Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 64

Morgunblaðið - 24.04.2004, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FULLTRÚAR Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) og heil- brigðisráðuneytisins og Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á end- urhæfingardeild LSH fyrir fjölfatl- aða í Kópavogi, rituðu í gær undir viljayfirlýsingu um að Guðný tæki yfir rekstur deildarinnar. Að sögn Guðnýjar kemur fram í yfirlýsingunni að ákveðið hafi verið að ganga til samninga á ákveðnum forsendum og stefnt sé að því að ljúka þeim fyrir 15. maí. „Þrír aðilar koma að þessu, ég og það starfsfólk sem er með mér, ráðuneytið og spít- alinn. Að svo stöddu er kannski ekki hægt að segja fyrir klára niður- stöðu. Það eru allir samningar í raun og veru eftir. En við höfum ákveðið að leggja af stað í þá. “ Átta og hálft stöðugildi tengdist starfseminni í Kópavogi með einum eða öðrum hætti og segir Guðný að meirihluti starfsmannanna hafi kos- ið að starfa að endurhæfingunni áfram og byggja hana upp. Spurð hvað það myndi taka lang- an tíma að koma starfseminni af stað aftur ef samningar takast segir Guðný að það velti nokkuð á nið- urstöðu samninganna. „Ég vona einfaldlega að þetta taki sem skemmstan tíma, það liggur í hlut- arins eðli. En í augnablikinu ætla ég mér ekki þá dul að ég geri mér grein fyrir hversu hratt við getum farið í gegnum þetta. Það er ýmislegt sem þarf að taka tillit til, s.s. réttindi starfsfólks,“ segir Guðný Jónsdótt- ir. Endurhæfingarþjónusta við fjölfatlaða í Kópavogi tryggð áfram Viljayfirlýsing um að starfs- menn taki yfir reksturinn VARSLA rafrænt skráðra verðbréfa á svokölluðum VS reikningi er allt frá því að vera ókeypis hjá SPRON og Verðbréfastofunni upp í að kosta 3.000 krónur hjá Íslandsbanka. Ef borin er saman athugun Morg- unblaðsins á gjaldskrám bankanna nú og í október sl. sést þó að Ís- landsbanki hefur lækkað verðið á vörslunni um 20%. Hinsvegar tekur Landsbankinn nú 2.900 króna gjald fyrir vörsluna en tók ekkert fyrir hana í október. Eftir að rafræn skráning verð- bréfa var tekin upp er nú ekki leng- ur mögulegt að geyma hlutabréf heima hjá sér. Hafa smærri hlut- hafar kvartað undan því að hafa ekki lengur þetta val en neyðast þess í stað til að greiða fyrir geymsluna. Slíkt er hlutfallslega mjög dýrt fyrir smáa hluthafa. Í Danmörku er þessum málum þannig háttað að samkvæmt lögum standa hlutafélögin sjálf straum af öllum kostnaði við rafræna skráningu hlutabréfa sem þýðir að fjár- málastofnanir mega ekki taka gjald af hlutabréfaeigendum fyrir vörslu hlutabréfa. Kostar allt að 3.000 kr. að geyma hlutabréf  Gjald/12 FYRSTU kríur vorsins sáust í gær, en Björn Arnarson, safnvörður á byggðasafn- inu á Höfn í Hornafirði, kom auga á þrjár kríur í Óslandi á Höfn um sexleytið í gær. „Ég var á mínum hefðbundna rúnti þarna í Óslandi að skoða tjörn þar sem nokkrar skúfendur voru að baða sig þegar ég sá tvær kríur fljúga yfir tjörnina og áfram inn Hornafjörðinn og ein kom svo skömmu seinna,“ segir Björn og bætir við að krí- urnar komi nú aðeins seinna en í fyrra, en þá komu þær 21. apríl og einnig í hitteð- fyrra. „Þær eru engu að síður mjög stundvísar og koma alltaf fyrir rest. Fyrir nokkrum árum voru kríur þó að sjást um mánaða- mótin apríl- maí, svo þær eru búnar að flýta komu sinni um viku.