Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 26
Víetnam: Með Pyton-kyrkislöngu um hálsinn á eyju í Mekong-fljóti.
Brasilía: Einar Þorsteinsson í
seiðandi dansi við brasilíska
blómarós í Ríó de Janeiro.
Ítveggja herbergja íbúð í Breið-holti rennur það nokkuð fljóttupp fyrir gestum að þar býrvíðreistur ferðalangur. Uppi
um alla veggi hangir fjöldi ljósmynda,
sem húsráðandinn hefur tekið, frá
fjölmörgum heimshornum og í holi
hangir húfusafnið hans Einars Þor-
steinssonar málarameistara. Auk
þessa segist hann svo eiga ógrynni af
bolum frá hinum og þessum stöðum.
Óhætt er að segja að áhugamál
númer eitt, tvö og þrjú hjá Einari séu
ferðalög, mannlíf og ljósmyndun
þeim tengd, en það var ekki fyrr en
árið 1993, þegar Einar var 47 ára að
aldri, að hann lagði upp í sína fyrstu
langferð utan Evrópu. Síðan hefur
hann lagt í langferðir á hverju hausti,
stundum eina og stundum tvær, og er
alls ekki á þeim buxunum að hætta
því í bráð. „Ég dunda mér við það í
ellinni að telja þessi lönd saman. Það
ætti ekki að vera mikið mál því ferða-
sögurnar eru skráðar í öll albúmin,“
segir Einar og bendir á stóran
albúmastafla á gólfinu. Hvert
albúm er tileinkað ákveðnum
stað og geymir, auk ljós-
mynda og skrifaðs texta,
kort af viðkomandi landi,
myntsýnishorn og far-
þegalista.
Einar hefur alla tíð verið
einhleypur, en bjó með
móður sinni þangað til fyrir
tíu árum er hún féll frá.
„Það tók mig svo fimm ár að
átta mig á því að skynsamlegt
væri að minnka við mig. Ég
seldi stóra íbúð í Kópavogi og
keypti þrefalt minni íbúð í Reykja-
vík og fór að ferðast. Ég hef aldrei
haft það betra.“
Fram að kaflaskiptunum í lífi Ein-
ars hafði hann ferðast talsvert innan-
lands og um Norður-Evrópu. „Ég var
svolítið veikur fyrir íslenska hálend-
inu og hef haft hvað mesta unun af
norðausturhorninu. Askja, Herðu-
breiðarlindir, Mývatn, Jökuls-
árgljúfur og Ásbyrgi eru mínir uppá-
haldsstaðir enda var ég sendur tíu
ára á bæinn Hólsel á Hólsfjöllum í
N-Þingeyjarsýslu til að mannast. Nú
orðið langar mig ekkert úr bænum
um helgar því ég nenni ekki að keyra
í bílalest. Sumarbústaðir finnast mér
vera þrælabúðir og þaðan af síður hef
ég viljað sjá fellihýsi og tjaldvagna.“
Stokkið til Kína
„Árið 1993 var ég að spá í ferð til
Ítalíu, en það var svo alltaf að þvælast
fyrir mér bæklingur með Kínaferð og
því oftar sem ég opnaði þann bækling
fór ég að sannfæra mig um að auðvit-
að væri það mjög rökrétt að stökkva
til Kína á meðan aldur og heilsa
leyfði. Alltaf yrði hægt að fara til Ítal-
íu. Síðan hef ég tvívegis farið til Kína,
en aldrei komið til Ítalíu.“
Einar hefur nú komið til allra
heimsálfa að undanskilinni Ástralíu
og Suðurskautslandinu og segir hann
erfitt að gera upp á milli landa, en þó
finnst honum að Suður-Ameríka sé sá
heimshluti sem hafi heillað sig hvað
mest. Þar hefur hann sótt heim Arg-
entínu, Brasilíu, Ekvador og Chile.
„Rio de Janeiro er ævintýralega fal-
leg borg og Buenos Aires er eins og
stækkuð útgáfa af París. Annars eru
svo margir og ólíkir hápunktar í
hverri ferð að samanburðurinn verð-
ur erfiður.“
Einar segist vera með Norð-
urlandamálin og enskuna nokkurn
veginn á hreinu og kunni smávegis í
þýsku og hrafl í rómönskum málum.
Þrátt fyrir að geta bjargað sér á er-
lendum tungumálum segist hann hafa
valið þá leið að fara í skipulagðar
ferðir með íslenskri fararstjórn því
þannig komist hann fyrirhafnar-
minnst á áhugaverðustu staðina. „Ég
tek mig gjarnan út úr hópnum til að
upplifa mannlíf og menningu á hverj-
um stað, fer einn á röltið með mynda-
vélina og gef mig á tal við fólkið.
