Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 23
Ljósmynd/Dagný Gísladóttir
Lokbrá: Stefán Bjarkason hugmyndasmiður
og Sigurjón Þórðarson þúsundþjalasmiður við
körfuna sem þeir hönnuðu.
Reykjanesbær | Karfan Lokbrá var í gær sett
upp við 88. húsið í Reykjanesbæ og tekin í
notkun í tilraunaskyni. Hún er þeim eig-
inleikum gædd að hún lokast sjálfkrafa á
kvöldin og opnast aftur á morgnana þannig
að nágrannar eiga síður að verða fyrir ónæði
á ókristilegum tíma.
Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri
menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjanesbæjar, á hugmyndina að Lokbrá.
Stefán segir að oft rekist hagsmunir íbúa í
hverfunum á, sumir óski eftir að fá settar
upp körfur fyrir börnin og aðrir kvarti undan
ónæði sem skapist af því að börn og ungling-
ar séu að leika sér þar lengi fram eftir kvöldi
eða fram á nótt og raski þannig svefnfriði.
Hann segir að ekki sé hægt að verða við ósk-
um íbúanna um að setja upp körfur nema all-
ir séu sammála um það. Oft strandi það á ein-
um eða fáum. Því hafi hann farið að velta því
fyrir sér hvort ekki væri hægt að hanna
körfuhring sem hægt væri að loka á
ákveðnum tímum. Fékk hann frumkvöðla-
styrk frá Iðntæknistofnun til að útfæra hana
og gerði það í samvinnu við Sigurjón Þórð-
arson, vélsmið í Smiðjunni.
Lokun körfunnar er stillt samkvæmt
klukku og geta nágrannar ákveðið hvenær
hún er opin. Á fyrirframákveðnum tíma lyft-
ist hringurinn upp að spjaldinu og fellur svo
aftur niður morguninn eftir. Orkuna fær
Lokbrá úr sólarorkuspjaldi sem komið hefur
verið fyrir aftan á körfuspjaldinu.
Karfan sem sett var upp við 88. húsið í gær
og Eva Stefánsdóttir, dóttir Stefáns og fyrr-
verandi landsliðskona í körfuknattleik, vígði,
verður opin frá klukkan átta á morgnana og
fram til tíu á kvöldin. Ef búnaðurinn reynist
vel, sem Stefán er raunar viss um, verður
unnt að framleiða fleiri og geta íbúar sótt um
að fá körfur í hverfin.
Stefán segir að verkefnið, að þróa Lokbrá,
hafi tekið langan tíma af ýmsum ástæðum en
það hafi verið skemmtilegt.
Körfuhringur sem
lokast á nóttunni
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 23
Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 8,00%
5 ár 19.050 19.300 19.570 20.040 20.280
15 ár 8.120 8.410 8.710 9.270 9.560
30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 7.340
40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 6.950
2 4.500 4.960 5.420 6.250 6.670Afborgunar-laust *
*1 Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Stokkaðu upp fjármálin
Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar-
bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við
skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur
fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign.
Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig
hentug leið fyrir þá sem standa í húsbyggingum eða fasteignakaupum.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla
13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
www.frjalsi. is
– með hagstæðu fasteignaláni
Hólmgeir Hólmgeirsson, rekstrarfræðingurer
lánafulltrúi á viðskiptasviði.
50%
afsláttur álántökugjalditil 1. júlí
H
im
in
n
o
g
h
a
f.
Ragnheiður Þengilsdóttir,
viðskiptafræðingur, er lánafulltrúi á viðskiptasviði.
Reykjanesbær | Sala á eignum
Reykjanesbæjar hefur skilað sér í
bættri skuldastöðu bæjarsjóðs og
fyrirtækja hans. Kemur þetta
fram í greinargerð um reikninga
ársins sem birt er á vef bæjarins.
