Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 12
Aburdur Agri í Skandinavíu
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hefur
opnað tvö fyrirtæki erlendis undir
nafninu Aburdur Agri, annað í Nor-
egi og hitt í Svíþjóð. Stefnt er að því
að fyrirtækin verði samtals með um
50 sölumenn á sínum snærum og að
starfsemin verði komin á fullt á
næstkomandi hausti.
Haraldur Haraldsson, stjórnar-
formaður Áburðarverksmiðjunnar,
segir undirbúning hafa staðið yfir í
eitt og hálft ár en fyrirtækin hafi
verið stofnuð um áramót. „Við byrj-
uðum smátt, vorum að „prófa píp-
urnar“, athuga hvort væru einhverj-
ar viðskiptahindranir, hvort öll leyfi
væru í lagi og annað sem þarf. Nú er
búið að taka þetta út af aðfangaeft-
irlitum beggja landa og gæðin og allt
er í fínu lagi. Við förum því á fulla
ferð í haust,“ segir Haraldur. Áburð-
arverksmiðjan hefur þegar flutt
nokkur þúsund tonn af áburði til
Noregs og Svíþjóðar, bæði til sölu og
til kynningar á vörunni. „Við höfum
gefið bændum 1–2 stórsekki til að
þeir sjái og sannfærist um hvað
þetta er góð vara,“ segir Haraldur.
Hann segir einn framkvæmda-
stjóra starfa á hvorum stað um sig
en sölumannakerfi fyrirtækjanna
verði með sama sniði og hjá Áburð-
arverksmiðjunni á Íslandi. „Hér á
Íslandi höfum við 18 prósentutengda
sölumenn sem eru ýmist bændur eða
bændavörutengdir. Þeir sjá hver og
einn um sitt svæði og eru ábyrgir
fyrir því. Þetta kerfi hefur reynst
okkur ákaflega vel.“
Áætlað er að rekstur fyrirtækj-
anna í Noregi og Svíþjóð fari að skila
hagnaði strax á næsta ári og segir
Haraldur markið sett á 10% mark-
aðshlutdeild á næstu fáum árum.
Áburðarverksmiðjan á 50 ára af-
mæli í dag og af því tilefni verður
kynnt til sögunnar nýtt vörumerki
fyrir sölufyrirtækin í Noregi og Sví-
þjóð auk Áburðar Agri ehf., sem er
nýstofnað sölufyrirtæki Áburðar-
verksmiðjunnar hér á Íslandi.
Áburðarverksmiðjan verður eignar-
haldsfélag sölufyrirtækjanna.
Á besta aldri Áburðarverksmiðjan
á 50 ára afmæli í dag.
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MIKLAR umræður eru nú um það
í Noregi að auka hrefnukvótann
verulega. Leyfilegur fjöldi á
þessu ári er 670 dýr, en talað er
um allt að 1.800 dýr þegar fram
líða stundir, enda muni sá fjöldi
ekki skaða stofninn. Vandkvæði
við sölu afurðanna valda því hins
vegar að svo mikill kvóti er af
mörgum talinn óraunhæfur eins
og er.
Á árunum fyrir hvalveiðibannið
skutu Norðmenn árlega 1.500 til
2.000 hrefnur og var megnið af
afurðunum selt til Japans. Sá
markaður er nú lokaður.
Þessar hugmyndir Norðmanna
vekja víða athygli. Á fréttavef
skozka blaðsins The Scotsman er
meðal annars spurt hverjir eigi að
borða allt hvalkjötið. Blaðið hefur
eftir Kate O’Connell hvala-
sérfræðingi að hugmyndir um að
auka hrefnukvótann séu efna-
hagslegt og pólitískt rangmat.
„Markaðurinn fyrir hvalkjöt
heima fyrir fer minnkandi og því
verða Norðmenn að leita eftir
hagnaði með útflutningi, en Jap-
anar hafa hafnað norska hvalkjöt-
inu og spikinu vegna þess hve
mengað það er,“ segir O’Connell.
