Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 43
✝ Árni Brynjólfs-son fæddist í
Reykjavík 25. júní
1934. Hann lést á
Ljósheimum Selfossi
15. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Brynjólfur Gíslason,
f. 19.3. 1903, d. 21.6.
1983, frá Haugi Gaul-
verjabæjarhreppi,
veitingamaður á Hót-
el Tryggvaskála á
Selfossi, og kona
hans Kristin Árna-
dóttir, f. 6.6. 1901, d.
25.7. 1974, frá Láta-
læti í Landsveit, hótelstýra á Hót-
el Tryggvaskála. Systur Árna eru
Þórunn J. Mogensen, f. 27.10.
1925, maki Helgi Mogensen, f.
13.2. 1918, d. 26.12. 1973; Guðrún
Hulda Brynjólfsdóttir, f. 25.9.
1931, maki Árni Sigursteinsson, f.
20.1. 1929; Bryndís Brynjólfsdótt-
ir, f. 4.12. 1945, maki Hafsteinn
Már Matthíasson, f. 28.1. 1943.
Barnsmóðir Árna var Elísabet
Guðnadóttir, f. 13.5. 1935, d. 4.9.
1977. Börn þeirra eru: 1) María, f.
1.10. 1951, maki Jóhann Grétar
Stephensen, f. 3.10. 1948. Börn
þeirra eru Hreinn J., Elísabet Sig-
ríður, Hans Ögmundur og Grétar
J. María á tvö barnabörn. 2) Ómar
Sævar, f. 14.6. 1953, maki Svein-
laug Oddný Þórarinsdóttir, f.
19.2. 1949. Fóstursonur Ómars
Sævars og sonur Sveinlaugar er
Þórarinn Ómarsson. Ómar Sævar
á tvö barnabörn.
Árni giftist Áslaugu Gísladótt-
ur, f. 29.11. 1946. Þau skildu. Dæt-
ur þeirra eru: 1) Gyða, f. 30.1.
1965, maki Jón Valgeir Júlíusson,
f. 28.12. 1965. Börn
Gyðu eru Guðmund-
ur Már, Matthías
Gísli, Árný Lilja (lát-
in), Kolbrún Sif og
Hermann Kristinn.
Synir Gyðu og Jóns
eru Þorvaldur Ágúst
og Gunnar Auðunn.
2) Þórunn, f. 13.10.
1966, maki Björn
Víkingsson, f. 31.1.
1959. Börn þeirra
eru Áslaug Eva, Vík-
ingur Þór og Viktor
Árni.
Sambýliskona
Árna til margra ára var Ingibjörg
Guðmundsdóttir, f. 4.9. 1933.
Börn hennar eru Jóhann og Guð-
björg Þóra og uppeldissonur Ingi-
bjargar er Haukur Viðar.
Árni ólst upp fyrstu ár ævi sinn-
ar í Reykjavík. En árið 1942 flutti
hann með foreldrum sínum til Sel-
foss er þau gerðust veitingamenn
í Tryggvaskála.
Árni bjó alla sína ævi á Selfossi.
Eftir hefðbundið barnaskólanám
lá leið hans til Reykjavíkur þar
sem hann sótti nám í matreiðslu. Í
nokkur ár vann hann sem mat-
sveinn á Goðafossi, millilanda-
skipi Eimskipafélags Íslands.
Næstu ár starfaði hann jöfnum
höndum við rekstur Tryggva-
skála með foreldrum sínum og
vörubifreiðaakstur á Selfossi. Síð-
ustu ár starfsævi sinnar vann Árni
hin ýmsu störf hjá Selfossbæ,
lengst af sem húsvörður í
Tryggvaskála.
Útför Árna fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú ertu farinn, elsku Addi afi, og
mig langar til að kveðja þig með örfá-
um orðum.
