Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 36

Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ R ólegt var yfir miðbæ Reykjavíkur um helgina.“ Þannig metur lögreglan í Reykjavík ástandið í bænum um páskahelgina, en hún birtir í hverri viku á heimasíðu lögreglunnar yfirlit um helstu verkefni sín um liðna helgi. Síðan segir í yfirliti lögreglunnar. „Tilkynnt var um 15 líkams- árásarmál, fjörutíu þjófn- aði og 41 sinni um minniháttar eignaspjöll.“ Þá höfum við það. Fimmtán lík- amsárásir um eina helgi flokkast undir „rólega helgi“. Sú spurning vaknar eðlilega, hvernig er erfið helgi í Reykjavík? Við skulum áður en lengra er haldið skoða aðeins betur frásögn lögreglu af þessari rólegu helgi. „Þá var kona bitin til blóðs af annarri konu við skemmtistað í miðbænum. Konan sem bitin var ætlaði að hjálpa hinni þar sem hún var að rífast við kærasta sinn. Nokkru síðar var konu ekið á slysadeild frá öðrum skemmtistað í miðbænum en þar hafði kona bitið hana í fingur og barið með flösku í höfuðið. Seinni hluta næt- ur var þriðja konan flutt frá skemmtistað í miðbænum á slysa- deild með skurð á höfði. Hún hafði verið lamin í höfuðið með flösku en ekki er vitað hver það gerði. Undir morgun var maður fluttur frá skemmtistað í miðbænum á slysadeild með sár á höfði. Áverka hlaut hann þegar maður sparkaði ítrekað í höfuð hans. Nokkru síð- ar var annar maður fluttur á slysadeild frá skemmtistað í mið- bænum en hann hafði verið sleg- inn í höfuðið með flösku. Þá veitt- ust tveir menn að einum fyrir utan skemmtistað í miðbænum slógu hann niður og spörkuðu í höfuð hans. Starfsmenn skemmti- staðarins komu manninum í hús en árásarmennirnir flúðu af vett- vangi. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar,“ segir í dagbók lögreglunnar. Þessi lýsing á daglegum verk- efnum lögreglunnar vekur upp þá spurningu hvers konar samfélagi við lifum í. Finnst engum neitt að því að fólk þurfi að sæta því að það sé lamið í hausinn með flösku og sparkað sé í höfuð þess? Er þetta ástand sem við eigum bara að sætta okkur við? Það geta verið ýmsar ástæður fyrir ofbeldisverkum, en örugg- lega er langstærsta orsökin áfengisneysla og önnur vímu- efnaneysla. Eftirsókn fólks í að skemmta sér hefur þessar öm- urlegu afleiðingar að um hverja helgi liggja tugir manna lík- amlega sárir eftir ofbeldisverk. Kostnaður heilbrigðiskerfisins og samfélagsins alls við þetta skemmtanahald hlýtur að vera talsvert mikill. Að ekki sé minnst á þjáningar sem fólk þarf að líða fyrir þetta. En hvað er til ráða? Því er sannarlega vandsvarað. Vissulega er hægt að gera kröfu til rík- isvaldsins um úrbætur, en ábyrgðin af ofbeldinu verður samt aldrei tekin frá einstaklingunum sem það fremja. Það verður að gera þá kröfu til fólks að það geti umgengist annað fólk án þess að berja það. Þeir sem fremja of- beldisverk eiga augljóslega við vandamál að stríða sem viðkom- andi verður að horfast í augu við og taka á, t.d. með því að hætta að neyta áfengis. Hið háa Alþingi samþykkti fyr- ir nokkrum árum áfengisstefnu sem kveður á um að neysla áfeng- is verði ekki meiri en 5 lítrar af hreinum vínanda á íbúa eldri en 15 ára árið 2010. Áfengisneyslan nam 5,56 lítrum árið 1998 og 6,53 lítrum árið 2002. Augljóst er að drykkjan er að aukast og ólíklegt að fyrrnefnt markmið náist. Nú kynni einhver að álykta sem svo að alþingismenn hljóti að velta fyrir sér leiðum til að ná settu markmiði um