Blaðið segir að Norðmenn von-
ist til þess að tillaga Japana í
CITES, stofnun um viðskipti með
dýr í útrýmingarhættu, um að
taka hrefnuna af bannlista verði
samþykkt í haust. O’Connell telur
einhliða ákvörðun Norðmanna um
aukinn kvóta kunna að hafa þar
slæm áhrif.
Hver á að
borða hvalkjötið?
STJÓRN Landssambands smá-
bátaeigenda telur sóknardaga-
frumvarp sjávarútvegsráðherra að
óbreyttu gera sóknardagakerfi
handfærabáta að engu. Stjórnin
krefst þess að í frumvarpinu verði
boðið upp á tvo jafngilda valkosti
varðandi framtíðarskipan veiða
sóknardagabáta.
„Frumvarp sjávarútvegsráð-
herra mun að óbreyttu gera sókn-
ardagakerfi handfærabáta að
engu. Þessi staðreynd blasir við,
þrátt fyrir að frumvarpið væri
kynnt LS á þeim forsendum að
það fæli í sér tvo jafngilda valkosti
varðandi framtíðarskipan veiða
sóknardagabáta,“ segir í ályktun
sem stjórn LS hefur samþykkt.
„Sú er alls ekki raunin og að
óbreyttu um hreinar þvingunarað-
gerðir að ræða yfir í aflakvóta-
kerfi. Stjórn LS leggst ekki gegn
því að teflt sé fram valkostum, en
gerir þá skýlausu kröfu að þá megi
leggja að jöfnu. Krafa LS hefur
verið að sett verði 23 daga gólf í
sóknardagakerfi handfærabáta.“
Nú er til gnótt heimilda
Stjórnin segir að sjái þingmenn
sér ekki fært að standa við gefin
fyrirheit um festingu lágmarks-
fjölda sóknardaga eins og sjávar-
útvegsráðherra hafi sagt frum-
varpið bera í sér, sé engin framtíð
í sóknardagakerfi frumvarpsins.
„Það er með öllu útilokað að taka
þann málflutning alvarlega að
menn geti vegið það til jafns við
þann valkost að fara í krókaafla-
markið. Verði frumvarpið óbreytt
að lögum er framlenging sóknar-
dagakerfisins sýndarmennska ein.
Nú hefur komið í ljós að til virðist
gnótt veiðiheimilda sem ekki verða
frá öðrum teknar, þegar ná skal
því markmiði að stýra með afla-
kvótakerfi. Þessu hefur hingað til
verið þveröfugt farið þegar um er
að ræða sóknarstýringu. Stjórn LS
hefur ástæðu til að draga þá álykt-
un að hinn einbeitti vilji til að af-
leggja sóknardagakerfið þýði að
hugað sé að enn frekari tilfærslum
slíkra veiðiheimilda í því augna-
miði að taka þetta skref til fulls.
Yfirlýst markmið stjórnvalda er að
ná sátt við eigendur sóknardaga-
báta. Slík sátt næst ekki, ef ganga
á þvert á vilja stórs hóps þeirra.“
Stjórn LS krefst þess að lokum
„að frumvarpið verði fært til þess
vegar að um jafnræði valkosta
verði að ræða og brýnir hið háa
Alþingi til þeirra verka.“
Óbreytt frumvarp gerir
sóknardagakerfið að engu
Stjórn Landssam-
bands smábátaeig-
enda vill að boðið
verði upp á tvo jafn-
gilda kosti
ÚR VERINU
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands
hf., VÍS, hefur keypt 100% hlutafjár í
Lyfju hf., fyrir hönd óstofnaðs hluta-
félags síns og annarra fjárfesta. Selj-
andi er Hagar hf. Stefnt er að und-
irritun kaupsamnings 4. júní
næstkomandi en fyrirvari er gerður
um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Í tilkynningu frá VÍS segir að
kaupverðið sé trúnaðarmál. Búið sé
að tryggja fjármögnun vegna samn-
ingsins og sé skuldbinding VÍS að há-
marki 500 milljónir króna. Íslands-
banki hf. hafði milligöngu um
viðskiptin.
