Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 1
HAFIN er í austanverðum Bandaríkjunum ástarhátíð með aragrúa þátttakenda, talið er að söngtifurnar sem nú skríða upp á yfirborðið eftir að hafa verið á lirfustigi á trjárótum í 17 ár séu nokkur hundruð milljarðar. Hvar- vetna eru breiður af flugunum, á gangstéttum, trjám og flaggstöngum, fólk heyrir braka undir fæti þegar það stígur á lirfuskurnina sem flugurnar varpa af sér þegar þær skríða úr fylgsni sínu. Ræðumenn á útifundum verða að brýna raustina til að yfirgnæfa köllin frá karlflugunni, hundar og kettir éta stundum of mikið af flugunum og fá í magann. Söngtifur eru ekki engisprettur og valda sára- litlu tjóni, þær eru meinlausar fólki þótt þær geti verið hvimleiðar vegna fjöldans. Þær koma allar fram á sama tíma á 17 ára fresti en deyja eftir aðeins um 20 daga. Hver vill mig? AP SAMÞYKKT var í gær bráðabirgðaáætlun á fundi heilbrigðisráðherra allra 192 aðildarþjóða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Genf um að stemma stigu við heimsfaraldri of- fitu. Áætlunin er leiðarvísir fyrir þjóðirnar um það hvernig eigi að móta stefnu sem fær fólk til að borða hollari mat og hreyfa sig meira. Nú er svo komið í fyrsta sinn í sögunni að meira er af of feitu fólki í heiminum en vannærðu. Markmið áætlunarinnar er að draga úr offitu og öðrum sjúkdómum sem tengjast slæmu mat- aræði og hreyfingarleysi. Tillögur eru settar fram um að dregið verði úr magni sykurs, fitu og salts í unnum matvörum, að markaðssetningu á mat handa börnum verði stýrt með heilbrigðis- sjónarmið í huga. Lagt er til að grænmeti og ávextir verði niðurgreiddir í skólamötuneytum. Mælt er með að skipulag nýrra íbúðarhverfa ýti undir að fólk gangi og hjóli og enn fremur að skyndibitastaðir gefi börnum dót með heilsu- samlegum skyndibitum og umbuni þannig börn- um fyrir að hugsa um hollustu. Bent er á að þróa megi fleiri tölvuleiki sem ganga fyrir fótstigi eins og reiðhjól og reyna því á allan líkamann en ekki eingöngu huga og viðbragðsflýti. Hömlur undir fölsku flaggi? Fulltrúar þjóða sem hafa tekjur af sykurrækt hafa lýst ótta við að hugmyndirnar muni valda efnahag þeirra tjóni. Reyndu sumir að fá felldar burt allar beinar vísanir til sykurs í texta ráð- herranna. „Það var sigur fyrir lýðheilsu að þetta fór í gegn án þess að sykurframleiðendur eyði- legðu málið,“ sagði dr. Kaare R. Norum, norsk- ur sérfræðingur í offituvandamálum, sem var ráðgjafi WHO í tengslum við áætlunina. Fátækar þjóðir segja að þessar nýju áherslur megi ekki verða til þess að menn hunsi vanda þeirra sem þjást af vannæringu. Að auki var bent á að varasamt væri að nefna niðurgreiðslur á grænmeti og ávöxtum sem tæki til að bæta lýðheilsu. Þá væri opnuð ný leið til að beita inn- flutningshömlum undir yfirskini hollustunnar þótt raunverulega takmarkið væri að vernda innlenda framleiðslu fyrir samkeppni. Alþjóðlegt átak gegn offituvandanum Genf. AP, AFP. VOPNAÐ bankarán var framið í útibúi Landsbankans við Gullinbrú í gærmorg- un. Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn strax í kjölfar ránsins og yf- irheyrður. Var hann handtekinn á hlaup- um í Foldahverfi fimm mínútum eftir að tilkynnt var um atburðinn, eða klukkan 10.29. Maðurinn hafði hótað starfsfólki með öxi og hvarf á brott með ótilgreinda peningafjárhæð. Engan sakaði. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál og það leikur enginn vafi á því að hægt er að vinna mjög alvarleg ódæði með svona vopnum,“ segir Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Öxin sem mað- urinn notaði, sem og bifreið sem talin er tengjast málinu, voru teknar í vörslu lög- reglu í gær. Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. maí seint í gær- kvöldi að kröfu lögreglu. Rúmlega þrítugur Reykvíkingur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sá mann- inn koma út úr bankanum og hljóp í hum- átt á eftir honum á flóttanum. Á hlaup- unum hringdi hann í Neyðarlínu og leiðbeindi lögreglu að ræningjanum. „Ég sá hann með skíðahettuna á höfð- inu og öxina og peningana í sitt hvorri hendinni. […] Ég gat ekki látið banka- starfsmann á miðjum aldri í lakkskóm hlaupa á eftir bankaræningja með öxi svo ég hljóp af stað,“ sagði maðurinn. „Hægt er að vinna mjög alvarleg ódæði með svona vopnum“ Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan tók til rannsóknar öxi sem fannst í Frostafold og talið er að notuð hafi verið við ránið í gær.  Hótaði/4 STOFNAÐ 1913 139. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Grillbragðið er ómótstæðilegt Margbreytilegur matur í útigrillum landsmanna | Daglegt líf Lesbók og Börn í dag Lesbók | Íslensk hönnun  Erna Ómarsdóttir  Glæpakonur  Jónas Ingimundarson Börn | Vor í Viðey Þrautir  Myndasögur Jerúsalem SKORTUR er nú í Noregi á ýmsum nauð- synjavörum eins og mjólk, eggjum, salern- ispappír og bleium vegna verkfalls starfs- manna sem annast flutninga á matvörum. Kaupfélög eru undanþegin verkfallinu og varð ein af verslunum þess í Rudshögda í Ringsaker, Obs!, að setja upp dyravörslu og hleypa aðeins inn afmörkuðum hópum vegna troðningsins, að sögn Aftenposten. Um tíma voru um 2000 manns inni í Obs! og varð fólk að bíða í allt að 45 mínútur eftir innkaupakerru. Starfsmenn brugghúsa voru í verkfalli í þrjá daga en deilan var leyst í gær. Sagði einn af yfirmönnum Ringnes, stærsta brugghússins, þar sem rúmlega 2.600 manns vinna, að til greina kæmi nú að flytja starfsemina til Danmerkur eða Pól- lands. Ringnes er í eigu Carlsberg. Prentaraverkfall leystist í gær en blaða- menn, alls um 3.000 manns, hafa nú verið í verkfalli í viku. Hefur Aftenposten því ekki birt neitt efni unnið af blaðamönnum. Örtröð í Obs! Verkföll í Noregi FRIÐARFERLIÐ á Norður-Írlandi er í stöðugri hættu, þrátt fyrir Belfast-sam- komulagið milli breskra stjórnvalda og stríðandi fylkinga á Norður-Írlandi, og ekki hafa náðst fullar sættir, segir írska nóbelsskáldið Seamus Heaney í samtali við Morgunblaðið í dag. „Ástandið hefur þróast frá grimmdar- verkum yfir í smásálarlega kreddutrúar- stefnu. Fólk er smásálarlegt og kreddu- fullt. Það þarf menntun til og á eftir að taka tíma að breyta hugsunarhættinum – þótt lítið sé. Fólk breytist ekki svo mikið.“ Að mati Heaneys hefur skáldskapur mik- ilvægu hlutverki að gegna. „Mér líkar hug- myndin sem tékkneska skáldið Miroslav Holub setti fram fyrir mörgum árum um að listin verki á hugarstarfsemina eins og ónæmiskerfið í líkamanum. Hún vinnur gegn eitruðum og illkynjuðum áhrifum, þótt ekki sé tryggt að hún hafi betur.“ Heaney kemur fram á þremur uppá- komum hér á landi ásamt sekkjapípuleik- aranum Liam O’Flynn. Hann flytur m.a. nokkur erindi úr Bjólfskviðu, stuttar lýs- ingar á sjóferðum – „því fyrir mér er Ísland angi af þeirri siglinga- og vígaferlamenn- ingu sem Bjólfskviða lýsir“. Friðarferli og skáldskapur Seamus Heaney  Skáldskapur/30 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.