Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 52
ÍÞRÓTTIR
52 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKMENN norsku liðanna verða ekki
með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í
Manchester-mótinu, gegn Japan og Eng-
landi. Keppni í norsku úrvalsdeildinni er í
gangi báðar helgarnar, þegar Ísland mæt-
ir Japan 30. maí og Englandi 5. júní. Þeir
Ólafur Örn Bjarnason, Veigar Páll Gunn-
arsson og Gylfi Einarsson eru því úr leik.
Þá eru litlar líkur á að Arnar Þór Við-
arsson verði með í leikjunum en eiginkona
hans á von á barni í vikunni á milli leikj-
anna.
Helgi Sigurðsson verður ekki með í
leiknum gegn Japan, vegna leiks með
AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann á
að vera tilbúinn í slaginn gegn Englandi
sex dögum síðar.
„Fyrir utan þessi frávik eigum við að
geta teflt fram okkar sterkasta liði gegn
Japan og Englandi. Við stefnum að því að
vera með 20 manna hóp í Englandi en það
er þó ljóst að ekki geta allir verið með
okkur allan tímann. Þeir leikmenn ís-
lenskra liða sem verða í hópnum þurfa t.d.
að fara heim á milli leikjanna vegna um-
ferðar í deildinni hér heima. En að öðru
leyti verðum við með 16–18 leikmenn hjá
okkur allan tímann, sem er að sjálfsögðu
frábært, og það er mjög spennandi að fara
í þetta verkefni, bæði vegna leikjanna og
þess tíma sem við fáum með leikmönn-
unum á milli þeirra,“ sagði Ásgeir Sig-
urvinsson landsliðsþjálfari við Morg-
unblaðið í gær. ÞeirLogi Ólafsson tilkynna
hópinn á mánudag en þeir hafa fylgst
mjög náið með landsliðsmönnum Íslands
og þeim sem til greina koma í hópinn und-
anfarnar vikur, hér heima og erlendis.
Enginn frá Noregi með
og óvíst um Arnar Þór
KRISTJANA Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu í Kópavogi hlaut
silfurverðlaun í stökki á alþjóðlegu fimleikamóti, Dityatin
Cup, sem fram fór í Rússlandi um síðustu helgi. Hún keppti í
unglingaflokki og hafnaði í 21. sæti af 38 keppendum í fjöl-
þraut með 32,00 stig, sem er hennar besti árangur, og komst
síðan í átta manna úrslitin í stökki. Þar komst Kristjana á
verðlaunapallinn eftir geysilega harða keppni. Hún fékk
8,787 stig en sigurvegarinn, Nadezhda Chikhiryova frá
Rússlandi, fékk 9,087 stig. Næstar á eftir Kristjönu voru
Anna Povolya frá Úkraínu með 8,75 stig og Svetlana Vor-
onova frá Rússlandi með 8,725 stig, þannig að munurinn var
lítill.
Inga Rós Gunnarsdóttir úr Gerplu var á meðal keppenda í
flokki fullorðinna. Hún varð að sleppa gólfæfingum vegna
meiðsla og varð í 22. sæti af 24 keppendum, fékk 21,50 stig í
þremur greinum, og var með tíunda besta árangurinn á
jafnvægisslá, 8,10 stig. Það hefði dugað henni til sjötta sætis
í úrslitunum í þeirri grein. Keppendur á mótinu voru 87 frá
níu þjóðum.
Kristjana Sæunn
fékk silfur í Rússlandi
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir
FÓLK
DENNIS Wise, leikmaður og knatt-
spyrnustjóri Millwall, hefur átt við
meiðsl að stríða og ekki er öruggt að
hann spili með liði sínu í úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar gegn Man-
chester United í dag. Wise mun ekki
gera opinbert fyrr en á síðustu stundu
hvort hann verður í liðinu eða ekki.
TEDDY Sheringham, einn fræg-
asti leikmaðurinn sem komið hefur úr
röðum Millwall, segir að ef hans
gamla félag sigri Manchester United
í dag og hampi enska bikarnum, verði
það óvæntasta niðurstaða í úrslitaleik
í sögu keppninnar. Sheringham hóf
feril sinn með Millwall 17 ára árið
1983 og spilaði með félaginu í átta ár.
Hann lék síðan með Manchester
United frá 1997 til 2001.
DANNY Dichio, sóknarmaður Mill-
wall, missir af úrslitaleiknum í dag
þar sem hann tekur út bann. Þá er
óvíst að ástralski varnarmaðurinn
Kevin Muscat spili með Millwall en
hann meiddist á hné þegar lið hans
vann Sunderland í undanúrslitum.