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS,
segir að félagið líti á Lyfju sem góðan
fjárfestingarkost. Markmiðið sé að
efla Lyfju enn frekar og muni VÍS fá
fleiri fjárfesta í lið með sér í þeim til-
gangi. Hann vill ekki gefa upp á þessu
stigi hvaða fjárfestar það eru.
Jón Björnsson, forstjóri Haga hf.,
segir að sú ákvörðun að selja Lyfju
hafi verið algjörlega viðskiptalegs
eðlis. Hagar hafi fengið gott tilboð í
félagið sem hafi verið tekið.
Óbreyttur rekstur
Finnur segir að Lyfja sé vaxtarfyr-
irtæki, öflugt og framsækið með hæft
og gott starfsfólk. Fyrirtækið hafi
náð góðum árangri í rekstri á mark-
aði sem flest bendi til að muni vaxa á
næstu misserum.
Hann segir að VÍS hafi óskað eftir
því við Inga Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóra Lyfju, að halda áfram
hjá fyrirtækinu. Hann hafi tekið því
jákvætt en ekki gefið endanlegt svar.
Ætlun VÍS sé að reka Lyfju fyrst um
sinn með algjörlega óbreyttum hætti.
Ingi Guðjónsson og Róbert Melax
stofnuðu Lyfju hf. í apríl 1996 og var
fyrsta verslunin opnuð við Lágmúla í
Reykjavík sama ár. Lyfja hf. og
Lyfjabúðir ehf. sameinuðust í desem-
ber 2000 undir nafni Lyfju. Eftir sam-
eininguna átti Baugur hf., síðar Hag-
ar hf., 55% hlut í félaginu á móti 45%
hlut Inga og Róberts. Hagar eignuð-
ust síðan allt hlutafé í Lyfju í apríl síð-
astliðnum. Lyfja á nú 34 lyfjaversl-
anir og þar af eru 11 á höfuðborgar-
svæðinu. Flestar verslanirnar eru
reknar undir merki Lyfju en nokkrar
undir merki Apóteksins auk annarra
nafna. Stöðugildi í fyrirtækinu eru
alls um 170.
Í tilkynningu frá Högum segir að
sala Lyfju muni styrkja efnahags-
reikning Haga og gera félagið betur í
stakk búið til að takast á við framtíð-
aruppbyggingu. „Fókus félagsins
verður skýrari og Hagar hf. geta nú
einbeitt sér enn frekar að rekstri
smásöluverslunar á sviði matvöru,
fatnaðar og annarrar sérvöru.“
Þegar greint var frá kaupum
Baugs Group á meirihluta í bresku
skartgripaverslanakeðjunni Gold-
smiths í síðustu viku sagði í frétta-
tilkynningu frá félaginu, að vænta
megi þess að umsvif Baugs í Bret-
landi aukist enn og að dregið verði úr
starfsemi á Íslandi. Síðan þá hefur
Baugur selt öll hlutabréf sín í Flug-
leiðum, sem greint var frá í byrjun
þessarar viku. Og nú hafa Hagar, sem
eru í eigu Baugs Group og tengdra
aðila, selt öll hlutabréf sín í Lyfju.
VÍS kaupir allt hlutafé í Lyfju
Salan er algjörlega viðskiptalegs eðlis, segir forstjóri Haga
Morgunblaðið/ÞÖK
Vaxtarfyrirtæki Verslun Lyfju í Lágmúla.
● JÓN Pálmason,
stundum kenndur
við Eignarhalds-
félagið Hof, hefur
verið kjörinn for-
maður stjórnar
Ingvars Helgason-
ar hf. Hann tekur
við af Baldri
Guðnasyni, sem
lét af stjórnarfor-
mennsku um leið og hann gerðist
forstjóri Eimskipafélags Íslands ehf.
Nýr stjórnarformaður
Ingvars Helgasonar
Jón Pálmason
GREININGARDEILD Landsbanka
Íslands spyr í gær í Vegvísi, mark-
aðs- og greiningarriti deildarinnar,
hvort kaup VÍS á Lyfju séu leyfileg.