minni áfeng- isneyslu, en svo er ekki að sjá. Þvert á móti liggja fyrir þinginu frumvörp um að lækka áfeng- iskaupaaldurinn og um lækkun áfengisgjalds sem mun leiða til lækkunar á verði áfengis. Ekki skal dregið úr því að hægt er að færa ýmis rök fyrir því að auka eigi frjálsræði í viðskiptum með áfengi, lækka verðið og gera fleir- um kost á að neyta víns. En al- þingismenn hljóta einnig að þurfa að vega og meta rök þeirra sem benda á þann samfélagslega skaða sem hlýst af aukinni áfeng- isdrykkju. Hollt er í því sambandi að kynnast þeim veruleika sem lögreglan og starfsfólk slysadeild- ar Landspítalans horfist í augu við dag hvern. Lesendum Morgunblaðsins gafst kostur á að kynnast einni hlið áfengisneyslunnar um síð- ustu helgi þegar fjallað var um hlutskipti þess fólks sem er hús- næðislaust á höfuðborgarsvæð- inu, en rúmlega 100 manns eru í þeirri stöðu í dag. Umfjöllunin lýsir ekki aðeins ömurlegum að- stæðum fólks heldur einnig end- urteknu skipbroti manna sem virðast ekki ráða við aðstæður sínar þrátt fyrir að þeim sé aftur og aftur boðin hjálp. Vonin um innihaldsríkt líf er orðin veik í huga þessa fólks. Kraftaverkin gerast þó enn. Megi þessi helgi verða „róleg“ í Reykjavík og sem flestir komist heilir heim. Vonandi þurfa ekki mjög margir að liggja heima sárir á mánudaginn eftir skemmt- anahald helgarinnar. „Rólegt í miðbæn- um“ „Undir morgun var maður fluttur frá skemmtistað í miðbænum á slysadeild með sár á höfði. Áverka hlaut hann þeg- ar maður sparkaði ítrekað í höfuð hans. Nokkru síðar var annar maður fluttur á slysadeild frá skemmtistað í mið- bænum en hann hafði verið sleginn í höfuðið með flösku.“ VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞÁTTTAKA íslenskra vísinda- manna í alþjóðlegu samstarfi á sviði hug- og félagsvísinda hefur aukist til muna undanfarin ár og stór hluti þeirra samfélagsrannsókna sem nú eru stundaðar á Íslandi er á ein- hvern hátt unninn í samstarfi við er- lenda fræðimenn. Skýringuna á þessari þróun má að einhverju leyti finna í hnattvæðingu vís- indanna sem orðið hef- ur alls staðar í heimi fræðanna hvar sem er á jarðarkringlunni. Fyrir okkur Íslendinga hefur Evrópuvæðingin haft afgerandi áhrif en stór hluti þeirra fjöl- þjóðlegu rannsókna sem stundaðar eru hér á landi er unninn með stuðningi Evrópusam- bandsins. Það var með aðild- inni að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir áratug að við Íslendingar feng- um aðgang að styrktaráætlunum Evrópusambandsins á sviði rann- sókna-, mennta- og menningarmála. Stuðningur við samfélagsvísindi í Evrópu hefur síðan aukist jafnt og þétt en það var ekki fyrr en með gildistöku 6. rannsóknaráætlunar ESB, sem hóf göngu sína um áramót 2003 og gildir fram að áramótum 2007, að hug- og félagsvísindi voru gerð að sérstöku forgangssviði. Samfélagsáætlun ESB felur í sér mun fleiri sóknarfæri en áður og ætti að geta virkað sem víta- mínsprauta fyrir íslenska vís- indamenn. Brýnt að nýta tækifærin Íslenskt rannsóknarsamfélag er lítið og fjármagn takmarkað. Því er afar brýnt að okkur takist að nýta sem allra best þá möguleika sem okkur bjóðast í alþjóðlegu samstarfi. Þetta á ekki síst við um hug- og fé- lagsvísindi en margir hafa kvartað undan að þau hafi hingað til staðið nokkuð höllum fæti í styrkjakerfinu, bæði hér innanlands og einnig á al- þjóðavettvangi. Af þessu tilefni standa Rannís, Háskóli Ís- lands og Rann- sóknastofnun Háskól- ans