Ég veit að síðustu ár þín hafa verið
þér erfið þar sem þú áttir við veikindi
að stríða. En vonandi líður þér vel á
nýjum stað. Margar minningar koma
upp í hugann þegar ég hugsa til þín,
þó aðallega það hvað það fylgdi þér
mikið öryggi og mikil hlýja. Ég man
er ég var sex ára gömul og lá á Land-
spítalanum, þú varðst að sitja yfir
mér öllum stundum þar sem ég leyfði
þér ekki að fara frá mér, því þegar þú
varst nálægt fann maður fyrir svo
miklu öryggi.
Þú varst ofsalega barngóður og
sóttist ég mikið í að fá að vera hjá þér
og ömmu á Selfossi. Mér leið alltaf
svo vel hjá ykkur. Þið amma ferð-
uðust mikið hér innanlands og fékk
ég oft að koma með og á ég margar
góðar minningar af ferðalögum með
ykkur sem ég geymi í hjarta mínu.
T.d. þegar við fórum hringinn í kring-
um landið eða beyglaða hringinn eins
og ég kallaði hann, þú skilur hvað ég
á við, því þú ert búinn að stríða mér á
þessu síðan ég man eftir mér.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
Addi afi, þín
Daðey Ingibjörg.
Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn heimahögum sínum.
Móðir þín
fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í
heiminn,
en þorpið fer með þér alla leið.
(Jón úr Vör.)
Við fráfall frænda og æskuvinar,
Árna Brynjólfssonar, leitar hugurinn
til áranna fyrir miðja síðustu öld þeg-
ar við Addi, eins og hann var alltaf
kallaður, vorum að alast upp. Við vor-
um systrabörn, jafngömul, áttum
sömu skírnar- og fermingardaga og
vorum leikfélagar flest sumur stríðs-
áranna síðari.
Svo vildi til að á bernskuheimili
mínu í Landsveitinni fékk Kristín
móðir Adda til afnota kjallaraher-
bergi og dvaldi þar nokkur sumur
ásamt börnum sínum. Heimilisfaðir-
inn var á þessum árum sjómaður og
sigldi með afla til Englands. Þetta
voru viðsjárverðir tímar sem við
börnin gerðum okkur enga grein fyr-
ir en fögnuðum Brynjólfi ákaft þegar
hann kom af sjónum færandi hendi.
Ævinlega naut ég góðs af eins og
hans eigin börn.
Í minningunni voru þetta
skemmtileg og viðburðarík ár. Nú-
tímabörn geta tæpast gert sér í hug-
arlund aðstæður okkar. Ekkert raf-
magn, sjónvarp, tölvur né mynd-
bandstæki. Eitt útvarpstæki sem oft
varð að spara að hlusta á vegna þess
að það þurfti á aðra bæi til að hlaða
„geyminn“. Því var helst hlustað á
fréttir, messur og barnatímann. Eng-
inn sími og því varð að fara á símstöð
sveitarinnar til að komast í símasam-
band við frændfólkið í Reykjavík.
Það var að sjálfsögðu ekki daglegt
brauð.
Þrátt fyrir þessar fábrotnu að-
stæður áttum við Addi góð og gjöful
æskuár í sveitinni. Við fögnuðum
hverri árstíð með sínum margbreyti-
leika og lærðum að njóta náttúrunn-
ar.
Breyttir tímar, sumt til hins betra
annað síður. Núna sit ég og rifja upp
þessar bernskuminningar undir
Baðsheiðarhólnum, þegar birki-
plönturnar eru að vakna af vetrar-
dvalanum, en áður var þar sandur
einn og við Addi renndum okkur
nokkrar salíbunur á sandsköflunum.
Mér finnst sem ég sjá bernskuspor
okkar þar sem við röltum á eftir kún-
um og ræddum um lífið og tilveruna
að hætti barna okkar samtíðar.
Að leiðarlokum vil ég þakka Adda
frænda mínum og æskuvini fyrir all-
ar þessar ljúfu minningar. Blessuð sé
minning Árna Brynjólfssonar. Ást-
vinum öllum votta ég samúð mína.
