Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 54

Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT BJARNI Guðjónsson gerir ekki ráð fyrir því að leika áfram með Coventry í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Hann snýr aftur til Bochum í Þýskalandi að loknu sumarfríi en hann var í láni hjá enska félaginu frá því í lok janúar og út tíma- bilið. „Coventry bauð mér samning en ég hafnaði honum og er því á leið aftur til Þýskalands. Mér leið mjög vel hjá félaginu og það var gaman að spila með því, en fjárhagsleg staða þess er erfið og ég sé ekki að það gangi upp. Ég er leikmaður Bochum og á tvö ár eftir af samningnum þar, og fer þangað þegar æfingar hefjast á ný til að berj- ast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarni við Morg- unblaðið í gær. Eins og áður hefur komið fram, gera for- ráðamenn Coventry sér góðar vonir um að fá Bjarna til sín en honum gekk mjög vel með liðinu og naut vinsælda meðal stuðningsmanna þess. Bjarni fer aftur til Bochum FORSVARSMENN norska úrvalsdeildarliðsins Viking í knattspyrnu eru í viðræðum við enska þjálfarann Roy Hodgson um að taka við þjálfun liðsins en íslenski framherj- inn Hannes Þ. Sigurðsson leikur með liðinu. Hodgson var á meðal áhorfenda er liðið tók á móti Odd/Grenland hinn 16. maí sl., en hann hefur komið víða við sem þjálfari. Hodgson þjálfaði m.a. Inter frá Mílanó, svissneska landsliðið á heims- meistaramótinu 1994 í Bandaríkjunum og á EM 1996 á Eng- landi. Hodgson var knattspyrnustjóri Blackburn á Englandi 1997–1999, landsliðsþjálfari Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna 1999–2000 og Udinese á Ítalíu 2000–2002, en hann hefur einnig þjálfað danska liðið Köbenhavn og sænska liðið Malmö FF. Ole Rugland, formaður Viking, seg- ir við norsku sjónvarpsstöðina TV2 að viðræðurnar séu komnar langt á veg og Hodgson sé spenntur fyrir verkefn- inu. Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur hefur einnig sýnt því áhuga að Hodgson taki við sem knattspyrnustjóri liðsins á næstu leiktíð. Hodgson í viðræðum við Viking KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Fylkisvöllur: Fylkir - FH ..........................17 3. deild karla B-riðill: Torfnesvöllur: BÍ - ÍH ...............................17 Sandgerði: Reynir S. - Drangur................17 1. deild kvenna B-riðill: ÍR-völlur: ÍR - Fylkir.................................11 Sunnudagur: Efsta deild kvenna, Landsbankadeildin: Hlíðarendi: Valur - KR ..............................16 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Stjarnan...............16 Kópavogur: Breiðablik - Þór/KA/KS .......16 2. deild karla: Garður: Víðir - KFS ...................................15 Varmá: Afturelding Leiftur/Dalvík..........16 Leiknisvöllur: Leiknir R. - KS. .................16 ÍR-völlur: ÍR - Tindastóll ..........................16 Ólafsvík: Víkingur Ó. - Selfoss ..................16 3. deild karla B-riðill: Skeiðisvöllur: Bolungarvík - ÍH................14 3. deild karla C-riðill: Húsavík: Boltaf. Húsavíkur - Hvöt...........16 Hofsós: Neisti H. - Snörtur .......................16 3. deild karla D-riðill: Djúpivogur: Neisti D. - Einherji...............16 Mánudagur: Efsta deild kvenna, Landsbankadeildin: Hásteinsvöllur: ÍBV - FH..........................20 3. deild karla A-riðill: Selfoss: Árborg - Skallagrímur.................20 Tungubakkav.: Deiglan - Freyr................20 Gróttuvöllur: Grótta - Númi......................20 3. deild karla B-riðill: Þorlákshöfn: Hamar - Ægir ......................20 3. deild karla C-riðill: Árskógsvöllur: Reynir Á. - GKS ...............20 3. deild karla D-riðill: Vilhjálmsvöllur: Höttur - Leiknir F. ........20 Eskifj.: Fjarðabyggð - Huginn .................20 1. deild kvenna A-riðill: Bessastaðav.: UMF Bess. - HK/Vík. ........20 UM HELGINA Liðin þreifuðu fyrirsér í upphafi leiks, voru álíka mikið með boltann og sköp- uðu sér engin færi. Valsmenn komust yfir þegar korter var liðið af leiknum, Hálf- dán Gíslason fékk sendingu inn fyrir vörn HK, lék að vítateigslín- unni og skaut knettinum óverjandi í vinstra hornið. Leikmenn HK komust vart fram yfir miðju, en þegar líða tók að leikhléi komust gestirnir betur inn í leikinn og skömmu áður en flautað var til hálfleiks tókst Gísla Frey Ólafssyni að jafna metin með fyrsta skoti HK í leiknum. Hann fékk knöttinn við vítateigslínuna og skoraði glæsi- legt mark með skoti í bláhorn Vals- marksins. Njáll Eiðs- son, þjálfari Vals, gerði breytingu á liði Vals í hálfleik, setti Þórhall Hinriksson, sem byrjaði leikinn á varamannabekknum, inn á miðjuna. Þessar breyting skilaði sér því Valur hafði öll tök í seinni hálfleik. Á 53. mínútu komst Baldur Aðalsteinsson inn í sendingu Gunnleifs Gunnleifssonar, markmanns HK, lék að markinu og skaut, Gunn- leifur varði knöttinn, en Árni Pét- ursson náði frákastinu og kom Val yfir. Leikmenn HK sáu vart til sól- ar það sem eftir var af leiknum. Jó- hann Möller kafsigldi gestina með tveimur mörkum með mínútu milli- bili þegar um korter var liðið af seinni hálfleik. Fyrra markið skor- aði hann þegar hann fékk frákast eftir skot Baldurs og það síðara eftir að hann slapp einn inn fyrir sofandi vörn HK. Sigurbjörn Hreiðarsson setti svo lokapunktinn þegar korter yfir stórsigur Vals með síðasta marki leiksins. Eins og áður sagði buðu aðstæð- ur í gærkvöldi ekki upp á skemmti- lega knattspyrnu. Menn hikuðu ekki við að renna sér í tæklingar á rennandi blautum vellinum og urðu þrír leikmenn að fara út af vegna meiðsla. Sigurbjörn og Jóhann áttu prýðilegan leik fyrir heimamenn og Þórhallur átti mjög góða innkomu á miðjuna í seinni hálfleik. Liðs- menn HK vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Gunnleifur Gunnleifsson varði nokkrum sinn- um vel en það dugði engan veginn til. Njáll sáttur við leik sinna manna í seinni hálfleik: „Við vorum lélegir seinni helming fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik spiluðum við bolt- anum með færri snertingum og meiri hreyfingu og vorum beittari á allan hátt, höfðum meiri trú á okkur“. Maður leiksins: Jóhann Möller, Val. Valur valtaði yfir HK á Hlíðarenda VALSMENN unnu stórsigur á HK á Hlíðarendar í gærkvöldi. Leikið var í rigningu og strekkingi sem setti mikinn svip á leikinn sem fyrir vikið var lítið fyrir augað. Leikmenn áttu í miklum vandræðum með að hemja boltann og sjálfa sig á rennblautum vellinum. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn blésu til stórsóknar í seinni hálfleik og uppskáru fjögur mörk og samtals 5:1-sigur. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Nj́áll Eiðsson Fjölnismenn mættu hálfsofandi tilleiks í þessum fyrsta heimaleik félagsins í 1. deild karla og sluppu oft með skrekkinn á fyrsta korterinu. Sævar fékk fjölmörg færi á þeim kafla en tókst ekki að nýta þau. Blaðamaður taldi þá ein fjögur markskot hans, auk þess sem Sævar vildi fá vítaspyrnu á 5. mínútu, en fékk í staðinn gult spjald hjá Leikni Ágústssyni dómara fyrir meintan leikaraskap. Erfitt var að dæma um þá ákvörðun að frá sjónarhorni und- irritaðs en hins vegar hefði Leiknir átt að reka Haukamanninn Jón Gunnar Gunnarsson af velli um miðj- an fyrri hálfleikinn, er hann gaf Gunnari Val Gunnarssyni olnboga- skot. Smám saman komust Fjölnis- menn inn í leikinn og voru farnir að pressa Haukana vel undir lok fyrri hálfleiks. Besta færi heimamanna kom eftir um hálftíma leik þegar miðjumaðurinn efnilegi Ívar Björns- son slapp inn fyrir vörnina, en Val- þór Halldórsson gerði vel í að verja skot hans í horn. Fyrsta mark Fjöln- is í 1. deild kom á 57. mínútu þegar Davíð Rúnarsson sendi boltann í op- ið markið eftir fyrirgjöf frá Ragnari Sverrissyni. Í stöðunni 1:0 var miðjumanninum Einari Einarssyni skipt út af hjá Fjölni og missti liðið jafnvægið milli miðju og sóknar við það. Á 75. mínútu jafnaði Sævar met- in er hann stakk sér inn fyrir vörnina og tókst loksins að brjóta ísinn. Ungt lið Fjölnis vankaðist við þetta og rankaði við sér um mínútu síðar er Goran Lukic var búinn að koma Haukum yfir 1:2 með skoti af stuttu færi, eftir sendingu varamannsins Róberts Óla Skúlasonar. Á lokamín- útum leiksins bætti Sævar við tveim- ur mörkum. Fyrst úr vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að Kristján Ómar Björnsson var felldur, 1:3. Síðasta markið kom svo í uppbótartíma þeg- ar títtnefndur Sævar afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir fyr- irgjöf frá varamanninum Arnari Steinari Einarssyni. Góð uppskera hjá Haukum sem nældu í sín fyrstu stig í sumar en hins vegar vonbrigði fyrir unga leik- menn Fjölnis sem léku ágætlega um miðbik leiksins. Hins vegar væri ósanngjarnt að reyna að dæma liðin af þessum leik, þar sem hann fór fram við erfiðar aðstæður, þ.e. í roki og rigningu. Maður leiksins: Sævar Eyjólfsson, Haukum. Þrenna hjá Sævari á fimmtán mínútum NÝLIÐAR Fjölnis í Grafarvogi eru án stiga í 1. deild karla eftir slæm- an skell gegn Haukum á heimavelli í gærkvöldi 1:4. Sóknarmað- urinn snöggi Sævar Eyjólfsson reyndist þeim erfiður og skoraði þrennu á síðasta korteri leiksins fyrir gestina úr Hafnarfirði. Töl- urnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks og gestirnir jöfnuðu ekki fyrr en er fimmtán mínútur lifðu af leiknum. Kristján Jónsson skrifar Eftir afar leiðinlegan fyrri hálfleiklifnaði nokkuð yfir leiknum og liðin fóru að skapa sér færi. Þrótt- arar fengu dauða- færi snemma en Atli Rúnarsson varði frá- bærlega og á eftir fylgdi skot sem fór framhjá nánast opnu marki Þórs. Um miðjan seinni hálfleik komust Þórsarar yfir með skrautlegu marki sem skrifast algjörlega á Stefán Magnússon, markvörð Þróttara. Hann var eitthvað að gaufa með bolt- ann og rak tána í hann svo hann barst til Gambíumannsins Ibra Jagne sem gat ekki annað en