Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 10

Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGNÝ Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði við upp- haf þingfundar Alþingis í gær ein- kennilegt að Hæstiréttur vísaði ekki málverkafölsunarmálinu aftur til hér- aðsdóms heldur felldi endanlegan dóm. Hún sagðist ekki skilja af hverju fölsuð málverk séu ekki tekin af markaðnum eins og gilti um aðrar falsaðar vörur. „Ég spyr hvort ein- hver óvissa sé í lögum sem geri það að verkum að Hæstiréttur dæmi með þessum hætti,“ sagði hún og taldi engan vafa leika á því að Alþingi og ráðherrar þyrftu að bregðast við og skoða lögin. Þingmaður Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, sagði Hæstarétt hafa sett út á rannsókn málsins. „Hæstiréttur getur aðeins byggt á þeim gögnum sem liggja fyrir og í þessu tilviki lágu ekki fullnægjandi gögn fyrir,“ sagði hann og spurði hvort dómsmálaráðherra hefði enn óbilandi trú og traust á ríkislög- reglustjóra eftir þessa rannsókn. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og starfandi dómsmálaráðherra, sagði að svo virtist sem Lúðvík hefði ekki átt annað erindi í ræðustól en að koma höggi á ríkislögreglustjóra- embættið. „Það hefur ekkert komið fram um það, að þessi rannsókn hafi ekki verið unnin af miklum heilindum og miklu afli af hálfu ríkislögreglu- stjóraembættisins,“ sagð Davíð og umræðan snerist um hvaða þættir yrðu að vera til staðar svo Hæstirétt- ur gæti lagt efnisdóm á mál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að fyrir nokkru hefði verið ákveðið að fara vel yfir mál sem snerta málverkafalsanir með það í huga að skoða hvaða áhrif slíkar falsanir hafa á menningarsög- una og myndverk þekktra meistara. Sagðist Þorgerður Katrín hafa ákveðið að skipa starfshóp og væri að móta hann nú, og hópurinn myndi m.a. fá það hlutverk að skrifa grein- argerð um áhrif listaverkafölsunar og skila tillögum til úrbóta um hvernig hægt sé að sporna við listaverkaföls- un. Sagði ráðherra að helstu sérfræð- ingar verði skipaðir í þennan starfs- hóp. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, þakkaði mennta- málaráðherra fyrir að setja starfshóp til að vinna að lausn málsins. Það sé nauðsynlegt að rannsaka málverka- fölsunarmál til hlítar og réttarstaða bæði eigenda og höfunda verði skoð- uð og greitt úr þeirra málum. Mál byggt á sandi Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði stöðu eigenda málverka í þessu máli ömurlega. Þeir viti ekki hvort þeir eigi fölsuð eða ófölsuð málverk. „Hér er um að ræða eitt dýrasta rannsókn- armál í íslenskri sögu. Það virðist vera byggt á sandi. Ferlið tók sjö ár og það á sjálfsagt eftir að bætast við kostnaður vegna málaferlanna,“ sagði Guðjón og vildi skoða málið bet- ur. Guðmundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að það væri sérkennilegt að forsætisráð- herra héldi því fram að fráleitt væri, ósanngjarnt og óeðlilegt að víkja orði að ríkislögreglustjóra og hans starfs- mönnum. Auðvitað væri það undir á sama hátt og niðurstaða Hæstaréttar og raunar enn frekar og alls ekki væri óeðlilegt að rætt væri hvernig ríkis- lögreglustjóri og framkvæmdavaldið hafi staðið að þessu máli. Þorgerður Katrín sagði að að sér sýndist að Lúðvík Bergvinsson væri enn við sama heygarðshornið og á síð- asta kjörtímabili þegar þau sátu sam- an í allsherjarnefnd þingsins en svo virtist sem Lúðvík væri með ríkislög- reglustjóra og allt sem hann gerði á heilanum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipar starfshóp vegna listaverkafalsana Alþingi skoði lög í kjöl- far hæstaréttardóms AF 90 fyrirtækjum sem högnuðust mest á síðasta ári samkvæmt Frjálsri verslun er ljóst að um 60 þeirra hafa annaðhvort markaðsráðandi stöðu eða þá að mikið álitamál er hvort svo sé, sagði Ásgeir Friðgeirsson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar, í þriðju umræðu um fjölmiðlafrum- varpið á Alþingi. Nær öll fyrirtækin hefðu veltu yfir tveimur milljörðum króna og mættu því ekki fjárfesta fyr- ir meira en 5% í ljósvakamiðlum verði frumvarpið að lögum. Ásgeir sagði fjölmiðlafrumvarpið takmarka möguleika til fjármögnun- ar ljósvakafyrirtækja, útiloka líkleg- ustu fjárfestana og minnka kaup- endahópinn. „Pípur fjármagns til fjáfestinga í þessari atvinnugrein eru þrengdar verulega, sem er afar óheppilegt þar sem tækni og afþrey- ingargreinar kalla á háar fjárfesting- ar.