Ársreikningur Reykjanesbæjar
fyrir árið 2003 var lagður fram til
fyrri umræðu á fundi bæjarstjórn-
ar í vikunni og samþykktur til síð-
ari umræðu sem fram fer 1. júní
næstkomandi.
Samkvæmt reikningnum voru
hreinar skuldir bæjarsjóðs, það er
að segja heildareignir þegar pen-
ingalega eignir hafa verið dregnar
frá, tæpar 30 þúsund kr. á íbúa um
áramót sem er umtalsvert lægra
en hjá þeim sveitarfélögunum sem
tekin eru til samanburðar. Fram
kemur í greinargerðinni að þessi
samanburður gefi betri mynd af
skuldastöðu bæjarsjóðs en saman-
burður á heildarskuldum því þann-
ig sé tekið tillit til veltufjármuna
og þeirra krafna sem bærinn á úti-
standandi.
Þrjátíu milljóna króna tap varð
á rekstri bæjarsjóðs árið 2003, að
því er fram kemur. Heildartekjur
bæjarsjóðs námu 4.153 milljónum
kr. en heildarútgjöld ársins 4.184
milljónum. Þetta er 500 milljónum
kr. betri niðurstaða en endurskoð-
uð áætlun gerði ráð fyrir og 138
milljónum kr. betri niðurstaða en
árið áður. Tap samstæðu, bæjar-
sjóðs og stofnana, nam 89 mkr.
sem er 600 milljónum kr. betri af-
koma en áætlun gerði ráð fyrir og
217 milljónum kr. betri afkoma en
árið á undan.
Helsta skýring á bættri afkomu
er söluhagnaður fasteigna upp á
858 milljónir kr. Á móti kemur að
bæjarsjóður tekur á sig óvænta
hækkun lífeyrisskuldbindinga upp
á 214 milljónir. Þá eru laun og
launatengd gjöld 43 milljónir kr.
umfram áætlun svo og vöru- og
þjónustukaup um 154 milljónir.
Eignir og skuldir minnka
Í ársreikningi bæjarsjóðs kemur
fram að skuldir hafa lækkað úr 515
þúsund kr. á íbúa í 388 þús. kr.,
eða um 127 þús. kr. á íbúa. Eignir
á hvern bæjarbúa eru 732 þúsund
kr. í árslok 2003 en voru 865 þús-
und kr. árið áður.
Í samstæðureikningi bæjarsjóðs
og stofnana hans kemur fram að
skuldir hafa lækkað frá fyrra ári
úr 767 þúsund kr. á íbúa í 689 þús.
kr., eða um 78 þús. kr. á íbúa.
Eignir samstæðu lækka á milli ára
um 36 þús. kr. á íbúa og eru nú
1.011 þús kr. á hvern íbúa bæj-
arins.
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs
hækkar úr 40% í 47% á milli ára og
eiginfjárhlutfall samstæðu hækkar
að sama skapi úr 27% í 32%. Þetta
hlutfall gefur til kynna hversu hátt
eigið fé er í hlutfalli við heildar-
fjármagn sveitarfélagsins. Eigin-
fjárhlutfall upp á 47% þýðir að
hlutfall skulda í heildarfjármagni
er 53%. Hátt hlutfall gefur þannig
til kynna að sveitarfélagið er fjár-
hagslega betur statt til að mæta
erfiðleikum og taprekstri, segir í
greinargerð vegna framlagningar
ársreiknings.
Sala eigna bætir fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar samkvæmt ársreikningi
Afkoma batnar og skuldir lækka
Jón Ólafsson í Duus | Jón Ólafsson
heldur tónleika í Duushúsum í Keflavík
næstkomandi sunnudag klukkan 21.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Jóns
um landið þar sem hann kynnir nýjan
geisladisk. Hann leikur eigin tónlist og
spjallar við gesti.
