Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 21 Heilsudagur Lífís er haldinn í dag í samstarfi við Hjartavernd og Kraft - stuðningsfélag. Lífís verður með kynningu í World Class í Laugum og á kynningarbás VÍS í Smáralind. Af því tilefni verða fulltrúar Hjartaverndar á staðnum og bjóða gestum upp á mælingar á blóðþrýstingi og kólesteróli, ásamt fræðslu. Jafnframt munu fulltrúar frá Krafti kynna starf félagsins og öflugt forvarnarstarf gegn krabbameini. World Class, Laugum: kl. 10:00-12:00 Smáralind, kynningaraðstaða VÍS og Lífís: kl. 13:00-16:00 Ekki láta tening örlaganna ráða úrslitum um hvaða stefnu líf þitt tekur. Taktu ábyrgð á þínu lífi. Velkomin í mælingu í boði Lífís. Ertu með öll spilin á hreinu? Kíktu í mælingu í dag í boði Lífís og fáðu það á hreint hvernig líkamsástand þitt er. Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur Vátryggingafélag Íslands · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Þjónustuver 560 5000 · www.vis.is Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Íslands hf. · www.lifis.is Hverfafundir í Hafnarfirði | Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur boðað til hverfafunda dagana 24.–27. maí, eins og fram kemur á heimasíðu Hafnar- fjarðarbæjar. Lögð verður áhersla á að gefa bæjarbúum tækifæri á að koma fyrir- spurnum á framfæri til bæjarstjóra og forvitnast um hin ýmsu málefni Hafnar- fjarðarbæjar. Fjallað verður um helstu framkvæmdir í bænum, bæði í máli og mynd- um. Fyrsti fundurinn verður hinn 24. maí fyrir íbúa norður- og vesturbæjar, í Skátaheimilinu Hraunbyrgi við Hjallabraut. Hinn 25. maí verður fundur fyrir íbúa miðbæjar, Hrauna og Setbergs í Íþróttahúsinu við Strandgötu, hinn 26. maí á Kænunni fyrir íbúa Hvaleyrarholts og suðurbæjar og loks hinn 27. maí fyrir íbúa Áslands og Valla, á Ásvöllum. Allir fundirnir hefjast klukkan 20.    Reykjavík | Ástand verslunarmála við Lauga- veg virðast í góðu fari, miðað við vettvangsferð blaðamanns Morgunblaðsins í kjölfar lokunar verslunarinnar Drangeyjar, sem starfað hefur við Laugaveginn í rúmlega 60 ár. Einstaka verslunarhúsnæði má sjá autt, og nokkuð af því hefur staðið autt í langan tíma. Annað hús- næði hefur nýlega verið tæmt eða er að skipta um eigendur. Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgarinnar, segir að gerðar hafi verið kannanir á stöðu verslunar í miðborginni á undanförnum árum, og næsta könnun verði líklega framkvæmd í haust. Hún segir þó- nokkra breytingu vera á verslunum í miðborg- inni og búðir komi og fari. „Heildarbreytingin er þrátt fyrir það ekki mikil, þar sem ný búð kemur í stað annarrar, og búðir stækka við sig sem getur þýtt að verslunum fækki,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið. Fólk horfir öðrum augum á miðborgina en aðra kjarna Kristín segir áberandi í umræðunni að al- menningur velti mun meira fyrir sér stöðu verslunar í miðborginni en í öðrum verslunar- kjörnum. „Það tel ég sýna hve mikla umhyggju fólk ber fyrir miðborginni. Fólk er mjög já- kvætt gagnvart miðborginni og í rannsóknum okkar má sjá að sífellt fleiri koma í miðborgina. Þar ræður fjölbreytnin ríkjum, og fólk fer í mjög fjölbreyttum tilgangi í miðborgina,“ segir Kristín. Nokkuð af húsnæði við Laugaveg hefur staðið autt í langan tíma, en einungis verið nýtt undir tímabundnar sýningar eða þess háttar. „Sumt af þessu húsnæði hentar ekki nútíma- verslunarrekstri eða að flóknari ástæður liggja að baki,“ útskýrir Kristín. Ef farið er af Laugaveginum niður á Hverf- ur í vanda meðan á þeim stóð, en nú sé fram- kvæmdum lokið og göturnar mun glæsilegri á að líta. „Til dæmis má nefna, að eftir endur- gerð Skólavörðustígs hefur líf við götuna blómstrað sem aldrei fyrr,“ segir Kristín. Sömuleiðis segir hún að aðilar hafi haft sam- band í leit að verslunarhúsnæði við Laugaveg- inn, og það sé merki um að ásókn sé að aukast. Þar sé mikilvægt að skoða vel alla möguleika sem stuðli að uppbyggingu svæðisins. isgötu virðist staðan þar ekki vera nægilega góð. „Hverfisgatan er mjög erfið gata, sérstak- lega vegna umferðarinnar. Einnig hefur hún staðið í skugganum af Laugaveginum alla tíð sem verslunargata, og því er ekki auðvelt að breyta,“ segir Kristín. Uppgangur í kjölfar endurbóta Kristín segir endurbæturnar á götum mið- bæjarins vissulega hafa sett verslunareigend- Nokkur hreyfing á húsnæði við Laugaveg Morgunblaðið/Ásdís Nokkuð af stærra húsnæði hefur staðið autt í nokkurn tíma við Laugaveginn. Sundabraut | Skýrsla um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda við Sundabraut liggur nú frammi til kynningar í Aðalsafni, Folda- safni og Sólheimasafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Skipulagsstofnun hóf í gær at- hugun á mati á umhverfisáhrifum vegna 1. áfanga Sundabrautar í Reykjavík, samkvæmt vef Reykjavíkurborgar. Innan fyrsta áfanga telst tenging brautarinnar við Sæbraut, þver- un Kleppsvíkur og tenging við Hallsveg aust- an Kleppsvíkur að gatnamótunum við Strand- veg. Í matsskýrslu vegna athugunarinnar voru skoðaðir ýmsir þættir sem gætu valdið um- hverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar. Þar voru til dæmis athuguð áhrif afrennslis frá mannvirkjum, loftmengun, gruggmyndun í sjó og áhrif á hafstrauma, náttúruminjar, hljóðvist, lækkun grunnvatns, gróðurfar og dýralíf. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmd- ina og leggja fram athugasemdir. Þær þurfa að vera skriflegar og hafa borist skipulags- stofnun fyrir 2. júlí 2004. Gert er ráð fyrir að Skipulagsstofnun muni skila úrskurði sínum fyrir 30. júlí 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.