Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 55 SVONA getur fótboltinn verið. Það vorum við sem réðum gangi leiksins frá upphafi til enda, sköpuðum okk- ur færi en stöndum uppi með ekk- ert stig,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari nýliða Víkings, í gær eftir 1:0 tap liðsins gegn KA á Víkings- velli í gær. Víkingar hafa nú tapað báðum leikjum sínum í Landsbankadeild- inni til þessa en Sigurður var sam- mála því að allt annar bragur hefði verið á leik liðsins gegn KA en gegn Fram í fyrstu umferð þar sem að Víkingar fengu þrjú mörk á sig í fyrri hálfleik. „Við sundurspiluðum KA, yfir- burðalið, unnum flest einvígi úti á vellinum, baráttan var gríðarlega góð. En þeir fá eitt færi sem þeir nýta og þar við sat. Ég er hins veg- ar mjög stoltur af mínu liði og við getum tekið marga jákvæða hluti með okkur í næsta leik,“ sagði Sig- urður og gat ekki leynt vonbrigðum sínum með naumt tap í fyrsta heimaleik liðsins á leiktíðinni. „Íþróttir geta stundum verið ósanngjarnar. Við eigum gríð- arlega mörg góð færi, skot í slá og stöng, markvörður þeirra varði á línu og svona gæti ég haldið lengi áfram. En það þarf stundum heppn- ina með sér í lið, og ég er sann- færður um að svo verður í næstu leikjum. Ef við tökum upp þráðinn í næsta leik þá hef ég engar áhyggj- ur af framhaldinu,“ sagði Sigurður. „Við réðum gangi leiksins frá upphafi til enda“ FÓLK  MAGNÚS Lárusson, kylfingur úr GKj, er í fjórða sæti á Opna skoska meistaramótinu eftir fyrsta dag, lék á 66 höggum í gær en besta skor var 64 högg. Pétur Ó. Sigurðsson úr GR lék á 74 höggum, Sigmundur E. Másson, GKG, á 76 og Ottó Sigurðsson á 77.  TINNA Jóhannsdóttir, GK, og María Ósk Jónsdóttir, GA, léku fyrsta hringinn á Swedban unglinga- mótinu í golfi í Svíþjóð í gær á 76 höggum og eru vel fyrir ofan miðjan hóp. Arna Rún Oddsdóttir, GH, lék á 87 höggum og Sunna Sævarsdóttir, GA, var á 100 höggum.  ÍSLENSKU unglingalandsliðin í körfuknattleik unnu þrjá sigra á Finnum í gær en töpuðu einum. Bæði karlaliðin unnu og yngra kvennaliðið.  HELENA Sverrisdóttir fór á kost- um í 92:81 sigri yngra kvennaliðsins og gerði 46 stig. Yngra lið karla vann 68:64 í hörkuleik og gerði Brynjar Björnsson 20 stig. Eldra karlaliðið vann sinn leik og tryggði sér sæti í úr- slitaleiknum á sunnudaginn. U-18 lið kvenna tapaði 83:59.  TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, tilkynnti í gær, að Stoke myndi leika við Roma í sumar – þegar bæði liðin verða í æfingabúðum í Austurríki, þar sem þau dveljast á sama hóteli. Nú er verið að skipu- leggja ferðir til Austurríki með stuðningsmenn Stoke – á leikinn.  MORATTI hefur trú á því að Arg- entínumaðurinn Sebastian Veron hjá Chelsea sé tilbúinn að koma til Inter ef Roberto Mancini verði þjálf- ari, þar sem þeir hafa leikið saman hjá Lazio og eru góðir vinir.  VLADIMIR Rivero Hernández frá Kúbu, markvörður spænska hand- knattleiksliðsins Portland, er orðinn ungverskur ríkisborgari. Hann getur þar með leikið fyrir hönd Ungverja- lands eins og tveir landar hans hafa gert síðustu ár, þeir Carlos Perez og Ivo Diaz. Hernández, sem er tæplega tveggja metra hár, hefur spilað 191 landsleik fyrir Kúbu og lék áður með ungversku liðunum Nyiregyhaza og Dunaferr.  