“ Hann sagði það umhugsunarvert að takmarka eignarhald markaðsráð- andi fyrirtækja í fjölmiðlum við 5%. Ekki væri með neinum hætti hægt að sjá rökræn tengsl milli þess og fjöl- breytni í dagskrárefni, sem er meg- inmarkmið frumvarpsins. Ásgeir sagði að heppilegt hefði ver- ið að skoða hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir fjárfestingar í þessari at- vinnugrein og hversu mikið þetta þrengdi pípur fjárstreymis inn í at- vinnugreinina. Ein leið til þess væri að skoða þau fyrirtæki sem högnuð- ust mest á síðasta ári. Það væri eðli- legt; þau hefðu peninga og fjármuni og gætu hugsanlega fjárfest í öðrum starfsgreinum og dreift áhættunni. Þau 30 fyrirtæki af 90 sem geta samkvæmt frumvarpinu, að mati Ás- geirs, fjárfest í ljósvakamiðlum eru nær öll sjávarútvegsfyrirtæki. Því spurði hann: „Er það markmið þess- ara laga, að kvótakóngar og fyrir- menn í sjávarútvegsfyrirtækjum séu þeir einu sem megi fjárfesta og eiga virkan hlut í íslenskum ljósvakafyr- irtækjum?“ Sérlög sett áður Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aðstæður hér dálítið sérstakar. Ekki væri bara um gríðarlega samþjöppun á eignar- haldi að ræða heldur væri stærsti auglýsingakaupandinn, sá sem fram- fleytti að miklu leyti frjálsum fjölmiðl- um, einnig eigandi. Það hefði mark- aðstruflandi áhrif. Einar vakti athygli á því að und- anfarið hefði löggjafinn fært sig í þá átt, með sérlögum og hugmyndum að löggjöf, að reyna að tryggja tiltekna valddreifingu og eignadreifingu í þjóðfélaginu. Vísaði hann til sér- stakra laga um hámark á kvótaeign útgerða. Í umræðum um þær leik- reglur, sem hefðu í för með sér kröfu um tiltekna dreifingu eignarhalds, hefði ekki komið til álita hvort þær brytu gegn stjórnarskránni. Hann minntist þess að menn hefðu mjög rætt um það hvort ásetningur fjölmiðlafrumvarpsins væri óeðlilegt inngrip og hefði áhrif á eignarréttinn í þjóðfélaginu. Rifjaði hann þá upp frumvarp sem Steingrímur J. Sigfús- son og Ögmundur Jónasson, þing- menn Vinstri grænna, fluttu á Alþingi 1999–2000, um hvernig eignarhaldi skyldi háttað í viðskiptabönkum landsins. Þá hefði varaþingmaður VG, Álfheiður Ingadóttir, lýst því yfir á Alþingi að m.a. í Ameríku væri leyfi- legt að kveða á um dreifingu eignar- halds fjölmiðla og spurt um ístöðu og staðfestu eftirlitsstofnana yrði sam- þjöppun valds á þessu sviði. „Það hefur komið mér á óvart hversu mjög mér finnst Vinstri græn- ir nánast hafa gengið í björg í þessari umræðu,“ sagði Einar og vitnaði í skrif Helga Guðmundssonar, fyrrver- andi ritstjóra Þjóðviljans, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þar segi: „Stjórnarandstaðan hefur gert öll rök auðmanna gegn frumvarpinu að sín- um en gerir lítið eða ekkert með rök þeirra sem segja: Það er nauðsynlegt að setja samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum skorður með lögum,“ og stjórnarandstaðan geri meira mál úr aðferð en afleiðingum. Vinstrið ruglast í ríminu Svo hafði Einar eftir Helga í ræðu sinni og sagði: „Hvað er eiginlega um að vera í pólitíkinni? Hefur „vinstrið“ ruglast gersamlega í ríminu?