Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 64

Morgunblaðið - 22.05.2004, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FÆREYSKA sveitin Týr er Íslendingum að góðu kunn en lagið „Ormurin langi“ naut mikilla vinsælda hér- lendis. Nú hefur 28 ára gítarleikari úr Mývatns- sveit, Ottó Páll Arn- arson, gengið til liðs við sveitina. „Ég þekkti þá ekki neitt en fékk þá hug- mynd að senda þeim tölvupóst í desember 2003 og spyrja hvort þeir væru að leita að gítarleikara. Ég fékk svar frá þeim tveimur dögum seinna að þeir væru að leita. Þannig byrjaði þetta,“ segir Ottó Páll í viðtali við Morgunblaðið. Færeyskt-íslenskt rokk Mývetningur gengur í Tý  Ekki/60 EKKI náðist samkomulag milli ríkisstjórn- arflokkanna og stjórnarandstöðunnar á Al- þingi í gærkvöldi um að ljúka þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið þá um kvöldið og taka í kjölfarið nokkur önnur mál á dagskrá. Framhald á þriðju umræðu um frumvarp- ið hófst klukkan 11.20 í gærmorgun og stóð fram yfir miðnætti. Einn stjórnarþingmað- ur tók til máls allan daginn, Gunnar Birg- isson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hall- dór Blöndal og Arnbjörg Sveinsdóttir, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, voru með andsvör við ræðu annarra þingmanna. Annars voru það þingmenn allra stjórnar- andstöðuflokkanna sem héldu uppi um- ræðunni. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði að þingfundur hæfist aftur klukkan tíu í dag og stæði fram eftir degi. Áður höfðu borist þær fréttir að hlé yrði gert á störfum Alþingis fram á mánudag. Halldór gerði ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um fjölmiðlafrumvarpið færi fram á mánudaginn. Fjölmiðlafrumvarpið Atkvæða- greiðsla á mánudag FRESTUR til að skila inn framboði til forsetakjörs rann út á miðnætti og höfðu þrír frambjóðendur skilað inn meðmælendalistum, vottuðum af yfir- kjörstjórnum. Í framboði eru því Ólaf- ur Ragnar Grímsson, Ástþór Magnús- son og Baldur Ágústsson. Fundað verður í dómsmálaráðu- neytinu á hádegi í dag til að fara yfir framboðin, og verður gefin út formleg staðfesting á því hverjir verða í kjöri í framhaldi af því. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, oddvita yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður, var búið að fara yfir meðmæl- endalista allra frambjóðendanna og staðfest að þeir hafi safnað nægilega mörgum undirskriftum. Ástþór Magnússon skilaði fyrstur inn sínum undirskriftum föstudaginn 14. maí, en í ljós kom að einhverjar undirskriftir vantaði til að listinn fengi vottun yfirkjörstjórna, og var bætt úr því yfir helgina og listarnir staðfestir á þriðjudag. Ólafur Ragnar Grímsson og Baldur Ágústsson skiluðu undir- skriftalistum á mánudag og reyndust þeir fullnægjandi, að sögn Þórunnar. Þrír í framboði til forseta NETIÐ býður oft upp á góð tilboð á flugi, og um 200 Bandaríkja- menn trúðu varla eigin heppni þegar þeir gátu keypt flugmiða fram og til baka til Íslands með Icelandair á 61 dollara, um 4.500 krónur. Bandaríska netfyrirtækið Cheap Tickets stóð þarna undir nafni, en á fimmtudag voru gerð mistök þegar verð á flugmiðum til Íslands var uppfært. Á vefsíðu fyrirtækisins var t.d. ferð frá New York til Reykjavíkur sögð kosta 61 dollara, en venjulegt verð á farmiðum af þessu tagi er 787 dollarar, eða 57.600 kr., og því „tilboðið“ góða innan við 10% af venjulegu miðaverði. Vefsíðan viðurkennir að mistök hafi verið gerð, en ætlar engu að síður að standa við verð sitt fyrir þá sem pöntuðu áður en mistökin voru leiðrétt. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að þarna hafi Cheap Tickets gert ákveðin mistök, og segist hann ekki vita til þess að svona tilvik hafi komið upp áður með flug á vegum Icelandair. Cheap Tickets munu taka á sig allan kostnað vegna þessa óvænta tilboðs og tapar Icelandair engu. Stór hluti af farseðlum Ice- landair er seldur af ferðaskrif- stofum erlendis, bæði hjá þeim og í gegnum Netið, segir Guðjón. „Það er ljóst hvar mistökin liggja, þau eru gerð hjá þessum aðilum sem selja miðana og þeir segja að þeir ætli að standa við sitt.