skorað. Þór bætti svo öðru marki við á 85. mínútu en þá skoraði Hallgrímur Jónasson auðveldega eftir frábæran undirbúning Skotans Lee Sharkey. Þróttarar fengu sín færi en Atli varði þrívegis mjög vel frá þeim. Páll Ein- arsson vildi fá víti í stöðunni 0:0 en uppskar aðeins gult spjald. Í lokin skoraði svo Sören Hermansen mark sem var dæmt af sökum rangstöðu og var ólán Þróttara þar með full- komnað því markið virtist vera lög- legt. Leikur liðanna var ekki glæsileg- ur og hafa bæði lið margt að lagfæra fyrir næsta leik. Baráttan var í fyrr- irrúmi en sendingar oft mjög slæm- ar. Þó verður að segjast að síðari hálfleikur var ágætlega spilaður en bæði lið eiga eflaust mikið inni og geta á góðum degi sýnt fína knatt- spyrnu. Maður leiksins: Atli Már Rúnars- son, Þór. Góður Þórssigur ÞÓRSARAR frá Akureyri unnu Þrótt 2:0 fyrir norðan í gær- kvöldi. Leikurinn var jafn allan tímann en Þórsarar nýttu þau fáu færi sem þeir fengu og það gerði gæfumuninn. Einar Sigtryggsson skrifar KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Víkingur – KA .......................................0:1 – Atli Sveinn Þórarinsson 47. Staðan: Keflavík 2 2 0 0 5:2 6 Fram 2 1 1 0 4:1 4 FH 1 1 0 0 1:0 3 KA 2 1 0 1 2:2 3 ÍBV 2 0 2 0 2:2 2 Grindavík 2 0 2 0 1:1 2 ÍA 2 0 2 0 1:1 2 Fylkir 1 0 1 0 1:1 1 KR 2 0 0 2 1:4 0 Víkingur R. 2 0 0 2 0:4 0 1. deild karla Þór – Þróttur R. ................................... 2:0 Ibra Jagne 71., Hallgrímur Jónasson 85. Valur – HK.............................................5:1 Hálfdán Gíslason (16.), Árni Pétursson (53.), Jóhann Möller (58., 59.), Sigurbjörn Hreiðarsson (75.) – Gísli Freyr Ólafsson (45.). Fjölnir – Haukar ...................................1:4 Davíð Rúnarsson (57.) – Sævar Eyjólfs- son (75., 88. (víti), 90.), Goran Lukic (76.) Stjarnan – Njarðvík ............................. 0:1 – Alfreð Jóhannsson 60. Breiðablik – Völsungur ........................2:1 Gunnar Örn Jónsson (51.), Kristján Óli Sigurðsson (60.) – Baldur Sigurðsson (76.) Staðan: Njarðvík 2 2 0 0 5:0 6 Valur 2 1 1 0 6:2 4 Þór 2 1 1 0 3:1 4 Haukar 2 1 0 1 5:4 3 Stjarnan 2 1 0 1 3:2 3 Breiðablik 2 1 0 1 2:5 3 HK 2 1 0 1 2:5 3 Völsungur 2 0 1 1 1:2 1 Þróttur R. 2 0 1 1 0:2 1 Fjölnir 2 0 0 2 1:5 0 Vináttulandsleikur Ástralía – Tyrkland ............................. 1:3 Marco Bresciano 49. (víti) – Hakan Sükür 69., 85., Umit Ozat 42. – 28.326. Frakkland Bordeaux – Mónakó .............................. 1:3 HANDKNATTLEIKUR Túnis – Ísland 30:28 Antwerpen, Belgíu, Flanders Cup, alþjóð- legt mót karlalandsliða, föstudaginn 21. maí: Mörk Íslands: Ásgeir Örn Hallgrímsson 10, Arnór Atlason 6, Kristján Andrésson 4, Sturla Ásgeirsson 2, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Ingimundur Ingi- mundarsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ein- ar Hólmgeirsson 1. Ísland – Grikkland ............................29:15 Undankeppni EM 18 ára landsliða í Makedóníu: Markahæstir: Ernir Hrafn Arnarson 8, Fannar Friðgeirsson 5, Gunnar Harðar- son 5. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Austurdeild, undanúrslit: Detroit – New Jersey........................ 90:69  Detroit sigraði 4:3 og mætir Indiana í úrslitum Austurdeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.