Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 62

Morgunblaðið - 27.05.2004, Page 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss, Erla og Dröfn koma í dag. Dettifoss, Arnarfell og Joana Princesa fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fornax kemur í dag. Arklow Wave fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, al- menn handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 14–15 söngstund, púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar, út- skurður og handavinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Aðstoð við böðun og námskeið í glerskurði kl. 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, söng- hópurinn kl. 13.30, dans kl. 15.15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellsbæ, Dvalarheimilinu Hlað- hömrum. Kl. 13–16 föndur og spil, kl. 13.30- –14.30 lesklúbbur, kór eldriborgara Vorboðar, æfingar kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Karlaleikfimi kl. 13. Garðaberg opið kl. 13–17. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 moggi, rabb, kaffi, víd- eókrókur, kl. 10–11.30 pútt, kl. 11.20 leikfimi. Félag eldri borgara, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. Heilsuefl- ing í Bólstaðarhlíð kl. 13, félagsvist kl. 20. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opin. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og kera- mik, kl. 13 gler og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga kl. 9–17. Handavinnustof- an er opin frá kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13–16 hann- yrðir, kl. 13.30–16 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, föstudag, sundleikfimi í Grafar- vogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofan, kl. 10–11 samverustund og leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlu- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og brids. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Þórðarsveigur 1-5, Grafarholti. Kl. 13.30 opið hús. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK, Gull- smára, spilar í félags- heimilinu í Gullsmára 13 mánu- og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arkortin fást nú í Lyfj- um og heilsu, Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar 500 kr. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er fimmtudagur 27. maí, 148. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Reiðst eigi, Drott- inn, svo stórlega, og minnstu eigi misgjörða vorra eilíflega. Æ, lít þú á: Vér erum allir þitt fólk. (Jes. 64, 8.)     Á vef Vinstri grænna íReykjavík skrifar Drífa Snædal um vænd- isfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. „Það voru gleðitíðindi fyrir kvenfrelsissinna þegar vændisfrumvarpið svokallaða var afgreitt til annarrar umræðu á Alþingi á dögunum. Reyndar voru stórtíðindi þar á ferð þar sem bar- átta framsýns fólks virð- ist loks skila árangri inni á þingi. Í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að hver sem láti af hendi eða lofar að láta af hendi greiðslu eða ann- an ávinning fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þetta þýðir í raun að það er ekki lengur ólög- legt að selja vændi, heldur að kaupa það eða hafa milligöngu um vændi. Ef frumvarpið nær fram að ganga er Ísland annað landið í heiminum til að fara sænsku leiðina svoköll- uðu.     