á Akureyri fyrir ráðstefnu um hlutskipti hug- og samfélagsvís- inda í vísindaumhverfi sem verður sífellt al- þjóðlegra og kallar í auknum mæli á sam- starf vísindamanna frá mörgum löndum. Ráð- stefnan fer fram 27. apríl í Hátíðarsal Há- skóla Íslands. Dagskrá hefst klukkan 13:00 og henni lýkur klukkan 17:00. Á ráðstefnunni mun dr. Peter Fisch, sem heldur utan um sam- félagsvísindahlutann í fram- kvæmdastjórn ESB, kynna mögu- leika hug- og samfélagsvísinda í sjóðakerfi Evrópusambandsins. Þá mun Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, kynna rannsóknarverkefni Sið- fræðistofnunar sem styrkt er af rannsóknaráætlun ESB og Lilja Mósesdóttir, prófessor í hagfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst, kynnir verkefni sem einnig er styrkt af rannsóknaráætlun ESB. Guðrún Nordal, dósent í miðaldabók- menntum við Háskóla Íslands, kynnir samstarfsverkefni styrkt af Norrænu samstarfsnefndinni í hug- vísindum. Í síðari hluta ráðstefn- unnar ræða í pallborði Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti fé- lagsvísindadeildar HÍ, Ágúst Ein- arsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ, Mikael M. Karlsson, deildarforseti fé- lagsvísinda- og lagadeildar Háskól- ans á Akureyri, og Ragnhildur Helgadóttir, lektor við lagadeild Há- skólans í Reykjavík, um stöðu ís- lenskra samfélagsvísinda í al- þjóðlegu umhverfi. Eftir miklu að slægjast Eftir miklum fjármunum er að slægjast fyrir íslenska vísindamenn en Samfélagsáætlunin hefur úr að spila 20 milljörðum króna sem út- hlutað verður til vísindamanna á sviði félagsvísinda, hagvísinda og hugvísinda á ofangreindu tímabili. Samstarfsáætlanir ESB hafa þeg- ar stóraukið veltu í rannsóknum og þróun á Íslandi og ýtt mjög undir samskipti á milli fyrirtækja og stofn- ana á Íslandi og í öðrum Evrópu- löndum. Í fimmtu rannsóknaáætl- uninni sem lauk í lok árs 2002 tóku Íslendingar þátt í rúmlega 100 verk- efnum og fengu í sinn hlut tæplega tvo milljarða króna í styrki. Eigum við alþjóðlegt erindi? Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar um alþjóðlegt samstarf ’SamstarfsáætlanirESB hafa þegar stór- aukið veltu í rann- sóknum og þróun á Ís- landi…‘ Eiríkur Bergmann Einarsson Höfundur er verkefnisstjóri Evrópu- mála hjá Rannsóknaþjónustu HÍ. Alþjóðahugverkastofnunin (WIPO) hefur valið 26. apríl ár hvert sem dag hugverkaréttinda á heims- vísu (World Intellectual Property Day). Stofnunin beinir þeim til- mælum til aðildarríkjanna að nota þann dag til að kynna almenningi mikilvægi og möguleika hug- verkaréttinda. Í ár tengist þema dagsins því þarfa markmiði að ýta undir sköp- unarmátt og sköp- unargleði fólks, og til að minna okkur á að hug- verkaréttindi geti nýst sem hvati til nýsköp- unar bæði í atvinnulífi og á sviði menningar og lista. – Eftirfarandi lín- ur eru settar á blað til að vekja athygli á því að hugverkaréttindi í at- vinnulífi eru ekki eins fjarlæg og framandi og margur hyggur; andlag þeirra er víða innan seilingar í okkar daglega lífi. Hugverkaréttindi — hvað merkir það hugtak? Um er að ræða samheiti fyrir margs konar einkaréttindi, þ. á m. vöru- merki, einkaleyfi og hönnun. Það sem felst í hugtakinu er þó ekki eins flókið og kannski virðist við fyrstu sýn. Tökum lítið dæmi úr íslensku um- hverfi: Gefum okkur það að fiskverk- andi hafi búið til sérkennilegt vöru- merki (orð eða mynd eða orð + mynd) sem hann langar að nota til að auðkenna