Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Már Haraldssonfæddist á bænum Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 24. ágúst 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Haraldur Bjarnason, f. 30.11. 1924, og Ragnheiður Haralds- dóttir, f. 7.5. 1931. Þau voru búendur í Stóru-Mástungu en eru nú búsett í Hveragerði. Systkini Más eru Vaka, f. 29.8. 1952, búsett í Kópa- vogi, Haukur, f. 21.7. 1956, búsett- ur í Stóru-Mástungu, Bjarni, f. 22.10. 1963, búsettur í Stóru-Más- tungu, Kolbrún, f. 13.4. 1965, bú- sett í Mosfellsbæ, Ragnar, f. 14.7. 1967, búsettur í Mosfellsbæ, og Örn, f. 26.8. 1973, búsettur í Reykjavík. Hálfbróðir Más, sam- feðra, er Þórir, f. 27.2. 1948, bú- settur í Reykjavík. Eftirlifandi kona Más er Mar- grét Steinþórsdóttir, f. 18.4. 1946. Foreldrar hennar eru þau Stein- unn Matthíasdóttir, f. 8.11. 1912, d. 6.2.1990, og Steinþór Gestsson, f. 31.5. 1913, frá Hæli í Gnúpverja- hreppi. Börn Más og Margrétar Belfast á Írlandi. Kona hans er Ásdís Finnbogadóttir, f. 29.8. 1971, og eiga þau tvö börn. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu fór Már í Menntaskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan sem stúdent árið 1973. Már og Sigurveig bjuggu í Kópavogi frá árinu 1973 þar til þau skildu árið 1978. Á þeim tíma vann Már ýmis störf, þó einna mest í jarðvinnu hjá Loftorku. Einnig stofnaði hann verktakafyrirtækið Hlaðir ásamt föður sínum. Már sneri sér að búskap árið 1978 á búi foreldra sinna, Stóru-Mástungu, en flutti að bænum Háholti árið 1980 eftir að hafa kynnst eftirlifandi konu sinni, Margréti, sem bjó þar fyrir. Már starfaði lengi að sveitar- stjórnarmálum, var í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps í tólf ár og varð oddviti sameinaðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2002. Hann leiddi meirihluta hreppsnefndar á umbrotatímum þegar áform Landsvirkjunar um Norðlinga- ölduveitu voru til umfjöllunar. Barðist Már gegn þeim fram- kvæmdum alveg fram á síðasta dag. Auk bústarfa og hrepps- nefndarsetu átti Már sæti í Þjórs- árveranefnd og ýmsum nefndum á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Már var foringi í eftirsafni allflest haust frá árinu 1990, og fjallkóngur árin 2001 og 2002. Útför Más fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. eru Bjarni, f. 30.6. 1983, unnusta hans er Bryndís Eva Óskars- dóttir, f. 22.12. 1985, og Ragnheiður, f. 12.6. 1985, þau búa í foreldrahúsum. Stjúp- börn Más eru Stein- þór Kári Kárason, f. 16.8. 1967, búsettur í London í Englandi, kona hans er Þor- gerður Björnsdóttir, f. 14.11. 1970, þau eiga tvær dætur; Sig- urður Kárason, f. 6.5. 1972, búsettur í Brautarholti á Skeiðum, kona hans er Eygló Jósephsdóttir, f. 26.2. 1973, þau eiga tvö börn; Birna Káradóttir, f. 27.2. 1975, bú- sett í Gunnarsholti, hennar maður er Sigurður Óli Kristinsson, f. 3.6. 1975, og eiga þau eina dóttur. Fyrri kona Más er Sigurveig Sigurðardóttir, f. 22.9. 1952, bú- sett á Akranesi. Foreldrar hennar eru þau Sigurður Sigurðsson, f. 28.4. 1926, d. 31.1. 2003, og Sæ- unn Andrésdóttir, f. 20.11. 1930, búsett í Vonarholti á Kjalarnesi. Már og Sigurveig áttu saman einn son, Viðar, f. 18.6. 1974, búsettur í Reykjavík. Sonur Sigurveigar og fóstursonur Más er Sigurður Sæv- arsson, f. 24.12. 1971, búsettur í Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur, hvert vizku barn á sorgar brjóstum liggur. Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín, þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. (Steingr. Thorst.) Það er ekki laust við að það hafi verið blendnar tilfinningar sem bærð- ust í brjóstum okkar systkina á haust- dögum árið 1980 þegar Már flutti til okkar heim í Háholt. Mánuðina á undan hafði hann vanið komur sínar til mömmu en við héld- um að sóttin myndi rjátlast af þeim og Már léti af þessum heimsóknum. En heill og heiðarlegur gekk hann okkur í föðurstað og tók okkur, hverju með sínu sniði, af alúð og nær- gætni og varð okkur fljótlega ljóst að þessi ráðahagur hans og mömmu væri okkar gæfa. Það var auðvelt að leita til Más um hvað sem var og hann var óþreytandi að styðja okkur með ráðum og dáð í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Stundirnar með honum í útihús- unum að loknum gjöfum eru okkur ógleymanlegar; þegar hann af sinni alkunnu rósemi og yfirvegun, tróð í pípuna, hlustaði á mann af athygli og ræddi málefnið af víðsýni, kryddað sínum fínlega húmor og saklausu sér- visku. Hann gat rætt um allt milli himins og jarðar og allt sem hann sagði og gerði var vandlega ígrundað og yfirborðsmennskan var honum ekki að skapi. Tískusveiflur höfðu engin áhrif á hann, hvort sem um var að ræða þjóðmálin, hestamennskuna eða daglegt amstur. Hann hélt ávallt áfram sinni leið, rökfastur og mál- efnalegur með góðan skilning á því sem hann fékkst við hverju sinni. Ekki breyttist þetta þegar barna- börnin fóru að koma og vildu helst af öllu vera með honum öllum stundum, nutu þau þá þolinmæði og umburð- arlyndis afa síns þegar margar litlar hendur vildu hjálpa til við útiverkin. Í þeim hópi verður afa Más sárt sakn- að. Elsku mamma, mikið getur veröld- in verið óréttlát og örlögin grimm og miskunarlaus á stundum en við höf- um hvert annað og allt það sem hann Már gaf okkur sem er svo dýrmætt og mun fleyta okkur yfir gjána sem fyrir framan okkur er og virðist svo óskaplega djúp og breið. Hann hvarf oss í rökkrið, heimtur af óvæntu kalli, og heiðar og runnar og lækir minning hans geyma, störin og fífan, blundandi blóm á fjalli, bláklukkan smá á þúfnakollunum heima. (Ólafur Jóh. Sig.) Við kveðjum kæran stjúpföður okkar með sárum söknuði en umfram allt kæru þakklæti fyrir allan þann kærleika og umhyggju, vináttu, um- burðarlyndi og traust sem hann sýndi okkur allan þann tíma sem við feng- um að njóta nærveru hans. Blessuð sé minning Más Haralds- sonar. Steinþór Kári, Sigurður og Birna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð blessi þig, kæri bróðir. Kolbrún. Sagt er að Haraldur harðráði Nor- egskonungur hafi látið þau orð falla um Gissur Ísleifsson biskup í Skál- holti að úr honum mætti gera þrjá menn, víkingahöfðingja, konung eða biskup, en til biskups væri hann best fallinn. Þessu lík ummæli eiga við um Má Haraldsson mág minn, vin og vel- gjörðarmann, svo fjölþætta hæfileika hafði hann til að bera, skarpgreindur, stefnufastur og framsýnn. Hann hefði þó sennilega seint valið að verða bisk- up, við skulum því setja „bóndi“ í stað „biskups“. Til þess starfs var hann e.t.v. best fallinn, umhyggjusamur, þolinmóður og þrautseigur, eiginleik- ar sem nýtast bóndanum vel við rækt- un og verndun lands og alls lífs. Þótt Már hafi verið sveitungi minn alla tíð þá kynntist ég honum fyrst að marki þegar hann kom í fjölskyldu mína fyrir 23 árum. Þar beið hans það erfiða verkefni að ganga þremur föð- urlausum börnum systur minnar í föðurstað. Það vandaverk leysti hann af þeirri ljúfmennsku og hógværð sem var aðalsmerki