Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 38
KIRKJUSTARF
38 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ájólaföstu 2003 skrifaðiSteinunn Eyjólfsdóttirþættinum bréf þar semhún ræðir um áhrif
dönsku á íslensku. Bréf Steinunnar
er skýrt og hljóðar svo:
‘Alltaf er eitthvað að koma manni
á óvart á lífsleiðinni. Aldrei er vissa
fyrir neinu. Fátt hefur komið und-
irritaðri eins á óvart og að aftur
skuli vera orðið ‘fínt’ að sletta
dönsku. Það hefði þó einhvern tíma
þótt saga til næsta bæjar. Reyndar
má segja að dönskusletturnar séu
dálítil tilbreyting frá enskuslett-
unum. Æ nei, látum Danskinn eiga
sig.
Hvers vegna er annars danskan
allt í einu orðin svona ofurvinsæl?
Var ekki einu sinni verið að ræða að
hætta að kenna hana í skólum hér á
Íslandi? Nú virðast menn ekki geta
án hennar verið. Hús og bátar eru
‘smækfuld’. Leikarar koma ekki
lengur fram, þeir ‘troða upp’.
Gluggatjöld eru útskúfuð, þau heita
‘gardínur’ eins og fyrir hundrað ár-
um eða svo. Hlutirnir koma ekki í
kjölfar, heldur ‘farvatn’. Í síðasta
eintaki blaðsins Hús og hýbýli er
talað um að borð séu ‘dekkuð’, ekki
dúkuð eða lagt á þau, enda er
blaðinu tíðrætt um ‘glamour’. Það
er nú líklega enn fínni sletta en
þessar sem kalla mætti ‘gammel
dansk’ á litríku slettumáli.
Hvað er hér eiginlega um að
vera? Mér hefur reyndar flogið í
hug skýring sem er þó óneitanlega
heldur dapurleg, ef rétt reyndist.
Getur verið að fólk bátt áfram
þekki ekki íslensk orð frá erlend-
um? Mætti ekki reyna að bæta úr
þessu þannig að fólk sem starfar við
fjölmiðla – að minnsta kosti – fái
orðabækur á sérstökum vild-
arkjörum?’
Í bréfinu drepur Steinunn á ýmis
atriði. Áhrif dönsku á íslensku eru
vissulega mjög mikil og margir
hafa varið miklum tíma og orku til
að sporna við þeim. Afstaða Íslend-
inga til dönsku fyrr á öldum kemur
glöggt fram í málshættinum Auð-
næm er ill danska sem mun betur
þekktur í myndinni Auðlærð er ill
danska. Tímarnir breytast hins
vegar og ætla má að danska hafi
fremur lítil áhrif á íslenskt nútíma-
mál; nú gætir einkum áhrifa frá
ensku. Umsjónarmaður getur tekið
undir orð Steinunnar að dönsku-
slettur séu dálítil tilbreyting frá
enskuslettunum. Það væri þó of
mikið sagt að hann sakni gamalla
dönskuslettna eins og skúffaður
eða bílæti (‘aðgöngumiði að kvik-
myndahúsi’) en honum finnst að
slík orð hafi ákveðinn blæ og þau
séu hluti af sögu íslenskrar tungu.
Umsjónarmaður telur að það hljóti
að vera óbreytt að þeir sem vilja
vanda málfar sitt sneiði jafnt hjá
dönskuslettum sem öðrum. Það
getur því ekki talist til fyrirmyndar
að nota orðasambönd eins og til að
byrja með, í gegnum tíðina, koma
inn á e-ð, eða koma til með að gera
e-ð svo að dæmi séu nefnd.
Umsjónarmaður telur einnig að
það sé rétt hjá Steinunni að í mörg-
um tilvikum sé mönnum ekki ljóst
hver uppruni ‘danskra’ orða og
orðasambanda er. Sem dæmi má
nefna að no. frekjudós á rætur sín-
ar að rekja til dönsku (frækketøs)
og sama máli gegnir um lýsing-
arorðin bandvitlaus og bandóður [d.
bindegal ‘svo óður að binda þarf] og
syndaselinn en þar er um að ræða
íslenskan búning erlends orðs (d.
syndebuk; syndahafur, syndabukk-
ur).
