Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIN er margslungið
listform. Til að búa til góða kvikmynd
þarf margt til. Leikstjórinn þarf í
raun að hafa fullkomið vald á mörg-
um listgreinum samtímis, og fá þær
til að dansa þannig saman að skapist
hljómræn heild, sem virkar fyrst og
fremst frásagnarlega en hefur auk
þess stíl. Þetta tekst ekki mörgum,
en Tarantino tekst það. Og í þessari
mynd bætir hann um betur og leikur
sér auk þess með B-myndirnar sínar
heittelskuðu, svo úr verður hollustu-
eiður við kvikmyndagerð, stórkost-
lega vel stílfærð Kung Fu-mynd í
hinni einu sönnu alamerísku um-
gjörð. Á bakvið grafalvarlega hefnd-
arsögu kraumar Tarantino húmorinn
í efnivið sem hann dýrkar og gerir
gys að um leið.
Uma Thurman er mætt aftur sem
brúðurin í leit að hefnd. Beatrix
Kiddo var morðkvendi, hinn full-
komni morðingi sem vildi skipta um
líf. En brúðkaupið hennar fór öðru-
vísi en hún sá fyrir sér. Bill mætir
óvænt. Hann er lærifaðir hennar,
einskonar föðurímynd jafnt sem elsk-
hugi, og er óánægður með ráðahag-
inn og lætur drepa alla í kirkjunni.
Beatrix lifir af og er enn að leita
hefnda.
Í þessu seinna bindi er farið dýpra í
saumana á þessu sérstaka sambandi
Beatrix og Bill, og tekur hinu fyrra
bindi fram. Fyrsta bindið var vissu-
legt þrekvirki, þar sem ofbeldið var
svo yfirgengilegt að það varð hlægi-
legt. Sagan var hröð og spennufull,
en yfirborðskennd þegar kom að per-
sónunum. Seinna bindið er hins vegar
dramatískara, ofbeldið meiningar-
fyllra og sárara þar sem persónur og
saga dýpka þegar nær dregur upp-
gjörinu við Bill.
Og uppgjörið kemur á óvart. Bæði
atburðarásin og líka að það nær ekki
að verða nærri jafn sterkur hápunkt-
ur og maður býst við eftir að hafa
horft á bæði bindin. Tarantino hrekk-
ur í gamla gírinn og lætur Bill hafa
einn mónólog – sem hann er svo
frægur fyrir – þar sem hann dregur
heimspeki sína frá poppmenning-
unni. Ég býst við að þetta eigi að
reyna á taugarnar, en það virkar því
miður ekki. Þetta er eini veiki punkt-
ur myndarinnar.
Það skemmtilegasta er að í öllum
þessum úthugsuðu og áhrifamiklu
pakkningum er sagan innan í ósköp
einföld, en gengur um leið algerlega
upp. Í raun er þetta kvennamynd,
saga af konu og reynsluheimi kvenna,
þar sem konur eru sterkar og flottar,
án þess að vera sprengjusérfræðing-
ar í „súper wonder-bra“ eða önnur
hallærisleg karlafantasía einsog oft
vill verða þegar á að gefa konum
kredit í bandarískum hasarmyndum.
Fáir karlmenn myndu vilja mæta
þessum kvensum í myrkri.
Hér er því eitthvað fyrir alla, kon-
ur og karla. Ég ráðlegg ykkur að
fylgja meistara Tarantino. Leyfið
honum að leiða ykkur á vit skemmti-
legheita, spennu, hrollvekju, átaka og
ásta. Njótið til hins ýtrasta, því þetta
verður að öllum líkindum besta
skemmtun ársins.
Stórkostlega
stílfærð lítil saga
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn,
Laugarásbíó og Borgarbíó
Leikstjórn: Quentin Tarantino. Handrit:
Quentin Tarantino og Uma Thurman.
Kvikmyndataka: Robert Richardson. Að-
alhlutverk: Uma Thurman, David Carrad-
ine, Michael Madsen, Daryl Hannah, Hui
Lui, Perla Haney-Jardine. BNA 136 mín.
Miramax Films 2004.
