Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 31
Seljakirkja kl. 10–15 Tónskóli
Eddu Borg heldur upp á 15 ára af-
mæli skólans m.a. með útimarkaði.
Sérstök unglingadagskrá verður í
Hólmaseli milli kl. 15 og 17 þar sem
allar helstu unglingahljómsveitir
hverfisins koma fram.
Listasafn Reykjavíkur – Hafn-
arhús kl. 11–16 Í tengslum við út-
skriftarsýningu LHÍ verður Carl
Boutard með gufubað sem opið er
almenningi. Sundföt og handklæði
eru á staðnum. Einnig verða við-
burðir á vegum skólans í fjölnotasal
Hafnarhússins þann tíma sem sýn-
ingin stendur. Í dag kl. 14.30–16.30
sýna nemendur nýleg myndbands-
verk.
Á morgun kl. 14 flytur Þóra Sólveig
Bergsteinsdóttir gjörninginn „Here
and there / Hér og þar“.
Kl. 15–17 verður sýnishorn af kynn-
ingum nemenda á eftirtöldum hönn-
uðum flutt: Wolfgang Weingart,
Eero Aarnio, André og Coqueline
Courréges, M/M. Steven Holl og
Saul Bass.
Sýningin stendur til 31. maí.
Í DAG
JAPANSKI dansflokkurinn
Sankai Juku tróð upp fyrir fullu húsi í
Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn síð-
astliðinn. Stofnandi og stjórnandi
flokksins er Ushio Amagatsu en hann
er jafnframt höfundur verksins sem
sýnt var. Flokkurinn var stofnaður
árið 1975. Hann skipa að þessu sinni
sex karldansarar.
Sankai Juku-flokkurinn byggir
sýningar sínar á Buto-dansi. Buto
varð til á sjöunda áratug síðustu ald-
ar þegar eftirstríðsárakynslóð jap-
anskra dansara hóf þróun nýrrar
danshefðar. Þessi nýja danshefð
lagði áherslu á líkamann sjálfan og
fagurfræði hans og hún hafnaði hefð-
bundnum austrænum og vestrænum
dansi. Amagatsu hefur um árabil þró-
að dansstíl Sankai Juku-flokksins og
er sá buto-dans sem hann semur um
margt ólíkur buto-dansi eftirstríðsár-
anna. Hann talar um að stíll sinn ein-
kennist af samtali við aðdráttarafl
jarðar, að vinna með aðdráttaraflinu
og hlusta á það. Hibiki eða bergmál
er nafn verksins sem sýnt var. Það
fjallar um áframhald á lífi manneskj-
unnar eða eins konar endurholdgun.
Samþjöppun tíma og rýmis er jafn-
framt lykilatriði í verkinu. Ljós sand-
ur þakti sviðið. Glerskálar með vatni
römmuðu það inn en fyrir ofan hverja
skál hékk glerkúla sem dropaði úr.
Dansararnir lágu í fósturstellingu á
gólfinu og hægt, á buto-dans-máta,
stóðu þeir upp. Jarðtengdir með
hnén bogin og agaðir í fasi liðu þeir
um sviðið krúnurakaðir, hvítmálaðir
og í síðum pilsum.
Tónlistin var annaðhvort hrífandi
kröftug eða full af kyrrð eins og þeg-
ar dropaði úr glerkúlunni í skálina á
sviðinu. Vatnið minnti á hringrás lífs-
ins og sandurinn sem þyrlaðist upp
við hreyfingu dansaranna sveif um
loftið og ýtti enn frekar undir dul-
úðina í verkinu. Ushio Amagatsu
dansaði sóló í túrkisblárri lýsingu á
hógværan máta. Dansararnir komu
saman yfir einni af glerskálinni og
var vatn hennar nú rautt að lit. Reim-
arnar á korselettum kjólanna voru
rauðar og minntu á blóð. Hægar
hreyfingarnar, andlitstjáningin og
uppglenntur munnurinn gáfu til
kynna óhugnað, stríð og hörmungar.
Samspil ljóss og skugga er mikið not-
að í verkinu og auðvelt að stíga skref-
inu lengra og tala um dans lífs og
dauða.
Sýningin var í alla staði athyglis-
verð og hrífandi. Hún var dularfull og
í henni tóku ósýnilegir kraftar völdin.
Buto-dans Sankai Juku-flokksins
einkenndist af þokka, lítillæti, hóg-
værð og auðmýkt. Þakklætið sýndu
áhorfendur með því að rísa úr sætum
og hylla dansarana í sýningarlok.
Þokki, hógværð og auðmýkt
LISTDANS
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Ushio Amagatsu. Dansarar:
Ushio Amagatsu, Sho Takeuchi, Akihito,
Ichihara, Taiyo Tochiaki, Soji Matsuo,
Keiji Morita. Tónlist: Takashi Kako og
Yoichiro Yoshikawa. Sviðsstjórn: Yuji
Kobayashi. Tæknimenn: Genata Iwam-
ura, Kenichi Yonekura og Mlle Junko
Miyazaki. Framkvæmdastjóri: Midori
Okuyama. 19. maí.
SANKAI JUKU
HIBIKI
Lilja Ívarsdóttir
„Sýningin var í alla staði athyglisverð og hrífandi,“ segir í umsögn.
NORSKI rithöfundurinn Kurt Aust
hlaut í gær Glerlykilinn, norrænu
glæpasagnaverðlaunin, fyrir bók
sína Hjemsøkt.
Veitti hann lyklinum viðtöku við
athöfn í Norræna húsinu í Reykja-
vík.