Umsjónarmanni virðast orð sem
þessi hafa öðlast fullan þegnrétt í
íslensku og varla sé sanngjarnt að
ætlast til þess að menn búi yfir
þeirri þekkingu sem nauðsynleg er
til að geta sneitt hjá þeim. Svipuðu
máli gegnir um orðasambandið
víkja sæti. Það er kunnugt í nútíma-
máli og oft notað í formlegu laga-
máli en færa má rök að því að hér
gæti danskra áhrifa (vige plads). Í
þessu tilviki fær umsjónarmaður
reyndar ekki séð að orðasambandið
víkja sæti hafi nokkuð fram yfir
víkja úr sæti (sínu), nema kannski
fordildina, en ekki tjáir að deila um
smekk manna.
Í sumum tilvikum hefur því jafn-
vel verið haldið fram að alíslensk
orðasambönd séu dönsk einungis af
þeirri ástæðu að finna má hlið-
stæður þeirra í dönsku. Umsjón-
armanni var kennt í skóla að forð-
ast bæri orðasambandið e-ð liggur
fyrir [†e-m/augum e-s] ‘e-ð blasir
við; er augljóst’ þar sem það væri
danskt. Þetta er hins vegar mis-
skilningur enda má finna fjölmarg-
ar hliðstæður í fornum heimildum,
t.d.: er þér vitrir menn efist í svo
mjög um þetta mál svo sem ljóst
liggur fyrir augum öllum mönnum
þeim er rétt vita ok satt vilja sjá
og … annað liggur nú brýnna fyrir,
að búast við því (‘undirbúa sig fyr-
ir’), sem eftir fer (‘eftir kemur,
fylgir’). Dæmi af þessum toga eru
fjölmörg og orðabækur nútímamáls
gefa sjaldnast vísbendingu um upp-
runa þeirra.
Úr handraðanum
Í ritmálsskrá Orðabókar Háskól-
ans er að finna tvö dæmi um orða-
sambandið Far vel Frans, bæði frá
síðari hluta 19. aldar: Far vel
Franz! og kom aldrei meir til Ís-
lands! og Far vel Franz og kom
aldrei til Ísalands. Margir munu
þekkja þetta, einkum fyrri hlutann
(far vel Frans) í merkingunni ‘þar
með var það búið’. Það virðist blasa
við að orðasambandið eigi uppruna
sinn í dönsku. Í dönskum orðabók-
um er það hins vegar hvergi að
finna og í fórum danskrar mál-
nefndar er ekki heldur að finna
neitt um það. Uns annað kemur í
ljóst freistast undirritaður því til að
álykta að hér sé íslensk nýmyndun
á ferðinni en ekki ‘ill danska’.
Því verður ekki haldið fram hér
að orðasambandið far vel Frans sé
fagurt en það er trúlega alíslenskt.
Undirrituðum leikur hugur á að
fræðast um uppruna þess. Vísar
Franz til Frakklands (‘Frans-
menn’) eða til karlmannsheitis? Er
Frans kannski merkingarsnautt
orð, notað sem rímorð með -lands?
Þeir lesendur sem kunna skil á
þessu eru hvattir til að skrifa þætt-
inum.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
28. þáttur
UMRÆÐAN
ÁTTHAGAFÉLAG Álftfirðinga
vestra í Reykjavík hefur kirkju-
göngudag og samkvæmi á eftir
sunnudaginn 23. maí. Komið verður
saman í Dómkirkjunni og safn-
aðarheimili hennar. Messað verður
klukkan 11 (ekki kl. 14 eins og sagði
í bréfi) og er sú messa í umsjá sr.
Jakobs Ágústs Hjálmarssonar. Org-
anisti er Kjartan Sigurjónsson.
Ferð eldri borgara
í Grensáskirkju
MIÐVIKUDAGINN 26. maí verður
vorferð starfs aldraðra í Grens-
áskirkju. Ekið verður austur
Þrengsli og yfir Óseyrarbrú og upp
með Þjórsá að vestan. Hádegisverð á
að snæða í félagsheimilinu Þjórs-
árverum. Lagt verður af stað frá
Grensáskirkju kl. 9 að morgni og
heimkoma er áætluð upp úr kl. 16.
