Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 59

Morgunblaðið - 22.05.2004, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 59 EF EITTHVAÐ hefur einkennt kvikmyndahátíðina í Cannes í ár þá er það pólitík. Herferð Michaels Moores gegn George W. Bush Bandaríkjaforseta í nýjustu mynd sinni Farenheit 9/11, sem tekur þátt í aðalkeppninni um Gullpálmann, hef- ur vakið mesta athygli en á hátíðinni eru fleiri myndir, sem fjalla á ögrandi máta um pólitísk viðfangsefni. Oftar en ekki eru hér á ferð myndir sem fela í sér harða gagnrýni eða ádeilu á framgöngu Bush forseta, stríðsbrölt hans eða þá alþjóðavæðinguna sem Bandaríkin leiðir. Heili Bush Tvær aðrar heimildarmyndir eru hér á Cannes. Önnur heitir Heili Bush (Bush’s Brain) sem Sigurjón Sighvatsson á söluréttinn á. Af- hjúpun: Íraksstríðið (Uncovered: The War on Iraq) þykir svipa nokkuð til Farenheit 9/11 efnislega, og kemst að sömu niðurstöðu, að stríðsbrölt Bandaríkjamanna sé byggt á lygum og fölskum forsendum. Höfundurinn Robert Greenwald beitir þó öllu jarð- bundnari efnistökum og kannski af þeim orsökum vekur myndin ekki sömu athygli og mynd Moores, jafn- vel þótt gagnrýnendur telji hana jafn- vel enn áhrifaríkari og mikilvægari, að hluta til vegna þess að í henni eru áður óbirt viðtöl við háttsetta emb- ættismenn. Þá var sýnd utan aðalkeppninnar heimildarmynd um Salvador Allende, sem var steypt af stóli forseta Chile í valdaráni árið 1973. Vínpólitík Önnur tveggja heimildarmynda í aðalkeppninni – hin er Farenheit 9/11 – er einnig bandarísk og heitir Mondovino, mynd sem á dularfullan hátt var bætt inn í aðalkeppnina sem 19. myndinni á síðustu stundu. Í allt- of, alltof langri mynd skoðar banda- ríski kvikmyndagerðarmaðurinn og vínsérfræðingurinn Jonathan Nossit- er víniðnaðinn í heiminum og þá meintu alþjóðavæðingu sem á sér stað í faginu. Myndin er heilar tvær og hálf klukkustund að lengd. Sem spillir verulega fyrir annars virkilega áhugaverðri greiningu Nossiter. Che í mótun Þá var á dagskrá, utan aðalkeppn- innar, ný mynd eftir hinn gamal- reynda franska kvikmyndasnilling Jean-Luc Godard. Myndin heitir Okkar tónlist (Notre Musique) og þar fjallar Godard í þremur pörtum – Helvíti, Hreinsunareldinum og Para- dís – um stríðshörmungar út frá þremur hliðum, stríðsástandinu, af- leiðingunum og svo loks andstæðunni – friðinum. Pólitíkin kemur einnig við sögu óbeint í nýjum myndum hinna virtu Emir Kusturica og Walter Sall- es, sem báðar eru í aðalkeppninni. Mynd Serbans Kusturica, Lífið er kraftaverk (Zivot je cudo), er geggjuð ástarsaga sem gerist í Bosníu á stríðstímum, árið 1992, en mynd hins brasilíska Salles, Mótorhjólaminn- ingar (Diaros De Motocicleta), fjallar um afdrifaríkt ferðalag sem tveir ungir argentískir háskólastúdentar lögðu upp í á gömlu lúnu mótorhjóli um S-Ameríku. Þetta voru þeir Al- berto Granado og Ernesto Guevara, sem síðar varð þekktur sem bylting- arleiðtoginn Che Guevara en ferða- lagið varð til þess að opna augu beggja fyrir stjórnmálaástandinu í löndunum sem þeir heimsóttu og því félagslega óréttlæti sem alþýðan bjó við. Spilling í Hvíta húsinu Sean Penn leikur svo aðalhlut- verkið í pólitískri samsærismynd sem heitir Morðtilræðið á Richard Nixon (The Assassination of Richard Nixon) sem sýnd er í Un Certain Regard dagskránni. Í þessari fyrstu mynd Niels Mueller, sem skrifaði m.a. handritið að gamanmyndinni Tad- pole, spinnur hann út frá sönnum at- burðum sem áttu sér stað árið 1974 þegar Sam nokkur Bicke (Penn), veruleikafirrtur og argur maður yfir eigin lánleysi og stjórnarástandinu í Bandaríkjunum, reyndi að ræna áætlanaflugvél og fljúga henni á Hvíta húsið og ráða Nixon forseta þannig af dögum. Á blaðamannafundi með Sean Penn vegna myndarinnar sem blaðamaður Morgunblaðsins var viðstaddur undirstrikaði Penn þann ádeilubrodd í myndinni en bætti þó við: „Aldrei grunaði mig að það myndi þó nokkurn tímann koma til þess að ég saknaði Richards Nixons eins og ég geri nú í dag.“ Um mynd Michaels Moores, sem hann hafði ekki séð, sagði Penn: „Ég er viss um að hann hafi varpað ljósinu á ger- spillta ríkisstjórn, rétt eins og við vörpum ljósinu á gerspillta rík- isstjórn í myndinni.“ Pólitíkin allsráðandi í Cannes Sean Penn hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig heimalandi hans er stjórnað. Cannes. Morgunblaðið. skarpi@mbl.is Reuters Sean Penn saknar Nixons Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur SMS tónar og tákn Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6 og 8.  Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Dóttur valdamesta manns í heimi er rænt getur aðeins einn maður bjargaðhenni. Frábær spennumynd frá leikstjóranum og handritshöfundinum David Mamet. Frumsýning Að breyta fortíðinni getur haft óhugnalegar afleiðingar fyrir framtíðina. Svakalegur spennutryllir sem fór beint á toppinn í USA. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30 og 10.30. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING  Ó.H.T Rás2 (Píslarsaga Krists) Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 16. ELLA Í ÁLÖGUMÍ Æðisleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með Anne Hathaway úr Princess Diaries! i l i f i ll fj l l i i i ! Kill Bill.1 & Kill Bill.2. Sýndar kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Hlé á mill i mynda Tvöföld sýning verð að eins 1000.k r L O K S I N S B Á Ð A R Í B Í Ó ! FORSALA HEFST Á MÁNUDAG!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.