Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 49
Íslandsmeistarakeppni í maga-
dansi verður haldin í dag, laug-
ardaginn 22. maí, í Ými, tónlistar-
húsi Karlakórs Reykjavíkur. 11
stúlkur munu keppa um hver er
besta magadansmær á Íslandi.
Kynnir er Helga Braga Jónsdóttir.
Húsið verður opnað kl. 20 og hægt
er að nálgast miða á staðnum og í
Magadanshúsinu.
Í DAG
Ráðstefna Aflvaka um Stór
Reykjavík Mánudaginn 24. maí kl.
16 mun Aflvaki hf. standa fyrir ráð-
stefnu um Stór Reykjavík, stækkað
höfuðborgarsvæði eða stórborgina á
suðvesturhorninu sem eitt atvinnu-
og búsetusvæði sem nær frá Suð-
urnesjum að Selfossi og að Akra-
nesi/Borgarnesi með vöruhöfn á öðr-
um vængnum og alþjóðlegan
flugvöll á hinum vængnum. M.a.
verður rætt um mögulegt samstarf
um þróun svæðisins í heild, bæði
hvað varðar samgöngumál og upp-
byggingu atvinnu og mögulega
verkaskiptingu.
Erindi halda: Claes Nilas fram-
kvæmdastjóri Hovedstadens Ud-
viklingsråd (HUR) í Danmörku,
Þórólfur Árnason, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og Árni Sigfússon.
Ráðstefnan er haldin á Radisson
Hótel Saga, Salur A.
Bæjarstjórn Blönduóssbæjar boðar
til almenns borgarafundar í Félags-
heimilinu á Blönduósi miðvikudag-
inn 26. maí nk. kl. 20:00. Á fundinum
verða flutt stutt framsöguerindi m.a.
um fjármál sveitarfélagsins og fyr-
irhugaðar breytingar á rekstri þess.
Kynnt verður m.a. verkefni sem lýt-
ur að „matvælabænum Blönduósi“
en fyrir um ári ákvað íbúaþing að
leitað yrði leiða til frekari uppbygg-
ingar matvælaiðnaðar einkum með
tilliti til rannsóknarstarfs á því sviði.
Flutt verður erindi um þjóðbraut
um Þverárfjall með jarðgöngum
undir Tröllaskaga, frá Hjaltadal yfir
í Hörgárdal og þær hugmyndir
kynntar íbúum. Þá mun bæjarstjóri
Borgarbyggðar fjalla um reynslu
sveitarfélagsins af sölu veitna.
Á NÆSTUNNI
FJÖLMIÐLAHÓPUR Reykjavík-
urAkademíunnar efnir til fundar um
lagaumhverfi fjölmiðla með Páli Þór-
hallssyni lögfræðingi sem starfar hjá
Evrópuráðinu. Fundurinn verður í
dag, laugardag kl. 13.30, í Reykja-
víkurAkademíunni, Hringbraut 121.
Páll hefur um árabil starfað í mann-
réttindadeild ráðsins fyrir nefnd
þess um fjölmiðla.
Páll heldur framsögu um lagaum-
hverfi fjölmiðla en í kjölfar hennar
verða pallborðsumræður. Áhersla
fundarins verður að ræða mögulegar
leiðir og vandkvæði við setningu og
framkvæmd laga um fjölmiðla. Einn-
ig halda erindi stjórnmálafræðing-
arnir Birgir Hermannsson og Svan-
borg Sigmarsdóttir, sem einnig er
stjórnarmaður í Blaðamannafélagi
Íslands. Þá mun Páll svarar spurn-
ingum úr sal.
Fundar um lagaumhverfi fjölmiðla
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
ATVINNA
mbl.is