Hvíl í friði, kæri frændi.
Kolbrún Haraldsdóttir.
ÁRNI
BRYNJÓLFSSON
FRÉTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
MIKIL aðsókn hefur verið að
Sportbílasýningunni í Laugardals-
höll og er áætlað að nú þegar hafi
nærri 8 þúsund manns sótt sýn-
inguna. Óvenju dýrir og sjaldgæfir
sportbílar eru meðal sýning-
argripa og má þar nefna Ferrari
Enzo, 560 hestafla Porsche Cay-
enne, Lamborghini Gallardo, Lotus
Elise, svo fátt eitt sé nefnt. Áætlað
er að verðmæti bíla á sýningar-
svæðinu sé vel yfir 500 milljónir
króna. Sýningin er opin í dag frá
kl. 11–23 og á morgun á sama tíma
en þá lýkur henni.
Bílar fyrir hálfan milljarð í höllinni
Ljósmynd/Haraldur Þór Stefánsson
Rangt föðurnafn
Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlög-
regluþjónn hjá Lögregluskóla rík-
isins, var rangfeðraður í frétt blaðs-
ins í gær. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Ekki bindiskylda
Fyrirsögn fréttar sem birtist í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins á
fimmtudaginn gaf til kynna að
Seðlabankinn hefði gert breytingar
á bindiskyldu íslenskra lánastofn-
ana.
Hið rétta er að Seðlabankinn er
að breyta samningstíma sem gildir
um reglulegar markaðsaðgerðir
bankans, þ.e. endurhverfi viðskipti
og sölu innstæðubréfa í þeim til-
gangi að auðvelda lausafjárstýringu
bindiskyldra lánastofnana.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Nýr skáli rís í Tindfjöllum
Auk þeirra björgunarsveita sem
taldar eru upp í grein í blaðinu sl.
fimmtudag um byggingu á nýjum
skála í Tindfjöllum, þá mun Flug-
björgunarsveitin í Reykjavík einnig
sjá um uppbyggingu hins nýja skála.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
LEIÐRÉTT
BORIST hefur athugasemd frá verk-
takafyrirtækinu Impregilo:
„Í Morgunblaðinu kemur fram í
viðtali við Þorbjörn Guðmundsson,
formann Samiðnar, að aðeins einn
trésmiður með réttindi starfi við
Kárahnjúka. Þetta er ekki rétt. Við
Kárahnjúkavirkjun starfa þónokkrir
trésmiðir, flestir útlendingar frá lönd-
um innan Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Þessir einstaklingar hafa öðlast
réttindi sem trésmiðir í gegnum
starfsnám – þ.e. viðkomandi einstak-
lingar hafa unnið við fagið í sex til átta
ár undir eftirliti smiðs með öll tilskilin
réttindi. Samkvæmt reglum Evrópu-
sambandsins nægir starfsnámið til
þess að einstaklingar geti unnið sem
smiðir. Og það gera þeir nú við Kára-
hnjúka. Þetta á einnig við um réttindi
annarra iðnaðarmanna sem áður hafa
verið til umræðu í fjölmiðlum. Í þessu
sambandi vill Impregilo þó árétta að
fyrirtækið hefur mikinn áhuga á að
ráða til sín íslenska smiði. Séu ís-
lenskir smiðir áhugasamir um að
starfa hjá Impregilo er þeim bent á að
hafa samband við skrifstofu okkar.“
Impregilo vill ráða
íslenska smiði
EFTIRFARANDI fréttatilkynning
hefur borist frá Útvarpi Sögu ehf.:
„Útvarp Saga harmar óviður-
kvæmleg ummæli sem féllu á stöð-
inni og útvarpað var í þætti Ingva
Hrafns Jónssonar um hr. Ólaf Ragn-
ar Grímsson, forseta Íslands, mánu-
daginn 17. maí sl. Útvarp Saga biður
forseta Íslands og embætti hans
virðingarfyllst afsökunar á þessum
ummælum. Útvarp Saga er lifandi
vettvangur fyrir kröftuga þjóðmála-
umræðu. Útvarp Saga vill kapp-
kosta, að í umræðum á stöðinni um
menn og málefni sé gætt þeirrar
virðingar og velsæmis, sem stöðu
hennar, sem marktæks fjölmiðils,
sæmir. Umrædd ummæli féllu, því
miður, neðan þessara velsæmis-
marka og við biðjum einnig hlust-
endur okkar, velunnara og stuðn-
ingsaðila afsökunar á því.“
Útvarp Saga harmar ummæli
LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða hafa
sent frá sér yfirlýsingu, þar sem
sjónarmiðum Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja um lífeyris-
sjóðslán er andmælt.