HIDETOSHI Nakata, fyrirliði Jap- ans og leikmaður með Bologna á Ítal- íu, sem hefur ekki leikið síðustu þrjá leiki Japans vegna meiðsla, verður ekki orðinn góður þegar Ísland og Japan mætast í Manchester 30. maí, að sögn Brasilíumannsins Zico, sem er landsliðsþjálfari Japans.  ZICO hefur valið landsliðshóp sinn og leika flestir leikmenn japanska liðsins með liðum í Japan. Nokkrir leika með liðum í Evrópu, eins og miðjumennirnir Junichi Inamoto, Fulham, Shinji Ono, Feyenoord og Shunsuke Nakamura, Reggina á Ítalíu. Sóknarmennirnir Atsushi Yanagisawa, Sampdoria, Naohiro Takahara, Hamburger SV og Tak- ayuki Suzuki, Huesden Zolder í Belgíu. Aðstæður á Víkingsvelli voruekki upp á það besta, það rigndi frá upphafi til enda og KA lék undan vindinum í fyrri hálfleik. Vík- ingar voru greini- lega staðráðnir í að endurtaka ekki upp- hafsmínúturnar frá því í fyrsta leik liðsins gegn Fram þar sem liðið fékk á sig tvö mörk í upphafi leiks. Tóninn var gefinn strax í upphafi og Vilhjálmur Vilhjálmsson tók auka- spyrnu strax á fyrstu mínútu og þrumaði að marki KA. Aukaspyrnur Vilhjálms er gríðarlega fastar og á hann örugglega eftir að finna leiðir framhjá varnarvegg og markverði í leikjum sumarsins, en í þessum leik tókst honum það ekki. Víkingar voru fastir fyrir í vörn- inni og voru með yfirburði á mið- svæðinu í upphafi leiksins og Daníel Hjaltason var nálægt því að opna markareikning Víkinga á 10. mínútu er skot hans small í stöng eftir lipra sókn heimamanna. Boltinn hrökk af varnarmanni KA og átti Sondor Matus markvörður aldrei möguleika á að verja skotið. Sondor var hins vegar vel á verði augnabliki síðar er Grétar Sigfinnur Sigurðsson skallaði af miklu afli að marki KA, boltinn fór í háum sveig yfir varnarmenn KA og stefndi í fjærhornið. Sondor varði hins vegar gríðarlega vel og bjargaði því sem bjargað varð. KA menn náðu vart að ógna marki Víkinga í fyrri hálfleik þar sem vörn heimamanna gaf fá færi á sér. Vilhjálmur tók aukaspyrnu fyrir Víkinga á 43. mínútu, skot hans var að venju bylmingsfast, boltinn fór í þverslána, þaðan í jörðina og út. Víkingar vildi meina að boltinn hefði farið yfir marklínuna en Egill Már Markússon, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Áhorfendur voru vart búnir að tylla sér í upphafi síðari hálfleiks þegar Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður KA, skoraði markið sem tryggði gestunum sigur. Vel að verki staðið hjá Hreini Hringssyni sem gaf knöttinn fyrir markið þar sem Atli skallaði af gríðarlegum krafti í fjærhornið. Víkingar brettu upp ermarnar eftir markið og sóttu enn frekar í sig veðrið. Skömmu eftir markið fékk Steinþór Gíslason, varnarmað- ur Víkinga, gott færi en hitti bolt- ann afar illa frá markteig. Söguþráður leiksins var sá sami í síðari hálfleik, Víkingar sóttu án af- láts en náðu ekki að skora. KA getur vel við unað að hafa náð í þrjú stig í Víkinni í gær. Varn- armenn liðsins höfðu í nógu að snú- ast, mörg einvígi á miðsvæðinu töp- uðust og framlínumennirnir Jóhann Þórhallsson, Hreinn Hringsson og Dean Martin fengu ekki mörg færi til þess að vinna úr. Sandor mark- vörður virkaði óöruggur á stundum en varði vel þegar á hann reyndi. Leikmenn Víkings geta