Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 9
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ótrúlegt úrval
af peysum
í glæsilegum sumarlitum
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
LOKADAGAR
Opið í dag kl. 10.00-14.00
VERSLUNIN HÆTTIR
Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. kl. 11-15, sunnud. 13-17
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Götumarkaður
Rýmingarsala vegna breytinga.
Hver hlutur með 60-70% afsl.
Ótrulegt vöruúrval
NÝTT KORTATÍMABIL - Einnig raðgreiðslur
Galla- og kakijakkar
Munið tilboðsslána
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
VIÐ útskrift Fjölbrautaskólans í
Breiðholti brautskrást meðal annars
mæðginin Gísli Hvanndal Ólafsson
og Guðbjörg Árnadóttir. Gísli varð
að þessu sinni dúx skólans, og lauk
sömuleiðis náminu á einungis þrem-
ur árum. Stundaði hann nám á sér-
stakri þriggja ára náttúrufræði-
braut, sem hefur verið í boði við
skólann um nokkurra ára skeið og
gefist vel að sögn skólans. Þar eru
nýttir möguleikar áfangakerfisins til
hins ítrasta og unnið hraðar í nám-
inu.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Gísli að hann hefði ákveðið að nýta
sér þennan valkost við námið fyrst
það stóð til boða. „Þar sem þetta er
vel hægt þótti mér sjálfsagt að nýta
mér það,“ sagði Gísli. Hann hefur
ekki tekið ákvörðun um frekara nám
að svo stöddu, enda hefur námið ver-
ið ansi stíft að undanförnu.
Móðir Gísla, Guðbjörg, útskrif-
aðist sem stúdent og lauk sömuleiðis
námi af sjúkraliðabraut. Hún lauk
einnig námi af snyrtifræðibraut árið
2001. Guðbjörg vinnur sem sjúkra-
liði á Landspítalanum í Fossvogi.
„Ég ákvað að bæta við mig menntun
á mínu starfssviði, og var í 60%
vinnu ásamt skólanum til þess að
geta lokið náminu núna í vor,“ sagði
Guðbjörg.
Mæðginin Guðbjörg Árnadóttir og Gísli Hvanndal Ólafsson.
Námfús mæðgin
útskrifast saman
ÞAÐ var mikil gleðistund hjá unga
fólkinu í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla í gær, þegar hvítu húf-
urnar settust á kollana við fyrstu
útskrift vorsins. Alls útskrifuðust
hundrað fimmtíu og þrír nem-
endur frá skólanum af þeim fjöl-
mörgu námsleiðum sem skólinn
býður upp á. Dúx skólans varð Sig-
urbjörg G. Borgþórsdóttir, en
Hrafn Þorri Þórisson, nemandi
skólans fékk við athöfnina við-
urkenningu fyrir verkefni sitt um
Áhrif umhverfis á sköpunargáfu,
en það var valið sem framlag Ís-
lands í keppni ungra vísindamanna
í Dublin í haust.
Meðal annarra skóla sem útskrif-
uðu í gær voru Menntaskólinn í
Kópavogi, en þaðan útskrifuðust
hundrað þrjátíu og sjö nýstúdentar
og iðnnemar og Fjölbrautaskólinn
í Breiðholti, sem útskrifaði hundr-
að tuttugu og þrjá stúdenta og sjö-
tíu og átta nemendur af öðrum
brautum, þar af tuttugu sjúkraliða,
tuttugu af tréiðnaðarbraut, sextán
af snyrtibraut, tólf rafvirkja og sex
nema af handíðabraut auk fjög-
urra nemenda úr sérdeild.
Morgunblaðið/Golli
Stúdentarnir frá FÁ settu kátir upp hvítu kollana og héldu svo út á lífið til að fagna þessum gleðilega áfanga.
Hvítir kollar setja svip á bæinn
LYFJAVERÐSNEFND og fulltrú-
ar apótekara hafa náð samkomulagi
um þak á álagningu lyfja. Há-
marksálagning á lyfjum sem kosta
yfir 12 þúsund krónur verður frá 1.
júní nk. 2.450 kr. á pakkningu í
heildsölu. Í tilkynningu frá lyfja-
verðsnefnd segir að breytingin
muni hafa veruleg áhrif til lækk-
unar á verð dýrari lyfja.
Að sögn Hrundar Rudolfsdóttur,
framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu,
nær breytingin til 10–15% lyfja
miðað við hlutdeild á markaði. Um
sé að ræða lyf úr öllum lyfjaflokk-
um.
Álagning á lyfjum í dag ræðst af
innkaupsverði og samanstendur af
hlutfallslegri álagningu auk fastrar
krónutölu. Álagningin á lyfjum á
verðbilinu 0–1.000 kr. er 70% að
viðbættum 50 krónum, í flokki lyfja
1.001–3.000 kr. er hún 25% auk 500
króna, 3.001–5.000 kr. 20% auk 650
kr., 5.001–8.000 15% auk 900 kr. og
í flokki lyfja á verðbilinu 8.001–
12.000 er hún 10% auk 1.300 kr. en
verður sem fyrr segir 2.450 kr. á
dýrari lyfjum.
Verð á dýrustu lyfjunum í dag í
sölu hérlendis er upp u.þ.b. 100
þúsund krónur á pakkningu en al-
gengasta verð á dýrustu lyfjunum í
hverjum flokki á bilinu 20–40 þús-
und krónur.
Að sögn Hrundar taka apótekin
alfarið á sig kostnaðinn vegna
breytinganna.
Lyfjaverðsnefnd og apótekarar semja
um álagningu á dýrustu lyfjunum
Hámarksálagning
verður 2.450 kr.
EKIÐ var á gangandi vegfaranda á
Strandvegi í Vestmannaeyjum um
hádegisbilið í gær og var hann flutt-
ur á heilsugæsluna í Vestmannaeyj-
um. Um var að ræða konu sem
hlaupið hafði út á götuna með þeim
afleiðingum að bifreiðin ók hana nið-
ur.
Að sögn lögreglunnar í Eyjum
slasaðist hún nokkuð, en ekki var þó
talið að meiðsli hennar hefðu verið
alvarlegs eðlis.
Ekið á gang-
andi vegfar-
anda í Eyjum