Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 25

Morgunblaðið - 22.05.2004, Side 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 25 HVERFI með íbúðum fyrir aldraða á Sauðárkróki gæti orðið fyrirmynd að álíka uppbyggingu í öðrum sveit- arfélögum, en byggingafélagið Bú- höldar hafa nú reist samtals 20 íbúð- ir við tvær götur fyrir eldri borgara sem njóta mikilla vinsælda í bæjar- félaginu. Búhöldar er félag eldri borgara sem hefur það markmið að reisa hús fyrir félagsmenn á Sauðárkróki. Fé- lagið hefur verið starfrækt á Sauð- árkróki frá árinu 2000, og eru sveit- arfélög í öðrum landshlutum nú farin að sýna verkefninu áhuga. Þórður Eyjólfsson, formaður Búhölda, segir það henta vel að fá einkafélag í verk- efni af þessu tagi, hægt sé að gera hluti sem opinberar stofnanir eigi erfiðara með, eins og að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnu á meðan verk- efnið er að komast af stað. Húsin eru öll timburhús, flest eru parhús og fylgir flestum íbúðum bíl- skúr sem er á milli íbúðanna. Hver íbúð er um 100 fermetrar auk rúm- góðs bílskúrs. Þetta er í raun eins og að vera í einbýli, enda hefur það komið vel í ljós að margt fólk á þess- um aldri vill frekar vera í eigin húsi en blokkaríbúð, segir Þórður. Hann segir menn að sjálfsögðu hafa frjálst val, þeir sem vilji eigið hús fái það og þeir sem vilji blokkaríbúð geti það líka. Hann segir einn kostinn, sem talsvert sé litið til, við eigið hús vera að þar sé allt á einni hæð og engir stigar. Góð staðsetning skiptir miklu Þórður segir að upphaflega hug- myndin hafi verið sú að byggja ná- lægt heilsugæslunni, sundlauginni og íþróttaaðstöðunni, og ekki spilli fyrir að staðurinn sé fjarri skarkal- anum. Svo segir hann þetta hafa undið upp á sig, 20 íbúðir hafa þegar verið afhentar og fjórar til viðbótar á leiðinni og því orðið til lítið hverfi í bæjarfélaginu. Mikill samgangur er milli húsa í hverfinu, og segir Þórður það hafa ótvíræða kosti að byggja öll húsin saman í stað þess að dreifa þeim um bæinn. „Við erum þannig margir á þessu aldursskeiði að við eigum betri samleið heldur en yngra fólk sem er úti að vinna á daginn. Það er ákaf- lega góð samstaða hjá fólkinu, góð samvinna. Ef fólk vill hittast og spila eða kíkja inn í kaffi þá er það lítið mál.“ Hverfi fyrir eldri borgara á Sauðárkróki fyrirmynd Nýtur vinsælda bæjarbúa Vinsæll kostur: Íbúðirnar í húsunum eru aðskildar með bílskúrum. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fagnað: Hópur verktaka sem unnið hafa fyrir Búhölda á liðnum árum í hófi þegar því var fagnað að tuttugasta íbúð félagsins verður senn afhent. Þórshöfn | Fjörugur barnahópur kom saman í íþróttamiðstöðinni með mæðrum sínum í liðinni viku, en það voru þau börn sem fæddust árið 2003 í Þórshafnar- og Svalbarðshreppi. Í árganginum eru þrettán börn og níu af þeim gerðu sér glaðan dag í íþróttahúsinu með mæðr- um og systkinum og fóru í sund að fundi loknum, en fjögur vantaði í hópinn. Ungu mæðurnar hafa nú lagt sitt af mörkum til fjölgunar í byggðarlaginu og ein þeirra myndarlega því hún eignaðist tvíbura. Íþróttamiðstöðin þótti ákjósanlegur staður fyrir fyrsta samfund barnanna sem væntanlega eiga eftir að eyða þar miklum tíma í framtíðinni, líkt og eldri börnin gera í dag. Morgunblaðið/Líney Barnamót: Árgangur 2003 hittist í íþróttahúsinu með foreldrum og systkinum. Ungbarnafjör í íþróttahúsinu á Þórshöfn Eskifjörður | Þorsteinn Helgi Ár- björnsson tenórsöngvari heldur tón- leika í Kirkju- og menningar- miðstöðinni Eskifirði nk. sunnudag. Hann hefur undanfarið ár stundað söngnám við Oklahoma University í Bandaríkjunum og reiknar með að vera þar við nám næstu þrjú til fjögur árin. Þorsteinn Helgi fer aftur utan í júníbyrjun og þá til Kaliforníu, í tveggja mánaða einkaskóla til bandarísku óperusöngkonunnar Marilyn Horn. Hann komst þar inn ásamt um tuttugu öðrum söngnem- endum en tvö þúsund umsækjendur þreyttu inntökupróf. Á efnisskrá tónleikanna eru ís- lensk, þýsk, ítölsk og frönsk ein- söngslög og aríur og er undirleikari Ólafur Vignir Albertsson. Tónleik- arnir hefjast kl. 16. Einsöngstónleikar á Eskifirði Syngur fyrir sitt fólk: Þorsteinn Helgi Árbjörnsson. Vestmannaeyjar | Með skemmtilegri og fjölbreyttari myndlistarsýningum í Eyjum er þegar nemendur myndlistarskólanna sýna afrakstur vetrarins. Nem- endasýning Bennós var þar engin undantekning en hún var í Vélarsal Listaskólans fyrir skömmu. Þetta var í fjórða skiptið sem nemendur Bennós sýna það sem þeir hafa komið frá sér á námskeiðum vetrarins. Breiddin er mikil því þarna sýndi fólk allt frá grunnskólaaldri upp í ellilífeyrisþega. Þeir hafa stundað máleríið misjafnlega lengi og sumir hafa verið frá því Bennó byrjaði með námskeiðin. Sýn- endur voru 18 að þessu sinni og sýndu í allt um 200 myndir. Viðfangsefnin voru eins mörg og myndirnar á veggjunum og mest bar á olíumálverkum. Það er ekki bara að fjölbreytnin veki athygli heldur líka framfarir þeirra sem hafa verið hvað lengst á nám- skeiðunum. Og það sýnir sig líka að það blundar Kjarval í fleirum en margan grunar. Myndlistarmenn leynast víða Fríða Sigurðardóttir kemur víða við í leit að mótívum. Ræktun í Hoffellsá | Stefnt er að stofnun sérstaks félags um ræktun Hoffellsár, segir á vefnum horn.is. Þetta verður rætt á aðalfundi Veiði- félags Hornafjarðar sem haldinn verður á morgun, laugardag. Fundurinn verður haldinn í Mána- garði og hefst kl. 14. Formaður Veiðifélagsins er Sigurður Sigfinns- son í Stórulág. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.