Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 4

Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 4
BÁTASKÝLI á stærð við meðal- stóran bílskúr hefur verið reist í leyfisleysi og í trássi við lög við bakka Þingvallavatns í landi Kára- staða. Skýlinu, sem er tæpir 35 fer- metrar að stærð og yfir tveggja metra hátt um miðbikið, var komið fyrir með því að moka burt grjóti og öðrum jarðvegi á yfir fimm metra svæði af bakka Þingvallavatns. Þá hefur sumarhússeigandinn reist grjótgarða út í vatnið beggja vegna skýlisins. Eigandinn sótti ekki um leyfi fyrir framkvæmdinni, og að sögn Sigurðar Oddsonar þjóðgarðs- varðar, hefði slíkt leyfi ekki verið veitt. „Nei það hefði ekki fengist. Það er alveg ljóst. Þetta mál er litið mjög al- varlegum augum,“ segir Sigurður. Sumarhúsaeigandinn sótti um það til Þingvallanefndar fyrir tveimur árum að fá að nýta vatnsbakkann neðan við húsið en því var hafnað. Spurður að því hvað verði gert við skýlið, sem samanstendur af þung- um bogadregnum járnstöplum og tréfjölum, segir Sigurður að líklegt sé að annaðhvort verði eiganda gert að fjarlægja skýlið eða það verði fjarlægt á hans kostnað. Sigurður segir að reynt hafi verið að ná tali af eiganda sumarhússins sem bátaskýl- ið var byggt við, en það ekki tekist. Strandlengjan stórskemmd Vatnsbakki Þingvallavatns er á umráðasvæði Þingvallanefndar og segir Sigurður að málið verði lagt fyrir nefndina. Hann kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið ekki geta sagt nákvæmlega hvaða viðurlög lægju við því að byggja í leyfisleysi á þess- um slóðum, en að um sé að ræða mikil náttúruspjöll. „Það er alveg ljóst að það verður reynt að koma þessu í samt lag og var áður. Strand- lengjan er stórskemmd. Vatnið er á náttúruminjaskrá og vatnsbakkinn fylgir því.“ Hluti skýlisins er innan þeirrar lóðar sem tilheyrir sumarhúsinu, en hluti utan hennar. Sigurður segir það hins vegar ekki skipta máli hvort sumarhúsaeigandinn hefði byggt alfarið á lóðinni sem tilheyrir sumarhúsinu. „Þó að þetta sé ekki innan hins friðhelga svæðis þjóð- garðsins þá eru ákvæði í gömlu þjóð- garðslögunum frá 1928 um að það megi ekkert jarðrask verða í landi Kárastaða og Brúsastaða nema með samþykki Þingvallanefndar,“ segir Sigurður. Formaður Þingvallanefndar er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra en ásamt honum sitja í nefndinni Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Frumvarp til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum liggur nú fyrir Alþingi en ef það verður samþykkt telst vatnsbakki Þingvallavatns fram- vegis hluti þjóðgarðsins á Þingvöll- um og nýtur því friðhelgi. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem upp kemst um fram- kvæmdir í óleyfi við vatnsbakkann. Einungis nokkrir dagar eru síðan hafnarframkvæmdir í landi Heið- arbæjar voru stöðvaðar. Hafði sótt um leyfi en fengið synjun Sumarhúsaeigandinn sem reisti skýlið sótti um leyfi til Þingvalla- nefndar fyrir tveimur árum, eða ár- ið 2002, til að nýta vatnsbakkann neðan við sumarhúsið en fékk synj- un. Um 25 sumarhús á svæðinu við Þingvallavatn hafa lóðir sem liggja niður að vatninu sjálfu. Vatnsbakk- inn sem liggur að lóðunum er þó í engum tilvikum inni á lóð sum- arhúsaeigenda og því þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir framkvæmdum. Þónokkur bátaskýli standa við vatnsbakkann en að sögn Sigurðar hefur ekki verið veitt leyfi fyrir slíku svo hann viti til. Hann segir flest þeirra vera litla hjalla sem hlaðnir hafi verið fyrir 30–40 árum. Fólk láti vita um náttúruspjöll Að sögn Arinbjarnar Vilhjálms- sonar byggingafulltrúa í Blá- skógabyggð og uppsveitum Árnes- sýslu braut sumarhúsaeigandinn skipulags- og byggingalög, nátt- úruverndarlög, vatnalög og lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum með því að reisa bátaskýlið. Hann vill beina því til almennings að láta vita af náttúruspjöllum sem unnin eru á þessu svæði, enda séu þau óaftur- kræf náist ekki að grípa í taumana