Ferðin kostar kr. 2.000 og er hádeg-
ismaturinn innifalinn. Skráning í s.
5-800-800 og lýkur á hádegi 25. maí.
Kór frá Uppsölum
Á MORGUN verður messa í Hall-
grímskirkju kl. 11. Sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson predikar og þjónar fyr-
ir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni.
Organisti verður Hörður Áskelsson
og hópur úr Mótettukór syngur. Þá
syngur Stefánskórinn frá Uppsölum í
Svíþjóð undir stjórn Barbro Björk-
lund. Kórinn var stofnaður 1979 og
nefndur eftir Stefáni píslarvotti sem
hefur löngum verið nefndur fyrsti
djákninn því hann stundaði kærleiks-
þjónustu í söfnuðum.
Vorferð Íslensku
Kristskirkjunnar
VORFERÐ kirkjunnar verður farin í
Viðey sunnudaginn 23. maí og lýkur
þar með morgunguðsþjónustunum í
vor. Kvöldsamkomur halda áfram í
sumar. Mæting er við Sundahöfn kl.
10.45 og brottför kl. 11.00. Farið
verður í leiki, grillaðir hamborg-
arar, útbúið flöskuskeyti og ým-
islegt fleira. Skráning er í kirkjunni.
KK í Laugarnesi
Á SUMRIN fer messuhald í Laug-
arneskirkju fram alla sunnudaga kl.
20 og er þá jafnframt barnasamvera
í boði í umsjá sunnudagaskólakenn-
arans Hildar Eirar Bolladóttur. Á
morgun fáum við Kristján Krist-
jánsson (KK) til liðs við okkur. Mun
hann flytja dagskrá sem hann nefnir
„Ljós af ljósi“. Gunnar Gunnarsson
organisti mun leika með Kristjáni í
einhverjum lögum, auk þess sem
Bjarni Karlsson prestur flytur „ör-
vekju“ út frá guðspjalli dagsins. Að-
gangur er ókeypis og barnasamvera
stendur til boða í og við safn-
aðarheimilið, eftir veðri. Er tónleik-
unum lýkur, kl. 21, er messukaffi og
djús í boði í safnaðarheimilinu.
Minningarstund
Alnæmissamtakanna
EINS og undanfarin ár munu Al-
næmissamtökin á Íslandi halda
minningarguðsþjónustu um þau sem
látist hafa úr alnæmi hér á landi í
Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun
kl. 14.00. Minningarstund þessi er al-
þjóðleg og heitir hún á ensku
Candlelight Memorial Day. Til að
minnast þeirra er látist hafa úr al-
næmi er kveikt á kertum, að þessu
sinni munum við tendra 37 ljós í
kirkjunni eða eitt ljós fyrir hvern
einstakling sem við minnumst. Séra
Hjörtur Magni Jóhannesson mun
leiða guðsþjónustuna. Formaður Al-
næmissamtakanna, Birna Þórð-
ardóttir, flytur ávarp.
Tónlistarflutningur er í höndum
Páls Óskars Hjálmtýssonar og
Moniku Abendroth. Ingibjörg Har-
aldsdóttir skáld mun flytja ljóð.
Vorferð barnastarfs
Neskirkju
SUNNUDAGINN 23. maí nk. verður
hin árlega vorferð barnastarfs Nes-
kirkju. Eins og alla sunnudaga mæt-
um við til messu safnaðarins kl.
11.00 en í stað þess að fara niður í
safnaðarheimili mun rúta bíða okk-
ar fyrir utan kirkjuna. Ferðinni er
heitið í Sandgerði þar sem ætlunin
er að skoða Fræðasetrið. Einnig
verður grillað, farið í leiki og sungið.
Áætluð heimkoma er kl. 15.30. Börn
yngri en 7 ára þurfa að koma í fylgd
með eldri aðila. Þátttaka í ferðinni
kostar ekkert.