Sú hugmyndafræðisem liggur að baki frumvarpinu er að fólk sem selur aðgang að lík- ama sínum gerir það út úr einhvers konar neyð, félagslegri eða fjárhags- legri. Um þetta er fólk sem hefur unnið að mál- um er snerta kynbundið ofbeldi ekki í vafa. Næg- ir að vísa í innlendar sem erlendar rannsóknir þessu til stuðnings. Reyndar er Ísland eina landið í Norður-Evrópu sem refsar enn fórn- arlömbum fyrir að selja líkama sinn. Þá er spurning hver beri ábyrgðina en hún hlýtur að liggja hjá þeim sem hafa peningana, valdið og valið, þ.e. þeir sem kaupa aðgang að öðrum. Þennan skilning virðist löggjafarvaldið loksins hafa öðlast og bregst vonandi við með laga- setningu.     Til að uppræta vændiog koma í veg fyrir að ungt fólk lendi í þeim pytti þurfa einnig að koma til félagsleg úr- ræði. Lagasetningin ein og sér er ekki næg held- ur þarf að koma til fræðsla til allra fagaðila sem geta veitt fórn- arlömbum aðstoð. Lög- reglan, dómarar, félags- málayfirvöld, fólk innan heilsugæslunnar og svo framvegis þurfa að vera meðvituð um hvernig best er að taka á þess- um málum þegar þau koma upp. Aðstoð til handa þeim sem ætla að snúa baki við því ofbeldi sem vændi er þarf að vera til staðar og skiln- ingur á slíku starfi af hendi yfirvalda. Þá má einnig nefna námskeið fyrir þá sem dæmdir verða fyrir kaup á vændi og almennar for- varnir. Lagasetningin er því ekki endapunktur heldur góð byrjun á því að vinna á þeim smán- arbletti sem vændi er í samfélaginu,“ segir Drífa Snædal. STAKSTEINAR Kaup á vændi verði gerð refsiverð Víkverji skrifar... Víkverji lét loksins verðaaf því á dögunum að heimsækja Vatnsdal í V-Húnavatnssýslu. Þau eru orðin óteljandi skiptin sem Víkverji hefur horft á veg- vísinn inn í Vatnsdalinn á leið sinni suður eða norður. Og í hvert skipti hefur hann bölvað sér fyrir að hafa ekki tíma til að taka eins og einn hring um Vatnsdalinn. En í vikunni gerði Víkverji sér sérstaka ferð norður í Vatnsdal og sér ekki eftir þeim bíltúr. Vatnsdalurinn er afar fallegur og fjölbreyttur. Fremst í dalnum eru hinir sögufrægu Vatns- dalshólar og þegar ekið er innar blas- ir við augum allstórt stöðuvatn, Flóð- ið svonefnda. Enn innar í dalnum er Kattarauga, en það sýndist Víkverja vera uppspretta. Bílvegurinn gengur í hæðum og lægðum og á leiðinni gleður trjágróður augað hér og hvar. Í dalnum austanverðum er trjálund- ur sem gaman væri að æja við og drekka kaffi. Reyndar ákvað Víkverji í þessum bíltúr að koma í Vatnsdal- inn síðar í sumar með reiðhjól og hjóla um dalinn á svona 5–6 tímum. Auðvitað væri langskemmtilegast að fara þennan spotta ríðandi á fal- legum degi á húnvetnskum gæðing. Úr því að Víkverji er farinn að tala um fallega staði má hann til með að minnast á annan fallegan stað í vest- ursýslunni, sem hann hefur ekki heimsótt en heyrt mikið látið af. Þetta er Vatnsnesið, en það mun vera mjög áhugavert að fara fyrir nesið og skoða í leiðinni Borgarvirki og að sjálfsögðu Hvítserk. Það er bara skömm að því að Víkverji skuli aldrei hafa séð Hvítserk, nema á myndum. Úr því verður bætt í sumar og ekkert múður. Það er ein- kennilegt hvað hægt er láta fallega staði lengi fram hjá sér fara. x x x Víkverji ætlar að lokumað beina talinu að Rangárvallasýslunni og rifja upp ógleymanlega stund í sundlauginni á Seljavöllum undir Eyjafjöll- um. Á uppstigningardag gekk Víkverji á Eyjafjalla- jökul við annan mann og endaði förina við Seljavalla- laug þar sem engan mann var að finna og laugin lokuð í þokkabót. Þótti Víkverja þetta súrt í broti því smábusl í lauginni hefði fullkomnað þennan dag. En