyggjur eru raunar ekki nýjar af nálinni og má nefna talsverðar rökræður um fákeppni á dag- blaðamarkaði þegar Morg- unblaðið tók að bera höfuð og herðar yfir önnur dagblöð fyrir tveimur til þremur áratugum. Einnig hafa menn haft áhyggjur af því að ljósvakasamsteypa í eigu einkaaðila gæti vaxið Ríkisútvarp- inu yfir höfuð, og efasemdir vegna eignarhlutar prentmiðla í ljós- vakamiðlum og öfugt. Slík umræða er eðlileg enda hætta er á því að einokun eða fá- keppni hefti fjölmiðlana til að sinna hlutverki sínu í lýðræð- issamfélaginu. Sem er óendanlega mikilvægt og því gott að umræðan fari fram en á réttum forsendum. Ekki eftir því hverjir eigi einstaka miðla og álit ráðamanna á þeim einstaklingum. Brot á stjórnarskrá? Hlutverk stjórnmálamanna er fyrst og síðast að setja almennar leikreglur þar sem gætt er réttar almennings til upplýs- inga og tjáningarfrelsis ásamt því að skapa fjöl- miðlafyrirtækjum ramma til eðlilegs rekstrar. Það er hins vegar ekki rétt að setja sérstök lög um að takmarka eignarhald á íslenskum fjöl- miðlum, umfram þau ákvæði samkeppnislaga sem eiga við um fjölmiðla rétt eins og annan rekstur. Með lagasetningu á borð við þá sem forsætisráðherra virðist ætla að keyra í gegn- um þingið yrði þrengt veru- lega að fjölmiðlarekstri og starfsumhverfi þeirra ef settar verða sérstakar skorður hvað varðar aðgang að fjármagni. Fyrir utan að standast tæpast stjórnarskrárákvæðin um frelsi manna til athafna. Ríkisrekin vídeóleiga? Til að tryggja viðgang lýðræð- islegrar umræðu á að efla Rík- isútvarpið. Þannig er best búið um að hlutlaus og vönduð lýðræðisleg umræða eigi sér stað þar sem fréttatengt efni og innlend dag- skrárgerð er í öndvegi. Það er ef Ríkisútvarpið gegnir hlutverki sínu. Ég hef óskað eftir umræðu á Al- þingi um málefni Ríkisútvarpsins við menntamálaráðherra og næst vonandi að taka þá umræðu áður en Alþingi fer í sitt langa hlé fram á haust. Ástæðan er sú dæma- lausa staða sem uppi er í mál- efnum RÚV. Afnotagjöld eru hækkuð verulega á sama tíma og harkalegur niðurskurður á sér stað í framleiðslu á innlendri dag- skrárgerð og fréttatengdu efni. Efni sem allt of lítið er af og er til- gangurinn með tilurð RÚV að framleiða slíkt efni; menning- arlegt, innlent og fréttatengt. Maður hlýtur að spyrja sig: er verið að hækka skylduskattinn af- notagjöld til að við fáum fleiri am- erískar sápuóperur til að glápa á? Það getur ekki verið tilgangurinn með RÚV að ríkisreka vídeóleigu. Því hlýtur að vera kallað eftir skýrri stefnu af hálfu stjórnvalda og nýs ráðherra menntamála í málefnum RÚV. Það hefur ekki átt sér stað nein heildstæð stefnu- mótum árum saman og nú heilli upplýsingabyltingu síðar er það svo sannarlega tímabært. Leyniskýrsl- an og lög um fjölmiðla Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ’Ætlar Halldór að látapersónulega óbeit Davíðs Oddssonar í garð eigenda Norðurljósa ráða för og brjóta á bak aftur frjálst framtak og þróunina á fjölmiðlamarkaði? Ætlar hann að láta óbeit Davíðs koma í veg fyrir það að fjársveltir fjölmiðlar fái fjármagn til að eflast og rísa úr öskustónni?‘ hann a grænna að setj- gátu því ekki fellt sig við að hinir flokk- arnir fengju allan heiðurinn af „nútímalegri framtíðarsýn“ í lest- armálum. Árni Þór Sigurðsson, oddviti vinstri grænna, hefur því hrundið af stað herferð til að kynna kosti sporvagnakerfis í höfuðborginni en vill síður af hraðlestum né neðanjarðarlestum vita. Rætt er um að kostnaður við uppsetningu sporvagnakerfis geti numið 30-50 milljörðum króna. Frekar en aðrir borgarfulltrúar R-listans er Árni þó ekki eins grand á því þegar talið berst að því hver eigi að borga fjárfest- inguna og bendir á ríkisvaldið. Þótt borgarfulltrúa R-listans virðist greina á um hvort byrja eigi á Keflavíkurlest, neðanjarð- arlest eða sporvagnakerfi, eru þeir alveg sammála um að ríkið eigi að borga. Auðvitað skiptir það ekki máli hvort fjármögnun óarðbærs verkefnis lendir hjá ríki eða borg, reikningurinn lendir alltaf í vasa sömu skattgreiðenda. Miðað við fyrri reynslu gæti málamiðlunin innan R-listans orð- ið sú að ráðist væri í öll verkefnin á svipuðum tíma og skattgreið- endum sendur reikningur fyrir 100 milljörðum eða svo. Ólíkar hugmyndir borgarfull- trúa R-listans um lestir og spor- vagna eiga það sameiginlegt að það myndi ekki einu sinni nægja að lestirnar og teinarnir féllu ókeypis af himnum ofan til að rekstur þeirra stæði undir sér. Vaxtakostnaðurinn við að koma einu slíku kerfi á fót myndi að öll- um líkindum duga til þess að tvö- falda fjölda þeirra strætisvagna, sem nú aka um götur Reykjavík- ur og tvöfalda ferðatíðnina, þ.e. greiða bæði fjárfestingu og rekstrarkostnað. Á meðan borgarfulltrúar R-listans keppast við að slá fram tugmilljarða hugmyndum sínum um hraðlestir, neðanjarðarlestir og sporvagna, dettur fjölmiðla- mönnum ekki í hug að spyrja þá af hverju ekki er gert ráð fyrir neinum sporbundnum sam- göngum í nýlokinni heildarend- urskoðun á leiðakerfi Strætó sem á að duga næstu 30-40 ár eða svo. Ef lestarhugmyndir R-listans eru svona góðar og arðbærar, hlýtur að vera ábyrgðarhluti að hrinda þeim ekki í framkvæmd sem fyrst. Svo lengi sem borgarkerfið framleiðir skýrslur á færibandi um byltingarkenndar breytingar á samgöngukerfinu, tekst e.t.v. að halda kastljósi fjölmiðlanna frá slælegri frammistöðu í skipulagn- ingu samgöngumannvirkja og þeirri staðreynd að á valdatíma R-listans hefur þjónusta almenn- ingssamgangna versnað og far- þegum fækkað verulega. st, neðanjarðarlest í Reykjavík? ’Ólíkar hugmyndirborgarfulltrúa R-list- ans um lestir og sporvagna eiga það sameiginlegt að það myndi ekki einu sinni nægja að lestirnar og teinarnir féllu ókeyp- is af himnum ofan til að rekstur þeirra stæði undir sér. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Ómar ur slík farartæki ekki bera sig í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.