Stefanoskórinn syngur
í Dómkirkjunni
STEFANOSKÓRINN syngur í kvöld
kl. 20.00 í Dómkirkjunni. Stef-
anoskórinn var stofnaður af Barbro
Björklund 1979 í dómkirkjusöfnuði
Uppsala í Svíþjóð. Kórinn syngur í
guðsþjónustum og tekur þátt í tón-
leikahaldi. Kórinn syngur að mestu
verk án undirleiks. Stefanoskórinn
hefur tekið þátt í uppsetningum á
stærri verkum, s.s. Ein deutsches
Requiem eftir Brahms og Te Deum
eftir Arvo Pärt. Í haust mun kórinn
flytja Requiem eftir Dvorák í dóm-
kirkjunni í Uppsölum.
Kórinn er nú staddur á Íslandi í
nokkra daga. Hér fær hann til liðs
við sig tvo unga þjóðlagatónlist-
armenn, Ceciliu Österholm og Ell-
inor Björklund, sem leika á fiðlu
með snertlum (lyklahörpu), sem er
aldagamalt sænskt alþýðuhljóðfæri.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Krists er ekki steypa, heldur mann-
eskjur af holdi og blóði. Því er hægt
að fara út úr kirkjum með fagnaðar-
erindið. Því er boðið til guðsþjón-
ustu í Kolaportinu á morgun kl. 14.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pre-
dikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn
Bolladóttur miðborgarpresti.
Þorvaldur Halldórsson tónlist-
armaður mun leiða lofgjörðina. Áð-
ur en Kolaportsmessan hefst kl.
13:40 mun Þorvaldur flytja þekktar
dægurperlur. Þá er hægt að leggja
inn fyrirbænarefni áður en stundin
hefst. Guðsþjónustan fer fram í
kaffistofu Jónu í Kolaportinu sem
ber heitið Kaffi port, þar er hægt að
kaupa sér kaffi og meðlæti.
Súðvíkingar í
Dómkirkjunni
KVÖLDIÐ 13. júní 1985 sat ég á
áhorfendapöllum Alþingis og fylgd-
ist með atkvæðagreiðslu þing-
manna um ný útvarpslög. Þegar at-
kvæði voru talin mátti ekki miklu
muna, því frumvarpið
rétt skreið í gegnum
þingið með aðeins eins
atkvæðis meirihluta.
Afnumin var nær 60
ára einokun ríkisins á
ljósvakasviðinu.
Ottó B. Arnar sím-
fræðingur var upp-
hafsmaður útvarps á
Íslandi. Fyrir hvatn-
ingu hans var fyrsta
frumvarpið um frjálst
útvarp lagt fyrir Al-
þingi árið 1924. (Til
fróðleiks má geta að
1924 voru þá þegar 1.400 útvarps-
stöðvar í Bandaríkjunum.) Tveimur
árum síðar opnaði Ottó fyrstu út-
varpsstöðina á Íslandi. En ljós-
vakafrelsið lifði ekki lengi í það
skiptið. Með lögum um ríkisútvarp
frá 1928 var einkaaðilum bannaður
útvarpsrekstur. RÚV hóf starfsemi
1930.
Árið 1985 var Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra og for-
sætisráðherra Steingrímur Her-
mannsson. Þingflokkar
sjálfstæðismanna og Bandalags
jafnaðarmanna ásamt nokkrum
þingmönnum úr Framsókn-
arflokknum samþykktu nýju út-
varpslögin og þar með frelsi í hljóð-
varpi og sjónvarpi. Athyglisvert er
að Halldór Ásgrímsson (þáv. sjáv-
arútvegsráðherra og núv. form.
Framsóknarflokksins) greiddi at-
kvæði gegn frumvarpinu. Halldór
gerði svofellda grein fyrir atkvæði
sínu: ,,Herra forseti.
Auglýsingatekjur eru
meginundirstaða rík-
isfjölmiðlanna í dag.