í glugga laugarinnar var miði með skilaboðum til ferða- fólks um að láta vita af sér á bænum skammt frá, ef það vildi fara í sund. Auðvitað gekk þetta allt eftir og 5 mínútum síðar var Víkverji genginn til laugar til að stunda sundfarir. Þetta kallar maður góða þjónustu. Frábær dagur í alla staði þrátt fyrir eyfellska úrhellisrigningu, en hver man eftir einhverju skítaveðri þegar frá líður? Hinn tignarlegi Hvítserkur verður skoðaður í sumar. Bréf frá Greenpeace FYRIR nokkrum dögum fengum við, ég og maðurinn minn sameiginlega, bréf sem póstlagt var í Þýska- landi. Aftan á umslaginu er ófullkomið heimilisfang sendanda, en bréfið sem fylgir er á íslensku og sagt vera frá Greenpeace-sam- tökunum. Þetta er ekki mjög kurt- eisislegt bréf, svo ekki sé meira sagt. Sendandinn virðist hafa hug á að ferðast til Íslands, en finnst við hæfi að senda fyrst hótun- arbréf og setja skilyrði fyrir komu sinni. Ég spyr nú bara: Hvenær fór það að tíðkast að ókunnir gestir sendu hótanir til gestgjaf- ans og settu skilyrði fyrir komu sinni? Hvern langar til að fá slíka gesti? Ég spyr Greenpeace- samtökin á Íslandi: Hver veitti þeim leyfi til að dreifa póstlistum með íslenskum nöfnum og heimilisföngum erlendis? Í umræddu bréfi stendur að skip Greenpeace, MV Esperanza, komi til Íslands í júní í sumar „til að efna til umræðu við almenning á Ís- landi um umhverfismál“. Það verður gaman að sjá skip ræða við almenning! Það höfum við aldrei áður séð, en einhvern tíma hefðu slíkar tilkynningar verið teknar sem óbeinar hótanir! Ég sá bréf frá „eftir- launakalli“ um þetta mál í Velvakanda á dögunum og tek að fullu undir orð hans um að vonandi verði hval- veiðar auknar hér við land frá því sem var á síðasta ári. Ef Greenpeace-samtökin hafa eins miklar áhyggjur af fækkun ferðamanna hér á landi og þau láta í veðri vaka, væri þá ekki tilvalið að auglýsa Ísland sem eina landið í heiminum þar sem erlendir ferðamenn gætu horft á hvalskurð? Ég minnist þess frá fyrri árum, þegar ekið var um Hval- fjörð, að þar stönsuðu iðu- lega margar rútur með er- lenda ferðamenn sem voru að horfa á hvalskurðinn og það kostaði ekki krónu. Steinunn Bjarmann. Tapað/fundið Nokia-sími fannst á Nelly’s HINN 15. maí sl. fannst Nokia-sími á Nelly’s. Upp- lýsingar í síma 693 1761. Dýrahald Kettlingar fást gefins FJÓRIR blíðir og yndisleg- ir 9 vikna kettlingar fást gefins. Eru kassavanir og koma þegar á þá er kallað. Einn er svartur, annar er svartur og hvítur, og tveir eru grábröndóttir. Uppl. gefur Sigrún í s: 869 2615. Geðþekkur högni GEÐÞEKKUR högni, hvít- ur og grár að lit, fæst gefins vegna flutninga. Upplýs- ingar gefur Florian í síma 561 0833 eða 869 1573. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 falla, 4 hnötturinn, 7 lófinn, 8 hótar, 9 nátt- úrufar, 11 sleit, 13 ósoðna, 14 trylltur, 15 þunn spýta, 17 belti, 20 frostskemmd, 22 snú- in, 23 æviskeiðið, 24 sér eftir, 25 bik. LÓÐRÉTT blettir, 2 hnappur, 3 fífls, 4 stúlka, 5 þreyttar, 6 gabba, 10 þula, 12 ill- menni, 13 skar, 15 bráð- lyndur maður, 16 bárur, 18 ganga, 19 vitlausa, 20 röskur, 21 halarófa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 Gyðingana, 8 lokin, 9 iðjan, 10 auk, 11 afann, 13 kenna, 15 snatt, 18 ónýta, 21 uns, 22 nýrun, 23 afurð, 14 áttavitar. Lóðrétt: 2 yrkja, 3 innan, 4 grikk, 5 nýjan, 6 glóa, 7 knáa, 12 net, 14 enn, 15 senn, 16 afrit, 17 tunna, 18 ósaði, 19 ýsuna, 20 arða. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.