Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 29
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 29 KONUR með mjótt mitti og mikinn barm eru frjósamari en aðrar, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Á fréttavef BBC og norska vefnum forskning.no er greint frá rannsókn pólska líffræð- ingsins dr. Grazyna Jas- ienska en hún leiddi í ljós að konur með þennan vöxt höfðu 30% meira af horm- óninu estradiol en konur með annan vöxt. Þetta hormón hefur áður verið tengt við meiri frjósemi og 30% meira af því þýðir þrisvar sinnum meiri líkur á að verða barnshafandi. 119 pólskar konur á aldr- inum 24-37 ára tóku þátt í rannsókninni og í ljós kom að kon- ur með mjótt mitti og stór brjóst höfðu um 26% meira estradiol í lík- amanum en aðrar konur en í miðjum tíðahringnum fór magnið allt upp í 37% meira en hjá konum með annars konar vöxt. „Það lítur út fyrir að nú sé kom- inn líffræðilegur grunnur fyrir hina vestrænu fegurðarímynd Barbie,“ segir Jasienska og bendir á að niðurstöður rannsóknarinnar styðji það sem fram hefur komið í sálfræðirannsóknum. Dr. Martin Tovee bendir BBC á að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að hlutfall barms og mitt- is geti sagt til um hormónamagn í líkamanum og það geti aftur sagt til um frjósemi. „Þetta getur verið ástæða þess að þetta hlutfall segi til um hvort viðkomandi þykir að- laðandi.“  FRJÓSEMI Mjótt mitti og mikill barmur Barneignir: Sveitasöngkonan Dolly Parton fellur vel að þeirri lýs- ingu sem gefin er á frjósamri konu. Reuters Með vaxandi aldri þjóð-arinnar verða elliglöpmeira áberandi. Taliðer að tæplega tvö þús- und Íslendingar 65 ára og eldri séu haldnir elliglöpum og vegur Alzheimer-sjúkdómur þar þyngst. Sjúkdómurinn þróast hægt og bítandi og leiðir til dauða á 7–10 árum að meðaltali. Einkennin eru margbreytileg, en þau sem mest ber á eru minnistap, dómgreind- arleysi, vandamál við tal, erfiðleikar við rökhugsun, breytingar á hug- arfari og persónuleika, skortur á frumkvæði, erfiðleikar við að vinna flóknari verk sem áður reyndust mönnum auðveld, og loks áttar sjúk- lingurinn sig illa á tíma og stað. Oft koma fram tilfinningar eins og von- leysi og hræðsla. Orsakir sjúkdóms- ins eru ekki þekktar né heldur er mikið vitað um skýringar á versn- andi minni og getu aldraðra. Með- ferð við Alzheimer-sjúkdómi er reynd með lyfjum. Lyfin hægja á sjúkdómnum en lækna hann ekki. Mikil þörf er á því að aðstandendur og sjúklingurinn sjálfur eigi kost á félagslegri aðstoð og góðu sambandi við fagfólk. Maður er manns gaman Þótt orsakir séu ekki þekktar er eigi að síður athyglisvert að sterk tengsl við vini og ættingja og þátt- taka í ýmsum félagslegum athöfnum tengjast bættu minni, og jafnvel greind, hjá öldruðum. Erfiðlega hef- ur þó gengið að greina á milli orsak- ar og afleiðingar í ýmsum rann- sóknum. Nýlega var birt könnun sem varpar nokkru ljósi á þetta. Tæplega þrjú þúsund manns 65 ára og eldri voru rannsökuð og þeim síð- an fylgt eftir í 12 ár. Þar kom í ljós að ýmis félagsleg vandkvæði í upp- hafi rannsóknartíma, t.d. að búa einn, hafa ekki samband við vini og ættingja, taka ekki þátt í ýmsum fé- lagslegum athöfnum tengdust mjög marktækt versnandi minni og getu 12 árum síðar. Einnig var dánartala einfaranna hærri en hinna fé- lagslyndu. Þetta styður því eindreg- ið það sem flestir hafa talið sig vita að sterkir umhverfisþættir og fé- lagslíf á síðasta hluta æviskeiðsins eru mjög af hinu góða. Það sannast enn að höfundur Hávamála hafði rétt fyrir sér í þessu eins og svo mörgu öðru, maður er manns gam- an. Sigurður Guðmundsson landlæknir  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Félagslíf á efri árum bætir minni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Talið er að tæplega tvö þúsund Íslendingar 65 ára og eldri séu haldnir elliglöpum Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Rómantískur rúmfatnaður iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Romika heilsusandalar Stærðir 37-42 Líflaust hár og neglur sem klofna geta verið merki um kísilskort. Silica Plus inniheldur einstakt kísilþykkni sem unnið er úr elftingu og inniheldur mikið af flavóníðum sem er forsenda þess að líkaminn geti nýtt sér kísil sem fæðubót. Silica stuðlar að fallegra hári, sterkari nöglum og betri húð. Silica Plus töflur eru 33% sterkari en þær töflur sem fyrir voru. Hárkúr L-Systín og DL-Metíónín eru amínósýrur sem innihalda brennistein, en hann er einkar mikilvægur fyrir hárið. Lesitín, inósítól, kólín B-vítamín og sink eru nauðsynleg fyrir heilbrigðan hárvöxt. Skortur getur leitt til hárloss eða valdið því að hárið verði slitið og líflaust. Ýmislegt eyðir þessum vítamínum úr líkamanum eða kemur í veg fyrir fulla virkni þeirra. Má þar nefna hvítan sykur, reykingar, feitan mat, áfengi, streitu og sum lyf, svo að nokkuð sé upp talið. 33% sterkari Silica töflur! Fallegra hár með Silica Plus ...símjúkur á brauðið N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 6 2 9 0 / S IA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.