Með því að veita öðr-
um heimildir til að
nota þá tekjumögu-
leika munu tekju-
möguleikar ríkisfjöl-
miðlanna minnka
verulega. Ég sé ekki
að neitt annað muni
koma í staðinn og þar
með sé allt útlit fyrir
það að staða þessara
fjölmiðla muni mjög
veikjast. Ég get ekki staðið að
því … Ég segi því nei.“
Fjölmiðlabyltingin fylgdi í kjöl-
farið! Í stað einnar sjónvarps-
stöðvar ríkisins (sem sendi út
nokkrar klukkustundir sex kvöld í
viku – ekki á fimmtudögum – og
lokaði í júlí!) eru nú átta sjónvarps-
stöðvar með útsendingar nær allan
sólarhringinn alla daga ársins! Og
ekki er minni gróskan í útvarpi.
Landsmenn allir hafa fylgst með
fæðingarhríðum þessara nýju
einkastöðva – sem ávallt hafa byggt
á veikum fjárhagsgrunni – og
ójafnri samkeppnisstöðu við Rík-
isútvarpið. En þrátt fyrir áföllin
sem dunið hafa yfir frjálsu stöðv-
arnar er þjónusta þeirra keypt og
valin af þorra Íslendinga – og fáum
dettur í alvöru í hug að hverfa aft-
ur til fyrra fásinnis í útvarpi og
sjónvarpi. En þetta eru viðkvæmir
græðlingar. Í einu pólitísku kulda-
kasti geta sprotar þessa frelsis auð-
veldlega dáið drottnurum sínum.
Margs ber að gæta ef vel á að fara
– og umfram allt verður að fara af-
ar varlega í allar aðgerðir sem
veikt geta nýgræðinga á ljós-
vakasviðinu. Því er ráðlegt að flýta
sér hægt í lagabreytingum og þaul-
kanna allar afleiðingar nýrra leik-
reglna.
(Í kosningariti Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir alþingiskosningarnar í
fyrra; Saman höfum við náð ár-
angri … áfram Ísland – segir undir
fyrirsögninni; Minnst spilling og
fjölmiðlar hvergi frjálsari:
,,Íslenska stjórnsýslan er næst-
besta stjórnsýsla í heimi sam-
kvæmt Harvard-háskóla. Sam-
kvæmt rannsókninni er spilling
engin, þjóðfélagið gegnsætt og
dómskerfið sjálfstætt.
Samkvæmt úttekt samtakanna
Fréttamenn án landamæra
(Reporters without Borders) er Ís-
land í hópi fjögurra efstu ríkja á
139 ríkja lista yfir frelsi fjölmiðla.“
Alþingi gefur og
Alþingi tekur
Hans Kristján Árnason
skrifar um stjórnmál
’Landsmenn allir hafafylgst með fæðingar-
hríðum þessara nýju
einkastöðva. ‘
Hans Kristján Árnason
Höfundur er fyrrverandi stjórnar-
maður og stofnandi Stöðvar 2.
HVERNIG bregst maður við
vondri lykt sem safnast hefur upp
á heimilinu? Til þess eru tvær leið-
ir. Önnur er að lofta út, þrífa og
komast fyrir orsakir fnyksins. Hin
er að telja sjálfum sér og öðrum
trú um að þetta sé allt í lagi því að
ástandið sé svipað á öðrum heim-
ilum. Reyna jafnvel að dreifa
meiri óhreinindum og eigna öðr-
um.
Seinni aðferðina nota þeir Björn
Bjarnason og Hannes Hólmsteinn
Gissurarson undanfarið hér í
blaðinu og víðar, nú þegar
valdhrokadaunninn ætlar allt
venjulegt fólk að drepa. Þá draga
þeir fram gömul tölvubréf, vitna í
margra ára gamalt tveggja manna
tal, dylgja og slúðra eins og tauga-
veiklaðar kellingar. Í von um að
með því beri minna á lyktinni.
Látum vera að þessi vinnu-
brögð eiga sér engin fordæmi hér
og líklega ekki í þingsögu Vest-
urlanda. Nýjungar í þá veru koma
ekki á óvart úr þessari átt.
Hitt er merkilegra, að þeir fóst-
bræður skuli ekki hafa lært
hversu miklu árangursríkari fyrri
aðferðin er. Og heilsusamlegri. Ég
hvet þá til að prófa. Þeim liði svo
miklu betur á sálinni á eftir.
Flosi Eiríksson
Lykt
Höfundur er bæjarfulltrúi
í Kópavogi.