Segir í Vegvísinum að það sé mat
greiningardeildarinnar að VÍS sé
með kaupunum á Lyfju að færa sig
inn á svið fjárfestingarbanka-
starfsemi. Miðað við þær upplýs-
ingar sem fram komi í tilkynningu
VÍS vegna kaupanna sé erfitt að sjá
að það samræmist lögum sem gilda
um vátryggingastarfsemi. Í þeim
lögum segir að vátryggingafélag
megi ekki reka aðra starfsemi en
vátryggingastarfsemi, nema um sé
að ræða hliðarstafsemi. Sú starf-
semi sem þannig telst leyfileg er
sérstaklega talin upp í lögunum.
Eins og aðrar fjárfestingar VÍS
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS,
segir skrif greiningardeildar
Landsbankans vera grundvallar-
misskilning og stórmerkilegt að
Landsbankinn skuli láta þessi skrif
frá sér fara. „Vátryggingafélag Ís-
lands er ekki að sameinast Lyfju.
Við erum að fjárfesta í félagi sem
ætlar að eiga í Lyfju, nákvæmlega
eins og við eigum hlut í mjög mörg-
um öðrum félögum,“ segir Finnur.
Má þetta?
spyr Lands-
bankinn
● SUNDAGARÐAR hf., sem eiga
kjúklingafyrirtækið Matfugl, hafa
keypt allt hlutafé í Marvali ehf., sem
rekur kjúklingabúið Íslandsfugl á
Dalvík.
Marval tók yfir rekstur kjúklinga-
búsins af þrotabúi Íslandsfugls fyrir
um ári. Í fréttatilkynningu segir að
rekstur í kjúklingaiðnaði hafi verið
erfiður og rekstur Marvals reynzt
þungur, enda rekstrareiningin lítil.
Stefnt sé að því að hagræða í rekstri
með sameiningu rekstrareininga.
Sundagarðar
kaupa Marval
● NÝIR eigendur tóku í gær við iðn-
rekstri SÍBS að Reykjalundi. Nafn nýja
félagsins er Reykjalundur-plastiðn-
aður ehf. Allir 32
starfsmenn iðn-
aðarhluta Reykja-
lundar halda
áfram störfum hjá
nýja félaginu.
Í fréttatilkynn-
ingu frá nýja félag-
inu segir að eftir
samninga-
viðræður SÍBS við
nokkra lykilstarfs-
menn á Reykjalundi sem fengið hafi
til liðs við sig aðra fjárfesta, hafi það
orðið niðurstaða stjórnar Reykjalund-
ar-plastiðnaðar og stjórnar SÍBS að
leita heimildar aukaþings SÍBS til
sölu á iðnrekstri samtakanna. Samn-
ingar milli aðila hafi verið undirritaðir
19. maí sl. og nýir eigendur tekið við
rekstrinum í gær. Haukur Þór Hauks-
son er einn nýju eigendanna og hefur
verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri
Reykjalundar-plastiðnaðar. Haukur
rak m.a. áður Borgarljós og var for-
maður Samtaka verzlunarinnar, en
hefur undanfarin ár lagt stund á MBA-
nám og stundað eigin fjárfestingar.
Haukur segir í samtali við Morg-
unblaðið að nýju eigendurnir hafi
mikla trú á rekstrinum og vilji efla
hann eins og hægt sé. „Við erum að
setja hér inn verulegt fjármagn og er-
um komnir hér til að gefa í, en ekki til
að draga úr. Það er mikil þekking í
þessu fyrirtæki, langur starfsaldur,
mikill metnaður og mjög góður tækja-
búnaður,“ segir Haukur.
Rekstur Reykjalundar-plastiðnaðar
ehf. verður áfram í húsnæði að
Reykjalundi í Mosfellsbæ. Helstu
verkefni fyrirtækisins eru framleiðsla
og sala á plastumbúðum og plaströr-
um. Einnig rekur fyrirtækið innflutn-
ingsdeild sem m.a. flytur inn og dreifir
LEGO-leikföngum.
Nýir eigendur plast-
iðnaðar á Reykjalundi
Haukur Þór
Hauksson
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI