Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 27.05.2004, Síða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 25 Háskólanám á Hvanneyri Umsóknarfrestur er til 10. júní 2004 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - www.hvanneyri.is Almenn inntökuskilyrði - Það sama gildir um allar námsbrautir við LBH að umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru, sem háskólaráð telur jafngilt. Námið tekur að lágmarki þrjú ár til BS-prófs (90 einingar). Síðan er hægt að bæta við sig 30 eininga sérnámi og rannsóknaþjálfun og brautskrást með kandidatsgráðu (120 einingar). Á Hvanneyri er þægileg nánd milli nemenda og starfsfólks og góð aðstaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra í starfi og leik. Þar eru nemendagarðar fyrir fjölskyldur jafnt sem einstak- linga, grunnskóli og leikskóli. Útivistar- og afþreyingarmögu- leikar eru fjölbreyttir og stutt í alla þjónustu. Hvanneyri er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. F jó ra r námsb raut i r t i l BS -p rófs Búvísindi Fjölbreytt nám með áherslu á búfjárrækt, jarðrækt og bútækni auk margra valgreina. Undirstaða fyrir framhaldsnám í búvísindum, ráðgjafarstörf, kennslu og rannsóknir auk búrekstrar. Landnýting (landgræðsla) Skipulag, nýting og umhirða lands með áherslu á landgræðslu og náttúruvernd við íslenskar aðstæður. Hentar vel til starfa við landgræðslu, náttúruvernd, kortagerð og hvers kyns umhverfis- mál. Skógrækt Námsbrautin er ný á Hvanneyri og með tilkomu hennar er nú fyrst hægt að nema þessi fræði á háskólastigi á Íslandi. Fjallað er m.a. um umhirðu og ræktun skóga, búskaparskógrækt, ferskvatnsnýtingu, náttúruvernd og auðlindahagfræði. Umhverfisskipulag (Landslagsarkítektúr) Námið er fyrri hluti náms í landslagsarkítektúr og öðrum skipu- lagsfræðum. Meðal áfanga er nýting og mótun lands, hönnun útivistarsvæða, tölvustudd hönnun og vistfræði, mat á umhverfisáhrifum, jarðvegsfræði og fríhendisteikning. F ramha ldsnám að loknu BS -p róf i Kandidatsnám Boðið er upp á eins árs viðbótarnám og rannsóknaþjálfun til kandidatsprófs í búvísindum og landnýtingu. Námið hentar þeim einkar vel sem ætla að verða leiðbeinendur í landbúnaði t.d. hjá búnaðarsamböndum, landgræðslu og skógrækt. Inntökuskilyrði er BS-próf frá LBH eða sambærilegt BS-nám frá öðrum háskólum. Meistaranám (MS) Meistaranám til 60 eininga í búvísindum. MS-námið veitir mögu- leika á sérhæfingu á sviði búfjárræktar, jarðræktar og bútækni. Meistaranám til 60 eininga í landnýtingu. MS-námið veitir möguleika á sérhæfingu á sviði landgræðslu, umhverfisstjórnunar, jarðræktar og bútækni. MS-námið er skipulagt sem einstaklingsbundinn námsferill með sveigjanlegri námsframvindu. Inntökuskilyrði er BS-gráða í búvísindum, landnýtingu, líffræði, landafræði eða annað sambærilegt BS-nám. Þórsari í 70 ár | Sjötíu ár eru liðin í dag, fimmtudaginn 27. maí, frá því að Haraldur Helgason gekk í Íþrótta- félagið Þór og ætla Þórsarar að minnast þessara tíma- móta á föstu- daginn. Haraldur hefur lengst allra verið for- maður í félag- inu, en því embætti gegndi hann í 20 ár, frá 1960 til 1980. Í tilefni tímamótanna verður Har- aldi og eiginkonu hans, Áslaugu Ein- arsdóttur, haldið kaffisamsæti í Hamri, félagsheimili Þórs, á föstu- dagsmorguninn, 28. maí, kl. 9. Allir velunnarar Þórs og gamlir fé- lagar Halla og Ninnu í Þór eru hvattir til að líta við í Hamri á föstudags- morguninn, fá sér kaffisopa og spjalla við gamla félaga, segir í tilkynningu. Útafakstur | Ungur ökumaður, nýkominn með bílpróf, slapp með skrekkinn í gærmorgun er hann missti vald á bíl sínum sem hafnaði á hliðinni úti í skurði. Óhappið átti sér stað á malarvegi sem liggur að Kjarnaskógi. Ökumaðurinn slapp