“ „Þetta, virðulegi forseti, fannst mér á margan hátt athyglisverð nálgun og athyglisvert ljós sem þessi gamli rit- stjóri Þjóðviljans varpar á þetta mál,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Segir frumvarpið útiloka þátttöku margra fyrirtækja Morgunblaðið/Árni Torfason Íbyggnir: Pétur H. Blöndal og Þórarinn E. Sveinsson niðursokknir. Stjórnarand- staðan sögð gera rök auðmanna að sínum HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, gerði athugasemd við það hvernig Björgvin G. Sig- urðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, notaði andsvars- rétt sinn eftir að samflokksmaður hans Helgi Hjörvar hafði talað í þriðju umræðu um fjölmiðlafrum- varpið. „Ætlast er til þess að við kveðjum okkur hljóðs til að vera með andsvar við ræðu þess alþingismanns sem síðast talaði en höldum ekki uppi skjalli samherja og lengjum þannig umræðuna, sem er al- gjört brot á þingsköpum, en lýsir með öðrum hætti með hvaða hugarfari þessir hátt- virtu þingmenn stíga hér í ræðustól,“ sagði Halldór og hélt áfram: „Með því hugarfari að svín- beygja og snúa útúr þingsköp- um. Og með því hugarfari að halda ekki þær reglur sem þeim ber að halda.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, benti Hall- dóri á að ræða þetta undir liðn- um fundarstjórn forseta hygg- ist hann ræða þingsköp. Athugasemd við túlkun Halldórs Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist áður hafa heyrt svip- aðar athugasemdir ef þing- menn koma með andsvör án þess að vera sérstaklega á móti efnisatriðum í ræðu síð- asta ræðumanns. „Ég geri miklar athuga- semdir við þessa túlkun,“ sagði hún og andsvar væri það sama og „replik“ á skandinavísku. „Það er að segja að koma inn með viðbrögð við ræðu þing- manns.“ Þetta hafi verið innleitt í þingsköpin á Íslandi þótt það hafi gerst seinna en í ná- grannalöndunum. Orðið and- svar gæti verið rangtúlkað í þessu samhengi því þingmenn ættu einnig að koma með við- brögð, viðbótarupplýsingar eða athugasemdir. Það þurfi ekki að vera í and- stöðu við ræðu þingmannsins sem talaði. Ef þetta væri ekki réttur skilningur vildi hún taka þetta mál fyrir og hvort það væri einhugur um túlkun Hall- dórs Blöndal á andsvarsrétti þingmanna. Guðmundur Árni Stefánsson var í forsetastóli þegar þessi orðaskipti fóru fram. Andsvör ekki fyrir skjall samherja Í ANDSVÖRUM við ræðu Helga Hjörvar, þingmanns Samfylking- arinnar, um fjölmiðlafrumvarpið í gær sagði Halldór Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, að það hefði verið hálfklökkt hvernig hann flutti mál sitt undir þeim formerkj- um að það væri trygging fyrir frelsi og fjölbreytni í fjölmiðlum að láta markaðsráðandi aðila ráða líka yfir fjölmiðlunum. „Það er sú framtíðarsýn sem mað- ur sér nú að sósíalistarnir hafa hér í þinginu. Þeir hugsa sér að við eig- um að sitja uppi með slíkar keðjur sem seilast til áhrifa á æ fleiri svið- um,“ sagði Halldór og minnti á að Helgi kæmi frá Alþýðubandalaginu. Helgi svaraði og sagðist hafa meiri trú á íslenskum fjölmiðlum en það að markaðsráðandi aðilar gætu keypt sig til áhrifa og látið fjölmiðla tala sínu máli. „Við höfum aldrei tal- að fyrir því að markaðsráðandi fyr- irtæki ættu að ráða á fjölmiðla- markaði. Við höfum sagt að allir sem vilja prenta, útvarpa eða sjón- varpa skoðunum sínum eigi að fá að gera það. Það heitir einfaldlega, háttvirti þingmaður Halldór Blön- dal, tjáningarfrelsi og er grundvöll- ur samfélagsgerðar okkar, stjórn- skipunar og þess Alþingi sem hér starfar.“ Halldór sagðist ekki vilja að í þjóðfélaginu væru 60–70% af öllum frjálsum fjölmiðlum í einkageir- anum í eigu sama aðilans. „Undir engum kringumstæðum getur mað- ur með mína skapgerð og minn upp- runa hugsað sér að sá, sem er kannski með helminginn af mat- vörubransanum, meira en helming- inn af lyfjabransanum og þar fram eftir götunum, að hann sé líka með 60–70% af hinni frjálsu fjölmiðlun í landinu. En þetta er sú sýn sem þessi háttvirtur þingmaður hefur fyrir frjálsa fjölmiðla í landinu og það er ömurleg sýn vil ég segja herra forseti.“ Segir sýn sósíalista vera ömurlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.