Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Guð er farinn að mála, segja krakkarnir,
hann er búinn að mála túnin fagurgræn og
byrjaður á úthaganum. Inná milli snýr hann
sér að trjánum og fær sér svo gulan lit og
málar einn og einn fífil, páskalilju og túl-
ípana. Um nætur laumast hann stundum til
að fá sér hvítan lit og fer eina umferð yfir
jöklana og setur smá á fjallstoppana, bara
svona til að skerpa línurnar enn frekar.
Í hverjum landshluta fylgir vorinu ákveð-
inn blær. Hér eru það stórar dráttavélar
sem keyra um sveitina með stór herfi á eftir
sér. Áburðarsekkir eru fluttir á bæina,
bændurnir á kafi í sauðburði og hafa ekki
tíma til að sinna neinu öðru, litlu lömbin og
kýrnar komnar út í haga.
Móttaka ferðamanna er undirbúin hjá
þeim sem sinna ferðaþjónustu. Nú er aldeil-
is búið að flikka uppá Hlíðarenda, komin
sjálfsafgreiðsla þannig að margfalt fleiri
geta nú staldrað við og fengið sér pulsu og
kók og bland í poka. Hinum megin við veg-
inn í gamla póst- og símahúsinu eru nýir íbú-
ar farnir að hreiðra um sig, ætla víst að reka
þar kaffihús og selja leirvörur. Fyrirtækið
ber heitið „Kaffi Eldstó“. Alltaf gleðilegt
þegar gömul hús fá nýtt hlutverk og að fólk
skuli hafa áræði til að hrinda hlutum í fram-
kvæmd og trúa á framtíðina.
Í Sögusetrinu er allt á fullu. Þar á að opna
Ormsgarð sem verður víkingagarður fyrir
krakka og einnig er búið að innrétta þar
myndlistargallerí sem verður opnað bráð-
lega með sýningu listamannsins Jónda í
Lambey. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er
að flytjast í húsið.
Krakkarnir í Hvolsskóla bíða líka eftir að
komast út í vorið. Að afloknum prófum
verða frjálsir dagar í skólanum. Þeir verða
svo frjálsir að þá verður frjáls mæting en
áhersla verður lögð á útivist og náttúruna og
er búið að skipuleggja fjallgöngur og ferða-
lög um allt sveitarfélagið.
Segja má að vegir ljóðanna séu órann-
sakanlegar. Í haust tóku krakkarnir í 10.
bekk í Hvolsskóla þátt í ljóðasamkeppni sem
haldin var á vegum bókasafnanna í landinu.
Gekk krökkunum svo vel að 6 þeirra fengu
birt ljóð í bók. Á næstunni munu Hafnfirð-
ingar geta lesið rangæskt ljóð í sundlauginni
sinni. En 10. bekkingurinn Einar Vignir
Baldursson á eitt ljóðanna sem verða á floti í
sundlauginni í ljóðaviku þeirra. Ljóðið
fjallar um ástina sem getur verið jafnmikið
kraftaverk og sjálft vorið.
RANGÁRÞING EYSTRA
EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR
FRÉTTARITARA
Úr
bæjarlífinu
Foreldrar unglinga í9. bekk Grunnskól-ans á Ísafirði héldu
foreldrafund 13. maí sl. til
að ræða sameiginleg mál
og var eftirfarandi ályktun
gerð:
„Foreldrar unglinga í 9.
bekk Grunnskólans á Ísa-
firði leggja áherslu á þá
skyldu foreldra að virða
útivistartíma barna og að
leyfa ekki eftirlitslaus sam-
kvæmi í sínum húsum. Nú
þegar sumarið er í nánd er
mjög mikilvægt að for-
eldrar eyði tíma með börn-
um sínum. Einnig mótmæl-
um við því harðlega að
foreldrar eða aðrir full-
orðnir einstaklingar kaupi
áfengi fyrir börnin okkar.
Við hvetjum aðra foreldra
til að gera slíkt hið sama.“
Tími með
börnunum
SILJA Rós Auðunsdóttir,
11 ára stúlka frá Böð-
móðsstöðum í Blá-
skógabyggð, hélt sína
fyrstu málverkasýningu
nú á dögunum á Laug-
arvatni. Sýningin var
haldin í einni af þremur
nýjum íbúðum sem til
sýnis voru að Háholti 10.
Tvær myndlistarkonur,
þær Guðrún Matthías-
dóttir og Erna Hrönn Ás-
geirsdóttir, sýndu í hin-
um íbúðunum. Silja Rós
hefur stundað einkanám
hjá Guðrúnu í málun og
teikningu síðustu tvö ár.