TIM Howard, markvörður Man-
chester United, skráir nafn sitt í sögu
ensku bikarkeppninnar í Cardiff.
Hann verður fyrsti bandaríski mark-
vörðurinn til að leika bikarúrslitaleik
og ef hann fagnar sigri verður hann
fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að
vera í sigurliði í bikarúrslitaleik.
JOHN Harkes er eini Bandaríkja-
maðurinn sem hefur leikið bikarúr-
slitaleik. Hann lék með Sheffield
United, sem tapaði úrslitaleiknum
fyrir Arsenal 1993, 2:1.
TVEIR bandarískir markverðir
hafa fagnað sigri í úrslitaleik deild-
arbikarkeppninnar á Englandi – Kas-
ey Keller með Leicester 1997 og
Brad Friedel með Blackburn 2002.
ENSKA knattspyrnufélagið Aston
Villa hefur fest kaup á danska lands-
liðsmanninum Martin Laursen frá
AC Milan fyrir þrjár milljónir punda,
tæpar 400 milljónir króna. Laursen
hefur leikið 33 landsleiki fyrir Dani og
spilar með þeim í lokakeppni Evrópu-
mótsins í Portúgal í sumar.
MARCEL Desailly hefur ákveðið
að hætta með franska landsliðinu í
knattspyrnu í ágúst en þá spilar hann
með því vináttulandsleik gegn Ghana.
Desailly er orðinn 35 ára og hefur
spilað 113 landsleiki fyrir Frakkland.
Reiknað er með að hann leiki í eitt ár
til viðbótar með Chelsea en þar hefur
hann leikið undanfarin sex keppnis-
tímabil.
SÖREN Stryger hefur verið út-
nefndur handknattleiksmaður ársins
í Danmörku. Hornamaðurinn snjalli
var í lykilhlutverki hjá danska lands-
liðinu sem hlaut bronsverðlaun í Evr-
ópukeppninni í vetur og með Flens-
burg sem varð þýskur meistari og
hafnaði í öðru sæti Meistaradeildar
Evrópu. Auk Strygers voru tilnefndir
til titilsins þeir Kasper Hvidt, Lars
Krogh Jeppesen, Michael Knudsen
og Kasper Nielsen.
Aðstæður á Hofsstaðavelli vorufrekar erfiðar enda mígandi
rigning mest allan leikinn, stífur
vindur að sunnan og völlurinn blaut-
ur og háll. Leikurinn
markaðist nokkuð af
þessum aðstæðum
og segja má að hann
hafi einkennst af
mikilli baráttu og það á kostnað
knattspyrnunnar. Það litu ekki mörg
færi dagsins ljós í fyrri hálfleik en
það besta fengu Stjörnumenn þegar
Guðjón Baldvinsson skallaði í slána
eftir hornspyrnu. Njarðvíkingar
urðu hins vegar fyrir áfalli í fyrri
hálfleik. Fyrirliðinn Bjarni Sæ-
mundsson fór meiddur af velli um
hálfleikinn miðjan og sömu leið fór
markvörðurinn Friðrik Árnason á
38. mínútu. Hann fékk höfuðhögg og
var borinn af leikvelli og þaðan beint
með sjúkrabíl á slysadeild til nánari
skoðunar. Stjörnumenn voru heldur
sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en
Njarðvíkingar áttu af og til hættu-
legar skyndisóknir.
Njarðvíkingar komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og Bjarki Guð-
mundsson, markvörður Stjörnunn-
ar, þurfti að taka á honum stóra sín-
um þegar hann varði þrumuskot
Guðna Erlendssonar í horn á 52.
mínútu en átta mínútum síðar þurfti
Bjarki að hirða knöttinn úr neti sínu.
Gunnar Sveinsson átti þá hörkuskot
að marki Stjörnunnar, Bjarki varði
en Alfreð Jóhannsson náði frákast-
inu og skoraði með kollspyrnu
framhjá Bjarka. Njarðvíkingum
tókst að halda fengnum hlut það sem
eftir lifði leiksins en vörn þeirra var
mjög föst fyrir og náðu Garðbæingar
ekkert að ógna marki þeirra í síðari
hálfleik. Mihaljo Bibercic, sá erlendi
leikmaður sem flest mörk hefur
skorað í efstu deild, fékk að spreyta
sig síðasta hálftímann en honum
varð lítt ágengt .
Aftasta varnarlína Njarðvíkinga
var geysiöflug með þá Jón Fannar
Guðmundsson og Einar Oddsson
sem bestu menn, Milan Janosevic lét
vel til sín taka á miðjunni og Alfreð
Jóhannsson hélt varnarmönnum
Stjörnunnar við efnið allan leikinn.