Kill Bill: Volume 2/Bana Billa: Bindi 2
Hildur Loftsdóttir
Uma Thurman
leikur Svörtu
mömbuna í „að
öllum líkindum
bestu skemmt-
un ársins“.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Lau. 24. apríl kl. 14.00 Uppselt
Sun. 25. apríl kl. 18.00 Uppselt
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Í kvöld kl 20
Fi 29/4 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 30/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 1/5 kl 15 - ATH: 1. MAÍ TILBOÐ
Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT,
Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT,
Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT
Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT,
Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20,
Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Í kvöld kl 20, Fö 30/4 kl 20
SÍÐUSTU AUKASÝNINGAR
Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst
PARIS AT NIGHT - KABARETT eftir ljóðum
Jacques Prévert - Í samvinnu við Á SENUNNI
Su 25/4 kl 15, Su 25/4 kl 21 - UPPSELT
Mi 28/4 kl 20:15 - Síðasta sýning
Ath. breytilegan sýningartíma
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 25/4 kl 14, Su 2/5 kl 14,
Su 9/5 kl 14, Su 16/5 kl 14,
Su 23/5 kl 14
Síðustu sýningar
GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ
FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU
SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson
Su 25/4 kl 20, Su 2/5 kl 20
Takmarkaður sýningafjöldi
LEIKHÚSTVENNA:
SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson
DRAUGALEST e. Jón Atla Jónasson
Su 25/4 kl 20
Aðeins þetta eina sinn - kr. 1.900
Leiklistarfélag
Seltjarnarness
sýnir leikritið
Saumastofan
eftir
Kjartan Ragnarsson
í Félagsheimili
Seltjarnarness.
Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson.
Frumsýning mið. 21. apríl kl. 20:00
2. sýning fös. 23. apríl kl. 20:00
3. sýning lau. 24. apríl kl. 20:00
4. sýning sun. 25. apríl kl. 15:00
Miðapantanir í síma 696 1314
Leikhúsgestir! Munið spennandi matseðil!
Dansleikur í kvöld
Eyjólfur Kristjánsson
og Íslands eina von
Skáldsaga
eftir Hallgrím Helgason
Aukasýning og allra síð. sýn.
10. sýn. – sunnud. 25. apríl.
Sýningar hefjast kl. 20:00.
Sýnt í Grýtuhúsinu,
Keilugranda 1.
Miðapantanir í síma 881 0155
SÍGAUNABARÓNINN
Johann Strauss
nemendasýning
Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn
eftir Johann Strauss yngri í styttri gerð í Íslensku óperunni.
Aðgangur ókeypis fyrir nemendur tónlistarskóla, framhaldsskóla og háskóla, Vinafélag Íslensku
óperunnar og aðra áhugasama. Ónúmeruð sæti, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
2. sýning lau. 24. apríl kl. 20
3. sýning sun. 25. apríl kl. 20
Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld.
Secret Face
Fös. 23. apríl kl. 21:00
Tenórinn
Sun. 25. apríl. k l . 20:00
Sun. 02. maí. k l . 20:00
Sellófon
Lau. 24. apríl kl. 21:00
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Miðasala í
síma
562 9700
www.idno.is
Miðasala í síma 555-2222
theater@vortex.is
Lau. 24. apríl örfá sæti laus
Síðasta sýning
eftir Bulgakov
Sun. 25. apríl kl 21
Fim. 29. apríl kl 21
Fös. 30. apríl kl 21
Síðustu sýningar
Fantagott stykki...frábær skemmtun
sem snerti margan strenginn
-Ómar Garðarsson Eyjafréttir
eftir Jón Atla Jónsson
Sveinsstykkið
eftir Þorvald Þorsteinsson.
Leikstjóri Þorleifur Arnarsson.
Í kvöld kl. 20.00. NOKKUR SÆTI
Sun. 25/4 kl. 20.00.
Aðeins þessar sýningar.
Vörðufélagar Landsbanka Íslands
fá 25% afslátt gegn framvísun
gulldebetkorts.
Miðasölusími 462 1400
www.leikfelag.is
Mi›asala í verslunum Og Vodafone
í Kringlunni og Smáralind Á netinu www.midi.is
STÚKA: ÖRFÁ SÆTI LAUS.
BEKKUR: UPPSELT.
SALUR: LAUS SÆTI.
L A U G A R D A L S H Ö L L 2 9 A P R Í L 2 0 0 4