“ Kríur eru langfleygustu fuglar heims, en þær fljúga heimskautanna á milli á einu ári. Morgunblaðið/RAX Kríur, líkt og margar aðrar fuglateg- undir, eiga sér viðeigandi nafn. Fyrstu krí- urnar komn- ar til landsins ÁLVERÐ hefur farið stöðugt hækkandi undanfarna mán- uði og misseri og fór yfir 1.800 Bandaríkjadali fyrir tonnið um miðjan apríl og hafði verðið þá ekki verið hærra í átta ár. Verðið lækk- aði hins vegar skyndilega í vikunni niður fyrir 1.700 dali tonnið en hækkaði aftur lít- illega í gær og var rúmir 1.700 dalir samkvæmt tölum frá Málmmarkaðnum í Lundún- um (LME). Þróun álverðs er meðal annars gerð að umtalsefni í nýjum hagvísum Seðlabanka Íslands. Þar segir að verð á áli og kopar hafi ekki verið hærra um átta ára skeið og verðið á áli sé nú um það bil þriðjungi hærra en það var fyrir ári síð- an. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir að þó álverð hafi verið að þokast upp á við um talsvert langan tíma hafi það komið nokkuð á óvart að það skyldi hafa farið yfir 1.800 dali tonnið. Kínverjar nota sjálfir meira ál Hrannar sagði að nokkrar ástæður væru fyrir þessari verðþróun. Í fyrsta lagi hefðu álbirgðir á heimsmarkaði verið að minnka undanfarið og það hefði sent ákveðin skilaboð út á markaðinn, þó svo eftirspurn hefði ekki verið tiltakanlega meiri en verið hefði. Þá hefði verð á súráli verið að hækka og það þrýsti upp álverðinu þar sem þar væri um meginhráefni til framleiðslunnar að ræða. Hrannar sagði að einnig hefði gengið á Bandaríkjadal spilað nokkurt hlutverk síðustu mánuði, en dalurinn hefði verið að styrkja sig í sessi að undanförnu á nýjan leik. Þá hefði verið búist við að meira af áli yrði flutt út frá Kína á vestræna markaði, en sú hefði ekki orðið raunin þar sem Kínverjar sjálfir væru að nota meira af áli en gert hefði verið ráð fyrir. „Svo er það einhvers konar samspil milli þessara þátta sem veldur þessum sveiflum frá einni viku til annarrar, þó maður kannski stund- um skilji ekki alveg nákvæmlega hvað það er sem vegur þyngst,“ sagði Hrannar. Hann sagði að það hljómaði kannski dálítið einkennilega að segja það, en þetta væri alveg á mörkunum að vera of hátt verð og hann sæi ekki að það hækkaði mikið úr þessu eða jafnvel héld- ist þetta hátt. Það væri ekki víst að svona hátt verð væri gott fyrir markaðinn í heild. Ef verðið héldist þetta hátt styttist í að kaupendur færu að velta fyrir sér öðrum möguleikum, til dæmis í umbúðaframleiðslu. Álverð fór yfir 1.800 Bandaríkjadali tonnið Verðið lækkaði skyndilega niður í um 1.700 dali í vikunni C @ ( 3 ( C C 8 . H B E C @ ( 3 ( &&$ &&% "G&& "&& "&& "%&& "5&& "&& B&%> C (+   '' , E *   ,! ) NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sem útskrifast úr skól- anum í vor, gerðu sér glaðan dag í gær. Þeir brugðu sér í bý- flugnabúninga og skemmtu sér og öðrum í miðbæ Reykjavíkur. Eins og býflugna er siður fengu þær sér hunang. Eftir helgina tekur svo alvaran við en þá hefst próflesturinn hjá stúdentsefnum skólans af fullri al- vöru. Morgunblaðið/Golli Býflugur fá sér hunang

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.