Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.04.2004, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 55 ATLI Sveinn Þórarinsson, knatt- spyrnumaður, sem hefur leikið með Örgryte í Svíþjóð undanfarin ár, er að öllu óbreyttu á leið heim til Íslands á ný. Hann geng- ur þá til liðs við sitt gamla félag, KA, og spilar með því í úrvals- deildinni í sumar. Vignir Þormóðsson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Morgunblaðið í gær að samningar við Atla væru á lokastigi og segja mætti að 99 prósent öruggt væri að hann léki með Akureyrarlið- inu í sumar. „Það verður gengið endanlega frá þessu á næstu dögum og fyr- irhugað er að við semjum við Atla út þetta tímabil og hann komi til okkar í byrjun maí. Það er góður fengur að fá Atla til okkar á ný, hann er uppalinn hjá félaginu, mjög sterkur varn- armaður sem verður okkur góður liðsauki, og hann hefur öðlast mikla reynslu af dvöl sinni í Sví- þjóð,“ sagði Vignir. Atli er 24 ára og lék með KA í 1. deildinni frá 1997 til 1999, alls 43 leiki, þá á aldrinum 17 til 19 ára. Hann hefur verið í röðum Örgryte frá árinu 2000 og hefur spilað 44 leiki með félaginu í sænsku úrvalsdeildinni. Atli hefur verið varamaður í öllum leikjum Örgryte til þessa í deildinni í ár og aðeins fengið tækifæri í einum þeirra. Hann hefur spilað 2 A-landsleiki og 11 leiki með yngri landsliðum Íslands. Atli Sveinn er á leiðinni til KA-manna frá Örgryte MIKLAR líkur eru á að Bjarni Þór Viðarsson, drengjalands- liðsmaður í knattspyrnu úr FH, gangi til liðs við enska úr- valsdeildarfélagið Everton. Eins og áður hefur komið fram, gerði Everton Bjarna tilboð fyrir skömmu, sem og Anderlecht og Reading. Ólaf- ur Garðarsson, umboðsmaður, staðfesti við Morgunblaðið að Everton hefði verið gert gagn- tilboð og línur myndu skýrast á allra næstu dögum. Bjarni Þór er 16 ára og spil- aði 9 af 10 leikjum drengja- landsliðsins 2003, sem komst í milliriðil Evróupkeppninnar, og hann er áfram gjaldgengur í liðið á þessu ári. Bjarni Þór er bróðir Arnars Þórs, fyr- irliða Lokeren, og Davíðs Þórs, Lilleström. Þeir eru syn- ir Viðars Halldórssonar, fyrr- verandi landsliðsmanns úr FH. FÓLK  ÓLAFUR Gottskálksson, knatt- spyrnumarkvörður úr Keflavík, kom heim í gærkvöld eftir vikudvöl hjá enska 1. deildarliðinu Watford. Ólaf- ur sagði við Morgunblaðið að Wat- ford hefði boðið sér að koma aftur og hann færi að öllu óbreyttu þangað í byrjun maí og yrði aftur í eina viku hjá félaginu. Ólafur æfði jafnframt einu sinni með 1. deildarliði Reading í ferðinni.  KNATTSPYRNURÁÐ ÍBV hefur samið við Magnús Má Lúðvíksson um að leika með félaginu í sumar. Hann spilaði með 3. deildarliði Drangs síð- asta sumar en lék áður með Val, Fjölni og KR, og hefur verið til reynslu hjá Eyjamönnum undanfarn- ar vikur.  HEIÐAR Davíð Bragason féll í gær úr keppni á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem nú stend- ur yfir á Kanaríeyjum. Hann lék ann- an hringinn á 76 höggum, eða 6 högg- um yfir pari, og lék þar með samtals á 154 höggum, eða 13 höggum yfir pari. Heiðar Davíð hafnaði í 147 sæti af 151 keppanda.  