harðfisk sem hann fram- leiðir. Vörumerkið er sumsé hans eigin hugsmíð. Hann hefur með öðr- um orðum skapað tiltekið hugverk. Fái hann vörumerkið skráð hjá Einkaleyfastofunni (eftir að hafa lagt inn umsókn um skráningu) er hann kominn með einkarétt á merkinu á þessu afmarkaða sviði viðskipta. Al- gengast er að nota hugtakið vöru- merkjaréttur um einkarétt á vöru- merki. – Vernd uppfinninga, einkaleyfisvernd, hefur sama tilgang, þ.e. að vernda þann sem hugverkið skapar gegn því að aðrir geti hagnýtt sér það án heimildar. En að fá einka- leyfi á tæknilegri uppfinningu er þó tímafrekara og kostnaðarsamara en þegar vörumerki eða hönnun á í hlut. – Hönnunarvernd kall- ast það þegar sótt er um vernd á sérstæðri hönnun á útliti hlutar. Hluti af daglega lífinu Það er veruleiki að hug- verkaréttindi grípa alls staðar inn í daglegt líf okkar. Við höfum t.d. daglega fyrir augunum tákn eða hluti þar sem vörumerki, einkaleyfi eða hönnunarvernd koma við sögu. Vörur sem við kaupum í versl- unum á degi hverjum eru flestar auð- kenndar með vernduðum vörumerkj- um. Á skiltum bensínstöðvanna blasa við heimsþekkt vörumerki, og sama á við um tölvur, prentara eða mynda- vélar okkar, svo dæmi séu tekin. – Áhöld eða tæki sem við notum dag- lega geta ýmist sem heild eða að hluta til verið vernduð með einka- leyfi. Í bílnum okkar, sjónvarpstækjum, tölvum, prenturum og geislaspilurum er líka fjöldi einstakra hluta sem njóta einkaleyfisverndar. Jafnvel dósaupptakari í eldhússkúffunni, sem í fljótu bragði virðist ekki flókið tæki, gæti verið háður einkaleyfisvernd. Og útlit hans gæti líka verið verndað sem frumleg eða sérstæð hönnun. Þá er líka hugsanlegt að borðbúnaður okkar, bollar, diskar, hnífar, o.fl. njóti hönnunarverndar. Möguleikar á vernd Hér á landi er það Einkaleyfastofan sem annast meðferð fyrrgreindra hugverkaréttinda. Stofnunin hefur á síðustu árum breyst frá því að vera fyrst og fremst að hjálpa við- skiptavinum sínun að ná hug- verkavernd hér á landi og yfir í það að geta líka boðið fram þjónustu vegna hugverkaverndar í öðrum ríkj- um. Þessi breyting var orðin knýj- andi m.a. vegna vaxandi viðskipta ís- lenskra aðila við þjóðir nær og fjær. Því má segja að stofnunin sé nú orðin hlekkur í alþjóðlegu kerfi hug- verkaverndar. – Þetta hefur gerst með aðild Íslands að alþjóðlegum hugverkaréttarsamningum á sviði vörumerkja, einkaleyfa og hönnunar. – Alltof langt mál yrði að gera hér grein fyrir þessum samningum hverjum fyrir sig. En í grófum drátt- um má segja að innlagning einnar umsóknar hér á landi, hvort sem um er að ræða vörumerki, einkaleyfi eða hönnun, geti, ef umsækandinn óskar þess, tekið gildi í öllum ríkjum sem eiga aðild að viðeigandi hug- verkaréttarsamningi. – Móðurskipið í þessari alþjóðlegu þróun er Alþjóða- hugverkastofnunin í Genf (World Intellectual Property Organization, WIPO) sem 180 ríki eiga nú aðild að. Þessir alþjóðlegu samningar fela það í sér að öll skilyrði til viðkomandi hugverkaverndar, þar með talið lög og reglur, verða í aðalatriðum að vera hin sömu í öllum aðildarríkjunum. Hugverk eru nær ykkur en við höldum Gunnar Guttormsson skrifar í tilefni alþjóðadags hug- verkaréttinda ’Hér á landi er þaðEinkaleyfastofan sem annast meðferð fyrr- greindra hugverkarétt- inda. ‘ Gunnar Guttormsson Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. forstjóri Einkaleyfastofu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.