“ Eftir að ferðalangur frá New York sá þessi mistök og pantaði sér ferð, lét hann netverja á vinsælu spjall- borði meðal reyndra ferðalanga, FlyerTalk, vita af þessum mögu- leika á ódýrri ferð á vefsíðu Cheap Tickets. Í kjölfarið pantaði fjöldi manns flugmiða til Íslands á þessum kostakjörum. Í fram- haldi af þessu spunnust fjörugar umræður um hvort rétt væri að taka tilboði sem þessu sem menn vissu að væri tilkomið vegna mis- taka, og sýndist sitt hverjum. Bandaríska netfyrirtækið Cheap Tickets stóð undir nafni Flugmiðinn til Íslands á 4.500 krónur HEFÐ hefur skapast í leikskólanum Garðaseli að fara árlega í svokallaða lambaferð að Bjarteyjar- sandi í Hvalfirði. Markmiðið með ferðinni er að gefa yngri börnum kost á að komast í snertingu við dýrin í sveitinni og upplifa hvað sveitin hefur upp á að bjóða. Ekki eru eingöngu kindur að Bjarteyj- arsandi því þarna eru hestar, hænur, kisur, kan- ínur og ekki má gleyma honum Tý, hundinum, sem stundum spilar fótbolta við gesti ef þannig stendur á. Öll börnin heimsóttu fjárhúsin undir leiðsögn Kolbrúnar Ríkeyjar Carter. Börnunum er uppálagt að ganga um fjárhúsin með ró og sýna þannig dýr- unum virðingu. Kolbrún sá síðan um að allir fengju að halda á lambi, klappa þeim eða strjúka. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Arna Berg Steinarsdóttir var stolt er hún hélt á lambi í fjárhúsinu á Bjarteyjarsandi. Heimsókn í sveitina Akranes. Morgunblaðið. HARALDUR Johannessen rík- islögreglustjóri segir dóm meiri- hluta Hæstaréttar í málverka- fölsunarmálinu vera umhugs- unarefni og lögfræðileg álitamál hafi vaknað í tilefni hans. Aðspurður segir Haraldur að honum sýnist lögregla og ákæruvald þurfa að fara yfir hvaða þýðingu dómurinn hafi um meðferð sakamála. „Íhuga má hvort breyta eigi vinnulagi við rannsóknir saka- mála eftir nýjum málsmeðferð- arkröfum sem mér virðast felast í niðurstöðu meirihluta Hæsta- réttar. Hins vegar hafna ég því að starfs- menn ríkislög- reglustjóra hafi ekki staðið að meðferð málsins með réttum hætti og tel að heim- vísa hefði átt málinu í stað þess að sýkna,“ segir Haraldur. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að fyrir nokkru hefði verið ákveðið að fara vel yfir mál sem snerta málverkafalsanir. Sagðist menntamálaráðherra hafa ákveð- ið að skipa starfshóp og verið sé að móta hann nú. Þorgerður Katrín sagði hópinn munu m.a. fá það hlutverk að skrifa grein- argerð um áhrif listaverkaföls- unar og skila tillögum til úrbóta. Segir ráðherra að helstu sér- fræðingar verði skipaðir í starfs- hópinn. Ríkislögreglustjóri um niðurstöðu Hæstaréttar Lögregla og ákæruvald ræði þýðingu dómsins Haraldur Johannessen  Dómur Hæstaréttar/ 2, 6, 10–11, 32 KEISARASKURÐUM á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri fækk- aði úr tæpum 25% árið 1999 niður í 18,8% árið 2003 en þeir voru áður fleiri þar en annars staðar á landinu. Þetta kemur fram í máli Ingibjargar Jónsdóttur, deildarstjóra kvenna- deildar sjúkrahússins, en hún er meðal fyrirlesara á norrænni ráð- stefnu Ljósmæðrafélags Íslands sem haldin er í tilefni af 85 ára afmæli fé- lagsins. Ráðstefnan hófst formlega í gær og henni lýkur á morgun en þar er tekið á ýmsum málum er varða meðgöngu og fæðingu. Ingibjörg segir að keisaraskurðir hafi verið þó nokkuð fleiri á Akureyri en annars staðar á landinu en að með samstilltu og markvissu átaki hafi tekist að fækka þeim svo um munar. „Við ákváðum að reyna að meta hvers vegna keisaraskurðstíðnin var svona há á Akureyri. Til þess not- uðum við svokallaða fagrýni til að skoða allar okkar fæðingar aftur í tímann, safna upplýsingum, greina vandann og finna leiðir til úrbóta.“ Flokkun auðveldar meðhöndlun Ingibjörg segir að konurnar hafi verið flokkaðar í tíu hópa þar sem meðal annars hafi verið teknir inn þættir eins og hvort konan er að fæða sitt fyrsta barn, hvort barnið snúi rétt og hvort konan hafi farið í keisaraskurð áður. „Þá gátum við metið hvaða konur í hverjum hópi fara helst í keisaraskurð. Við verðum aftur á móti að passa það vel að þeg- ar við vinnum að því að lækka keis- aratíðni að það komi ekki niður á heilsufari barnanna og kvennanna. Flokkunin kennir okkur að með- höndla konuna í fæðingunni eftir því hvaða hópi hún tilheyrir,“ segir Ingi- björg. Helsta leiðin til þess að fækka keisaraskurðum er að fræða konur og gefa þeim góðar upplýsingar og þá sérstaklega þeim sem hafa þurft að fara í bráðakeisaraskurð. „Fæð- ing er eðlilegt ferli og við viljum halda í það því að keisaraskurður er heilmikil aðgerð og þeim fylgja ýms- ar áhættur,“ segir Ingibjörg. Keisara- skurðum hefur fækk- að verulega Akureyri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.