Mogunblaðið/Kári Jónsson
Guðrún Matthíasdóttir, Silja Rós Auðunsdóttir og Erna
Hrönn Ásgeirsdóttir við nokkrar af myndum Silju.
11 ára listmálari
Brúðkaup Friðrikskrónprins og Mar-íu Donaldson, sem
búsett var í Ástralíu,
vakti athygli í Mývatns-
sveit, þar sem Friðrik
Steingrímsson orti um
nafna sinn:
Nú er skipt í náttgírinn
nú er klippt á helsi,
nú er giftur nafni minn
nú er hann sviptur frelsi.
Jón Ingvar Jónsson vakti
máls á því að Friðrik
krónprins hefði gifst and-
fætlingi:
Ástralskt víf hann Friðrik fékk,
fagurt mjög og göfugt.
Brúðkaupsnóttin brösugt gekk
því bæði sneru öfugt.
Ólafur bóndi í Forsæludal
orti þegar móðir hans
spurði hvernig hefði ver-
ið á fundi á Blönduósi og
á vísan vel við á öllum
tímum:
Ég hef fundi átt í dag
með ýta kindum
alsjáandi á eigin hag
en annars blindum.
Brúðkaup
pebl@mbl.is
Á STÓRUM vinnustað eins og Landspítala
– háskólasjúkrahúsi eru handtökin mörg á
hverjum degi og í mörg horn að líta. Í sam-
antekt í ársskýrslu LSH er að finna sýn-
ishorn af viðfangsefnum. Á venjulegum
virkum degi á spítalanum:
Er tekið á móti 182 einstaklingum á
slysa- og bráðamóttökum.
Koma 1.199 sjúklingar á dag- og göngu-
deildir.
Eru 900 sjúklingar á legudeildum.
Fæðast 8 börn.
Fara 53 sjúklingar í skurðaðgerð.
Eru 60 sjúklingar svæfðir eða deyfðir af
svæfingalæknum.
Eru 48 sjúklingar á vöknun í eftirliti eft-
ir skurðaðgerð.
Eru gerðar 382 röntgenrannsóknir.
Fá 330 sjúklingar meðferð hjá sjúkra-
þjálfurum og iðjuþjálfum.
Er lyfjakostnaður 6,9 milljónir króna.
Vitjar sjúkrahústengd heimaþjónusta 16
sjúklinga.
Gefa 74 einstaklingar blóð.
Framreiðir eldhúsið 4.508 máltíðir.
Falla til tæp 6,6 tonn af sorpi.
Eru 5.565 rannsóknir gerðar á rann-
sóknarstofum spítalans.
Sinna prestar skjólstæðingum sínum í
18 sálgæslusamtölum.
Þvær þvottahús LSH 4,4 tonn af þvotti.
Fá viðskiptavinir bókasafnsins 317 raf-
rænar og prentaðar tímaritsgreinar.
Er þjónustuver upplýsingatæknisviðs
120 sinnum beðið um þjónustu.
Þarf að þvo, þurrka, pressa og brjóta
saman um 4800 flíkur/lín.
Eru um 4000 póstsendingar afgreiddar.
Fara matarvagnar frá eldhúsi í 216 ferð-
ir á deildir.
Kaupir eldhúsið matvæli fyrir um 1,4
milljónir króna.
Mörg hand-
tök á stórum
vinnustað
Morgunblaðið/Þorkell
Laxamýri | Vorþema hefur staðið yfir í Hafra-
lækjarskóla í Aðaldal en þá fá nemendur að
kynnast hinum ýmsu störfum á bæjunum í ná-
grenninu.
Þessi árlega tilbreyting hefur mælst mjög vel
fyrir enda margt áhugavert að gerast í sveit-
unum þegar líður á maímánuð.
Agla Bettý Andrésdóttir, sem býr í Laxár-
virkjun, var ein af þeim sem voru himinsæl með
þessa daga, en hún fór á tvo bæi og kynntist
m.a. girðingarvinnu, sem henni fannst verulega
skemmtilegt verk og góð útivist. Agla flutti í Að-
aldal sl. haust og segist hún vera mjög ánægð í
skólanum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gaman í girðingarvinnu
Vorið
Eskifjörður | Það er eitthvað nota-
legt við að eiga sér blómum skrýtt
hreiður við útidyrnar hjá gömlu
kempunni honum Dóra Friðriks á
Eskifirði. Í það minnsta virðast
ungu þrastahjónin, sem verpa nú
annað árið í röð framan við úti-
dyrnar hjá þeim Halldóri Friðriks-
syni og Hansínu Halldórsdóttur
álíta að svo sé og láta sér hvergi
bregða við umgang góðs fólks ná-
lægt hreiðurstæðinu.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Hreiðurgerðin blómstrar