Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
Veljið fallegan legstein
Vönduð vinna og frágangur
Sendum myndalista
Legsteinar
✝ Geir Gissurarsonfæddist að
Byggðarhorni í Flóa
30. maí 1916. Hann
lést á Sjúkrahúsi Suð-
urlands 11. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ingibjörg
Sigurðardóttir frá
Langholti í Hraun-
gerðishreppi og Giss-
ur Gunnarsson frá
Byggðarhorni í Flóa.
Systkini Geirs voru
15 talsins: Margrét, f.
1897, d. 1983, Gunn-
ar, f. 1898, d. 1948,
Sigurður, f. 1899, d. 1918, Jón f.
1901, d. 1981, Óskar, f. 1903, d.
1990, Margrét, f. 1904, d. 1985, Sig-
urður Ágúst, f. 1905, d. 1999, Vig-
dís, f. 1907, d. 1997, Stefanía, f.
1909, d. 1989, Þórný, f. 1910, d.
2002, Helga, f. 1911, d. 1994, Ólaf-
Haraldssyni og eiga þau þrjú börn,
Harald, f. 1960, Lárus, f. 1964, og
Steinunni, f. 1967. 3) Hjördís Jóna,
f. 1944, gift Þórhalli Geirssyni og
eiga þau fjögur börn, Þórdísi Lóu, f.
1965, Heru Björk, f. 1972, Geir, f.
1975, og Gissur, f. 1978. 4) Gísli, f.
1945, kvæntur Ingibjörgu Kristínu
Ingadóttur og eiga þau fjögur börn,
Baldvin Inga, f. 1969, Báru Krist-
björgu, f. 1972, Sigurjón, f. 1974, og
Inga Magnús, f. 1983. 5) Brynhild-
ur, f. 1951, gift Kristjáni Einarssyni
og eiga þau þrjú börn, Jónínu, f.
1972, Guðbjörgu Sigríði, f. 1977, og
Einar Matthías, f. 1981. Barna-
barnabörnin eru 29. Geir tók við
búi foreldra sinna að Byggðarhorni
í Flóa kringum 1940 og stundaði
þar hefðbundinn búskap alla sína
starfsævi. Einnig starfaði hann við
Sláturhús Suðurlands um langt
árabil.
Síðustu tíu ár ævi sinnar bjó Geir
í þjónustuíbúð fyrir aldraða í
Grænumörk 5 á Selfossi.
Útför Geirs verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Laugardælakirkjugarði.
ur, f. 1912, d. 1999,
Bjarnheiður, f. 1913, d.
2000, Guðmundur
Kjartan, f. 1914, d.
1990, og Sigurður
Kristján, f. 1918, d.
1998.
Geir kvæntist Jón-
ínu Sigurjónsdóttur
frá Kringlu í Gríms-
neshreppi árið 1939.
Jónína var dóttir
hjónanna Jódísar
Ámundadóttur og Sig-
urjóns Gíslasonar ætt-
uð úr Flóa. Geir og
Jónína (Lóa) eignuðust
fimm börn. Það eru þau: 1) Gissur
Ingi, f. 1939, d. 1996, eftirlifandi
eiginkona Gissurar er Ásdís Lilja
Sveinbjörnsdóttir og eiga þau þrjú
börn, Daníel Geir, f. 1967, Kolbrúnu
Ylfu, f. 1971, og Vigdísi Rós, f. 1973.
2) Úlhildur, f. 1942, gift Sigvalda
Þá er fallinn síðasti hlekkurinn úr
systkinahópnum stóra frá Byggðar-
horni í Flóa. Aldamótakynslóðin sem
vann frá blautu barnsbeini hörðum
höndum, og baki brotnu til að hafa í
sig og á. Pabbi var næstyngstur í
hópnum. Ólst upp á mannmörgu
heimili foreldra sinna í skjóli eldri
systkina. Einnig var á heimilinu öldr-
uð kona sem þau Byggðarhornshjón
höfðu tekið að sér. Hún tók ástfóstri
við hvítvoðunginn, og hafði hann und-
ir sínum verndarvæng á meðan heilsa
og líf entist. Pabbi minntist hennar
ætið með mikilli elsku og virðingu og
ein okkar systranna ber nafn Úlfhild-
ar gömlu með prýði. Pabbi hjálpaði
snemma til við bústörfin eins og þá
tíðkaðist og tók við búi foreldra sinna
í fyllingu tímans. Það varð hans gæfa
þegar Bjarnheiður systir hans útveg-
aði kaupakonu úr Reykjavík, til bú-
starfa sumarið 1938. Konan sú kunni
sitthvað fyrir sér, og gekk til verka
jafn utan dyra sem innan. Og eitt var
það sem amma Ingibjörg kunni best
að meta, en það var að hún kunni að
„fela eldinn“, eða halda glóðinni á lífi
yfir nótt. Þar var komin móðir okkar
Jónína Sigurjónsdóttir frá Kringlu í
Grímsnesi. Það var mikið gæfuspor er
þau gengu í hjónaband og hófu bú-
skap í Byggðarhorni 1939. Við systk-
inin komum eitt af öðru og ólumst upp
við ástríki, vinnusemi og gleði. Alltaf
glatt á hjalla þegar gesti bar að garði.
Mamma þandi nikkuna, Ingibjörg
hans Óskars spilaði á orgelið og svo
var sungið og dansað eða tekið í spil.
Oft hef ég hugsað um að heimilið hafi
verið eins og góð félagsmiðstöð. Alltaf
fullt af vinnufólki og ættingjum og all-
ir velkomnir. Þau voru ófá frænd-
systkinin og aðrir sem komu til dvalar
í Byggðarhorn um lengri eða
skemmri tíma. Pabbi var mikill gleði-
gjafi hvar sem hann fór. Sinnti bú-
störfum og búpeningi af natni og elju.
Hann átti einstaklega gott með að
umgangast fólk og þá sérstaklega
börn og unglinga.
Ekki man ég að hann skipti oft
skapi. Það var helst þegar við Gísli
gerðum einhver prakkarastrik, eða
Framsóknarflokkurinn átti í vök að
verjast. Þar var hann fastur á sínu og
gat haldið langan fyrirlestur, án þess
að stama. Mamma og pabbi áttu góða
og farsæla samleið í lífinu og njótum
við afkomendurnir þess í ríkum mæli.
Það var honum mikill harmur er hún
lést eftir hart veikindastríð 1988.
Hann hafði þá annast um hana af mik-
illi elskusemi og umhyggju í rúmt ár,
og hafði á orði að það væri heilmikið
og annasamt starf að vera bara hús-
móðir. Eins var það honum mikið áfall
þegar Gissur bróðir féll frá í blóma
lífsins árið 1996. Þá voru kraftarnir
farnir að gefa sig og hann fluttur í
Grænumörkina. Hann var einn af
þeim fyrstu er fluttu í það góða hús og
var orðin elsti íbúinn í húsinu er hann
lést. Árin sem hann bjó í Grænu-
mörkinni voru honum góð og gæfurík.
Þar kom vel í ljós hæfileikinn við að
umgangast fólk og blanda geði við
aðra. Borða í matsalnum, spjalla við
aðra íbúa, spila „brids“ við þessa og
„whist“ við hina. Starsfólk félagsþjón-
ustunnar á Selfossi á miklar þakkir
skilið fyrir umhyggju, hjúkrun og
hjálpsemi í hans garð seinni árin, og
þá ekki síst Helga Ásta fyrir allan
morgungrautinn. Við Geirsbörnin frá
Byggðarhorni og okkar fjölskyldur
viljum færa þessu góða fólki okkar
innilegustu þakkir fyrir góða umönn-
un sem gerði honum kleift að búa með
reisn á sínu heimili til hinsta dags.
Eins viljum við þakka öðrum íbúum í
Grænumörkinni góð kynni og vináttu
sem hann naut í ríkum mæli. Pabbi
áleit það sína gæfu í lífinu að hafa átt
góða konu og heilbrigð börn. Hann
var stoltur af sínum stóra hópi afkom-
enda, og hafði á orði á góðri stundu að
það væri ekki amalegt að vera upp-
hafsmaðurinn að þessum glæsilega
hópi.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Hjördís Geirsdóttir.
Þau eiga draum um háa höll
og hamingjunnar blómin öll.
Og saklaus ung og yndisleg
þau eiga hljóðlát sama veg.
Og gæfan ljær þeim gullin mátt,
er glóir sól í austurátt
og bráðum vorar björkin rís
með blöðin græn í paradís.
(Guðjón Halldórsson.)
Ég veit að hann pabbi minn hugs-
aði til endurfundanna við mömmu
þegar hann þessi síðustu misseri sat í
hjólastólum sínum og raulaði þessar
hugljúfu ljóðlínur við lag Sigfúsar
Halldórssonar.
Ég veit líka að það hafa orðið fagn-
aðarfundir þegar hann hitti þau
mæðgin mömmu og Gissur bróður
minn en hann lést langt um aldur
fram fyrir sjö árum.
Mamma dó 1988 eftir erfið veikindi
sem tóku mjög á pabba.
Það var ævinlega hátíð hér á Brú-
arhól þegar hann var væntanlegur í
heimsókn og við hæfi að vera húsleg,
baka kleinur og þess háttar svo ég tali
nú ekki um að hóa fjölskyldunni sam-
an og halda lambakjötsveislu.
Pabbi var fyrst og fremst bóndi og
mikill Íslendingur og undi sér best í
sveitinni sinni, hann fór aðeins tvisvar
til útlanda á sinni löngu ævi en ferðað-
ist töluvert um landið sitt og hafði af
því mikla ánægju.
Á fyrri hluta ævinnar ferðaðist
pabbi mikið á hestum og kunni af
þeim ferðalögum margar góðar sögur
en hann átti á þeim árum gæðinga
sem eftir var tekið og hafði alla tíð
yndi af góðum hestum.
Og nú er komið að leiðarlokum og
mig langar að þakka pabba mínum
alla hans umhyggju við okkur hjónin,
börnin okkar, tengdabörnin og síðast
en ekki síst barnabörnin sem hann
fylgdist með af miklum áhuga. Það er
ósk mín og von að hann hafi nú þegar
hitt mömmu og draumurinn hafi ræst
um höllina í Paradís.
Úlfhildur Geirsdóttir.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn ást-
kæran afa okkar, Geir Gissurarson.
Nú þegar hann er fallinn frá, þá hugg-
um við okkur við allar góðu minning-
arnar um hann enda er svo margs að
minnast.
Geir afi var allra besti afi sem hægt
er að hugsa sér, hann var alltaf svo
góður og skemmtilegur, með þennan
hressilega háværa hlátur sem kom
okkur ávallt í gott skap. Hann afi
hafði þægilega nærveru og okkur leið
svo vel að hafa hann hjá okkur, þegar
við fjölskyldan hittumst við ýmis til-
efni, og þá sérstaklega heima hjá
mömmu og pabba. Núna er minningin
falleg um hann afa sitjandi í hjóla-
stólnum sínum að horfa á fréttirnar,
spjalla við okkur um allt mögulegt og
syngja fyrir barnabörnin og leggja
þeim lífsreglurnar. Hann æfði þau til
dæmis stíft í að láta þau heilsa sér
með hægri hendi og eins sagði hann
ávallt við þau að þau yrðu ekki að
mönnum nema að klára allan matinn
sinn. Krökkunum fannst hann alltaf
svo sniðugur kall. Afi var mjög barn-
góður og hann elskaði að hafa börn í
kringum sig. Barnabarnabörnin
hændust mjög að honum, enda var
hann alltaf að telja hvað þau væru
orðin mörg og var mikið ánægður og
stoltur ef hann (eins og hann orðaði
það) „sá í eitt“.
Afi Geir ólst upp í Byggðarhorni í
Sandvíkurhreppi í Flóa. Hann og
amma Jónína tóku þar síðan við búi
og eignuðust saman fimm börn. Geir
afi, bóndi í Byggðarhorni, bjó í sveit-
inni sinni þar til fyrir rúmlega 15 ár-
um, en þá fluttist hann (eftir að amma
dó) í Grænumörk á Selfossi. Minning-
arnar um hann afa í sveitinni eru ekki
ýkja margar, en helstu minningarnar
frá Byggðarhorni eru síðan við vorum
börn. Þegar amma og afi voru að
passa okkur og við fengum að gista,
og afi strauk okkur um hendurnar og
vangann með sínum stóru og hlýju
höndum. Einnig þegar afi söng
skemmtileg lög fyrir okkur, tók okkur
á hné sér og hreyfði lappirnar í takt
við lagið „Lambið mitt með blómann
bjarta“ o.s.frv. Síðan munum við vel
eftir honum afa í bláa vinnusloppnum
sínum að sinna kindunum í fjárhús-
inu, alltaf með fullt af krökkum í
kringum sig. Þetta eru góðar minn-
ingar sem aldrei gleymast.
Afa þótti mikið vænt um sveitina
sína og það var virkilega gaman að
keyra með hann um hana, hann fylgd-
ist vel með heyskapnum í sveitunum á
sumrin og hafði ákveðnar skoðanir á
hvernig gengi og á öðru sem var að
gerast. Það er góð minning að hugsa
um hann afa sitja á pallinum í Hraun-
prýði hjá mömmu og pabba, í góðu
veðri, og horfa yfir sveitina sína sem
hann var svo afskaplega stoltur af.
Afi hefur verið stór partur af okkar
daglega lífi, því mamma okkar hugs-
aði mikið um hann, og þá sérstaklega
síðustu árin. Hann gat ávallt leitað til
hennar þegar hann vantaði eitthvað
og hún var dugleg að bjóða honum
heim og hafa hann með þegar við fjöl-
skyldan hittumst og við önnur tilefni.
Sambandið á milli þeirra var sterkt og
hann leyndi því ekki hversu vænt
honum þótti um hana.
Við systkinin eigum sérsaklega eft-
ir að sakna hans afa um jól og á öðrum
hátíðum, því hann var mikið með okk-
ur þá og við munum varla eftir okkur
öðruvísi en að afi væri með okkur á
þessum stundum. Það var svo ynd-
islegt að sitja með afa á aðfangadag
inni í stofu og hlusta á klukkurnar
hringja inn jólin og á jólamessuna. Þá
fannst okkur jólin vera komin. Það
verður án efa tómlegra undir jóla-
trénu hjá mömmu og pabba því að afi
átti yfirleitt stærstan hluta af því sem
var undir trénu.
Afi var gæfusamur maður og það
er ekki hægt að segja annað en að
hann hafi sannarlega átt góða ævi og
góða að. Hann eignaðist fjölda afkom-
enda og var afskaplega stoltur af sínu
fólki. Okkur finnst því við hæfi að
kveðja afa með þessari vísu sem hann
sjálfur klippti úr blaði og varðveitti í
veskinu sínu. Eflaust hefur hann ver-
ið sammála okkur og þótt hún ein-
kenna líf sitt.
Beinan geng ég gæfuveg,
götu sólarbjarta.
Yfir hverju ætti ég
eiginlega að kvarta?
(Ingþór Sigurbjörnsson.)
Við þökkum þér fyrir öll árin og all-
ar þær stundir sem við áttum saman.
Blessuð sé minning þín.
Þín barnabörn
Jónína, Guðbjörg Sigríður og
Einar Matthías.
Afi minn var frábær kall, mikill og
góður karakter. Maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá honum þegar
kom að því að hafa skoðanir á hlut-
unum. Hann hafði þær á öllum hlut-
um og það ákveðnar. Ég man sérstak-
lega eftir því þegar ég einhvern
tímann í bjartsýniskasti fór að ræða
við hann um giftingu samkyn-
hneigðra og það er með líflegri rök-
ræðum sem ég hef komist í.
Afi var yndislegur barnakall og þá
sérstaklega var hann stoltur af barna-
börnunum 29 og var farinn að bjóða
vegleg verðlaun þeim sem kæmi með
það þrítugasta. Hann var lengi búinn
að hóta því að ætla að tóra þar til sæ-
ist í það þrítugasta og hver veit nema
það sé komið í framleiðslu nú þegar.
Hann sá kannski lengra en nef hans
náði.
Einu sinni sat ég súr og einmana í
sófanum og velti mér upp úr eigin
eymd sem engin var. Þá hringir afi.
Klukkan var að nálgast miðnætti og
sá gamli fann allt í einu hjá sér sterka
þörf fyrir að hringja í eitt barnabarnið
norður í land og spjalla. Við ræddum
lengi saman og hann gaf mér mikil-
vægar ábendingar um lífið og til-
veruna. Hans virtist alveg vita upp á
hár hvernig sálartetrið var á sig kom-
ið og var mættur á línuna til að stappa
í mig stálinu. Hann hvatti mig til dáða
og endaði svo með því að segja mér að
fara varlega í umferðinni á „Playmó-
bílnum“ eins og hann kallaði fína Dai-
hatsu Gran Move bílinn minn. Hann
vildi hafa mig á Lödu Sport sem var
hans bíll og eina vitið að hans mati.
Ég hef haft þetta bak við eyrað síðan
og þakka auðmjúk góð ráð.
Við fjölskyldan áttum góðar stund-
ir með afa á Víðum í Reykjadal. Þar
sat hann á drumbinum góða á gömlu
traktorssæti og horfði yfir lendurnar
eins og höfðingi í ríki sínu. Dóttir mín,
sem þá var fjögurra ára, skoppaði í
kringum hann og söng með honum og
þau gátu spjallað heilmikið saman, sá
gamli og sú litla. Og þegar við
skírðum litla drenginn okkar, hann
Víðar Kára, núna um jólin kom afi
langan veg til að vera viðstaddur. Þar
náðist alveg frábær mynd af þeim
saman, sá elsti og sá yngsti (nr. 29) í
ættinni. Þar kvaddi hann sér hljóðs
eins og hann gerði alltaf og þakkaði
fyrir sig og kvaddi hálfpartinn því
hann vissi að hans ferð í þessu lífi yrði
senn á enda.
Og nú er hann farinn, blessaður.
Við vissum öll hvert stefndi en samt
er skrítið að kveðja hann afa. Hann
hefur verið til staðar allt mitt líf og
kryddað tilveruna með sér og sínum
skemmtilega húmor.
Og svona rétt í lokin þá langar mig
til að deila með þér, lesandi góður, al-
veg dásamlegu heilræði sem afi minn
gaf mér og mínum manni á brúð-
kaupsdaginn okkar fyrir nokkrum ár-
um. Hann kvaddi sér hljóðs eins og
hans var von og vísa og talaði vel til
okkar og óskaði alls hins besta. Svo
bað hann okkur að fara aldrei ósátt að
sofa, heldur nota tækifærið eftir rifr-
ildi til að sættast undir sænginni og
elskast vel og lengi. Svo klykkti hann
út með því að segja að hann og amma
hefðu bara rifist fimm sinnum og ættu
þ.a.l. fimm börn. Svona var afi, ynd-
islegur kall með húmorinn og hjartað
á hárréttum stað. Takk, elsku afi, fyr-
ir allt og allt og skilaðu góðri kveðju
yfir til allra sem ég þekki í þínum
góða gleðskap.
Hvíl í friði.
Kveðja frá Spáni til ykkar allra.
Hera Björk, Óli og börn.
Elsku afi minn, mikið rosalega á ég
eftir að sakna þín. Ég er svo fegin því
að hafa átt með þér yndislega stund
rétt fyrir andlát þitt, þar sem ég að-
stoðaði Dísu frænku að raka þig og
gera þig fínan, eins og við sögðum,
gera þig fínan áður en þú hittir þína
heittelskuðu sem hefur beðið þín í 16
ár. Amma elskuleg beið nú ekki lengi
við drottins hlið. Hún kom bara og
sótti þig, henni fannst örugglega tími
til kominn að hún fengi sinn mann,
GEIR
GISSURARSON