Hvarvetna mæti ég velvild og al-
úðlegheitum, en að öðrum ólöstuðum
bera Sýrlendingar af í þægilegheit-
um, gestrisni og kurteisi. Þessi upp-
lifun mín af fólki úti um allan heim
hefur styrkt mig í þeirri trú að frétta-
flutningur vestrænna fjölmiðla er
mjög einhæfur og heilu samfélögin
oft óréttlátlega stimpluð. Sami hugur
fylgir öllum þorra fólks. Það vill alls
staðar vingast og búa við frið.“
Maurar á ruslahaug
Einar segist aldrei hafa lent í nein-
um hremmingum á ferðalögunum, ef
undan er skilinn stuldur á mynda-
vélagræjunum í hótelherbergi í
Mombasa í Kenýa. Veikindi eða mat-
areitrun hafa aldrei hrjáð ferðalang-
inn Einar, en hann hefur nokkrar
reglur í heiðri, t.d. þær að kaupa aldr-
ei mat af götusölum og borða sig aldr-
ei pakksaddan þótt hann reyni að
smakka á flestu því sem teljast má
framandi. Hann gengur líka með
vatnsflösku á sér og segist gjarnan fá
sér bjór með mat en sé ekkert að
sulla í víni að öðru leyti.“
Grænmetiskonur í röðum
Þegar Einar er rukkaður um
skemmtilega sögu, fer hann alla leið
til Páskaeyju, sem hann segir að sé
einangraðasta og afskekktasta
byggða ból á jörðu. Eyjan, sem sé
einkum fræg fyrir steinstyttur sínar,
sé í Suður-Kyrrahafinu og tilheyri
Chile þótt hún sé víðs fjarri. „Páska-
eyja er tífalt stærri en Heimaey og
þar búa um fjögur þúsund manns
sem eiga uppruna sinn að rekja til
Tahiti. Sveinn Eggertsson mann-
fræðingur starfaði þarna um skeið og
bað mig að hafa uppi á konu að nafni
Virginía. Ég átti að biðja hana að
sækja bréfin sín á pósthúsið, en
Sveinn hafði alltaf fengið þau end-
ursend þar sem viðtakandi hafði ekki
nálgast þau þar. Auk grófrar útlits-
lýsingar fékk ég að vita að Virginía
væri gift, fimm barna móðir og seldi
grænmeti við aðalgötuna.
Mér féllust gjörsamlega hendur
þegar ég kom í götuna því þarna voru
grænmetissölukonur í röðum. Ég
stappaði í mig stálinu og fór að nota
útilokunaraðferðina miðað við lýs-
ingar Sveins. Svo fór að ég valdi eitt
fórnarlamb og spurði hvort hún héti
Virginía. Konugreyið hrökk í kút við
að heyra ókunnan mann nefna nafn
sitt og í kjölfarið spurði ég hvort hún
væri gift og fimm barna móðir. Ekki
varð undrunin minni við það. Ég hafði
hitt naglann á höfuðið og þarna var
Virginía komin í fyrstu atrennu. Þeg-
ar ég hafði komið skilaboðunum frá
mér, ákváðum við að hittast daginn
eftir á sama stað. Þegar ég mætti var
móðir hennar með ásamt yngsta
barninu, þriggja mánaða gömlu
stúlkubarni. Ég tók við bréfi frá
henni til Sveins, skrifað á rapanui,
máli innfæddra, og svo var mér boðið
að koma yfir götuna, á lítið verkstæði
móðurinnar, sem þar bjó til skart-
gripi úr sjávarfangi. Mér var fært
hálsmen að gjöf fyrir að koma sam-
bandinu á að nýju, sem ég svo gaf
systurdóttur minni í jólagjöf.“
Sá siður hefur tíðkast að góður vin-
ur Einars, Ari Trausti Guðmundsson,
yrkir limrur eftir hverja ferð. Eftir
þessa reynslu Einars varð til eftirfar-
andi limra hjá Ara Trausta:
Einar á eyjunni Páska,
aldrei þar lenti í háska.
En meyjuna fann
og hún kyssti hann,
en bara í gríni og gáska.
Prinsinn af Damaskus
Einar fór síðast í langferð um
páskana, til Líbanons og Sýrlands
undir fararstjórn Jóhönnu Kristjóns-
dóttur, og var kvaddur í flugstöðinni í
Keflavík af samferðamönnum sínum
sem prinsinn af Damaskus þar sem
hann var eini einhleypi karlmaðurinn
í ferðinni. Þegar Einar er spurður
hvort stefnan hafi verið sett fyrir
næstu ferð, svarar hann því til að
fjórar ferðir komi til greina í haust.
Hann geti bara valið eina þar sem
þær skarist allar í tíma. „Í fyrsta lagi
er ég að horfa til Nýja-Sjálands, í
öðru lagi til Sri Lanka og Maldíveyja,
í þriðja lagi til Jemen og Jórdaníu og í
fjórða lagi til Perú og Bólivíu, en sú
ferð er á vegum ferðaskrifstofunnar
Emblu, sem ég hef haft góða reynslu
af. Það er svolítill metnaður í mér að
safna fleiri löndum í reynslubank-
ann.“
HEIMSHORNAFLAKK
Alls staðar vill fólk vingast
Kaflaskipti urðu í lífi Einars Þorsteinssonar þegar hann hætti að vinna eins og vitleysingur, minnkaði íbúðar-
húsnæðið og fór að ferðast um framandi slóðir. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í kaffi og kleinur til hans.
Kína: Á gönguför um Kínamúrinn.
Kína: Með ungum kínverskum
blómarósum í bænum Guilin við
Lijiang-fljót.
join@mbl.is
FERÐALÖG
26 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgr. gjöld á ugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna
og minibus 9 manna og rútur með/án
bílstjóra.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshver ,
Danskfolkeferie orlofshver
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk GSM símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
7964 Timberwood Circle
Sarasota, FI,USA 34238
SÍMI-941-923-4966
www.timberwoods.com
SARASOTA
FLÓRÍDA
TIMBERWOODS
Vacation Villas & Resort
Frábært sumarfrí
Glæsileg hús
í kyrrlátu umhverfi
innan um fallegan gróður
Notalegt frí
á frábæru verði