„Bann við lánunum rökstyðja SBV
með samanburði við Norðurlöndin
sem er óheppilegt að því leyti að þau
eru mjög skammt á veg komin hvað
lífeyrissparnað áhrærir og hófu ekki
sjóðsöfnun með þeim hætti sem
þekkist hérlendis fyrr en í byrjun
síðasta áratugar svo dæmi sé tekið af
Danmörku,“ segir í yfirlýsingu líf-
eyrissjóðanna. „Lífeyrissparnaður í
Noregi mælist í eins stafs tölu sem
hlutfall af landsframleiðslu meðan á
Íslandi er hann u.þ.b. 100%. Þannig
er eðlilegra að horfa til landa þar
sem lífeyrissparnaður er meiri og á
sér lengri sögu. Ef horft er til
Bandaríkjanna má sjá að CALpers,
lífeyrissjóður opinberra starfs-
manna Kaliforníuríkis, lánar sjóð-
félögum sínum til fasteignakaupa og
eru þessar lánveitingar mun um-
fangsmeiri en þekkist hérlendis. Á
síðustu 13 árum hefur lífeyrissjóður
kennara sama ríkis lánað 23.000
sjóðfélögum 2,7 milljarða dollara
gegn fasteignaveði.“
Útlánatöp hverfandi
Landssamtökin segja að lífeyris-
sjóðirnir hafi lánað til sjóðfélaga allt
frá stofnun, sumir í hálfa öld eða
lengur. „Almennt lána lífeyrissjóð-
irnir, og þar með talinn Lífeyrissjóð-
ur starfsmanna ríkisins, sjóðfélögum
lán með vaxtaálagi á ríkistryggð
skuldabréf þannig að aðdróttunum
SBV um óheilbrigða viðskiptahætti
og fyrirframgreiðslu lífeyris er vísað
á bug. Útlánatöp vegna þessara lán-
veitinga hafa verið hverfandi og van-
skil lítil. Að lánveitingum þessum er
staðið með faglegum hætti ekki síður
en í bönkunum. Lífeyrissjóðslánin
eru því góð viðbót við aðra eignar-
flokka í verðbréfasafni lífeyrissjóð-
anna,“ segir í yfirlýsingunni.
„Það hljóta allir landsmenn að sjá í
gegnum látlausan áróður bankanna
sem vilja sölsa undir sig alla lána-
starfsemi í landinu. Þannig hamast
þeir daginn út og inn á starfsemi
Íbúðalánasjóðs og nú þarf að henda
lífeyrissjóðunum út af veðlánamark-
aði. Allar fjölskyldur kunna sögur af
lánveitingum bankanna til húsnæðis-
mála. Þar var almennt engin lán að
finna til fasteignakaupa þar til ný-
lega.
Staðreyndin er sú að bönkunum
leiðist samkeppnin og vilja hafa
þennan markað fyrir sig eina. Verð-
ur þá fyrst ömurlegt að búa á Íslandi
þegar ekki verður hægt að leita fast-
eignatryggðra lána víðar en hjá
bönkunum. Það er von Landssam-
taka lífeyrissjóða að slík staða komi
aldrei upp.“
Segja rangt að engin lífeyris-
sjóðslán séu veitt erlendis