ómeiddur og lítið tjón varð á bílnum, að sögn lög- reglunnar á Akureyri. Starfsárinu lokið | Hin árlega uppskeruhátíð Skákfélags Akureyr- ar verður haldin í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 27. maí, kl. 20. Hátíðin markar jafnan lok hvers starfsárs félagsins en á henni eru verðlaun veitt fyrir viðburði vetrarins. Boðið er upp á léttar veitingar og líklegt verður að teljast að gripið verði í tafl. Hátíðin fer fram í Íþróttahöllinni og allir eru velkomnir. GERA má ráð fyrir að niðurstaða evrópskrar arkitektasamkeppni um heildarskipulag miðbæjar Ak- ureyrar liggi fyrir að ári, eða næsta vor. Þetta kom fram á fundi þar sem kynnt var verk- efnið Akureyri í öndvegi, sem er samkeppni um skipulag miðbæj- arins en að því stendur áhuga- hópur um uppbyggingu miðbæj- arins. Fulltrúar frá ráðgjafar- fyrirtækinu Alta kynntu á fundinum hvernig að fyrirhuguðu verkefni verður staðið, en teymi á þess vegum hefur tekið að sér undirbúning vegna samkeppn- innar. Fram kom í máli Sig- urborgar Kr. Hannesdóttur, verk- efnastjóra Alta, að um margt væri um einstakt verkefni að ræða og málið hefði strax verið sett í farveg sem líklegastur væri til að skila árangri. Auk hennar eru í teyminu Halldóra Hregg- viðsdóttir framkvæmdastjóri og Pétur H. Ármannsson arkitekt en samstarf er einnig við breska fyr- irtækið John Thompson & Partn- ers. Sigurborg sagði þörf á metn- aðarfullri sýn til að efla miðbæ Akureyrar og um leið bæinn sem höfuðstað Norðurlands. Aðgerð- arleysi myndi leiða til hnignunar. Hún sagði vaxandi kröfu meðal íbúa að þeir hefðu áhrif, sér- staklega hvað skipulagsmál varð- ar. Sú leið yrði farin að leita eftir sjónarmiðum íbúa og hags- munaaðila áður en ákvarðanir verða teknar. Þannig verður í haust efnt til íbúaþings þar sem fólki gefst kostur á að koma hug- myndum sínum um miðbæinn á framfæri. Pétur sagði að í kjöl- farið yrði samkeppnin boðin út, það gæti gerst í október og skila- frestur tillagna gæti orðið í mars á næsta ári. Þá tæki við yfirferð dómnefndar og niðurstaða ætti að geta legið fyrir næsta vor. Björgólfur Guðmundsson, for- maður stjórnar Landsbankans, nefndi í umræðum á fundinum að bankinn vildi vera með í verkefn- inu, enda bæri hann samfélags- lega ábyrgð og hefði verið starf- andi í miðbæ Akureyrar í yfir 100 ár. Hann gat þess að vinnu- brögð í málinu væru til fyr- irmyndar. Einnig nefndi hann að samhliða uppbyggingu miðbæj- arins þyrftu að koma til fleiri at- vinnutækifæri, þau þyrftu að fylgja með og það væri stórmál að fjölga íbúum bæjarins. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri sagði það kröfu íbúanna að lífi yrði blásið í miðbæinn og margir hefðu beint þeim kröfum sínum til Akureyrarbæjar, bæj- arfulltrúa. Sú leið sem valin hefði verið, að áhugahópur með sterka bakhjarla stæði fyrir málinu, væri bæjarfulltrúum að skapi, þeir væru þakklátir fyrir frum- kvæðið. Þeir sem lifðu og hrærð- ust á svæðinu hefðu forsendur til að taka það í sínar hendur. Hlut- verk bæjarfélagsins væri svo að spila með og mæta þeim kröfum sem fram kæmu. Ragnar Sverrisson, kaupmaður og forsvarsmaður áhuga- mannahópsins, nefndi í lok fund- arins að ekki væri úr vegi að Ak- ureyrarbær tæki stórt lán, 10 til 20 milljarða króna til 100 ára, til að nota í uppbyggingu miðbæj- arins. Verkefnið Akureyri í öndvegi, um heildarskipulag miðbæjarins, kynnt á fundi Íbúaþing í haust, evrópsk samkeppni næsta vetur Morgunblaðið/Kristján Akureyri í öndvegi. Fjöldi fólks lagði leið sína á kynningarfund um fyrir- hugaða samkeppni um heildarskipulag miðbæjarsvæðisins. Morgunblaðið/Kristján Pétur H. Ármannsson arkitekt flyt- ur erindi á kynningarfundinum.      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.