Sólbrekkubraut opnuð | Fyrsta bikar-
keppni sumarsins í mótorhjólatorfæru fer
fram í Sólbrekkubraut við Grindavíkurveg
í dag. Er þetta jafnframt vígslumót braut-
arinnar.
Vélhjólamenn hafa lengi æft sig á Broad-
street-svæðinu en það er fyrst nú að fengist
hafa nauðsynleg leyfi til að reka þar æf-
inga- og keppnisbraut. Keppni á minni hjól-
unum hefst upp úr klukkan tíu í dag og í
öðrum flokkum klukkan 13 og þá verður
brautin jafnframt opnuð formlega.
Reykjanesbær | Ingi Gunn-
arsson sigraði á vormóti eldri
borgara í billjarði sem haldið
var í félagsmiðstöðinni Fjör-
heimum í Reykjanesbæ á dög-
unum.
Sextán tóku þátt í mótinu og
hart barist. Valdimar Axelsson
varð annar og Jón Olsen þriðji.
Ingi er hér á milli þeirra Jóns
og Valdimars en lengst til
hægri er Gunnar Jónsson sem
veitt voru verðlaun fyrir miklar
framfarir í vetur.
Ingi sigraði
á vormóti
Vatnsleysuströnd | Hámarkshraði hefur
verið lækkaður á Vatnsleysustrandarvegi,
úr 90 km á klukkustund í 70 km. Hrepps-
nefnd, krakkar í vinnuskólanum og fleiri
höfðu skorað á yfirvöld að breyta þessu.
Vatnsleysustrandarvegur liggur frá
þorpinu í Vogum, eftir ströndinni og inn á
Reykjanesbraut við Kúagerði. Þetta er
malbikaður vegur, nokkuð krókóttur og
mjór. Þegar hámarkshraðamerki var sett
upp fyrir rúmu ári kom skýrt í ljós að
þarna mátti aka á 90 km hraða en ekki 70
km eins og margir virtust halda. Ýmsir
heimamenn töldu veginn ekki bera þenn-
an hraða og að svo mikill hraði skapaði
slysahættu. Skoraði hreppsnefndin á yf-
irvöld að lækka hámarkshraðann en fékk
ekki undirtektir.
Krakkar í vinnuskóla Vatnsleysu-
strandarhrepps, sem í fyrrasumar unnu
við umhverfisstörf í nágrenni vegarins,
skoruðu á yfirvöld að lækka hraðann.
Rann þeim til rifja hversu margir fuglar
urðu fyrir bílum. Stór varplönd kríu eru í
nágrenni vegarins.
Nú hefur samgönguráðuneytið, að til-
lögu vegamálastjóra, ákveðið að lækka
hámarkshraðann niður í 70 km og lagt
fyrir stofnanir að breyta umferðar-
merkjum í samræmi við það. Hreppsnefnd
Vatnsleysustrandarhrepps fagnaði því á
síðasta fundi að málið skyldi loksins kom-
ið í höfn.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Baráttumál
vinnuskólans í höfn
Keflavík | Anna Þóra Þórhallsdóttir var kosin
formaður Leikfélags Keflavíkur á aðalfundi fé-
lagsins sem nýlega var haldinn og tekur hún við
af Jóni Marinó Sigurðssyni.
Varaformaður er nú Davíð Örn Óskarsson en
Ómar Ólafsson var endurkjörinn gjaldkeri. Þá
var Sólrún Steinarsdóttir kosin ritari, Alex-
andra Ósk Sigurðardóttir meðstjórnandi og
Brynja Aðalbergsdóttir og Kristín Rúnarsdótt-
ir varamenn.
Þess er getið í frétt á heimasíðu Leikfélags-
ins að Guðný Kristjánsdóttir, sem lengi hefur
verið í stjórn félagsins, hafi ekki gefið kost á sér
til setu í stjórn en lýst yfir áhuga á að vera í for-
svari fyrir Frumleikhúsið.
Nýr formaður
Leikfélags