Viktor Arnar Ingólfsson var til-
nefndur fyrir Íslands hönd fyrir
Flateyjargátu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Aust fékk Glerlykilinn
Eitt af nýju verkum Sigurðar Þóris.
SIGURÐUR Þórir opnar sýningu á
nýjum olíumálverkum í Norræna
húsinu kl. 15 í dag, laugardag.
Sýninguna kallar hann „Úr form-
heimi“ og eru allar myndirnar
raunsönn lýsing á huglægum veru-
leika og málaðar í sterkum litum.
„Litir og form kallast á og auka á
hið kaotíska umrót sem hrjáir nú-
tímamanninn,“ segir Sigurður
Þórir.
Listamaðurinn hefur á undan-
förnum árum unnið við að þróa
liti og samspil þeirra ásamt hinum
klassísku frumformum sem hann
notar til að græða myndirnar
margræði. „Á þessari sýningu er
manneskjan horfin af sviðinu, en
sviðið stendur nakið eftir, eða
hinn huglægi veruleiki.“
Listamaðurinn vill halda fram
fegurðinni og hafnar ljótleikanum
og stefnir fegurðinni gegn ljótleik-
anum.
Sýningin er opin alla daga kl.
12–17 og lýkur 13. júní.
Huglægur veruleiki
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Kl. 14 Tónlistarhorn Kringlunnar
Mozart, hver er það? Bergþór Pálsson,
Nína Margrét Grímsdóttir og Áshildur Har-
aldsdóttir.
Í samvinnu við Tónlist fyrir alla.
Kl. 14 Borgarleikhúsið Körper, dans-
leikhús frá Þýskalandi. Seinni sýning.
Kl. 17 Háskólabíó Olga Borodina
mezzósópransöngkona frá Rússlandi og
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Seinni tón-
leikar.
Kl. 20 Borgarleikhhúsið IBM – a
User’s Manual og Glóð. Dans- og tónlist-
aruppákomur.
Kl. 21 Nasa Stórsveit Jagúar og Tómas
R. með íslenska sveiflu.
Seinni tónleikar.
Kl. 21 Nýheimar, Hornafirði Skáldið
og sekkjapípuleikarinn. Seamus Heaney
og Liam O’Flynn sekkjapípuleikari. Fyrsti
flutningur af þremur.
LEIKFÉLAG homma, „Hégómi og
eftirsókn eftir vindi í segli“, frum-
sýnir Dragkabarett á Jóni forseta,
Aðalstræti 10, kl. 20 í kvöld. Leik-
endur eru Starina „dragdrottning
Íslands 2003“, Keikó, Alexandrína
og Salammbo.
Leikfélagið var stofnað á dögun-
um og er þetta fyrsta verkefni þess.
Markmið þess er að virkja samfélag
homma.
Drag-
kabarett
frumsýndur
ARI Svavarsson opnar sýningu í
Galleríi Sævars Karls við Banka-
stræti í dag kl. 14. Þetta er þriðja
einkasýning Ara en hann stundaði
nám í Myndlistaskólanum á Ak-
ureyri og Myndlista- og hand-
íðaskólanum auk námskeiða og
náms í kalligrafíu, gull og silf-
ursmíði, stálsmíði og eldsmíði.
Á sýningunni eru tíu akríl-
málverk á MDF-plötum, öll máluð
á þessu ári, og eru að sögn lista-
mannsins eins konar fantasíur um
íslenskt landslag. „Þetta er þó
ekki hið dæmigerða íslenska
landslagsmálverk með eftir-
myndum af fossum, fjöllum og
heiðarvötnum, heldur annars kon-
ar landslag, dýpra, óræðara en um
leið persónulegra.“
Sýningin stendur til 11. júní og
er opin á verslunartíma.
Morgunblaðið/RAX
Ari Svavarsson við verk sín í Galleríi Sævars Karls.
Fantasíur um landslag
SÍÐARI sýning á Körper
verður í Borgarleikhúsinu í
kvöld kl. 14. Að lokinni sýning-
unni verður opinn fundur í for-
sal leikhússins með höfundin-
um Söshu Waltz.
Sasha Waltz er fædd og
uppalin í Karlsruhe í Þýska-
landi. Hún stundaði nám í
New York og sneri eftir það
aftur til Þýskalands. Þar stofn-
aði hún sitt eigið leikhús,
Sophiesæle, í Berlín. Hún
vakti strax áhuga þýskra
menningarfrömuða og var árið
1999 boðið embætti eins af list-
rænum stjórnendum Schau-
bühne-leikhússins í Berlin.
Sýningin á Körper hefur
farið víða um heim og hafa
gagnrýnendur talað um að
með henni hafi Söshu Waltz
tekist að opna nýjar víddir í
leikhúsheiminum. Á Edinborg-
arhátíðinni 2002 var sýningin
talin bæði ögrandi og áhrifa-
mikil; sambland af leikhúsi,
dansi, myndlist og jafnvel arki-
tektúr.
Umræðufundurinn með
Söshu Waltz er öllum opinn og
aðgangur ókeypis.
Opinn
fundur
með Söshu
Waltz
Hallgrímskirkja
Myndlistarsýningu Harðar
Ágústssonar í forkirkju Hallgríms-
kirkju lýkur á sunnudag. Myndröðin
Mannssonurinn I–VI er í eigu Lista-
safns ASÍ, sem lánaði Listvinafélagi
Hallgrímskirkju verkin til sýningar,
en þessi verk hafa trúarlega skír-
skotun.
Næst til að sýna er Steinunn Þór-
arinsdóttir, bæði úti á Hallgríms-
torgi og inni í forkirkjunni.
Sýningu lýkur