ANDERLECHT varð í gærkvöld belgískur meistari í knattspyrnu í 27. skipti. Club Brugge, eina liðið sem gat náð Anderlecht, gerði þá jafntefli, 1:1, við Moeskroen og er 10 stigum á eftir Anderlecht en á aðeins þrjá leiki eftir. Íslenski drengjalandsliðsmað- urinn Rúrik Gíslason er í röðum And- erlecht en hann hefur þegar leikið tvo leiki með varaliði félagsins.  MARCEL Desailly, fyrirliði Chelsea, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu af aganefnd UEFA. Desailly var fundinn sekur um að hafa gefið Fernando Morient- es, sóknarmanni Mónakó, olnboga- skot í leik liðanna á þriðjudaginn. At- vikið fór framhjá dómara leiksins.  ENSKA kvennalandsliðið í knatt- spyrnu, sem mætir Íslandi í vináttu- leik um miðjan maí, steinlá gegn Níg- eríu, 0:3, í Reading í fyrrakvöld. Úrslitin eru óvænt því enska liðið hafði ekki tapað heima lengi og vann m.a. Danmörku, 2:0, í vetur. Leanne Hall, sem varði mark FH fyrir nokkr- um árum, var í enska markinu en tveir aðalmarkverðir Englands síð- ustu árin eru úr leik. Rachel Brown úr ÍBV meiddist illa og Pauline Cope frá Charlton gefur ekki kost á sér lengur.  JUAN Sebastian Veron leikur ekki með Chelsea í dag gegn Newcastle og ekki heldur í deildinni um næstu helgi eftir því sem Claudio Ranieri greindi frá í gær. Veron hefur enn ekki náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann meira og minna síðan í haust. Ranieri viðurkennir að hafa gert mistök þeg- ar hann tefldi Veron fram gegn Mónakó í meistaradeildinni í vikunni vitandi það að Veron ætti enn við meiðsli að stríða. AÐDÁENDUR bardagaíþrótta fá tækifæri til að kynnast nýrri íþrótt eftir að Íslandsmótinu í júdó lýkur í íþróttahúsinu við Aust- urberg um kl. 14 á morgun, sunnudag. Þá munu rússneskir gestir kynna sambo, sem er bar- dagaíþrótt og fór lengi vel leynt í gömlu Sovétríkjunum en er nú stunduð af almenningi. Sambo svipar til júdó en þó eru fleiri brögð leyfileg, jafnvel svo að það eru engar reglur. Í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna voru ýmsar bardagaíþróttir iðkaðar en í sambo er búið að safna miklu af þeim saman og var íþróttin hluti af grunnþjálfun í lögreglu og leynilögreglu gömlu Sovétríkj- anna. Nú vilja Rússar auka veg henn- ar um heim allan, jafnvel svo að sambo nái að verða ólympíuíþrótt. Í því skyni er kominn til landsins David Rudmann, sexfaldur Sov- étmeistari í sambo, sem rekur sambo-skóla auk þess að skrifa bækur um íþróttina. Með honum eru tveir kappar en rússneski sendiherrann á Íslandi, Alexander Rannikh, kann sitthvað fyrir sér í sambo því hann keppti í þunga- vigt. Það gerir Pútin forseti Rúss- land líka en hann æfði sambo og júdó á yngri árum, vann meðal annars brons á sovéskum stórmót- um. Ný bar- dagaíþrótt kynnt Í úrslitum mætir Valur annaðhvortÍslandsmeisturum ÍBV eða FH, en síðast töldu liðin hefja rimmu sínu á þriðjudaginn. Ekki var hægt að koma þeim leikjum við í vikunni vegna síðari undanúrslita- leiks ÍBV og FC Nürnberg í Áskor- endakeppni Evrópu sem fram fer í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV og FH mætast í Eyjum á þriðjudag og tveimur dögum síðar í Kaplakrika. Komi til þriðja leiks verður hann laugardaginn 1. maí. Þriðjudaginn 4. maí er síðan ráðgert að flautað verði til fyrsta úrslitaleiksins á milli Vals og annaðhvort ÍBV eða FH. „Ég ætla að fá æfingaleiki og nýta þetta hlé sem best til þess að búa okkur undir úrslitaleikina,“ seg- ir Guðríður sem hefur ekkert á móti þessum langa tíma sem nú er á milli leikja. „Það verður auðvelt að halda leikmönnum við efnið.