Morgunblaðið - 01.06.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 01.06.2004, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 13 Sími 590 9500 Sími 590 9500 5-7 HERB. OG SÉRH. 4 HERBERGJA 3 HERBERGJA www . thinghol t . is www . thinghol t . is 2 HERBERGJA LANDSBYGGÐIN Sigurbjörn Skarphéðinsson, lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík Borgartún 20, 105 ReykjavíkMán-fimmtudaga 9-18 • föstudaga 9-17 laugardaga 12-14 HÁTEIGSVEGUR 105 REYKJAVÍK Glæsilegt 419 fm einbýlishús ásamt 50 fm bílskúr og á þessum vinsæla stað í Reykjavík, þrjár hæðir eru innan eignarinnar auk sól- stofupalls milli 2. og 3. hæðar, úr stofum er útgengi á stóra og flís- alagða verönd þaðan sem liggja tröppur niður í garðinn, þetta er einstök eign með mikla útleigu möguleika. Ásett verð: 68 millj. SUMARHÚS NÝSMÍÐI Fasteignasalan Þingholt, í samstarfi við Byggingafélagið Timbur- menn, er með til sölu sumarhús sem hafa fengið nafnið SPROTI. Húsin eru 26 fm að flatarmáli auk svefnlofts, þeim verður skilað fullbúnum að utan einangruðum, með vönduðum gluggum, hurð- um og gólfi. Húsin eru íslensk hönnun og smíði og henta því vel fyrir íslenskt veðurfar. Sýningarhús er staðsett upp á Esjumelum og er hægt að skoða það alla daga. Áhugasamir geta haft samband við sölufulltrúa Þingholts í síma 590 9500 LAUFÁSVEGUR 63 Fallegt, virðulegt einbýlishús með mikla reisn við austanverðan Laufásveg ofan götu. Húsið gefur möguleika til þess að taka á móti stórum hópi gesta sem vilja hafa rúmt og notalegt í kringum sig, utan og innandyra í heimilislegu umhverfi. Húsið skiptist í kjallara, aðalhæð, efri hæð og ris. Eldhúsið hefur verið endurnýj- að á mjög smekklegan hátt og hannað af innanhúsarkitektnum Ragnheiði Sverr- isdóttur, sem hefur vakið athygli fyrir vel heppnuð verk í þessu húsi, hér er sjón sögu ríkari. Lofthæð á aðalhæð er um 2,75 m og á 2. hæð um 2,90 m og í risi mest um 3,30 m, í kjallara er lofthæð minnst 2,37 m. Þessi mikla lofthæð undirstrikar glæsi- leika hússins. Samþykktar hafa verið teikningar af rishæð (sem er með góðri lofthæð og var þar herbergi vinnukonu áður fyrr), þar er gert ráð fyrir kvistum og svölum. Samþykktar teikningar liggja frammi á skrifstofu Þingholts og eru unnar af arkitektinum Luigi Bartolozzi. Eftir breytinar verður húsið alls 331,2 fm sam- kvæmt skráningartöflu. Gert ráð fyrir, að stigi til rishæðar taki við af stigapalli efri hæðar og er nægt pláss fyrir þá breytingu. Útsýni úr risi er til Háskólans, Skerja- fjarðar, Öskjuhlíðar og Keilir blasir við í fjarska ef litið er meira til suðurs. Um húsið er ritað í bókinni indæla Reykjavík. .......hús Magnúsar Jónssonar próf- essors og alþingismanns nr. 63. Það er teiknað af Sigurði Guðmundssyni 1926. Í garðinum eru afar myndarleg tré, meðal annars hlynur og silfurreinir. Takið eft- ir hvað járnverkið er fínt í girðingunni framan við garðinn. GLÆSILEG HEILSÁRSHÚS Mjög vönduð, stór heils-árs sumarhús staðsett í kjarri vöxnu landi, með fögru útsýni, í landi Eskiholts 10 km. frá Borgarnesi. Stutt er í alla þjón- ustu og ca 8 km. til næsta golfvallar, ca 50 mínútna akstur er frá Reykja- vík. Húsin eru byggð úr gegnheilli furu og eru mjög efnismikil með full- búinni timburverönd. Veröndin liggur aftanvið húsið, er með húsinu að vestan alls um 60 fm, lóð er frágengin og er að mestu birkikjarr, skemmdir vegna framkvæmda eru í lágmarki og hefur verið grætt upp. Vatn, vegir og frárennsli eru full frá gengin, þar sem landið var ræst fram áður en bygging húsanna hófst. Hægt er að kaupa öll húsin saman eða hvert og eitt sér. // Neðri hæðin er 83 fm og á efri hæð er 45 fm gólfflötur, lofthæð efri hæðar er mest 2,40 m., en vegna súðar er húsið skráð 98 fm. Glæsilegt útsýni er út Borgar- fjörðinn og vestur á Snæfellsjökul og yfir á Ok og Langjökul. Húsin eru klædd með hálfbjálkum að utan og panelklæddir veggir að innan, upptek- in loft. Allar lagnir fyrir frárennsli, vatn heitt og kalt og rafmagn eru til staðar auk rafmagsofna. Vatnslagnir að húsi eru með hitaþræði, þannig að ekki frís í þeim á vetrum, þótt enginn sé í húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.