hans alla tíð. Hans hlýja kímni og góða nærvera hafði áhrif á allt hans umhverfi, heim- ilið og heimilisfólkið. Nú eru þessi börn vaxin úr grasi og hafa á þessum síðustu erfiðu tímum miðlað Má af takmarkalausum kærleika og nær- gætni á þann sjálfsagða hátt sem hann ávallt sýndi sínu samferðafólki. Ég og börnin mín eigum Má og Möggu og krökkunum þeirra ótal margt að þakka. Það má segja að í Háholti höfum við átt annað heimili jafnt sumar sem vetur. „Magga og Már eru fullkomnir húsbændur,“ sögðu stelpurnar þegar þær komu úr kaupavinnunni í Háholti eitt haustið. Í Háholti ríkir glaðværð og starfsgleði og þar tókum við þátt í heyskap, sauðburði, smaladögum, út- reiðartúrum á sumarkvöldum inn á Fjall eða austur að Þjórsá. Á veturna var farið þangað í heimsóknir, stund- um í snjó og ófærð. Þá taldi húsbónd- inn ekki eftir sér að skreppa í björg- unarleiðangur. Margar hafa ánægjustundirnar við eldhúsborðið verið, þar sem alltaf er nóg rúm. Alla greiðana, stóra og smáa, sem eru okk- ur „þurrabúðarfólkinu“ svo mikils virði veitti Már með ljúfu geði. Allt þetta þökkum við af alhug og þó það mest að hafa fengið að kynnast hon- um. Það hlýtur að vekja aðdáun allra hvernig Magga, Már og krakkarnir allir, Ragna, Halli og systkini Más tókust á við erfiðleika síðustu mánaða með órjúfanlegri samstöðu og kjarki. Þeim skal öllum vottuð dýpsta samúð. Mér er sem ég sjái Má brosa sínu hlýja brosi og hlæja lágum hlátri þeg- ar ég enn nefni hann og biskupana í sama orðinu, en Jón Ögmundsson Hólabiskup mælti svo um Ísleif Giss- urarson Skálholtsbiskup: „Þá kemur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið. Hann reynda ég svo að öllum hlutum.“ Jóhanna Steinþórsdóttir. Allt í senn, góður vinur, frændi, ná- granni og samstarfsmaður er fallinn frá langt um aldur fram. Ég kynntist Má ekki náið fyrr en hann tók sæti í stjórn Hitaveitufélags Gnúpverja. Fram að því var hann ein- ungis eins og hver annar góður frændi. Að mörgu þurfti að hyggja í ný- stofnuðu félagi þar sem ég undraðist hversu fljótur hann var að setja sig inn í málefni og einarður í allri ákvarðanatöku. Oft hefur verið rætt um að svokölluð Votumýrarvarkárni hafi oft ráðið ríkjum í okkur Más- tungnamönnum en það á allavega ekki við um hann. Seinna áttum við eftir að starfa saman í sveitarstjórn um áraraðir og sífellt komu betur í ljós hans afburða- gáfur. Eftir að ég settist í oddvitastól leitaði ég mjög álits hjá honum og alla jafna var hann sem fyrr ótrúlega fljót- ur að skilja hismið frá kjarnanum. Már tók gjarna að sér erfiðu og vandasömu málaflokkana, svo sem skipulags- og byggingarmál sem oft verða að tilfinningamálum innan sveitar sem utan, en gegnum þessi störf vann hann sér traust og virðingu allra sem með honum unnu með af- burða þekkingu og innsæi og skipti þá ekki máli hvorum megin borðsins þeir voru. Hann var mikið náttúrubarn og hafði sérstakt dálæti á óbyggðunum. Ég komst nokkrum sinnum með hon- um inn á afrétt bæði í leik og starfi og hvað eftirminnilegust er eftirleit sem við fórum saman í ásamt Árna í Þjórs- árholti og Sigurði í Steinsholti. Það var slarksöm ferð og löng og eftir því sem meira reyndi á, þeim mun betur virtist Már njóta sín. Ég mun minnast Más sem hlé- drægs persónuleika, hann var glaður og orðheppinn í góðra vina hópi, en fyrst og fremst var hann ákaflega traustur vinur. Fjölskyldu hans sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Einarsson. Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. (Jóhann S. Hannesson.) Það er sárt að missa góðan vin sem var sterkur og óaðskiljanlegur þáttur í lífi okkar. Við spyrjum ekki aðeins hvers vegna Már Haraldsson var kallaður frá miðju verki heldur líka hvers vegna hann var kallaður, einmitt sá sem við máttum síst missa frá þeim mikilvægu verkefnum sem hann hafði með höndum. Hann var bóndinn, odd- vitinn, baráttumaðurinn, hugsjóna- maðurinn og síðast en ekki síst hann var heimilisfaðirinn. Á öllum þessum sviðum vann hann að uppskeru eftir margra ára og áratuga ræktun. Við þörfnuðumst hans ekki aðeins til þess að koma uppskerunni í hús heldur vildum við líka að hann fengi að njóta hennar lengi. En hvað er að njóta uppskerunnar? Segir ekki margur að hennar njóti maður best í því að afla hennar og í verkgleðinni sjálfri? Þannig getum við lengi velt fyrir okkur tilgangi og inntaki þeirra vinnustunda sem drottinn gefur okk- ur og þeim árangri sem okkur auðn- ast að ná á þeim skammtaða tíma. Þær hugleiðingar og jafnvel niður- staða breytir ekki þeirri sorg og bitra söknuði sem fjölskylda hans, vinir og samstarfsmenn bera nú í brjósti. Þegar Már kvæntist frænku minni, Margréti Steinþórsdóttur, fóru leiðir okkar að liggja saman af og til. En eftir að við hófum samstarf um skyn- samlegar lausnir í verndun Þjórsár- vera gengum við eina götu báðir. Það samstarf hófst fyrir alvöru þegar um- hverfisnefnd Alþingis fór í kynnisferð inn í Þjórsárver í september 2001. Í þeirri ferð nutum við fræðslu og leið- sagnar Landsvirkjunar og Gnúpverj- ar með Má og Margréti í broddi fylk- ingar veittu okkur rausnarlegar móttökur og ótæmandi fróðleik um Þjórsárverin. Það var síðan haustið 2002 og veturinn allan fram til vors 2003 að samstarf okkar varð mikið og samfellt allt þar til úrskurðir og nið- urstöður aðila lágu fyrir um virkjana- mál í Þjórsárverum. Viðfangsefni þetta krafðist fjölmargra funda og greinargerða. Verður það ekki rakið hér nánar. En því er þetta nefnt hér að framgöngu Más Haraldssonar í þessum hluta Þjórsárveramálsins verður að halda á lofti þó að hann hafi fyrst og fremst unnið að málinu á öðr- um vettvangi, þ.e. heima í héraði og í sveitarstjórn sinni. Viðfangsefnið krafðist gífurlega mikils af Má. Allan veturinn kom hann hvað eftir annað suður til Reykjavíkur, átti fjölmarga fundi með stjórnmálamönnum, þingnefnd- um, sérfræðingum og fleirum, setti sig inn í útreikninga og greinargerðir, átti ótal símtöl og samráðsfundi. Eftir því sem ég kynntist honum betur í þessari vinnu urðu mér ljósari miklir mannkostir hans. Þar bar hæst heið- arleika, skynsemi, glöggskyggni, stefnufestu og óbilandi þrautseigju. Hann skynjaði stöðu mála afar vel, einnig styrkleika og veikleika síns eigin málstaðar, greindi aðalatriði frá aukaatriðum. Hann aflaði sér óbland- innar virðingar þeirra ráðamanna sem hann átti samskipti við og er ómetanlegt hversu vel þeir reyndust honum. Í persónulegum samtölum er mér glettnin einna eftirminnilegust og aldrei heyrði ég hann fara illum orðum um nokkurn mann. Framsetn- ing hans og fas einkenndist af hófsemi og kurteisi en engum duldist þekking hans á viðfangsefninu og óbugandi vilji að verja Þjórsárver fyrir ágangi og um leið að benda með ábyrgum hætti á aðrar færar leiðir. Hvaða stjórnmálamaður sem er gæti verið stoltur af þeim árangri sem hann náði ásamt liðsmönnum sínum. Það fer vel á því að slíkum manni verði reistur minnisvarði inni í Þjórsárverum og að sameinast verði um slíkt verkefni. Veikindi Más voru