“ Guðríður segir alls óvíst hvort hún getur teflt fram Drífu Skúla- dóttur í úrslitaleikjunum en Drífa meiddist illa í ökkla fyrir nokkru og hefur ekkert getað leikið með Val upp á síðkastið. „Drífa fór mjög illa en við vonuðumst eftir að hún gæti verið með í leikjunum við Stjörnuna en af því varð ekki. Á þessari stundu er ómögulegt að segja hvort hún verður í úrslitaleikjunum. Að öðru leyti eru leikmenn í fínu lagi. Ég hef aðeins úr fjórtán leikmönn- um að spila,“ segir Guðríður en fækkað hefur í hóp hennar síðan leiktímabilið hófst í haust. Auk Drífu fóru Brynja Steinsen og Haf- dís Hinriksdóttir í barnsburðarleyfi um áramótin. Þá meiddist Arna Grímsdóttir í nóvember og var frá um langan tíma en kom aðeins inn í myndina á ný í undanúrslita- leikjunum við Stjörnuna. „Hvað sem því líður þá hefur leik- tímabilið verið mjög skemmtilegt hjá okkur Valsmönnum og ég er mjög stolt af leikmönnum sem sýnt hafa mikinn karakter þrátt fyrir ýmis skakkaföll,“ segir Guðríður sem lengi hefur staðið í eldlínu ís- lensks kvennahandknattleiks, lengst af sem leikmaður í allra fremstu röð og nú síðustu ár sem þjálfari. „Liðið hefur staðið sig vel og brotnaði aldrei gegn Stjörnunni. Það lét markverði Stjörnunnar ekki slá sig út af laginu þrátt fyrir að þeir verðu vel, þetta 26 til 27 skot í hvorum leik. Leikmenn mínir sköp- uðu sér mörg færi og það sem við verðum að gera í næstu leikjum er að einbeita okkur betur að að nýta þau fjölmörgu færi sem fáum í hverjum leik,“ segir Guðríður sem eins og flestir reiknar frekar með að ÍBV leiki til úrslita en FH. Guðríður segir samt að ekkert sé gefið í þeim efnum, FH hafi sýnt það með því að leggja Hauka í tveimur leikjum. „Ef allir leikmenn eru í lagi hjá ÍBV þá er Eyjaliðið sterkast en það hefur verið á fullri ferð í Evrópu- keppninni og það tekur eflaust sinn toll frá leikmönnum, bæði líkamlega og andlega, ekki síst sá stóri skellur sem liðið fékk í Þýskalandi. Það er ljóst að það geta orðið hörkuleikir á milli ÍBV og FH og ekkert sjálf- gefið um úrslit þótt vissulega sé ÍBV líklegra til hafa betur,“ segir Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals. Morgunblaðið/Sverrir Valsstúlkan Gerður Beta Jóhannsdóttir sækir að marki Stjörn- unnar, þar sem Jóna Margrét Ragnarsdóttir er til varnar. Valur verður að bíða í 12 daga eftir ÍBV eða FH Auðvelt að halda þeim við efnið „MÉR líst ágætlega á þetta hlé sem við fáum. Nú tökum við okkur frí fram yfir helgi og förum þá að búa okkur undir úrslitaleikina en sá fyrsti verður þá rúmri viku síðar,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, sem í fyrrakvöld stýrði liðinu í fyrsta sinn í úrslit Ís- landsmóts kvenna í handknattleik. Eftir Ívar Benediktsson Bjarni Þór líklega til Everton
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.