Guðjón Baldvinsson var einna
sprækastur í liði Stjörnunnar sem
var annars mjög bitlítið.
Maður leiksins: Jón Fannar Guð-
mundsson, Njarðvík.
Njarðvík
í topp-
sætið
NJARÐVÍKINGAR tróna einir á
toppi 1. deildar karla í knatt-
spyrnu eftir 1:0 sigur á Stjörnu-
mönnum í gærkvöldi. Njarðvík
hefur unnið báða leiki sína á
mótinu, en þeir tóku Blika í bak-
aríið í fyrstu umferðinni, en
Stjörnumenn náðu hins vegar
ekki að fylgja eftir góðum sigri á
Haukunum sem þeir lögðu í
fyrsta leik sínum.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Leikmenn áttu í vandræðum meðað fóta sig á rennblautum vell-
inum en fljótlega náðu heimamenn
undirtökunum. Það
var samt ekki mikið
um færi fyrir hlé og
öllu voru þau Blika
en Ásmundur Gísla-
son, markvörður Völsungs, stóð fyrir
sínu. Síðari hálfleikur var fjörugri og
á 51. mínútu kom Gunnar Örn Jóns-
son, Breiðabliki, í 1:0. Enn sóttu Blik-
ar en Ásmundur varði oft mjög vel, sá
þó ekki við Kristjáni Óla Sigurðssyni
sem skoraði með hnitmiðuðu skoti á
62. mínútu. Á 70. mínútu fékk Breiða-
blik vítaspyrnu en Ásmundur varði
frá Hreiðari. Síðan virtust heima-
menn sáttir við stöðuna, slökuðu mik-
ið á og Baldur minnkaði muninn. Það
virtist ekki hrista slenið af Blikum því
á 85. mínútu slapp Hermann Aðal-
geirsson í gegnum vörn Blika en Páll
Gísli Jónsson, markvörður Blika, sá
við honum.
„Við þurftum að hafa gríðarlega
mikið fyrir þessu,“ sagði Bjarni Jó-
hannsson, þjálfari Breiðabliks, eftir
leikinn. „Við vorum miklu betri allann
leikinn en alger óþarfi að hleypa þeim
inn í leikinn,“ bætti Bjarni við, sáttur
við að fá loks stig. „Ég er mjög
ánægður með sigurinn því við fengum
skell í fyrsta leik og það tekur tíma að
koma sálartetrinu í lag eftir slíkt.
Þessi leikur var skref fram á við en
þessi deild er miklu sterkari en ég átti
von á auk þess að það er mjög lítill
munur á liðum. Það sást best á þessu
mjög svo efnilega liði Völsungs að
þeir bitu heldur betur frá sér þegar
þeir fengu þefinn af því að geta náð í
stig.“ Kristján Óli, Pétur, Gunnar Örn
og Kristófer Sigurgeirsson voru best-
ir hjá Breiðabliki. „Við spiluðum ekki
eins og við ætluðum okkur,“ sagði Ás-
mundur, makvörður Völsungs, eftir
leikinn. „Aðstæður voru erfiðar fyrir
bæði lið en við buðum upp á að leik-
urinn þróaðist svona. Við ætluðum að
sleppa inn í hálfleik án marks en
bættum ekki nógu við í seinni hálfleik
og Blikar fengu þessi frekar ódýru
mörk,“ bætti markvörðurinn við og
hefur trú á sínum mönnum. „Mótið
leggst annars vel í mig, við eigum fullt
erindi í þessa deild og ég tel að út-
komuna í kvöld megi skrifa á andlegu
hliðinu en við eigum nóg af góðum
strákum.“ Ásamt Ásmundi voru
Baldur og Hermann góðir. Völsungar
verða ekki dæmdir af þessum leik en
sýndu í lokin að þeir kunna sitthvað
fyrir sér.
Maður leiksins: Ásmundur Gísla-
son, Völsungi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sverrir Sverrisson, Blikum, í baráttunni við leikmann Völsungs.
Blikar sluppu
með skrekkinn
BLIKAR sluppu með skrekkinn þegar þeir fengu Völsung í heimsókn
í Kópavoginn í gærkvöldi því þó að þeir réðu lögum og lofum slök-
uðu þeir heldur of mikið á klónni í lokin með tveggja marka forskot
en Völsungum tókst aðeins að minnka muninn í 2:1. Sigurinn er
Blikum kærkominn eftir 4:0 skell gegn Njarðvík í fyrstu umferð.
Stefán
Stefánsson
skrifar