reiðarslag fyrir Margréti og aðra aðstandendur. Fá- tækleg eru orðin sem við berum fram þeim til huggunar en víst er þó að hvert og eitt okkar stendur þétt með þeim sem þyngsta bera sorgina. Síðasta samtal okkar Más var núna fyrir skömmu. Enn voru það Þjórs- árverin sem voru umræðuefnið og enn var hugur hans og hugsjónir þær sömu. Þeir sem eftir koma munu ríkulega njóta góðrar uppskeru Más Haraldssonar enda þótt drottinn hafi kallað hann heim frá verkum um miðjan dag. Ólafur Örn Haraldsson. Það er alltaf þungbært þegar fólk deyr á miðjum aldri eða fyrr, frá hálfnuðu lífsstarfi og frá ungum börnum og annasömu lífsstarfi. Þann- ig var það með Má í Háholti. Hann varð fimmtugur 24. ágúst 2003, en lést eftir erfið veikindi 13. apríl síðast- liðinn. Már var af góðu bergi brotinn. Móðir hans var Ragnheiður dóttir Soffíu Bjarnadóttur Melsted frá Framnesi á Skeiðum, af miklu hæfi- leikafólki komin, m.a. í söngmennt, og föðurætt Más var annálað hygginda- fólk í búskap og er þar fremstur í flokki afi Más, Bjarni Kolbeinsson bóndi í Stóru-Mástungu, formaður Búnaðarfélags Gnúpverjahrepps í 31 ár og bóndi þar í 60 ár rómaður af miklum dugnaði og framsýni. Amma Más og kona Bjarna Kol- beinssonar var Þórdís Eiríksdóttir frá Votumýri á Skeiðum, glæsileg kona og einstök mannkosta mann- eskja. Már var sérstaklega myndarlegur maður, hár og grannur fríðleiksmað- ur, vel verki farinn og ágætur söng- maður. Hann átti létt með að læra og hann tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1973. Már stofnaði síðan fyrirtæki með þungavinnuvélar með föður sínum í Stóru-Mástungu og tók einnig þátt í búrekstrinum þar í tvö ár. Már bjó um tíma með Sigurveigu Sigurðardóttur og þau eignuðust son- inn Viðar árið 1974, en þeirra sam- band varð ekki langt og hún fluttist til Danmerkur. Árið 1978 varð Margrét Steinþórs- dóttir í Háholti ekkja, þegar maður hennar Kári Sigurðsson dó eftir erf- iðan sjúkdóm, sem engin ráð fundust gegn. Tveimur árum seinna varð það að ráði hjá Margréti og Má í Stóru- Mástungu að þau tækju saman og hann flytti til hennar að Háholti. Þetta var árið 1980 og var búið þar þá við 10 gyltur og 150 fjár, 500 varp- hænur og 10 hross. Börnin voru þrjú og öll innan við fermingu og reyndist Már framúr- skarandi heimilisfaðir og sárin eftir lát fyrri eiginmannsins tóku að gróa. Már reyndist farsæll bóndi og búið í Háholti blómgaðist og óx í umsjá hans. Hann fjölgaði fénu í full 200 og gyltunum í 25 og með því hafði hann nóg að gera þar sem á hann hlóðust einnig veruleg félagsmálastörf. Þannig var hann nú búinn að vera lengi í stjórn Sauðfjárræktarfélagsins og nú síðustu árin formaður þess, og um allmörg ár hefur hann tekið þátt í afkvæmarannsóknum á hrútum fyrir sauðfjársæðingarnar. Er það allmikið aukastarf við skýrslugerð við fjárbú- ið, en veitir mikla starfsgleði dugleg- um fjármanni. Már nytjaði vel afréttinn fyrir flest sitt fé og fór einu sinni eða tvisvar á hverju hausti á fjall og þekkti því af- réttinn betur en flestir aðrir. Sl. tvö ár var Már svo skipaður fjallkóngur á Gnúpverjaafrétti og er það mjög mik- ið trúnaðarstarf og auk þess talsvert tímafrekt verkefni. Þá var Már búinn að vera átta ár í hreppsnefnd í Gnúpverjahreppi og varaoddviti í 4 ár og svo síðustu 2 árin oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, eftir að hrepparnir sameinuðust. Þau Már og Magga giftust árið 1981 og þau eignuðust tvö börn, þau MÁR HARALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.