nægilega snemma. „Við þurfum að- stoð almennings við að líta eftir hlut- unum. Ef það er grunur um fram- kvæmdir í óleyfi, að ég tali nú ekki um náttúruspjöll, þá á fólk að láta vita af því,“ segir Arinbjörn. Bátaskýli reist í óleyfi við Þingvallavatn Morgunblaðið/Golli Bátaskýlið er um 35 fermetrar að stærð. Til að reisa það hefur eigandi sumarhússins þurft að gera töluvert jarð- rask, m.a. reka fleyg í bergið og losa jarðveg á yfir 5 metra svæði við bakka Þingvallavatns. Þjóðgarðsvörður segir að bygging skýlisins sé litin alvarlegum augum FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið í dag og sunnudag frá 13-16 Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com Landsins mesta úrval af húsbílum Dodge Ram 2500 Quad Cab Laramie 2004 Jeep Grand Cherokee Overland McLouis Lagan 410, háþekja á sértilboði um helgina kr. 3.990.000 með útvarpi, geislaspilara og sólderi Til afgreiðslu í júníbyrjun Sýningarbíll á staðnum ANNAÐ vopnaða bankaránið í sömu vikunni var framið í gær þegar karlmað- ur vopnaður öxi ruddist inn í útibú Landsbankans við Gullinbrú og hvarf á brott með þýfi. Lög- reglan handtók grunaðan mann strax í kjölfar ráns- ins og færði hann til yfirheyrslu. Var hinn grunaði hand- tekinn á hlaupum í Foldahverfi í Graf- arvogi fimm mínút- um eftir að tilkynnt var um atburðinn, eða klukkan 10:29. Maðurinn hótaði starfsfólki með öxi og vann einhverjar skemmdir á gjaldkerastúku með öxinni án þess að nokkurn í bank- anum sakaði. Hann hvarf á brott með ótilgreinda peningafjárhæð. Útibúinu var lokað strax í kjölfar ránsins. Hinn grunaði er 28 ára karl- maður sem á talsverðan sakaferil að baki. Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að talið sé að fleiri tengist ráninu en maðurinn sem nú er í haldi. Í gærkvöldi lagði lögreglan í Reykjavík hald á bíl í Höfða- hverfi vegna málsins, og segir Karl Steinar að reiknað sé með fleiri handtökum í málinu. Við rannsókn málsins tók lögreglan í vörslu sína öxina sem notuð var við ránið, en hún fannst í Frosta- fold. Þegar lögreglunni var tilkynnt að maður vopnaður öxi hefði ruðst inn í bankann var fjölmennt lögreglulið sent á staðinn í sam- ræmi við viðbragðsáætlun henn- ar. Var hinn grunaði í klóm lög- reglunnar klukkan 10:29 sem áður gat. Maðurinn var yfir- heyrður fram eftir kvöldi í gær, og var krafist gæsluvarðhalds yf- ir honum í gærkvöldi. Þriðja bankaránið á árinu Bankaránið í gær er þriðja bankaránið hérlendis á þessu ári. Fyrsta ránið var framið 10. jan- úar í útibúi SPRON við Hátún og er það mál enn í rannsókn og tók nýja stefnu nú í vor þegar lög- reglan fékk nýjar vísbendingar sem leiddu til handtöku karl- manns sem ekki hafði legið undir grun til þess tíma. Næsta rán var framið 17. maí í útibúi SPRON við Álfabakka. Ungur piltur var fljótlega hand- tekinn og játaði ránið við yfir- heyrslu. Gríðarleg hrina vopnaðra bankarána reið yfir á síðasta ári og beittu ræningjarnir oftast hnífum eða bareflum við að hóta starfsfólki.Vopn á borð við axir hafa hinsvegar ekki tíðkast fyrr en nú og lítur lögreglan málið mjög alvarlegum augum. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál og það leikur enginn vafi á því að hægt er að vinna mjög alvarleg ódæði með svona vopnum,“ segir Karl Steinar. Öxin var sett í tæknirannsókn hjá lögreglunni og er niðurstöðu hennar beðið. Lögreglan tjáir sig hins vegar ekki um hvort þýfið sjálft hafi fundist, né um hversu miklu var rænt. Fram kom í tilkynningu frá Landsbankanum, að starfsmenn bankans í útibúinu hefðu að öllu leyti farið eftir fyrirfram ákveð- inni viðbragðsáætlun bankans sem starfað sé eftir í tilvikum sem þessum. Ekki hafi orðið slys á fólki. Fagmaður í áfallahjálp hafi unnið með starfsmönnum útibúsins. Hótaði starfs- fólki með öxi Lögreglan mætti á vettvang fljótlega eftir til- kynningu í samræmi við viðbragðsáætlun. Morgunblaðið/Júlíus Karlmaður handtekinn grunaður um vopnað rán í Landsbankanum við Gullinbrú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.