nagað sig í handarbökin fram að næsta leik fyrir að hafa ekki komið boltanum í netið. Vörnin var vel skipulögð, miðju- mennirnir höfðu undirtökin á mið- svæðinu og sóknarmenn liðsins létu mikið að sér kveða. Vilhjálmur var gríðarlega sterkur á miðsvæðinu ásamt Sigursteini Gíslasyni, og í vörninni var Sölvi Geir Ottesen Jónsson kóngur í ríki sínu. En það hrökk ekki til hjá nýliðunum að þessu sinni. Morgunblaðið/ÞÖK Atli Sveinn Þórarinsson skallar hér frá marki KA en Grétar S. Sigurðsson reynir sitt besta. Kristján E. Örnólfsson er við öllu búinn. ÞAÐ er ekki oft sem að ég fer fram fyrir miðju og það var ljúft að sjá boltann í net- inu. Þetta var bara gott mark og mikilvægt fyrir okkur að ná í þrjú stig eftir tapleikinn gegn Keflavík,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, varn- armaður KA, sem skoraði eina mark leiksins gegn Vík- ing í upphafi síðari hálfleiks. „Í leiknum gegn Keflavík sköpuðum við okkur fleiri færi en töpum 2:1, í þessum leik snerust hlutverkin við. Vissulega vorum við stál- heppnir að fá ekki á okkur mörk en hlutirnir féllu okkar megin að þessu sinni,“ sagði Atli. „Við vor- um stál- heppnir“ Lánleysi Víkinga EF HÆGT er að tala um heppni í íþróttum voru nýliðar Víkings ekki með „lukkudísirnar“ í sínu liði í gærkvöld er KA frá Akureyri sótti Reykjavíkurliðið heim í Fossvoginn. Sóknarlotur Víkinga voru mun fleiri en sóknir gestanna, en eina mark leiksins skoraði varnarmað- urinn Atli Sveinn Þórarinsson í upphafi síðari hálfleiks og nægði það til þess að KA fór með stigin þrjú með í farteskinu norður yfir heiðar í gær. Uppskera Víkinga er rýr eftir tvær umferðir, ekkert stig en miðað við leik liðsins í gær býr mikið í leikmönnum liðsins sem gætu gert góða hluti í sumar. Sigurð Elvar Þórólfsson skrifar Víkingur R. 0:1 KA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla, 2. umferð Víkingsvöllur Föstudaginn 21. maí 2004 Aðstæður: Rigningarsuddi, rok, góður völlur og hiti um 9 stig. Áhorfendur: Um 700. Dómari: Egill Már Markússon, Grótta, 5 Aðstoðardómarar: Ólafur Ragnarsson, Pjetur Sigurðsson Skot á mark: 13(8) - 4(3) Hornspyrnur: 9 - 3 Rangstöður: 0 - 2 Leikskipulag: 4-3-3 Martin Trancík M Höskuldur Eiríksson Sölvi Geir Ottesen M Þorri Ólafsson M Steinþór Gíslason Vilhjálmur R. Vilhjálmsson MM Sigursteinn Gíslason M (Þorvaldur M. Guðmundsson 80.) Kári Árnason M Egill Atlason (Stefán Örn Arnarson 87.) Grétar Sigfinnur Sigurðarson M Daníel Hjaltason Sándor Matus M Steinn V. Gunnarsson M Atli Sveinn Þórarinsson M Ronni Hartvig Óli Þór Birgisson M Örn Kató Hauksson M Pálmi Rafn Pálmason Kristján Elí Örnólfsson Dean Martin Jóhann Þórhallsson M Hreinn Hringsson (Steingrímur Örn Eiðsson 82.) 0:1 (47.) Hreinn Hringsson tók hornspyrnu frá vinstri, Víkingar skölluðu frá marki þar sem að Hreinn tók við boltanum á ný, gaf fyrir markið þar sem að Atli Sveinn Þórarinsson kom aðvífandi og skallaði boltann af miklu afli í fjærhornið úr miðjum vítateig. Glæsilegt mark! Gul spjöld: Sölvi Geir Ottesen, Víkingur R. (34.) fyrir brot.  Haukur Armin Úlfarsson, Vík- ingur R. (42.) fyrir brot.  Jóhann Þórhallsson, KA (51.) fyrir leikaraskap.  Þorri Ólafsson, Víkingur R. (55.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.